NT - 22.05.1985, Blaðsíða 23

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 23
Jósteinn og Hörður berjast um knöttinn í leiknum í gær. Þeir voru báðir góðir. NT-m>nd: Ari. íslandsmótið í knattspyrnu -1. deild: Miðvikudagur 22. maí 1985 23 Ólæti í Peking: Allt brjálað eftir tapið - fyrir Hong Kong í undankeppni HM Kína-Hong Kong............1-2 Það varð allt brjálað í Peking bæði á meðan á leiknum stóð og eftir hann. Kínverjum nægði jafntefli í þessum leik til að komast áfram í milliriðil í Asíu en Hong Kong varð að vinna leikinn til að komast áfrani í milliriðil . Það voru 80 þúsund áhorfendur á leiknum og þeir hvöttu Kínverja ákaft. Það dugði þó ekki til því á 20. mínútu skoraði Chitak beint úr aukaspyrnu af löngu færi og kom Hong Kong yfir 1-0. Kín- verjar jöfnuðu á 31. mín með marki Li Hui af stuttu færi og eftir það virtust Kínverjar hafa leikinn í hendi sér. Þegar svo tæpur helmingur af seinni hálf- leik hafði verið spilaður þá skor- uðu Hong Kong-menn sigur- markið með fallegu skoti frá Kamfai, 1-2. Við þetta mark færðist mikil harka í leikinn og er einn leik- manna Hong Kong var meiddur er um fimm mínútur voru til leiksloka þá drógu nokkrir Kín- Jafnað á elleftu stundu verjar hann af velli til að reyna að spara tíma. En þrátt fyrir stanslausa sókn þá tókst Kín- verjum ekki að jafna og Hong Kong kemst því í Asíu-millirið- il . Það var þó ekki bara á vellin- um sem lætin voru í Peking. Eftir að leiknum lauk þá rudd- ust æstir og reiðir Kínverjar út á götur Peking-borgar og ollu ólátum. Réðust þeir að bílum í eigu útlendinga og veltu við leigubíl og brutu rúöur f nokkrum strætisvögnum. Þá réðust þeir að bílum frá júgósl- avneska sendiráðinu og börðu hann og spörkuðu. Þá varð fréttaritari Tass fréttastofunnar fyrir barðinu á æstum Kínverj- um. Skríllinn barði bíl hans með múrsteinum og kylfum og hótaði honum öllu illu. Brotnar voru rúður í bíl fréttaritarans og rigndi glerbrotum yfir unga dóttur hans. Ekki var vitað um mikil meiðsl á fólki eftir lætin. Þessi ósigur fór líka í taugarn- ar á leikmönnum kínverska liðs- ins því þeir neituðu að taka í hendurnar á Hong Kong leik- mönnum eftir leikinn. Lokastaðan í riðlinum varð þessi: Hong Kong ...... 6 5 1 0 19 2 11 Kína............ 6 4 1 1 23 2 9 Macao .......... 6204 4 14 4 Brunei..........6006 1 29 0 - KR-ingar skoruðu úr víti á síðustu mínútum leiksins ■ Það sannaðist áþreifanlega í gærkvöldi að knattspyrnuleik lýkur ekki fyrr en dómarinn hefur flautað hann af. Skaga- menn voru 1-0 yfir í leiknum á móti KR á KR-velli er aðeins um mínúta var eftir þá fengu þeir besta færi leiksins. Hörður brunaði upp völlinn aleinn og átti bara Stefán í markinu eftir. Hann lék á Stefán og virtist eiga auðvelt með að renna boltanum inn en sendi þess í stað á Svein- björn Hákonarson sem var í góðu færi líka. Sveinbjörn renndi knettinum hins vegar framhjá - ótrúlegt. KR-ingar brunuðu upp. Ágúst Már fékk boltann og sendi inní vítateiginn þar sem knötturinn hrökk í hendi Sigurðar Lárussonar - víti. Björn Rafnsson skoraði af öryggi úr vítinu, 1-1. Nokkrum sekúndum síðarflautaði Ragnar Örn til leiksloka. Það voru Skagamenn sem hófu þennan fjöruga leik af miklum krafti og sóttu allnokk- uð til að byrja með. Þeir fengu líka fljótlega góð færi í léiknum. KR-ingar björguðu af línu og síðan misnotaði Hörður gott færi. Mark lá í loftinu. Svein- björn Hákonarson komst á auð- an sjó lék framhjá tveimur KR- ingum og skoraði með föstu skoti í bláhornið niðri, 0-1. Eftir markið þá sóttu liðin nokkuð á víxl og fengu bæði sín færi. Árni Sveinsson átti m.a. HNOT- SKURN ■ Hinn fjörugasti leikur og þrátt fyrir að „aðeins" tvö mörk hafi litið dagsins ljós þá voru tækifærin fjölmörg. Skagamenn voru þó ívið betri og fengu fleiri færi. Mörkin, KR: Björn Rafnsson á 90.mín. ÍA: Sveinbjörn Hákonar- son á 10. min. Dómari var Ragnar örn Pét- ursson og náði ekki alveg takt við leikinn. íslandsmótið í knattspyrnu: Þrírí l.deild -einnig t.umferði ■ Þrír leikir verða á íslands- TETiófÍKu í knattspyrnu í kvöld kl. Bikarkeppni KSÍ: KA vann Magna ■ KA tryggði sér sæti i 2. umferð bikarkeppni KSÍ er liðið sigraði Magna í gær- kvöldi með einu marki gegn engu. Það var Tryggvi Gunnarsson sem gerði mark- ið í upphafí síðari hálfleiks. Leikurinn var afar slakur. Sigur KA var þó öruggur. bikarnum 20.00, allir í 1. deild. Þór og Víkingur leika á Akureyrar- velli, Víðir og ÍBK á Garðsvelli og á Laugardalsvelli mætast Valur og Fram. Valsmönnum var spáð glimrandi gengi á fs- landsmótinu af flestum og reyndar íslandsmeistaratitlin- um svo nú verða þeir að fara að sýna hvað í þeim býr. Framarar hafa leikið sérdeilis vel í fyrstu tveimur umferðunum og sigur í kvöld myndi aldeilis verða þjóf- start fyrir þá í kapphlaupinu um íslandsmeistaratitilinn. Auk þessara leikja á íslands- mótinu verða 15 aðrir knatt- spyrnuleikir á dagskrá í bikar- keppni KSÍ um land allt. skot í slá úr aukaspyrnu. í síðari hálfleik þá færðist enn meira fjör í leikinn og færum fjölgaði talsvert. Á 10. mín. hálfleiksins þá átti Hörður skalla í stöng eftir góðan undir- búning Árna og KR-ingar ruku upp, fengu horn og skalla frá Ágústi Má; er bjargað á línu. Síðan tóku við hvert færið á fætur öðru. Sæbjörn fékk gullið tækifæri til að jafna er hann var frír í teignum en hann hitti boltann illa. Þá komst Karl einn í gegn eftir varnarmistök en Undankeppni HM hann sóaði færinu illa. Nokkur harka færðist í leik- inn um tíma og Jakob Pétursson hjá KR fékk rautt spjald fyrir að sparka í Júlíus Skagamann. Menn voru búnir að sætta sig við að Skagamenn færu með þrjú stig á Akranes er atvikin er hér er lýst að framan áttu sér stað. „Þctta gat farið á alla vegu. Leikur er ekki búinnfyrr en flautað er af)‘ sagði Ágúst Már eftir leikinn. Ágúst átti góðan leik og var óþrjótandi baráttukraftur í honum. „Eg er að komast í gott úthald og fann ekki fyrir neinu í þessum leik,“ sagði Ágúst. NT- boltinn ■ Hjá Skagamönnum ber að nefna Sveinbjörn Hakonarson, Árna Sveinsson og Hörd Jóhanns- son sem allir voru ógnandi. Hjá KR var Jósteinn góður svo og Agúst Már Jónsson sem við veljum mann leiksins. Óþrjótandi yfirferd og dugnaður hjá Gústa. Aftur tap ■ Drengjalandslið ís- lands tapaði síðasta leik sínum í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var við Grikki og fór leikurinn 0-4. Grikkir unnu alla leiki sína í riðl- inum og komast áfram í úrslitin. Grikkland-Pólland........................ 1-4 Pólverjar unnu þarna góðan sigur í 1. riðli og styrktu stöðu sína í riðlinum til muna. Það var stórstjarnan Boniek, sem spilar með Juventus á Ítalíu, sem var maðurinn á bak við sigur Pólverja. Hann skoraði þriðja markið fyrir þá og setti upp það fjórða fyrir Dziekanowski. Áður hafði Smolarek náð forystu fyrir Pólverja en Anastopoulos jafnaði stuttu seinna. Ostrow- ski náði forystu 2-1 fyrir Pólverja og síðan kom þáttur Bonieks. Staðan í riðlinum er nú þessi: Belgia .............................5 3 1 1 7 3 7 Pólland ............................4 2 1 1 9 6 5 Albanía ............................4 1 1 2 5 7 3 Grikkland ..........................5 1 1 3 4 9 3 Bandaríkin-Trinidad og Tobago............ 1-0 Þarna unnu Bandaríkjamenn sinn annan sigur á Trinidad og Tobago á nokkrum dögum. Caligiuri skoraði eina mark leiksins og eru Bandaríkjamenn nú nánast öruggir í undanúrslit í riðli Mið- og Norður-Ameríku. A-Þýskaland-Lúxemborg . ................ 3-1 A-Þjóðverjar eiga nú smá möguleika á að komast uppúr fjórða riðli og til Mexíkó eftir þennan sigur á Lúxurum. Þjóðverjarnir sóttu stanslaust í fyrri hálfleik og uppskáru þrjú mörk. Ralf Minge skoraði tvö þeirra og Ernst eitt. í síðari hálfleik þá sóttu Lúxarar í sig veðrið og skoruðu gott mark í upphafi hálfleiksins, þeirra fyrsta mark í riðlin- um, það var Robert Lange sem það gerði. Staðan í fjórða riðli er nú þessi: Júgóslavía.......................5320 5 28 Búlgaría.........................53 11 7 17 Frakkland........................5 3 1 1 7 2 7 A-Þýskaland......................5 2 0 3 10 7 4 Lúxemborg........................6 0 0 6 1 18 0 REYNDU A Nýbók,sjötta metsölubókin Israel Navarez var hörkutól, foringi einnar harðsvíruöustu glæpaklíkunnar í New York borg. Hannog íélagar hans buðu öllum byrginn, eiturlyf og hnífabardagar voru daglegt brauð í hörðum heimi götunnar. Eftirhefndarárás á annan glæpaflokk lenti Israel í fangelsi, ákærðurfyrirmorð. íógnarheimi fangelsisins var harkan ennþá meiri en í skuggasundum stórborgarinnar. Var lífi þessa ógæfusama manns í raun ekki lokið eða örlaði á einhverri von? Magnþrungin spennusaga sem gagntekur lesandann. fomhjólp

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.