NT - 19.09.1985, Blaðsíða 5

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 5
.»* A» ','u:i?\n’ f y&{fane>ff*s Stórafmæli ■ 100 ár eru liöin frá því að lög um Landsbanka ís- ■ I þetta hús sem stóð á horni PóSthússtrætis og Austurstrætis flutti Landsbanki Islands árið 1899 með starfsemi sína. Húsið brann í miklum eldsvoða 25. apríl 1915. Fimmtudagur 19. september 1985 5 hjá Landsbankanum lands voru sett. Starfsemi bankans hófst í húsi Sig- urðar Kristjánssonar bók- sala við Bakarastíg, sem síðar var skírður upp og nefndur Bankastræti eftir bankanum. Fyrsti banka- stjórinn var Lárus E. Sveinbjörnsson og upphaf- lega voru starfsmennirnir aðeins tveir. í frétt frá Landsbankan- um segir að bankaráð hafi ákveðið fyrir nokkrum árum að minnst afmælisins á viðeigandi hátt og verði það nánar tilkynnt á næst- unni. Heilsugæslustöðin í Drápuhlíð: Ekki boðin út að sinni ■ Heilsugæslustöðin í Drápuhlíð verður ekki boðin út að sinni. Heil- brigðisnefnd Reykjavíkurborgar á- kvað í síðustu viku að bjóða rekstur stöðvarinnar út en borgarráð sam- þykkti í fyrradag að fresta útboðinu á grundvelli tillögu Björns Friðfinns- sonar forstöðumanns hagfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborg- ar þar eð ekki væri iagaheimild fyrir slíku útboði og heilbrigðisráðuneytið hefði enn ekki gefið út starfsleyfi fyrir jekstur stöðvarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arfulltrúi Kvennaframboðsins sagði í samtali við NT að eðlilegt hcfði verið að heilbrigðisráð hefði kannað þessa vankanta á útboðinu áður en ráðist hefði með atkvæðum sjálfstæðis- manna að ákveðið var að bjóða reksturinn út. „Mér finnst það mjög ánægjulcgt að málið skyldi ekki fara lengra. Pað er vafasamt að bjóða starfsemi sem þessa út því þá er hætta á að heilsuvernd og fyrirbyggjandi að- gerðir í heilbrigðismálum Reykvík- inga verði vanrækt,“ sagði Ingibjörg Sólrún að lokum. Heilsugæslustöðinni hefur verið valinn staður í húsi því sem Hitaveita Reykjavíkur hafði áður til umráða. Verið er að ganga frá húsnæðinu og stefnt að því að þeini lagfæringum verði lokið í desember. Akureyri: Keppt í sjóstöng ■ Akureyrarmót í sjóstangveiði fór fram fyrr í mánuðinum. Alls veiddust rúm 4,8 tonn. þá tvo daga sem mótið stóð. Fiskar sem dregnir voru reynd- ust þegar upp var staðið 3846. Aflahæsti einstaklingurinn var Karl Jörundsson Akureyri, en hann land- aði 174,74 kílóum dagana tvo. Afla- hæsta konan var Margrét Helgadóttir frá Keflavík með 118,34 kíló. Afla- hæsti unglingurinn dró 91,88 kíló, en það var Sæmundur Sævarsson. Aflahæsta sveit karla var skipuð Páli A. Pálssyni, Andra Páli Sveins- syni. Bjarka Arngrímssyni og Rúnari H. Sigmundssyni frá Akureyri. Þeir fengu 378,3 kíló í allt. Aflahæsta sveit kvenna var frá Vestmannaeyjum. Hana skipuðu: Elínborg og Þóra Bernodusdætur, Helga Tómasdóttir og Freyja Önundardóttir. Þær veiddu 296.8 kíló. Stærsti fiskurinn sem veiddist á mótinu var þroskur sem vó rúm fimm kíló. Hann dró Helgi Sigfússon Akur- eyri. INN RÝFUR NESCO ORION 2A 33.900’ ORION 2A er myndbandstæki sem hefur allt sem þú þarft, úrvalsgóða mynd, fullkomna tækni og trausta byggingu. VHS-tæki á aðeins 33.900 krónur. XEN0N4B 39.900* XENON3CN 36.900* XENON 3CN er enn fullkomnara og fjölbreyttara, með sjálfvirkri upptöku fyrir fjórar stöðvar og óllka dagskrárliði, minni og þráðlausri fjarstýringu, auk venjulegra eiginleika. Glæsilegt tæki á aðeins 36.900 krónur. ORIONYM 47.900* '4 XENON 4B hefur alla sömu eiginleika og 3CN tækið, auk þess, sem það hefur 12 stöðva forval, enn víðtækara móttökusvið og stjórnborð af allra nýjustu gerð. Stórglæsilegt tæki á aðeins 39.900 krónur. ORION VM fjölnota myndbandstækið er hvort tveggja ( senn fullkomið heimilismyndbandstæki og ferðatæki með afnotarétti af myndtökuvél til upptöku á eigin myndefni. Bráðsnjöll frambúðarlausn, sem hittir hvar- vetna í mark, á aðeins 47.900 krónur. * Slgr. vari LAUGAVEGI10 SÍMI27788 VEIST ÞU HVAR EINA BILAVERKSMIÐJA LANDSINS ER STADSETT? Sjá á blaðsíðu 11

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.