NT - 12.11.1984, Blaðsíða 12

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 12
Mánudagur 12. nóvember 1984 ; ■ Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona fagnar hér sigri ásamt eiginnianni sínum, Jóni Þórissyni, en hann á heiðurinn af sviðs- myndinni í sýningunni. ■ Sumir geta látið fara vel um sig í hægindastól á meðan aðrir þurfa að þeytast um og skenkja kampavín í glösin, sem tæmast Ort. NT-myndir: Árni Bjarna. M Það varmikið um dýrðir á fyrstu frumsýningu vetrarins hjá íslensku óperunni að kvöldi föstudagsins 2. nóv. s.L Fyrir valinu hafði orðið Carmen eftir Bizet, sem hefur lengi notið mikilla vinsælda hér á landi sem annars staðar, enda ferþar saman æsilegur söguþráður og heillandi tónlist. SigríðurEIIa Magnúsdóttirsynguraðalhlutverkið, eins og síðast, þegar Carmen var færð á fjalirnar hérá landi fyrir 9 árum, og eru þeir, sem notið hafa, á einu máli um það að hún sé aldeilis frábær og sýningin öll alveg stórkostleg. Frumsýningu fylgir alltaf alveg sérstök stemmning og gestir ■ Unga tónlistarfólkið lætur sig ekki vanta á tónlistarviðburði. Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari (t.h.) ræðir hér við Guðrúnu Theódóru Sigurðardóttur sellóleikara. Þær starfa báðar í íslensku hljómsveitinni. eru i hátíðaskapi og sínu fínasta pússi. Þá er ekki síður tiíhlökkunarefni að fara á kreik íhléinu og gefa sig á tal við aðra viðstadda. Kampavínið, sem veitt er frumsýningargestum óperunnar, dregur ekki úr hátíðaskapinu, enda hæfír ekki ógöfugri drykkur þeirri athöfn, sem frumsýning óperu er. mwgM ■ 12 ■ Vonandi fer Páll Pampichler Pálsson ekki að gleyma sér og sveifla um sig einhverjum ímynduðum tónsprota. Það hlýtur að vera erfitt að gæta þess að ekki hellist dropi niður þegar haldið er á grunnum, barmvíðum kampavínsglösum í báðum höndum. Kristín Kristjánsdóttir leikkona hlustar hugfangin á útlistingar hljómsveitarstjórans. ■ Hér eru þær að bera saman bækur sína Magdalena Schram fræðslufulltrúi Jafnréttisráðs og Hulda Magnúsdóttir búningateikn- ari, en hún hefur einmitt aðstoðað Unu Collins við gerð búninga í Carmen.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.