NT - 19.09.1985, Blaðsíða 12

NT - 19.09.1985, Blaðsíða 12
 Fimmtudagur 19. september 1985 12 Ekkert sérstakt Saga - Behavior ■ Þá er komin út sjötta plata hljóm- sveitarinnar Sögu. Saga er kanadísk rokkhljómsveit og hafa menn deilt um þaö lengi og mikið hvort Saga sé sönn þungarokkhljómsveit eður ei. Reyndar skiptir það ekki öllu máli og verður sú umræða ekki stunduð hér. Hljómsveitin varð fyrst þekkt hér á landi fyrir um það bil 5 áruni síðan, fyrir milligöngu sjónvarpsins. Reynd- ar var það helber tilviljun. f>að var verið að sýna þriggja tíma tónleika- mynd, þar sem fituhlunkurinn Meat Loaf var aðalúmerið. En landinn fílaði Sögu og brátt voru plötur hljómsveitarinnar komnar í verslanir hér á landi. Aðdáendahópur Sögu hefur aldrei verið verulega stór hérlendis, en tryggur hefur hann verið. Vonandi er platan Behavior kærkomin aðdáend- um hljómsveitarinnar. Hljómsveitinni er best lýst með því að segja hana spila rokk af amerísku línunni, ekki mjög hratt en kraftmik- ið og hlaðið hljóðfæraleik og röddum. Lögin á Behavior eru hvert öðru líkt. Hljómsveitarmeðlimirnir semja allir og eru flest lögin unnin í samvinnu. Helsti textahöfundur Sögu, er söngv- ari hljómsveitarinnar Michael Salder og tekst honum oft ágætlega upp. Hljómsveitarmeðlimirnir eru ágæt- ir hljóðfæraleikarar og þeir kunna sitt fag, enda hafa þeir spilað Svona tónlist í ein 10 ár. Ian Crichton er nokkuð góður gítarleikari, Steve Negus notar rafmagnstrommurnar skemmtilega og hljómborðsleikarinn Jim Gilmor á ágætan leik, sérstaklega er hann skemmtilegur á píanóinu í rólegu lögunum. Mér hefur reyndar alltaf þótt Saga standa sig best í rólegu lögunum, sem mörg hver eru býsna falleg og það sama má segja um lögin á Behavior. Þar eru þaö lögin (Goodbye) Once Upon A Time, What Do I Know? og sérstaklega You And The Night sem standa uppúr. Það sem gerir rólegu lögin sérstök er að í þeim er ekki sama krullið í útsetningunum eins og algengt er hjá Sögu og sambærilegum hljómsveit- um. Hljóðfærin yfirgnæfa oft á tíðum hvert annað, en annað er uppi á teningnum í rólegu lögunum og það eru einmitt þau sem maður man eftir þegar minnst er á hljómsveitina Sögu. (6af 10) ÞGG Orðsending tíl fyrirtækja og eínstaklinga í atvinnurekstri Skattrannsóknarstjóri hefur ákveðið að kanna bókhald þeirra aðila sem eru skyldir til að gefa út reikninga í viðskiptum slnum við neytendur. Kannað verður hvort farið er eftir þeim reglum sem gilda um skráningu viðskipta á nótur, reikninga og önnur gögn. Dagana 23. september til 7. október verða 400 fyrirtæki úr 27 atvinnugreinum heimsótt af starfsmönnum Skattrannsóknarstjóra í þessu skyni. Könnunin nær til fyrirtæKia úr eftirtöldum atvinnugreinum: Númeratvlnnu- grelnar: Heltl atvlnnugreinar: 261 Trésmlði, húsgagnasmlði 262 Bólstrun 332 Gleriönaöur, speglagerð 333 Leirsmíði, postulínsiðnaður 339 Steinsteypugerð, steiniðnaður 350 Málmsmlði, vélaviðgerðir 370 Rafmagnsvörugerð, raftækjaviðgerðir 383 Bifreiðaviðgerðir, smurstöðvar 385 Reiöhjólaviögerðir 395 Smlði og viðgerð hljóðfæra 410 Verktakar, mannvirkiagerð 420 Bygging og viðgerð mannvirkia 491 Húsasmlði 492 Húsamálun 493 Múrun 494 Pípulögn 495 Rafvirkiun 496 Veggfóörun, dúklagning 497 Teppalögn 719 Ferðaskrifstofur 826 Tannlækningar 841 Lögfræðiþjónusta, fasteignasalar 842 Bókhaldsþjónusta, endurskoðun 843 Tæknileg þjónusta 847 Innheimmtustarfsemi 867 Ljósmyndastofur 869 Persónuleg þjónusta ót. a„ t.d. heilsuræktarst. SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI Steindautt! Opus: Live Is Life ■ Það eru ömurleg örlög hljóm- sveitar að koma einu lagi ofarlega á vinsældarlista og geta síðan ekki meira. Já, það er verulega fúlt. Ein- hverjir gætu fengið áhuga á hljóm- sveitinni, farið að hlusta á hana og komist að hinu sanna. Þetta ferli (skyndilegar vinsældir eins lags og síðan algjör gleymska), er nokkuð þekkt í sögu poppsins og hér höfum við nýtt dæmi. Austurríska hljómsveitin Opus varð fyrir því óláni að lagið „Live Is Life“ gerði það gott á vinsældalistum, og platan „Live Is Life“ er algjört fíasko. Helsti galli plötunnar er að hún er tekin upp á hljómleikum. Flestar hljómsveitir hefðu gert betur í stúdíói og það sama verður að ætla um Opus. Upptakan er mjög flöt, hljómsveitin virðist kraftlaus og ekki er langt frá því að maður vorkenni þeim sem stóðu undir berum hirnni og hlýddu á leik hljómsveitarinnar á áðufnefnd- um tónleikum. Það er vonandi að veðrið hafi verið gott og kaldur, svalandi bjór hafi verið seldur á staðnum. Tónlistin sem Opus spilar er þynnt amerískt rokk, frekar í þyngri kantin- um. Söngurinn er raddaður á amer- íska vísu og takturinn er frekar þungur, þó ekki sé hægt með góðri samvisku að flokka þetta 12 ára gamla band undir þungarokkshljóm- sveit. Já, Opus hefur verið að í 12 ár og bendir það ótvírætt til mikilla vin- sælda heima fyrir, enda heyrist manni á plötunni að hljómsveitin geti samið sæmilegustu lög, en þeir ættu að halda sig við stúdíóið og gefa sér nægan tíma. Allir textar Öpus eru á ensku og eru þeir alveg lausir við að vera bókmenntaverk. Þó fá þeir prik fyrir jákvæðni og bjartsýni. Platan „Live Is Life“ er ekki góð, og hún segir lítið um hljómsveitina Opus, lögin eru skemmd með upptök- unni og það má guði fyrir þakka að albúmið var ekki tvöfalt, því hljóm- sveitin flutti 21 lag á konsertnum og 12 þeirra' eru á plötunni. Það er óskandi að liðsmenn hljóm- sveitarinnar Opus geri ekki ráð fyrir heimsfrægð, í kjölfar lagsins „Live Is Life“, því það er alltaf leiðinlegt að verða fyrir vonbrigðum! (3af 10) ÞGG mmgMmMmiWMmmmmm OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN CclA Cl H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SIMi 45000 t

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.