NT - 22.05.1985, Blaðsíða 6

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 6
Kt Miðvikudagur 22. maí 1985 6 Vettvangur Flugmóðurskipið á Keflavíkurflugvelli ■ HINN I. október næst- komandi veröur hægt aö minn- ast sögulegs atburðar. Hinn l. október 1945 barst ríkisstjórn íslands orðsending frá ríkis- stjórn Bandaríkjanna, þarsem þess var farið á leit, að hún fengi leigðar herstöðvar til 99 ára. Allir íslensku stjórn- málaflokkarnir stóðu þá saman um að hafna þessum tilmælum, þótt þrír þeirra (Framsóknar- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn) væru sammála um að nauðsynlegt væri að ræða við Bandaríkin um öryggismál íslands. Sósíal- istaflokkurinn vildi því aðeins gera það, að einnig yrði rætt við Rússa, þ.e. að málið yrði látið heyra undir öryggisráð Sameinuöu þjóðanna. Framvinda þessara mála hefur orðið sú, að nú, eða 40 árum síðar, er hér vaxandi bandarísk herstöð og haldi þró- un síðustu ára áfram, eru ekki horfur á, að þetta muni breyt- ast í náinni framtíð. Eins og glöggt kemur fram í hinu fróð- lega riti Gunnars Gunnarsson- ar um áætlanir og framkvæmd- ir á Keflavíkurstöðinni, er þar að myndast eins konar flug- móðurskip, sem mun gegna svipuðu hlutverki á landi og raunverulegt flugmóðurskip á sjó. Um þetta segir í riti Gunnars: „Valkosturinn við að efla styrk Keflavíkurstöðvarinnar á sviði loftvarna er talinn vera sá að halda úti flugmóðurskipi í GIUK-hliðinu. Þetta myndi hins vegar hafa mun meiri kostnað í för með sér“ (bls. 14). Vel má vera, að þær fram- kvæmdir, sem fyrirhugaðar eru á Keflavíkurstöðinni styrki eitthvað varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins, en þær auka jafnframt árásarhættuna, ef til stríðs kæmi. Menn mega ekki horfa framhjá því. Þess vegna verður að gera ráðstafanir, sem taka þá auknu áhættu með í reikninginn, t.d. varðandi brottflutning íbúa af svæðinu, ef hætta ykist á árás eða hún væri gerð. í því sambandi er m.a. þörf vegagerðar, sem eðlilegt er að Bandaríkjamenn kosti. Það er hins vegar ekki tilefni þessarar greinar að ræða það mál nánara að sinni, heldur víkja að þeirri spurningu, hver framvindan verður. Hvernig verður staðan l. október 2044, þegar 99 ár verða liðin síðan Bandaríkjastjórn bar fram ósk sína um leigusamning til 99 ára? Ef dæma ætti eftir fram- vindu á undanförnum 40 árum væri það engan veginn ólíkleg tilgáta að þá væri búið að koma fyrir í nokkrum áföngum tveimur til þremur bandarísk- um flugmóðurskipum á Kefla- víkurflugvelli, ef ekki væri búið að eyðileggja hann í kjarnorkustyrjöld. Grunur minn er sá , að þótt eitthvað dragi til sátta milli risaveldanna og minni þörf verði fyrir hernaðarbandalög- in, vilji Bandaríkin ekki síður hafa hér sterka aðstöðu áfram, eins konar útvarpsstöð fyrir þau á Norður-Atlantshafi. Og mikið má vera, ef ekki verður undan látið, nema til komi ný viðhorf og vinnubrögð. Ræða Magnúsar Torfa Ólafssonar Af þessum ástæðum er til- efni þessara þanka minna ræða, sem Magnús Torfi Ólafs- son fyrrv. ráðherra hélt á fundi hjá Rauða krossi íslands 12. þ.m. ogbirt var í Mbl. 16. maí. Hún var að mínu mati athygl- Þórarinn Þórarinsson skrifar: isverð, en þó einkum þessi kafli hennar: „Það er rangt mat að eðli bandalags íslands og Banda- ríkjanna sé þannig, að íslend- ingar séu ofurseldir vilja stór- veldisins sem tekið hefur að sér varnir landsins. Annað mál er, að fram til þessa hafa íslendingar ekki sinnt því sem skyldi, að fylgjast með fram- vindu hervarna og hafa þar hönd í bagga. Á þessu er smátt og smátt að vera breyting, sem ég tel til batnaðar. Verið er að efla þá stofnun stjórnkerfisins sem um varnarmál fjallar. Öryggis- málanefnd vinnur gagnlegt starf. Það sem á skortir, en hlýtur að koma, er mannafli undir íslenskri stjórn, sem fylgist að staðaldri eins og þurfa þykir með varnarviðbúnaðinum í framkvæmd,' með það fyrir augum að íslendingar geti við breyttar aðstæður í heiminum séð sjálfir um þá hlið mála. Því aðeins að þetta sé gert, má öllum vera ljóst, og engum betur en bandamönnum okkar, að íslendingum er al- vara að tryggja að sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra sé virtur og honum framfylgt. Og um leið hyrfi uppgjafartónninn hjá sumum landsmönnum, sú ranga skoðun að við séum ósjálfbjarga og öðrum ofur- seldir urn viðbúnað til að tryggja öryggi lands.og þjóðar. Nú verður sjálfsagt spurt, hvort ég sé að leggja til að stofnaður verði íslenskur her. Nöfn skipta hér engu máli, hlutverkið öllu. Óhugsandi er að íslendingar komi sér upp herafla nákvæmlega í þeirri mynd sem tíðkast í flestum löndum öðrum. En við verðum að finna eigin ráð og leiðir til að sinna óhjákvæmilegum öryggisþörfum þjóðarinnar, í bráð til að fylgjast með því sem annað ríki gerir í okkar nafni, í lengd til að geta staðið á eigin fótum í öryggisefnum. Starfsemi íslendinga af því tagi, sem ég hef rissað hér upp í fáum dráttum, er meðal ann- ars til þess fallin að girða fyrir að til landsins séu flutt í óleyfi vopn sem gætu eitrað hafið umhverfis okkur." Aramótagrein Hermanns Jónassonar1945 í áramótagrein Hermanns Hermann Jónassun Jónassonar, formanns Fram- sóknarflokksins, sem birtist í Tímanum 29. desember 1945 gerði hann m.a. að umtalsefni herstöðvabeiðni Bandaríkj- anna. Hann sagði m.a.: „Heimurinn á um tvo kosti að velja, traust þjóðabandalag er skipar öryggisráð, en undir þess yfirstjórn sé gætt mikil- vægra herstöðva víðs vegar í veröldinni, og her þess gæti reglu og friðar. Hin leiðin er sú, að þjóðirnar skipi sér í fyikingar eftir hnattstöðu, stjórnarfarslegum og menning- arlegum skyldleika og við- skiptasamböndum. Hvor leið- in sem valin verður, virðist mér þó aðeins um eina leið að velja fyrir íslensku þjóðina. Hún verður að koma á fót sínu eigin öryggisliði, sem gæti flug- vallanna undir yfirstjórn ör- yggisráðs, ef þjóðirnar velja bandalagsleiðina, ella í sam- bandi og samráði við hinar engilsaxnesku þjóðir, ef þjóð- irnar skipa sér í fyikingar. í þeirra hópi og Norðurlanda- þjóðanna, en hvergi annars staðar á hún heima. Ýmsir munu það mæla, að þetta sé okkur ofvaxið. Við höfum til þess hvorki mannafla né fjármagn. Þetta ermisskiln- ingur. Það lið, sem gætir her- stöðva á friðartímum, er einatt mjög fámennt. En í þessar herstöðvar streymir hins vegar fjölmennt lið, ef ófriður vofir yfir eða styrjöld skellur á. Allar sjálfstæðar þjóðir - Norðurlönd eru táknrænt dæmi þess - munu nú leggja nokkuð af mörkum til að gæta öryggis og friðar. Við ættum að vera sammála um það, ís- lendingar, að okkur beri Magnús Torfi Ólafsson skylda til þess að leggja fram okkar skerf í samræmi við fólksfjölda. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð, sem ekki hefur alþjóðaher í Iandinu, sem gætir ■ okkar eins og aligrísa, verður heldur ekki hjá því komist, og það er okkur auk þess alveg vorkunnarlaust. Ef kostnaður við gæslu stöðvanna, verður meiri en eðlilegt er og réttmætt að við látum af mörkum hlutfallslega við fólksfjölda, eigum við auð- vitað rétt á því að fá þann kostnað greiddan frá öryggis- ráðinu eða þeim nábúum okkar, sem við skipum okkur í fylkingu með. Með þessu móti einu virðist mér við geta varð- veitt eftir því, sem unnt er, sjálfstæði okkar, menningu og tungu. Þegar um það var rætt fyrst, að við íslendingar tækjum í eigin hendur landhelgisgæsl- una, þótti mörgum það fá- sinna, enda engu minna skref á þeim tíma en framkvæmd þeirrar hugmyndar, sem hér er hreyft. Á þessum grundvelli meðal annars áttum við og eigum að ræða við nábúa okkar. Við eigum að ræða það drengilega og hreinskilnis- lega hvernig öryggi okkar og tilvera sem sjálfstæðrar þjóðar verður samræmt alþj óðaöryggi - eða ef svo þarf að fara, hvernig þetta sjónarmið okkar verður samrýmt sjónarmiði ná- búa okkar.“ Er ekki tímabært, að öryggis- málin verði rædd og leyst á þeim grundvelli sem fjallað er um í ræðu Magnúsar Torfa Ólafssonar og í áramótagrein Hermanns Jónassonar frá 1945? Fylkjaskipun - spor til f ramf ara? ■ Nú fyrir skemmstu var kynnt fyrir blaðamönnum hug- mynd um fylkjaskipan landsins, þar sem hvert fylki af væntanlega fimm alls, hefði nokkra sjálfsstjórn í eigin málum. Nú munu ekki allir á eitt sáttir um hugmynd þessa og því við hæfi að minnast á nokkra kosti skipulags sem þessa, og einnig nokkra ókosti. Ef ekki ætti að skapast hér enn meira skrifræði og óþol- andi miðstýring en nú er við lýði, þyrfti að ganga allrösk- lega fram í máli þessu og hreinlega afnema með öllu margar þær hinar mjög svo þungu opinberu stofnanir sem nú „prýða“ höfuðborgina. Skera þyrfti úr í eitt skipti fyrir öll með hvaða málaflokka fylkin svonefndu ættu að fara, og koma í veg fyrir að ríkið væri nokkuð að vasast í sömu málum. Þannig er t.d. ólíklegt að fylki það sem innihéldi höfuð- borgarsvæðið þyrfti á landbún- aðarapparati að halda, og því ósanngjarnt að borgarbúar þurfi að leggja fé í slíkt appar- at. Lausnin yrði að sjálfsögðu sú að hvert fylki hefði sína eigin landbúnaðarstefnu sem hentaði landkostum og mark- aðsaðstæðum viðkomandi hér- aðs sem best. Ekki bara á sviði landbúnaðar Að sjálfsögðu myndu nær allir Iandsmenn njóta þessarar verkaskiptingar. Þannig er næsta ólíklegt að íbúar hinna „menningarsnauðari" fylkja þyrftu að hafa miklar áhyggjur af framlögum til menningar- mála fremur en nú. Þá væri hægt að hugsa sér að yfirstjórn menntamála færi heim í héruð, enda misjafnar þarfir eftir landshlutum. Til dæmis hefur komið í ljós að árangur nemenda skóla á Vest- fjörðum er lakari en annars staðar, og því möguleiki á að Vestfirðingar þurfi að leggja áherslu á aðra hluti í mennta- málum, en t.d. íbúar höfuð- borgarsvæðisins. Hér er að sjálfsögðu aðeins drepið á örfá atriði af þeim sem fylkjaskipan hefði áhrif á, en ljóst má þykja af rökum þeim hér að ofan að þjónustu- og stjórnsýslustofnanir yrðu á þeim stöðum þar sem þeirra er þörf og áhrif þeirra eru. Ekki er að efa að slíkt yrði mjög til framdráttar. Áhrif í Reykjavík ognágrenni í Reykjavík yrðu áhrif fylkjaskipunar gífurleg. Fjöldi opinberra stofnana yrði lagð- ur niður. Þar fæst húsnæði fyrir skrifstofur og verslun, en mikil eftirspurn mun vera eftir slíku húsnæði. Hlutfall íbúa sem vinna að framleiðslu og þjónustu mundi aukast meðan hlutfall opin- berra embættismanna minnkar. Sprenglærðir sér- fræðingar sem koma heim frá námi fá væntanlega hvatningu til hærri markmiða en þeirra að setjast í plússstóla há- embættismennskunnar þar sem ráðgast er með málefni fólks í öðrum landshlutum. Þá væri hægt að fækka al- þingismönnum mjög, enda legðist allt kjördæmapot niður. Störf Alþingis fengju á sig mun virðulegri blæ en þau hafa nú, og varla yrðu sóttar stórfréttir þangað á hverjum degi, þar sem þingmenn í skjóli þing- helgis brigsla öðrum þing- mönnum og almenningi öllum um alvarleg siðferðis- og laga- brot. Þá væru vegaáætlanir ekki samansettar af nokkurra kíló- metra stubbum varanlegs slitlags, sitt lítið í hverju kjör- dæmi heldur yrðu vegamál í höndum heimamanna sem þekkja þörfina best og eru manna bestir til að hafa eftirlit með verktökum. Hættusvæði fylkja- skipunar Mest hætta við að taka upp fylkjaskipan yrði sú að þeir harðduglegu embættismenn sem við nú ráðum yfir, legðu mest kapp sitt sem einatt áður í að tryggja eigin hagsntuni og framapot. Þannig myndu þeir reyna að tryggja að ríkið væri enn sem áður með puttana í hvers manns koppi, og koma hlutunum þannig fyrir að í stað þess að kerfið einfaldaðist við breytinguna yrði í staðinn tek- ið upp tvöfalt kerfi - eitt heima í héraði og annað í höndum ríkisvaldsins. Þannig er næsta víst að em- bættisframapotarar svo og þeir sem ekki treysta almenningi til sjálfsstjórnar reyndu að koma inn ákvæðum í alla mögulega og ómögulega löggjöf, um

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.