NT - 12.11.1984, Blaðsíða 10

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 10
Mánudagur 12. nóvember 1984 10 Utlönd Chile: Lýðræðislof orðin grafin Fátæklingar handteknir fyrir „kommúnisma" ■ Augusto Pinochet hershöfðingi og einræðisherra hefur nú grafíð loforð undanfarinna ára um væntanlegt lýðræði og þingræði í Chile. Bvssustingjum hersins er aftur beint að almenningi landsins eins og þegar herinn tók völdin árið 1973. Þá var valdatakan réttlætt með því að efnahagur landsins væri í rúst vegna vinstrisinnaðrar stefnu ríkisstjórnarinnar. Síðan hafa hægrisinnaðir hershöfðingjar verið einráðir um stjórnarstefnuna. En þvert ofan í loforð þcirra batnaði efnahagur landsins ekki við það heldur er hann nú verri en nokkru sinni. Versnandi efnahagur Chile hans. Hann neyddist því til að undir stjórn Pinochet hershöfð- lofa stjórnarbót og þróun í átt ingja hefur orðið til þess að tillýðræðisfyrirnokkrumárum. margir fyrrverandi stuðnings- En raunveruleg völd voru samt menn hans hafa gagnrýnt stjórn áfram í höndum hans. NATO: Kjarnorku- pólitík á undanhaldi? ■ Pað hefur lengi verið yfirlýst stefna NATO að beita kjarnavopnum að fyrra bragði sem svar við sovéskri árás á Vestur-Evr- ópu jafnvel þótt Sovétmenn notuðu aðeins hefðbundin vopn í slíkri árás. Þessi stefna hefur mjög verið gagnrýnd af ýmsum stjórnmálaöflum og fjölda- samtökum í Evrópu enda þýðir hún í reynd að NATO hótar að breyta Evrópu í orrustuvöll fyrir kjarnavopn þegar við upphaf stríðs við Varsjárríkin. En nú kann þessari stefnu NATO-ríkj- íinna að verða breytt lítil- lega á næstunni. Varnarráð NATO-ríkjanna samþykkti í gær á fundi sínum í Brussel að hefja undirbúning að nýrri áætlun þar sem gert er ráð fyrir að háþróaðri tækni verði beitt til að ráðast á aðflutningsleiðir óvinarins og liðssafnað hans á óvina- svæði með „hefðbundnum vopnum" við upphaf hern- aðarátaka áður en gripið verður til kjarnavopna. Þessi nýja áætlun, sem hefur verið kölluð „follow- on force attack, FOFA", hefur verið gagnrýnd vegna mikils kostnaðar og vegna þess að hún gerir ráð fyrir notkun háþróaðs og ná- kvæms tæknibúnaðar sem enn er (Byggt á Reuter) Þegar Pinochet lýsti svo aftur yfir neyðarástandi í Chile í síðustu viku var jafnvel nánustu stuðningsmönnum hans í hópi hægrimanna nóg boðið. Þjóð- lega einingarhreyfingin, sem er ein helstu samtök hægrisinn- aðra stjórnmálamanna í Chile, hefur lýst því yfir að neyðar- ástandslögin séu ónauðsynleg þar sem herstjórnin hefði meiri en nóg völd fyrir til að bæla niður ólgu meðal vinstrisinn- aðra stjórnarandstæðinga. í á- lyktun sem hreyfingin sendi frá sér er krafist fjölmiðla- og fundafrelsis. Slíkt frelsi var mjög takmarkað áður en nú hefur það alveg verið afnumið. En fasistarnir, sem stjórna Chile, láta sér fátt um finnast þótt þeirra eigin stuðnings- mönnum blöskri ofbeldisstjórn- in og einræðið. f síðustu viku byrjaði leynilögreglan fjölda- handtökur á grunuðum stjórn- arandstæðingum. Fimmtudag og föstudag voru a.m.k. 100 manns handteknir af leynilög- reglunni. Nú á laugardaginn var raf- magn tekið af fátækrabúðum í Santiago þar sem um 22.000 manns búa. Skömmu síðar óku 30 brynvarðir bílar inn í búðirn- ar og herþyrlur sveimuðu fyrir ofan þær. Búðir þessar hafa lengi verið þyrnir í augum stjórnvalda þar sem fátækling- arnir, sem búa þar, hallast til stuðnings við vinstrisinna. Nú átti að útrýma hinni kommún- ísku hættu sem fátæklingarnir báru með sér. Um þrjú þúsund unglingspiltum og fullorðnum karlmönnum var smalað saman og þeir fluttir í burtu. Stjórnvöld halda því fram að mun færri hafi verið handteknir eða aðeins um 323. Þetta stang- ast samt algjörlega á við frá- sagnir sjónarvotta sem segja að hermennirnir hafi smalað öllum karlmönnum á aldrinum 16-60 ára saman í fátækrabúð- unum. Síðan hafi verið ekið með þá burt. Fallega sólbrún allt árið með SUN LIFE SUN LIFE er ný aðferð og örugg til að haida sér brúnum allt árið. SUN LIFE er náttúruafurð, sem verndar gegn sólbruna á árangursríkan hátt. Taktu 3 töflur daglega í 2*3 vikur áður en þú ferð í sólariandaferð og þú nýtur sólar án bruna og óþæginda. Taktu 1*2 töflur á dag og þú munt öðlast fallegan brúnan húðlit allt árið. SUN LIFE fæst í lyfjaverslunum, snyrtivöruverslunum, sólbaðstofum og víðar. ■ Herinn í Chile handtók um helgina um 3000 unglingspilta og fullorðna karlmenn í einu af fátækrahverfum Santiago. Mönnunum var smalað saman og þeir síðan fluttir á brott í vögnum. v Símamynd-POLFOTO Bretadrottning ekki berskjölduð London-Reuter ■ Breska drottningin var mið-' punktur umfangsmikilla örygg- isaðgerða bresku lögreglunnar í gær. Enginn fékk að koma nálægt henni án þess að gangast undir nákvæma vopnaleit og sérþjálfaðar lögregluskyttur krupu á húsþökum tilbúrar til að freta niður hvern þann sem gerði sig líklegan til að ógna öryggi hennar hátignar. Sérstakir lögreglumenn gættu einnig annarra meðlima kon- ungsfjölskyldunnar þar sem lög- reglan taldi sterkar líkur á því að írski lýðveldisherinn myndi reyna að drepa drottningu eða annað konungborið fólk nú um helgina. Þrátt fyrir þennan ótta lög- reglunnar tók drottningin samt þátt í minningarathöfn um þá sem féllu í heimsstyrjöldinni síðari. Milljónir sjónvarps- áhorfenda horfðu á þegar hún lagði blómsveig við minnis- merki fallinna hermanna. Viðbúnaður lögreglunnar til verndar drottningu var meiri en nokkru sinni frá því að hún komst til valda fyrir 32ánirn. ■ Enginn fékk að koma nálægt Elísabetu Bretadrottningu í gær eða öðru konungbornu fólki án þess að gangast undir rækilega VOpnalcít. Síniamynd-POLFOTO Kína: Ofsalega öfunda ég þig af þessum fallega brúna lit. Hvernig ferðu að þessu? Ég tek inn SUN LIFE. Þú verður brún á örskömmum tíma. Jafnvel án sólar. 14 dögum síðar Eg fylgdi þínum ráðum. Takk. Einkaumboð: M. Guðmundsson og Co. Símar 91-19112, 21850 ■ Kínverjar voru fyrstir manna til að taka upp próf til að mæla hæfni manna til að gegna ákveðnum störfum. Um aldir og árþúsundirbeitti kínverska keisaraveldið ströngu prófakerfi til að velja embættismenn sína. Emb- ættismenn ríkisins urðu að sýna svart á hvítu að þeir væru vel að sér í fræðum meistara Konfúsíusar sem ríkið sótti heimspeki sína til. Þessi próf héldust að mestu óslitið til næstu aldamóta þeg- ar þau voru lögð niður fyrir þrýsting frá framfarasinnuð- um menntamönnum sem töldu embættismenn ekki þurfa úrelta heimspeki til starfa sinna. Miklu nær væri að þeir lærðu vísindi og tækni af Vesturlöndum. En nú virðast Kínverjar aftur vera að hefja embættis- mannapróf til fyrri virðingar. Fyrir skömmu var ákveðið að forstjórar og aðrir embættis- menn yrðu að standast sam- ræmd ríkispróf til að sanna hæfni sína. Hin fornu fræði Konfúsíusar eru að vísu ekki meðal námsefnisins heldur hafa sósíalísk fræði og fram- kvæmdastjórn komið í þess stað. Nú þegar hafa 9.019 for- stjórar úr fyrirtækjum í iðn- aði, verslun, byggingu, utan- ríkisverslun, flutningum og póstþjónustu gengist undir slíkt ríkispróf. Kínverska vikuritið Beijing Review segir frá því að meðaltalseinkunn forstjóranna í grundvallar- stefnumiðum og stjórnmálum hafi verið 75,78 af 100 mögu- legum og í framkvæmdastjórn og verslunarþekkingu hafi þeir fengið 74,05 að meðaltali. Aðeins 0,7% forstjóranna féll í fyrra prófinu en 5,53% féll á hinu síðara. Áður hafði verið ákveðið að fallistarnir skyldu víkja úr starfi fyrir öðrum hæfari. En þessi próf voru aðeins upphafið því að í Kína eru mörg hundruð þúsund verk- smiðjur og önnur fyrirtæki. Væntanlega munu forstjórar þeirra einnig verða látnir gangast undir próf á næstunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.