NT - 19.09.1985, Blaðsíða 7

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 7
Njósnir og skemmdarverk: Þjóðverjar, Bretar og Frakkar í vanda Hvert hneykslismálið rekur annað London, Moskva, París, Bonn-Rcutcr: ■ Hneyksli er varða njósnir og skemmdarverk tröllríða nú v-evrópsku stjórnmálalífi. Sí- fellt bætast við upplýsingar um starfsemi njósnara í skrifstofu v-þýska kanslarans, breska ríkisstjórnin hefur neyðst til þess að láta í minni pokann fyrir hefndarráðstöfunum sovéskra stjórnvalda og frönsku ríkisstjórninni hefur ekki tek- ist að kveða niður frétt þess efnis að varnarmálaráðherra hafi fyrirskipað eyðileggingu Rainbow-Warrior. Staðfest hefur verið af em- bættismanni í innanríkisráðu- neyti V-Þýskalands að Kohl kanslara hafi verið tjáð um grunsemdir leynisþjónustunn- ar gagnvart Willner-hjónunum og hann beðinn um heimild til fulls eftirlits. Að sögn em- bættismannsins taldi Kohl ekki þörf á slíku eftirliti þar sem ekki væru nægilegar vísbend- ingar fyrir hendi um hugsan- lega sekt þeirra. Ennfremur hefur verið haft eftir fyrrver- andi nágrönnum Willner- hjónanna að sést hafi til Her- bert Willner þar sem hann kom farangri fyrir i bifreið sinni daginn áður en tilkynning barst um fljótta þeirra. Sönn- unargögn sem fundist hafa í íbúð Willner-hjónanna sanna sekt þeirra og þykja benda til þess að þau hafi stundað njósnir í lengri tima. Kröfur stjórnarandstöðunnar í V- Þýskalandi um afsögn Zim- merman innanríkisráðherra gerast æ háværari. Breski forsætisráðherrann Margaret Thatcher tilkynnti í gær þar sem hún var á ferðalagi í Egyptalandi að Bretar myndu ekki bregðast við ann- arri brottvísun breskra þegna frá Moskvu með því að svara í sömu mynt. Hvor aðilinn um sig hefur nú vísað 31 einstakl- ingi úr landi en að staðaldri eru um 205 Sovétmenn í Lundúnum og um 100 Bretar í hafi fyrirskipað eyðileggingu Rainbow Warrior í Auckland á Nýja Sjálandi. Stjórnarand- stæðingar krefjast afsagnar Mitterrand forseta, Fabius forsætisráðherra og Hernu sjálfs. Þessir aðilar hafa hingað til neitað að kannast við frétt Le Monde og Hernu hefur einungis birt tilkynningu þar sem hann fordæmir harðlega órökstuddar árásir á sig og aðra er málinu tengjast. Sú saga hefur farið fjöllum hærra í Frakklandi að „erlendar leyni- þjónustur" hafi framkvæmt skemmdarverkið í Kyrrahafi til þess að koma óorði á Frakka og er þá átt við þá bresku. Önnur frétt hermir að bresku og bandarísku leyni- þjónustunum hafi verið kunn- ugt um fyrirætlanir Frakka áður en til framkvæmda kom. Grikkir hafa heldur ekki farið varhluta af njósnamál- um. Liðsforingi í flotanum hefur verið handtekinn sakað- ur um njósnir og þrír aðrir hafa verið yfirheyrðir. Opin- berir aðilar hafa ekki viljað tjá sig um málið. Heimildarmenn segja að Sergei Bokhane, sem var sovéskur stjórnarerin- dreki, hafi leitað hælis í Bandaríkjunum og veitt þar upplýsingar um 25 Grikki er starfa fyrir sovésku leyniþjón- ustuna. Hinn handtekni er sagður þar á meðal. Umsjón Ragnar Baldursson og Sturla Sigurjónsson Moskvu. Það hefur komið illa við breska sendiráðið í Sovét- ríkjunum að eiginkonur margra þeirra sem hefur verið vísað þaðan störfuðu jafn- framt við hlið eiginmanna sinna. Því má segja að Bretar hafi misst fleiri virka starfs- menn í þessum gagnkvæmu brottvísunum en Sovétmenn. Almennt er talið í Bretlandi að lyktir þessa máls séu Thatc- her-stjórninni mikill álitsnhnekkir. í Frakklandi aukast enn deilur í framhaldi af frétt dag- blaðsins Le Monde þess efnis að Hernu varnarmálaráðherra ■ Margarete Höke sem starfaði á forsetaskrifstofunni í V-Þýska- landi var handtekin fyrir skömmu ásökuð um njósnir í þágu A-Þjóðverja. Fjöldi kollega hennar hefur nú forðað sér á flótta. Varnarmál: Japanarauka varnarútgjöld Eru nú í fyrsta skipti meira en 1 % af þjóðarf ramleiðslu Tokyo-Reuter ■ Samþykkt nýrrar fimm ára varnarmálaáætlunar í Japan í gær þýðir að Japanar muni ráð- stafa um 1,04% af þjóðarfram- leiðslu til hernaðarútgjalda. Þessi ákvörðun er talin marka tímamót þar sem hún brýtur í bága við þá hefð að slík útgjöld nemi aldrei meiru en 1% af þjóðarframleiðslu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú um nokkurt skeið hvatt Japana til þess að verja meiri fjármunum en þeir hafa gert fram að þessu til varnarmála. Reagan-stjórnin hefur vísað til hvort tveggja aukins hernaðar- máttar Sovétmanna og svo eig- in byrða vegna varna Japan. Fram til þessa hafa Japanar ekki viljað fara fram úr fyrrnefndu hámarki af sögulegum ástæð- um. Það er ríkisstjórn Nakasones sem stendur að umræddri ákvörðun og varnarmálaráð- herrann segir að hún hafi verið tekin til þess að gera Japönum sjálfum kleift að verjast tak- markaðri árás á eyjarnar. Þess má geta að í tillögum Banda- ríkjamanna um hernaðarumsvif Japana kemur fram að fyrr- nefndir óska þess að japönsk herskip geti gegnt eftirlitsstörf- um allt að 1.000 sjómílum frá heimalandinu. Kína: 2000 sýkjast í eiturslysi Peking-Reutcr ■ Rúmlega tvö þúsund Kínverjar sýktust af gaseitrun eftir að lífshættulcgt klórgas lak úr tanki í járnbrautarlest í kínversku borginni Fushan í Norðaustur-Kína. Kínversk dagblöð hafa eftir embættismönnum í borginni, þar sem um milljón menn búa, að með naumindum hefði tekist að koma í veg fyrir gasslys sem líkja hefði mátt við gasslysið í Bhopal á Indlandi þar sem 2.500 menn létust og 125.000 slösuðust í desember á seinasta ári. Lestin flutti alls 46 tonn af klórgasi. Þegar lekans varð vart lögðu nokkrir einstaklingar líf sitt í hættu til að stöðva hann en annars er hætt við að klórgasið hefði streymt út yfir börgina. Að sögn kínverskra embættismanna létust alls um sjötíu verkamenn vegna eldsvoða, gasslysa eða sprenginga í efnaverk- smiðjum fyrstu sex mánuði þessa árs. Nýja Sjáland: Kynóð flugfreyja kref st skaðabóta Wcllington-Reuter: ■ Nýsjálensk flugfreyja, sem var rekin fyrir tilraun til kyn- maka við farþega á flug- leiðinni milli Aucklands í Nýja Sjálandi og Honolulu, hefur höfðað mál á hendur flugfélag- inu. Hún krefst endurráðningar í fyrra starf sitt og þess að fá greidd laun frá því að henni var sagt upp störfum. Að sögn flugfélagsins fór flug- freyjan á salerni með farþega þar sem hún hafði mök við hann. Hún reyndi líka að þukla á brytanum og sparkaði í klofið á honum og að lokum settist hún klofvega á sofandi karl- mann á fyrsta farrými sem síðar kærði flugfreyjuna. Flugfreyjan var ekki við störf þegar þetta kynæði rann á hana heldur var hún farþegi í flugvél- inni. Hún segist ekkert muna eftir þessum atburðum og held- ur því fram að hegðun sín stafi af samverkandi áhrifum þriggja kampavínsglasa og svefntaflna sem læknir flugfélagsins hafi ráðlagt henni að taka til að yfirvinna áhrif tímamunarins. ■ Fimm ára varnarmálaáætlun Japana gerir ráð fyrir að þeir verji næstum 80 milljörðum bandarískra dala til hernaðarútgjalda á tímabilinu. Þetta þýðir að útgjöldin fara í fyrsta skipti yfir 1% af þjóðarframleiðslu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.