NT - 17.11.1985, Blaðsíða 3

NT - 17.11.1985, Blaðsíða 3
NT Sunnudagur 17. nóvember 3 Við Dóra sátum saman inni í stofu og nutum þess að sjá rökkrið færast yfir. Frændi gamli sat í stól við gluggann og las í bók. Ja, hann er kannski ekki svo mjög gamall, þó nærri 10 árum eldri en Dóra. Og þegar Dóra þarf að ná sér niðri á honum þá er hún vön að kalla hann gamlan þöngulhaus. Því fylgir þó eng- inn broddur því þau hjónin eru góðir félagar. Við Dóra spjölluðum saman í lágum hljóðum. Talið barst að draugatrú og skyggni. Ekki gátum við sagt neinar frægðarsögur af okkur í því sambandi. Við höfðum aldrei séð eða heyrt neitt yfirnáttúrulegt. En við þekktum fólk sem..... „Ég man að þegar ég var á héraðs- skólanum þá var þar stelpa sem sá meira en aðrir,“ sagði ég og Dóra varð undir eins að eyrum. „Blessuð segðu mér frá þvi.“ „Hún hét Hanna og heitir sjálfsagt enn,“ sagði ég. „Hún var yngst í bekknum aðeins fjórtán ára. Meö okkur var líka þýsk stelpa sem hafði misst pabba sinn í stríðinu. Hanna sá oft og iðulega þennan manni' „Og trúðuð þiö þessu"? Dóra var efablandin á svipinn. „Auðvitað héldum við oft að hún væri að plata okkur. Stundum var þó ekki hægt að rengja hana. Eins og til dæmis við skólasetninguna um haustið." „Nú, hvernig var það?“ „Jú, þú veist hvernig þetta er við slík tækifæri. Gestirnir voru búnir að koma sér fyrir í sætunum og síðan gengu skólastjórahjónin í salinn. Frú- in settist á framsta bekk en hann gekk að ræðustólnum. • „Nú?“ Dóra sagði þetta eina orð eins og hún vildi meina hvað í ósköpunum væri dularfullt við þetta. „Jú, sjáðu til. Eftir athöfnina spurði Hanna hvaða kona þetta væri sem gengið hefði í salinn með skóla- stjóranum. Nú það var auðvitað kon- an hans var svarið. Nei, ekki hún, sagði Hanna. Hin konan. Og hún lýsti henni fyrir þeim sem kunnugir voru á staðnum. Af lýsingu hennar þekktu þeir fyrri konu Ólafs skólastjóra sem látin var fyrir mörgum árum. Hennar hafði Hanna auðvitað ekki heyrt getið þar sem hún var nýkomin til skólans." „Þessi draugasaga þykir mér í .þynnra lagi,“ drundi í frænda allt í einu svo við hrukkum báðar við. Höfðum haldið að hann væri niðursokkinn í lesturinn. „Þá get ég sagt ykkur ögn mergjaðri sögu frá mínum skólaár- um“. „Við bíðum í eftirvæntingu, gamli," sagði Dóra. „Þið eruð að tala um ómerkilega svipi sem einhver hefur séð eða ekki séð. Ég get sagt ykkur frá því þegar ég kvað niður einn helsta skóladraug- inn“. „A ha,ha“, hlógum við báðar. „Það er sko ekki til að gera grín að góðurnar," sagði frændi, og gerði sig mjög merkilegan á svipinn. „Þetta gerðist þegar ég var í gagnfræöa- skólanum. Ég var í heimavistinni en þar sem ég átti heima inni í sveit ekki mjög langt frá þorpinu fór ég oft heim seinnipartdags. Nú, þettavaráfyrstu dögum rafljósanna og það var ekki verið að bruðla með rafmagnið né lýsa upp hvern krók og kima. Og skólinn var stórt hús. í svoleiðis húsum mynast gegnumtrekkur og það ískrar og marrar í gluggum og hurðum. Tilvalið svið til að koma af stað draugagangi. Þennan vetur voru sögurnar sérlega mergjaðar og marg- ir voru þeir sem ekki fóru einir um húsið eftir að skyggja tók. Veturinn áður hafði dáið einn piltur á skólanum og þóttust margir verða varir við hann. Ekki var það til að bæta úr. Reyndar sá ég hann einu sinni.“ „Þú“? Vantrúarhreimurinn í rödd Dóru leyndi sér ekki. „Já, ég. Ég var að fara upp á herbergi mitt síðla dags og þegar ég kom upp á stigapallinn þá stóð hann í dyrunum inn á ganginn, en herberg- ið mitt var innst á ganginum." „Þú hefur væntanlega boðið gott kvöld," sagði ég hæðnislega. „Nei, mér varð nú satt að segja hálf bilt við því ég sá að ég kæmist ekki fram hjá honum nema skáskjóta mér á hlið við hann svo ég sneri bara við og fór niður aftur.“ „Og kallarðu þetta að kveða niður draug,“ spurði Dóra hlæjandi. Það var auðheyrt að hún trúði ekki sög- unni. „Sei, sei.nei. Það var í annað skipti. Þá var ég að koma að heiman seint um kvöld í vestan roki. Mér hafði dvalist lengur heima en ég ætlaði og þegar ég kom að skólanum var búið að slökkva flest Ijós. Þegar ég kom inn á ganginn niðri heyrði ég að gluggi skelltist í storminum. Ég var aldrei myrkfælinn svo ég paufaðist inn allan gang og inn í borðstofu. Þar var opinn gluggi beint fyrir neðan herbergið mitt. Þá kom strákurinn upp í mér og ég ákvað að hrekkja félaga mína lítillega. Ég tók til að ýta til borðum, nudda rúður og skella gluggum harkalega nokkrum sinnum. Þegar mér fannst nóg komið af draugangi lokaði ég glugganum og fór upp, inn allan gang og hentist inn í herbergið. Strákarnir öskruðu upp yfir sig. Þeir sátu í hnipri yfir logandi kertisstubb. Þegar þeir sáu að þetta var maður sem inn kom spurður þeir hvort ég hefði ekki heyrt neitt og mér er eiður sær að tennurnar glömruðu í kjaftinum á þeim. Ég sá að bragðiö hafði heppnast og nú var að fylgja þv í eftir. Ég henti mér másandi niður í rúmið og þóttist lengi ekki mega mæla. Svo stundi ég upp. Þetta er það Ijótasta sem ég hef séð', strákar. Þetta var hroðalegt. Þeir vildu auðvit- að vita hvað fyrir mig hefði borið en ég bandaði frá mér og varðist allra frétta. En það get ég sagt ykkur strákar mínir, sagði ég, að þið þurfið ekki að óttast þennan draug framar, ég gekk svo rækilega frá honum að hann hefur sig ekki mikið i frammi hér eftir. En það eru nógir aðrir þó þessi sé frá. Og ég hryllti mig allan einsog af viðbjóði. Raunar átti ég fullt í fangi með að halda niðri í mér hlátrinum" „Ég mátti vita að sagan væri í þessum dúr,“ sagði ég. „Mikill bölv- aður hrekkjalómur hefurðu verið“. „Hefur verið?“ sagði Dóra og brosti tvíræðu brosi. „Hann hefurekki batn- að og ekki sé ég að nokkur draugur hafi verið settur niður.“ „Nú.sérðuþaðekki? sagðifrændi. „En það gerði ég einmitt, því þegar ég gerði uppskátt um hrekkinn nokkr- um dögum siðar hvarf þeim öll myrk- fælni og eftir það heyrðu þeir hvorki né sáu neitt dularfullt" Sigrún Björgvinsdóttir- ODYR HALOGEN AUKAUÓS • Fást á bensínstöðvum og varahlutaverslunum um allt land • Verð frá 1.310 kr. (settið) • Halogen perur innifaldar • Auðveld ásetning • Leiðbeiningar á íslensku • Hvít (ökuljós) eða gul (þokuljós) • Passa á alla bíla • Viðurkennd vara FhIheklahf ILaugavegi 170-172 Sími 21240

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.