NT - 12.11.1984, Blaðsíða 24

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 24
Mánudagur12.nóveinl>er1984 HRINGDU ÞÁ f SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólartiringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hveija ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastseðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Alþjódaólympíunefndin fellir lokadóm inn yfir íþróttamönnum sem féllu á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum: TÓLF í ÆVILANGT BANN - Vésteinn Hafsteinsson einn þeirra - getur sótt um náðun að 18 mánuðum liðnum ■ Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefnd- arinnar sagði á blaðamanna- fundi í Mexíkó, en þar heldur nú Alþjóðaólympíunefndin ráðstefnu, að alls hefðu 12 íþróttamenn verið fundnir sekir um iyfjanotkun á Ólympíuleik- unum í Los Angeles. Þar með væri sex nöfnum bætt við þann lista sem áður hefði opinberlega verið gefinn út yfir þá sem fundnir hefðu verið sekir og dæmdir í lífstíðarbann frá keppni. Einn þessara sex er Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari, en hann kom jákvætt út úr lyfjaprófi í Los Angeles. Guðni Halldórsson hjá Frjálsíþróttasambandi íslands sagði í samtali við NT á laugar- dag, að þarna væri einungis um formlega dómsfellingu Alþjóóa- ólympíunefndarinnar að ræða. „Sumar niðurstöðurnar komu svo seint eftir Ólympíuleikana, að Alþjóðaólympíunefndin gat ekki gefið út dóm sinn opinber- lega þá. Nú er nefndin á fundi í Mexíkó, og þar er þetta mál meðal annarra á dagskrá“ j sagði Guðni. Guðni sagði einnig að dóms- fellingin hljóðaði ætíð upp á lífstíðarbann. Síðan gæti íþrótta- maðurinn sótt um náðun 18 mánuðum eftir að sýiiið var tekið. „Alþjóðaólympíunefnd- in sendir svo Alþjóðafrjáls- íþróttasambandinu niðurstöðu sína, og þeir tilkynna hana okkur“, sagði hann. Samaranch sagði á áður- nefndum blaðamannafundi að alltof margir.íþróttamenn héldu enn í dag að þeir gætu komist upp með að nota ólögleg lyf, vegna þess að notkun þeirra væri svo algeng í þjálfun. Þeir sex sem voru opinberlega dæmdir í lífstíðarbann af Al- þjóðaólympíunefndinni nú voru, auk Vésteins Hafsteins- sonar, Gianpaulo Urlando frá Ítalíu, fjórði í sleggjukasti á leikunum, Göran Petterson frá Svíþjóð, sjötti í þungavigt í lyftingum, Serafim Grammatik- opoulos lyftingamaður frá Grikklandi, Eiji Shimomura blakmaður frá Japan, og Stefan Laggner frá Austurríki, fjórði í yfirþungavigt í lyftingum. - All- ir þessir voru dæmdir frá keppni vegna notkun á hormónalyfj- um, anabolic steroids. -f--*.4 4-i i- v -—\4~~- 4 * \ , H'/l ■ Vésteinn Hafsteinsson í keppni á Olympíuleikunum í sumar. Hann hefúr nú verið dzmdnr í ævilangt bann af Alþjóðaólympíunefndinni, og sá dómur verður væntanlega staðfestur af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu. Það þýðir þó ekki að Vésteinn geti ekki keppt framar á opinberum mótum, hann getur sótt um náðun þegar 18 mánuðir eru liðnir frá ÓL og fær þá væntanlega keppnisrétt að nýju. símamynd polfoto. Blak: Sovétmenn sterkari ■ Sovétmenn voru sterkari Bandaríkja- mönnum á laugardag á átta landa mótinu í blaki sem haldið er nú í Japan. Sovétmenn unnu 3-2 í hörkuspennandi leik. Bandaríkjamenn, sem eru Ólympíumeistarar frá í sumar í Los Angeles og sigruðu Sovétmenn í fjórum leikjum í Sovét í vor, unnu tvær fyrstu hrinurnar gegn heims- meisturunum naumt, 15- 12, 15-13. En þá fóru Sovétmennirnir í gang, og unnu þrjár næstu hrin- ur 15-8,15-8 og 15-11. Hnefaleikar: Nordmaður Evrópumeistari ■ Steffen Tangstad, hnefaleikari frá Noregi, þar scm hnefaleikar eru bannaðir, varð á laugar- dag Evrópumeistari í þungavigt í hnefaleikum. Tangstad sigraði Evrópu- meistarann franska, Luc- ien Rodriguez, á stigum í keppni í Kaupmanna- höfn. Rodriguez hafði verið Evrópumeistari frá því í nóvember árið 1981. Tangstad, 25 ára, var mun sterkari. Vendipunkturinn var í 9. lotu þegar hann lamdi Rodriguez út í kaðla og þjarmaði þar verulega að homHn. Halska knattspyrnan: Juventus rúllað upp - Rummenigge skoraði tvö hjá Juventus - Hateiey meiddist Karl-Heinz Rummenigge - skoraði tvö mörk gegn Juventus. ■ V-Þjóðverjinn Karl-Heinz Rummenigge var á skotskónum er lið hans, Inter Mílanó lagði stjörnuher Juventus Tórínó að velli í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Rummen- igge skoraði tvö mörk í 4-0 sigri liðsins. írinn Liam Brady lagði upp annað mark Þjóðverjans. Ferri og Collovati skoruðu hin mörk Inter. Sigurinn á Ítalíu- meisturunum fleytti Inter úr 7. sæti í það 4. í deildinni. Tórínó, sem er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Verona, vann AC Mílanó 2-0 með mörkum Austurríkismannsins Scachner og Brasilíumannsins Junior. Mark Hateley, Eng- lendingurinn marksækni sem nú er markahæstur á Ítalíu, meiddist í leiknum, en hann leikur með AC Mílanó ásamt landa sínum Ray Wilkins. Verona, sem er taplaust, hafði talsvert fyrir sigri á Crem- onese. Calderisi skoraði úr víta- spyrnu, og svo varði Carella markvörður vítaspyrnu Crem- onese. V-Þjóðverjinn Hans Pet- er Briegel innsiglaði sigurinn. Roma hefur enn ekki unnið leik í deildinni. í þessari 8. umferð gerði liðið 7. jafnteflið umhelgina. Úrslit og staða efstu liða er á bls. 22. Hollenska knattspyrnan: íslendingarnir meiddust báðir Fri Reyni Pór Fiuboguyw friltuwuui NT í Hollandi: ■ Báðir íslensku atvinnu- mennirnir í Hollandi, Pétur Pét- ursson Feyenoord og Heimir Karlsson Excelsior urðu fyrir meiðslum í leikjum sínum í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Pétri var skipt útaf eftir að hann hafði farið frekar illa út úr návígi, og Heimir rotaðist. Pétur og félagar sigruðu Groningen 2-1 á heimavelli. Pétur fór útaf á 70. mínútu. Heimir og félagar léku á útivelli gegn Twente og töpuðu 0-1. Lýsingu var hætt í hollenska útvarpinu frá leiknum í þann mund er Heimir fékk boltann af miklu afli íhöfuðiðogrotaðist. Ekki náðist í þá félaga í gærkvöld, þannig að ekki er vitað hvort meiðslin hafa reynst alvarleg. Slíkt gæti orðið slæmt í tilfelli Péturs, því hann á að lejka með landsliðinu gegn Wal- es á miðvikudag. Úrslit og staða efstu liða eru á bls.22. Mike England landsliðseinvald- ur Wales um leikinn við ísland: Býst við mörgum mörkum Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í Engiandi: ■ Mike England land- liðseinvaldur Wales lætur hafa eftir sér í viðtölum við fjölmiðla hér í Eng- landi að hann búist við mörgum mörkum í leiknum gegn íslandi á miðvikudag. Hann segir að þeir Ian Rush, Liver- pool, og Mark Hughes, Manchester United muni tryggja betri úrslit en í Reykjavík. „Ef við hefðum haft þá báða, Ian Rush og Mark Huges í leiknum í Reykjavík hefðu úrslitin orðið önnur,“ segir Mike England. „Ef við fáum áhorfendur á bak við okkur verður þetta ólíkur leikur en var síðast (1982, 2-2). Ég vil fá mikið af mörkum, og íramar öllu tvö stig. Við höfum ekki misst vonina um að lenda í fyrsta eða öðru sæti í riðiinum,“ sagði Eng- land.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.