NT - 17.11.1985, Blaðsíða 6

NT - 17.11.1985, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 17. nóvember NT Nú fyrir jólin kemur út hjá bókaklúbbnum Veröld bókin Ég vil lifa, líf á blá- þræöi eftir þá félaga Ön- und Björnsson og Guö- mund Árna Stefánsson. Þetta er önnur bókin sem þeir vinna aö í sameiningu, en þeir sendu frá sér bók- ina Horfst í augu viö dauð- ann fyrir tveimur árum. í nýju bókinni halda þeir á- fram aö fjalla um viökvæm mál sem sjaldan er rætt um tæptungulaust í fjöl- miölum. Aö þessu sinni taka þeir fyrir reynslu fólks sem lent hefur í alvarlegum áföllum og ræöa viö það og að- standendur þeirra um af- leiöingar þeirra. Einn af viömælendunum er Doris Sigríður Magnús- dóttir eða Dollý eins og hún kýs aö kalla sig. I desember fyrir fjórum árum þegar hún var fimmt- án ára var ráöist á hana á götu og henni misþyrmt illþyrmilega. Hún vardreg- in inn í húsasund í Þver- holtinu og þar gekk árás- armaðurinn hastarlega í skrokk á henni. Hann skildi hana síðan eftir liggjandi í blóöi sínu og þaö var ekki fyrr en nokkrum klukku- stundum síðar aö hún fannst og þá fyrir hreina tilviljun. Flesta rekur minni til þessa atburö- ar og þess umtals sem hann skapaði manna á milli. Mikið flóð blaðaskrifa fylgdi í kjölfar hans um hvernig koma mætti í veg fyrir að slíkt gæti endur- tekið sig og um aðbúnað geðsjúkra afbrotamanna. Síðar leið þessi um- ræða undir lok og féll í gleymsku. En þrátt fyrir að minna færi fyrir þessu máli í blöðunum hélt líf Dollýar áfram. Hér til hliðar er birtur kafli úr frásögn hennar og föður hennar Magnúsar Pálssonar af eftirköstum árásarinnar og baráttu Dollýar fyrir eðlilegu lífi þrátt fyrir hana. Blaðamaður náði tali af Dollý í tilefni af útkomu bókarinnar á heimili hennar í Breiðholtinu þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum, Val- garði Guðjónssyni, og tveimur börn- um þeirra, Andrési Helga og Guðjóni Hreiðari. Eg spurði hana fyrst að því hvort það hefði verið erfið ákvörðun að samþykkja það að rifja upp árás- ina og eftirköst hennar og leyfa að gefa það út á bók. „Nei, það var það ekki,“ svaraði Dollý, „þetta kom bara af sjálfu sér. Önundur og Guðmundur höfðu haft samband við pabba og hann dreif mig með sér til þeirra einn daginn. Mér fannst þetta ágætt tækifæri til þess að segja fólki í eitt skipti fyrir öll hvernig mér líður í dag. Ég vona að viðtalið svari endanlega öllum spurn- ingum fólks um þennan atburð og afleiðingar hans fyrir mig. En hinsvegar sá ég þegar ég las viðtalið í fyrsta skipti síðast liðinn föstudag að í öllum asanum, hafði gleymst að koma fram þakklæti mínu til þess fólks sem reyndist mér vel allan þann tíma sem ég var að ná mér. Þar á ég við lækna og hjúkrunar- fólk, fjölskyldu mína og þá kunningja mína sem reyndust vera vinir þegar á reyndi. Sumir lögðu á sig mikið erfiði, söfnuðu handa mér peningum og studdu á annan hátt við bakið á mér“. „Verður þú enn þá vör við að fólk taki þér fyrst og fremst sem fórnar- lambinu úr „Þverholts-árásinni“?“ „Nei, ekki nú orðið, en það var vissulega svo lengi eftir slysið. Þetta lá þungt á fólki og því fannst það þurfa að tala um þetta þegar það sá mig. Þetta tók dálítið á mig og á tímabili var ég komin með samvisku- bit út af því að hafa bakað öllu þessu fólki svona miklar áhyggjur. En það fólk sem reyndist mér einna best talaði alltaf við mig á venjulegan hátt þó svo ég hafi verið haldin þeirri ofsóknarkennd að halda að það hugsaði þess meira. En þessu tímabili er sem betur fer lokið og þó svo það segi í bókinni að það líði varla sá dagur og sú vika að ég hugsi ekki til slyssins þá líða núna mánuðir án þess það leiti á hugann. Og þegar ég las viðtalið þegar bókin kom út þá fannst mér eins og þessi saga tilheyrði einhverri annarri stúlku. Þannig að það virðist hafa orðið eins og ég vonaði að þetta viðtal yrði endapunkturinn á þessa reynslu mína.“ „Varðst þú vör við skrif fjölmiðla eftir árásina?" „Nei ég var svo vel vernduð þegar ég var á spítalanum. Ég sá reyndar ÉG VIL EKKI Dollý: „Það getur vel verið að það DEYJA, Hér er birtur hluti af kaflanum um Dollý úr bókinni Ég vil lifa eftir þá Önund Björnsson og Guðmund Árna Stefánsson. í honum segja Dollý og faðir hennar Magnús Pálsson frá árásinni og eftirköst- um hennar. Kaflinn er hér birtur með góðfúslegu leyfi aðstandenda bókarinnar Lífiö sigrar Dollý: „Eg fékk ekki meðvitund fyrr en um kvöldið, þennan laugardag, nærri einum sólarhring eftir að ráðist var á mig. Og ég gleymi því aldrei, hvað þaö var, sem fyrst náði meðvit- und minni. Það var lyktin af mömmu. Hver og einn hefur sína lykt og þessa lykt þekkti ég; þetta var mamma, þá rétt nýkomin utan af flugvelli, sem stóð við rúmið mitt. Og síðan sá ég þau bæði, mömmu og pabba, þarna við rúmið. Ég var dálítið undrandi að sjá mömmu þarna við rúmið, því hún átti auðvitað að vera í útlöndum. Og ég spurði því: „Ertu komin heim?" Magnús: „Ég hafði fengið að sjá Dollý þarna um morguninn, þegar hún var talin úr lífshættu. Þá var hún enn án meðvitundar. Mér brá mikið þegar ég sá það með eigin augum hvernig árásarmaðurinn hafði farið með hana. Hann hafði barið hana með steinum, stungið hana með skrúfjárni í brjóstin, lærin og andlitið, þar með talið annað augað. Auk þess hafði hann notað kveikjara til að brenna hörund hennar. Á lærum og bringu voru þriðja stigs brunasár. Ég fór á árásarstaðinn þennan sama dag. Alveg frá veginum þar sem hann réðst fyrst að henni voru holufullir steinar af blóði. Allt umhverf- is var nánast blóðlitað. Ég veit varla af hverju ég vildi sjá verksummerki. En ég fór og þetta var hrikaleg sjón. Árásarmaðurinn hafði tætt af henni allar flíkur og troðið einangrunarplasti ofan í vit hennar til að koma í veg fyrir að frá henni heyrðust neyðaróp. Læknarnir voru lengi að ná þessu einangrunarplasti úr vitum hennar. Þá sást ekki í hendur hennar um langan tíma fyrir kaunum, því hún ■ hafði reynt að verja sig fyrir steinkast- inu og barsmíðunum með höndun- •gm. Hendur hennar voru því húðlitlar veftir, auk þess sem bein brotnuðu allan skrokk. Höfuðbeinið var kað, en að því komust læknarnir Ki fyrr en nokkru síðar, þegar reynt var að lagfæra lömun sem gerði vart við sig í andliti Dollýar. Ástæðan fyrir andlitslömuninni reyndist sú, að bein- in lögðust inn á stöðina í heilanum, sem stjórnar hreyfingum i andliti. Dollý hafði misst mikið magn af blóði og aftan úr hnakkanum fór heill kjötbiti og læknunum gekk illa að loka fyrir slagæð sem hafði farið í sundur á hnakkanum. En þótt Dollý væri farin jafn illa og ég hefi hér lýst, þá tókst henni að segja frá atburðum strax og hún kom til meðvitundar. Hún vildi endilega að við fengjum að vita alla málavöxtu meðan atburðarásin væri Ijós í huga hennar." Dollý: „Ég var öll dofin þegar ég vaknaði til lífsins á nýjan leik. Hafði verið sprautuð niður, þannig að sárs- aukinn var ekki svo mikill. En vanlíð- an var til staðar, ekki síður sálarleg en líkamleg. Áverkarnir voru miklir á öllum skrokknum, í andliti og á höndum. En verstir þóttu mér mar- blettirnir á handleggjunum, því þeir voru eftir fingur hans og hendur. Mér fannst eins og fingraför árásar- mannsins væru á líkama mínum, skítug og ógeðsleg. Ég man hvað ég beið þess að marblettirnir á hand- leggjunum hyrfu, því þeir minntu mig svo á árásarmanninn. Ég var ein- hvern veginn óhrein á meðan þessi handaför voru á mér. En ég gerði mér vitanlega Ijóst, þegar ég vaknaði til meðvitundar, að ég hafði verið hætt komin. Pabbi hefur sagt mér, að það fyrsta sem ég hafi sagt, þegar ég var að koma til iífsins á nýjan leik, hafi verið „ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“. Ég man ekki gjörla eftir þessu, en held þó endilega að ég hafi verið að reyna að koma þeim skilaboðum til pabba og mömmu, að ég myndi ekki deyja, heldur lifa áfram.“ Magnús: „Dollý sagði líka stundum í mókinu, milli meðvitundarleysis og vöku, „ég er að deyja, ég er að deyja". hafi verið það síðasta sem ég hugs- aði, áður en ég missti meðvitund í árásinni sjálfri; að ég hafi verið svo viss um að þetta væri allt búið. Ég fann strax greinilega á pabba og mömmu að þau voru mjög hrædd um hinar andlegu afleiðingar árásar- innar, því á sunnudeginum, daginn eftir að ég vaknaði úr rotinu, sagði ég við þau að bráðum ætti ég afmæli. Þetta var tóm vitleysa hjá mér, en voru hrein mismæli, ekki rangminni. En mamma tók þetta þannig upp, að það væri farið að slá útí fyrir mér og flýtti sér að spyrja um afmælisdaga annarra fjölskyldumeðlima svona til að kanna minnið hjá mér. Og ég flýtti mér auðvitað að þylja upp alla helstu afmælisdaga, til að sýna þeim fram á að allt væri í lagi með andlegu hliðina hjá mér. Og ég stóðst það próf.“ Magnús: „Já, það var mikil sælutil- finning að sjá að Dollý myndi hafa þetta af og hugur hennar var óskaddaður, þótt líkaminn væri illa farinn. Og henni fór vel fram á spítal- anum. Dugnaðurinn í henni vargífur- legur. Og þrjóskan mikil. Hún byrjaði á því að heimta að allir kölluðu sig Dollý á spítalanum. Svo heimtaði hún að fá að reykja stuttu eftir að hún kom af gjörgæslu. Ég er fullviss um að það hjálpaði Dollý alveg geysilega mikið hversu stíf hún var, þrjósk og dugleg. Hún var alveg harðákveðin í því að komast yfir þetta allt saman. Þeir sögðu það líka læknarnir í Ameríku, þegar við fórum þangað nokkrum mánuðum síðar til meðferðar og þeir höfðu gert sársaukafulla aðgerð á henni, að skapfestan hjá henni hjálpaði mikið. Hún grét raunar af sársauka þar ytra, eftir aðgerðina, en vildi ekki fá lyf. Dollý vildi ganga í gegnum þetta sem mest án lyfja. Dollý: „Já, í Ameríku er ætlast til aö hver og einn einasti maður eigi að fá lyf viö hinu og þessu. Ég er ekki inni á þeirri línu. En ég var sex vikur á gjörgæslu eftir árásina og eftir það fór ég á almenna deild, skurðardeild. Var þar mikið í röntgenmyndatökum vegna augans. Læknarnir höfðu áhyggjur af bólgu í öðru auganu og ennfremur af andlitslömuninni. Þeir höfðu hins veg- ar vonir um að þetta myndi lagast að sjálfu sér. Ég fann hins vegar sjálf fyrir sífelldum slætti í höfðinu. Mér fannst ég heyra þegar blóðið streymdi inni í höfðinu á mér. Og bólgurnar í öðru auganu minnkuðu ekkert lengi vel, heldur versnuðu þvert á móti. Þær urðu svo svakaleg- ar að við lá, að augað færi út úr augnatóttinni. Eftir langvarandi rannsóknir kom í Ijós að það var stórt gat á slagæðinni, sem gerði það að verkum að blóð lak alveg inn á augað og út í eyrun. Mér var sagt það síðar að þetta ástand hefði verið mjög alvarlegt, því ef ég hefði dottið eða rekið mig harkalega í, þá hefði hættan á heilablóðfalli orðið mikil. Ég var útskrifuð af spítalanum, en þegar gatið á slagæðinni kom í Ijós þá þurfti ég að leggjast inn aftur. Það var í febrúar, um það bil tveimur mánuðum eftir árásina. Þá iá ég í nokkrar vikur og fór í gegnum alls kyns rannsóknir, en um mánaðamót- in mars/apríl fékk ég aö losna. Fljót- lega upp úr því fór ég til Bandaríkj- anna í frekari aðgerðir vegna andlits- lömunarinnar og bólgunnar í kringum augað. Eg neita því ekki að á stundum var ég orðin ansi þreytt eftir allar þessar aðgerðir og rannsóknir á sjúkrahús- um. Ég man t.d. eftir því, þegarég átti að fara í þriðju aðgerðina á höfði, að ég sagði bara nei, ég fer ekki neitt. Læknarnir höfðu verið að reyna að koma fyrir kjötbita í hnakkanum til að loka slagæðinni, en fyrstu tvær að- gerðirnar höfðu misheppnast; æð- arnar sprengdu út frá sér. Ég var því orðin dálítið vonlaus um að þetta tækist nokkurn tíma og neitaði því hreinlega að leggjast undir skurðar- hnífinn enn og aftur. Sagði bara: „Nú er þetta búið, nú vil ég fá pásu.“ Þetta var daginn áður en aðgerðin átti að fara fram. En daginn eftir, á sjálfan uppskurðardaginn, var ég þó eilítið rólegri og sagði þá við læknana: „Ókei. Ég fer í þessa aðgerð, ef ég fæ að reykja eina sígarettu." Og eftir dálítið stapp komumst við læknarnir að þessari málamiðlun. Þeir leyfðu mér að reykja eina sígarettu frammi á gangi um það bil fimm mínútum áður en ég fór í aðgerðina. Það hefur vafalaust verið skondin sjón að sjá mig úti á gangi þúandi sígarettu með blóðpoka öðrum megin, næringu í æð hinum megin; sígarettupakkinn var í öðrum vasanum og þvagpokinn í hinum. Árásin, löng sjúkrasaga, aðgerðir, sársauki, slæmar minningar; allt þetta var ekki vandamál fyrir mér þegar ég tók að jafna mig. Öllu verra var hið starandi auga almennings þegar ég kom af spítalanum og fann hvernig allra augu voru á mér. Allir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.