NT - 10.04.1985, Blaðsíða 5

NT - 10.04.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. apríl 1985 5 „Hjálpartæki hafa opnað margar dyr fyrir fatlaða“ Rætt við Guðrúnu Nielsen og Snæfríði EgilsoH um hjálpartækjasýningu Sjálfsbjargar verið mikil á síðustu árum. Stærstur er hlutur hjálpartækja fyrir hreyfihamlaða en hjálpartæki fyrir þroskahefta eru einn- ig margvísleg og sama má segja um blinda og heyrnarlausa. Með tilkomu Hjálpartækjabankans, annarra innflytjenda og íslenskrar fram- leiðslu á hjálpartækjum hefur ástandið batnað mikið en oft eru tækin ekki til á lager og biðtími eftir hjálpartækjum er iðulega margir mánuðir. Tryggingarstofnun greiðir flest hjálpar- tæki að miklu eða öllu leyti en þau eru oft mjög dýr, t.d. hjólastóllinn sem er eina hjálpartækið sem undanþegið er sölu- skatti og aðflutningsgjöldum. Pví er stundum ódýrara að flytja hjálpartækin inn sem húsgögn heldur en sem hjálpar- tæki,“ sögðu Guðrún Nielsen og Snæfríð- ur Egilson að lokum. ■ Guðrún Nielsen hjá Hjálpartækjabankanum og Snæfríður Egil- son, iðjuþjálfi, sitja hér hjá Laufeyju Eiríksdóttur, 4 ára. Laufey situr í hjálpartæki, sérhönnuðum stól sem gefur góðan stuðning. NT-mynd: Ari. Gefum þeim mikið af mjólk!* Nœstum allt það kalk sem Ifkaminn þarfnast í uppvextinum fer til uppbyggingar tanna og beina. Skorti barnið kalk getur það komið niður á því síðar sem alvarlegir sjúkdómar í beinum og baki, auk þess sem hœtta á tannskemmdum eykst. Foreldrar œttu að hafa í huga að nœr vonlaust er að fullnœgja kalkþörf líkamans án þess að barnið neyti nœgs mjólkurmatar. Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarksskammt af kalki svo barnið vaxi og þroskist eðlilega. Ónóg kalkneysla getur stuðlað að beinþynningu sfðar á œvinni. Mjólk í hvert mál * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum(2,5dl glðs)* Lágmarks- skammturí mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Böm 1-lOóra 800 3 2 Unglingar 11-18 óra 1200 4 3 Ungtfólkogfullorðið Ófrlskar konur og 800*“ 3 2 brjóstmœður 1200"" 4 3 * Hór er gert ráð fyrlr að allur dagskammturlnn af kalkl komi úr mjólk. ** Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem likamlnn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvœmrar þekklngar á nœrlngarfrœði. Hér er miðað við neysluvenjur eins og þœr tíðkast í dag hór á landi. ***Marglr sórfrœðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag. ****Nýjustu staðlar fyrlr RDS í Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp. ■ •••%, ssm.. mm 1 N ; WWkm- 'X-rsr í Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar faeðutegundir og auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvökvum, holdveljum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamfn, sem hann fœr m.a. með sólböðum .og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk. am— n MJÓLKURDAGSNEFND ■ Hjálpartækjasýning verður haldin að frumkvæði Sjálfsbjargar - landssam- bands fatlaðra - á Hótel Loftleiðum dagana 12.-16. apríl. Að sýningunni standa samtök fatlaðra, tvær svæðisstjórnir og Hjálpartækjabank- inn. Markmið sýningarinnar er þríþætt: framleiðendur og innflytjendur sýna og kynna fjölbreytt úrval hjálpartækja, flutt verða fræðsluerindi fyrir fatlaða og að- standendur, faghópa og almenning og kynnt verður fristundastarf fatlaðra. Fjórir erlendir gestir sækja sýninguna heim. Jette og Ole Bentzen frá Dan- mörku halda fyrirlestra og Catu Lie og Gitte Molberg frá Noregi sýna hjólastóla- dans. í viðtali NT við Guðrúnu Nielsen, hjá Hjálpartækjabankanum og Snæfríði Egil- son, iðjuþjálfa, kom fram að þetta er fyrsta samsýning á hjálpartækjum hér- lendis en erlendis eru slíkar sýningar algengar. En hvað eru hjálpartæki? „Pví reynum við að svara með þessari sýningu," sögðu Guðrún og Snæfríður. „Hjálpartækin hafa opnað margar dyr fyrir fatlaða og þróun í gerð og framleiðslu þeirra hefur Kísilmálmverksmiðjan við Reyðarfjörð: Heimamenn eru óþreyju- fullir ■ Hreppsnefnd Reyðarfjarðar- hrepps hefur skorað á ríkisstjórnina að nýta heimild Alþingis um byggingu kísilmálmverksmiðju við Reyðar- fjörð sem allra fyrst og ákveða að hefjast handa þegar í vor hvort heldur sem erlendir meðeigendur finnast eða ekki. Er á það bent í áskoruninni að rekstur kfsilmálmverksmiðju sé einn af örfáum raunhæfum kostum í orku- frekum iðnaði sem í sjónmáli séu og næg orka sé til staðar til að reka slíka verksmiðju, a.m.k. í nokkur ár. Pessi orka er nú verðlaus en höfuðröksemd þess að fyrirhugaðri verksmiðju var valinn staður á Austurlandi var sú að rétt væri að efla byggð í fjórðungnum til að hann yrði hæfari til að nýta þá orku sem þar er fyrir hendi. Bent er á að þessi rök hafi í engu breyst en þegar sé hafinn fólksflótti frá svæðinu og telur hreppsnefnd Reyðarfjarðar- hrepps að þrátt fyrir erfiða stöðu vegna erlendra skulda, verði að mæta henni með nýrri framleiðslu fremur en auknum samdrætti. Kísilmálmverksmiðjan var til um- ræðu á Alþingi fyrir páska en í svari Sverris Hermannssonar iðnaðarráð- herra við fyrirspurn Helga Seljan kom fram að engir innlendir aðilar hafa sýnt áhuga á eignaraðild og ekki hefur verið leitað til neinna. Viðræð- ur hafa farið fram við allmarga erlenda aðila en ekkert hefur komið út úr þeim sem skýrt getur framtíð fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. Björn Guömundsson frá Reynhólum: Lifði 100 ár og einn mánuð ■ Húnvetnski bændahöfðinginn, Björn Guðmundsson frá Reynhólum, sem hress og kátur hélt upp á 100 ára afmæli sitt hinn 23. febrúar s.l. í hófi miklu, reyndist þá aðeins eiga einn mánuð ólifaðan. Björn lést á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga aðfaranótt 24. mars og var jarð- settur frá Melstaðarkirkju sl. laugardag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.