NT - 22.05.1985, Blaðsíða 20

NT - 22.05.1985, Blaðsíða 20
n Miðvikudagur 22. maí 1985 20 Eþíópískir flóttamenn í Sudan halda heim á leið Nairobi-Rcuter 4 Tugir þúsunda eþíópískra flóttamanna hafa lagt af stað fótgangandi heim til sín úr flóttamannabúðum í Sudan eftir að þeir fréttu að það hefði rignt í heimasveitum þeirra í Eþíóp- íu. Peir segjast verða að fara og sá korni á ökrum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna höfðu allt að 35 þús- und flóttamenn snúið heim á leið í gær. Óttast er að sjúkling- ar, konur og börn þoli ekki hina löngu ferð aftur til heimahag- anna og muni deyja á leiðinni. Malta: Kommúnistar í kosningaslaginn Vallctta-Kcutcr ■ Kommúnistar á Möltu hafa nú í hyggju að hætta áralöngum stuðningi sínum við Verka- mannaflokkinn sem nú heldur um stjórnartaumana og taka sjálfir þátt í kosningaslagnum í næstu þingkosningum eyjarinn- ar. Pakistan: Hýðingu frest- að vegna annríkis Karachi-Rcuter. ■ Fangelsisyfirvöld í Karachi frestuðu hýðingu tveggja manna fyrr í þesari viku fyrirvaralaust vegna annríkis. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að fylgjast nteö hýðingunum urðu fyrir svo miklum vonbrigðum að það varð að kalla á lögregl- una til að róa mannskapinn. Annar maðurinn, sem átti að hýða, hafði gert sig sekan um „kynvillu“ en hinn hafði nauðg- að 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði numið á brott. Fyrir það var hann dæmdur í ævilangt fangelsi og til 60 vandarhögga. Nú verður ekki hægt að hýða mennina fyrr en eftir mánuð því að í gær hófst föstumánuður múhameðstrúarmanna og þann mánuð má ekki hýða afbrota- menn. Anthony Vassallo, aðalritari Kommúnistaflokksins, skýrði frá þessari stefnubrcytingu á fundi fyrr í þessum mánuði með blaðamannanemum í háskólan- um á Möltu. Kommúnistar hafa ckki tekið þátt í neinum þeirra þriggja þingkosninga sem haldnar hafa verið síðan þeir stofnuðu flokk sinn árið 1969. Þeir hafa haldið sig frá framboði af ótta við að atkvæði verkalýðsins dreifðust um of. En Verkamannaflokkurinn hefur orðið fyrir aukinni gagn- rýni kommúnista, bæði heima og erlendis, síöan síöustu kosn- ingar fóru fram árið 1981. Það sem einkunt hvetur kommúnista til dáða um þessar ntundir er aukinn stuðningur hafnarverkamanna og vaxandi viðskipti við Sovétríkin. Vassallö heldur því fram í grein í alþjóðlegu tímariti kommúnista að undir stjórn Verkamannaflokksins hafi spill- ing farið vaxandi. Hannsegirað langur valdatími hafi gert flokksmeðlimi hrokafulla og heldur því ennfremur frant að atvinnuleysi sé kontið upp í 20.()()() manns - eða 15% af vinnuaflinu - en ekki 10.000 eins og ríkisstjórnin segir. Vassallo vill ekki gcfa upp neinar tölur um meðlimafjölda Kommúnistaflokksins og er því erfitt aö meta hvaða áhrif fram- boð þeirra mun hafa á næstu þingkosningar sem fara frant árið 1987. r BLAÐBERA VANTAR IEFTIRTAUN HVERFI: BIRKIHVAMM, REYNIHVAMM, HLÍÐARVEG, HEIÐARHVAMM, LAUGAVEG, GRANDA, SKERJA- FJÖRÐ, SELTJARNARNES: En flóttamennirnir segjast verða að fara heim núna þar sem annars sé hætta á því að þeir festist í Sudan og komist aldrei aftur heim. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa reynt að telja þá sem hafa ungbörn eða eru sjúkir ofan af því að fara alla þessa leið fótgangandi, en með litlum árangri. Flótta- mennirnir eru staðráðnir í því að fara heim þótt sumir þeirra viðurkenni að þeir viti reyndar lítið um það hvernig ástandið þar sé. Flóttamennirnir, sem nú eru á leiðinni heim til sín, koma frá Tigray en starfsmenn Samein- uðu þjóðanna í Eþíópíu segja að þar sé ennþá mikill fæðu- skortur. Eþíópíumenn segjast niunu setja upp búðir við landa- mærin þar sem flóttamennirnir komi til baka. Þar geti þeir fengið mat og aðhlynningu. Hjálpar- og endurreisnar- nefndin í Eþíópíu hefur beðið alþjóðlegar hjálparstofnanir um að senda sáðkorn og verkfæri til að aðstoða flóttamennina til að koma aftur undir sig fótunum og rækta sinn eigin mat. Unt þrjú hundruð þúsund eþí- ópískir flóttamenn eru í flóttamannabúðum í Sudan en þar eru einnig um 700.000 flóttamenn frá öðrum ná- grannaríkjum. Eþíópísk flóttakona með tvö börn sín í flóttamannabúðum í Sudan. Pakistan: Pyntinga-réttarhöldum flýtt 1 Sídumúli 15. Sími 686300 Islamubad-Rcutcr: ■ Réttarhöldum yfir yfir- mönnum í pakistanska hernum sem sagðir eru hafa skipulagt samsæri um að ræna Moham- mad Zia-ul-Haq forseta og ræna yöldum er nú hraðað eftir mætti svo unnt verði að ljúka þeim áður en herlögum veröur opin- berlega aflétt. Réttarhöldin í Attock virkinu eru einna viðkvæmust fimm leynilegra réttarhalda hersins síðast liðið ár og það eina sem sakar starfandi yfirmenn í hern- um um samsæri gegn Zia herfor- ingja. Þrjú önnur réttarhöld enduðu á þann veg að einn maður var hengdur og 62 hlutu lífstíðardóm. Fimmtu réttar- höldin sem haldin eru gegn tugum óbreyttra borgara standa enn yfir. Líbýa: Matur og lyf til svangra Sudana Rhartoum-Reutcr. ■ Líbýski flugherinn hefur hafið flutninga á mat og tækja- búnaði með flugvélum sínum til þurrkasvæðanna í Suður- Sudan, - en ríkisstjórnin í Sudan segir að þar deyi 80 manns úr hungri á hverjum degi. Um helgina flugu átta flug- vélar frá Tripoli til Sudan með m.a. 20 tonn af matvælum, 800 tjöld og 35 tonn af lyfjum, að sögn opinberu fréttastof- unnar SUNA í Súdan. Zia, sem rændi völdum árið 1977, hefur heitið því að aflétta herlöguut á þessu ári. Verði réttarhöldunum ekki lokið áður verður að vísa þeim til opinna borgaralegra dómstóla. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar, sem vildu ekki láta nafna sinna getið, sögðu að sækjendur málsins gegn 14 yfir- mönnum í hernum, tveimurlög- reglumönnum og einum vinstri sinnuðum lögfræðingi myndu aldrei vinna málið fyrir borgara- legum dómstólum vegna þess að þeir byggðu málssóknina á játningum, sem kreistar hafi verið upp með pyntingum. Samkvæmt yfirlýsingum sem smyglað var út úr Attock virk- inu, um miðja vegu milli Raw- alpindi og Peshawar, voru sak- borningarnir neyddir til að liggja naktir á íshellum, pyntað- ir með rafmagni og einnig var piparavöxtum stungið upp í endaþarm þeirra þangað til þeir játuðu. Samkvæmt játningum áttu ýmsir nafnkenndir herforingjar að vita um samsærið en þeir hafa ekki verið ákærðir að sögn heimildarmanna Reuters. Flestir þeirra eru sestir í helgan stein. Ríkisstjórnin víkur sér undan því að ræða þessi leynilegu réttarhöld og Zia hefur neitað því að um samsæri hafi verið að ræða. Hann sagði fréttamönn- um að umræddir yfirmenn hers- ins hafi verið handteknir fyrir smygl. I ákæruskjalinu, sem Reut- ers-fréttastofan hefur komið höndum yfir, segir að þeir hafi haft í hyggju að ræna Zia, sprengja heimili herforingja og ráðherra í loft upp, eyðileggja brýr og og símalínur, hvetja til fjöldauppreisnar og taka völdin. ■ Zia-ul-Haq forseti Pakistan keyrir nú ieynileg réttarhöld gegn óvinum sínum áfram harðri hendi svo þeim verði lokið áður en herlögunum í landinu verður aflétt því játningarnar sem knúðar eru fram með pyntingum yrðu ekki viðurkenndar af borgaralegum dómstóluin. Zia rændi völdum í Pakistan árið 1977.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.