Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 | 7 V erkefnið „Lýðræði á tímamótum“ og þing- ið sem haldið var í samvinnu við Morg- unblaðið í gær undir yfirskriftinni „Betra lýðræði?“ er viðleitni Háskóla Ís- lands til að taka þátt í þeirri nauð- synlegu umræðu um það hvernig samlífi okkar sem borgara sé best háttað,“ segir Torfi Tulinius sem stýrði ráðstefnunni Betra lýðræði en hann er prófessor í frönsku og mið- aldabókmenntum og forstöðumaður Hugvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Hvers vegna kallið þið verkefnið Lýðræði á tímamótum? „Hlutverk háskóla er ekki ein- ungis að skapa nýja þekkingu og miðla henni áfram til næstu kyn- slóða. Þeir hafa einnig mikilvægu menningar- hlutverki að gegna. Menning Íslend- inga er mótuð af lýðræðishefð. Hún er ekki endilega svo löng hér á landi, en hún er það í menningu þess hluta heims sem við tilheyrum. Því er það í verkahring háskóla – ekki síst þjóð- skóla eins og Háskóla Íslands – að sinna þessum hluta af menningu okkar, ekki síður og e.t.v. enn frekar en öðrum. Lýðræði, hugmyndir okkar um það og það hvernig við framfylgjum því eru augljóslega á tímamótum um þessar mundir og er það ekki bara út af þessum tveimur afmælum sem eru tilefni þessa verkefnis. Miklar breytingar eru að ganga yfir landið og heiminn. Þær snerta eðli sam- félagsins, afstöðu okkar til valds og valdhafa, svigrúm kjörinna stjórn- valda til athafna, eðli og umfang upp- lýsingamiðlunar, o.m.fl. Hugmyndir okkar um lýðræði og þær leiðir sem við höfum hingað til gripið til þegar við hrindum þeim í framkvæmd til- heyra e.t.v. öðrum heimi en þeim sem við búum í í dag. Lýðræð- ismenning okkar þarf að ganga í endurnýjun lífdaga sinna, því það gildir það sama um menningu og allt annað sem lífrænt er að því er nauð- synlegt að vera sífellt að endurnýja sig. Annars trénar það og deyr.“ Fólk vill skipta sér af pólitík Þú nefnir afstöðu okkar til valds og valdhafa, erum við að verða gagn- rýnni á þessa hluti og þá kannski lýð- ræðishugmyndina og framkvæmd hennar einnig? „Ég myndi vilja svara þessari spurningu í tveimur hlutum. Lítum fyrst á afstöðu okkar til valds og valdhafa. Það er mín tilfinning að eftir því sem við skilgreinum okkur meira fyrst og fremst sem ein- staklinga en ekki sem hluti af ætt, landshluta eða þjóð, þolum við verr að beygja okkur undir vald annarra. Þessar breytingar standa áreið- anlega í sambandi við flókna þróun í menningu okkar og eru ekki endi- lega alltaf auðveldar fyrir fólk, því aukin einstaklingshyggja getur líka leitt til meiri einangrunar. Lýðræði er því afar þýðingamikill þáttur í sambandi okkar við samfélagið. Til að vera fullgildir meðlimir í sam- félaginu verðum við að hafa það á til- finningunni að álit okkar og vilji skipti máli, að tekið sé til þeirra en þau ekki fótumtroðin af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Inní þetta kemur að með vaxandi einstaklingshyggju lítum við meira á valdhafa sem einstaklinga líka. Sá sem fer með tiltekið vald, hvort sem það er pólitískt, dómsvald, vald í krafti embættis eða stöðu, t.d. kenn- aravald, er ekki lengur hjúpaður ein- hvers konar helgi, virðingu í sam- ræmi við stöðu hans, eins og kann að hafa verið fyrr á árum. Ef hann er einstaklingur eins og við er hann ekkert fremur óskeikull en við og því orð hans og athafnir ekki hafin yfir gagnrýni. Ef við erum orðin gagn- rýnni á valdhafa, þá er það í mínum augum merki um heilbrigða afstöðu til valdsins. Við erum gagnrýnin því við lítum svo á að þeir sem fara með valdið hverju sinni eru ekki yfir gagnrýni hafnir. Mikil aukning almennrar mennt- unar hér á landi, ásamt tilheyrandi fjölgun sérfræðinga á öllum sviðum, eykur enn á þessa þróun. Æ fleiri geta, þökk sé þekkingu þeirra, myndað sér sjálfstæða skoðun á at- höfnum stjórnvalda og sett fram rökstudda gagnrýni á þau. Þetta er að sjálfsögðu mikill fengur fyrir alla sameiginlega ákvarðanatöku því það eykur líkurnar á því að málin séu skoðuð vandlega áður en ákvarðanir eru teknar sem varða okkur öll. Það kom því á óvart þegar Halldór Ás- grímsson sagði í ræðu í Borgarnesi, nokkrum dögum áður en hann tók við sem forsætisráðherra, að hag- fræðingar Hagfræðistofnunar ættu ekki að skipta sér af pólitík. Ég vona að ég sé ekki að slíta þessi ummæli úr samhengi, en ef ég hef skilið þau rétt þá sýnist mér þau vera á skjön við það sem mér sýnist vera almenn þróun í afstöðu okkar til lýðræðisins. Þá komum við að seinni hlutanum í spurningu þinni. Ef það er vaxandi gagnrýni á lýðræði, þá er það ekki vegna þess að menn eru orðnir vantrúaðir á lýðræði sem hugsjón um samfélag þar sem krafa er gerð um meira lýðræði, að hegðun okkar og samskipti á opinberum vettvangi einkennist af tíðari skoðanaskiptum, opnari umræðu og ákvarðanatöku sem einkennist af meira samráði. Ljóst er að fæstir sætta sig núorðið við að kjósa einu sinni á fjögurra ára fresti og eftirláta þingmeirihlut- anum að stjórna í millitíðinni. Fólk vill almennt geta „skipt sér af póli- tík“.“ Ekki einfalt jafnaðarmerki milli kapítalisma og lýðræðis Hvaða áhrif hefur síaukin hnatt- og alþjóðavæðing á þróun lýðræðis og viðhorf okkar til þess? Vinna til dæmis hin kapítalísku sjónarmið og öfl sem stjórna gangi mála á heims- markaði gegn lýðræðinu? „Gagnstætt því sem við töldum okkur trú um eftir að Berlínarmúr- inn féll í lok níunda áratugarins, þá er ekki einfalt jafnaðarmerki milli kapítalisma og lýðræðis. Það sem hefur verið að gerast í Kína und- anfarin ár er sönnun þess því þar þrífst nú öflugt markaðskerfi en lýð- ræðislegar umbætur láta á sér standa. Hugsanlega mun þó kapítal- isminn og sú einstaklingshyggja sem hann ýtir undir leiða til sívaxandi krafna í kínversku samfélagi um lýð- ræði. Meira að segja er það fremur líklegt. Áhrif hnattvæðingar á þróun lýð- ræðis er með tvennum hætti. Annars vegar segja stjórnmálafræðingar að aldrei hafi fleiri þjóðir kennt sig við lýðræði og krafan um það fer vax- andi í heiminum eftir því sem fólk og upplýsingar flytjast með frjálsari og auknum hætti um heiminn. Hins vegar óttast menn að alþjóðavæðing viðskiptalífsins veiki lýðræðið, með sífellt stærri fyrirtæki sem vinna fyrst og fremst í þágu hluthafa sinna en hafa almannaheill ekki sem sitt höfuðmarkmið. Því verður ekki neit- að að alþjóðavæðingin hefur dregið til muna úr svigrúmi kjörinna stjórn- valda til að taka ákvarðanir, ekki síst í efnahagsmálum. Þetta er t.d. eitt helsta áhyggjuefni Nóbels- verðlaunahafans í bókmenntum José Saramago, en hann skrifar grein í nýjasta hefti Ritsins sem helgað er lýðræði, þar sem hann heldur því fram að í dag sé lýðræðið hol skurn, í rauninni bara sýndarlýðræði þar sem allar ákvarðanir sem skipta máli séu teknar af stórfyrirtækjum og peðum þeirra í hópi stjórnmála- manna. En það eru ekki bara alþjóðlegu stórfyrirtækin sem hafa tekið vald frá kjörnum stjórnvöldum þjóðríkja, heldur líka ýmiss konar alþjóðlegar stofnanir, samtök eða samningar. Hér er þó um framsal valds að ræða, þar sem kjörnir fulltrúar fallast á, fyrir hönd þjóða sinna, að draga úr sjálfsforræði þeirra í tilteknum málaflokkum og upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að marg- víslegum slíkum samtökum eða samningum eins og t.d. EES- samningurinn sem hefur leitt til stórfelldra breytinga á lögum hér á undanförnum árum. Eftir því sem ákvörðunarvaldið færist yfir á þessa alþjóðlegu in- stansa verður ákvarðanatakan fjar- lægari þorra almennings og hætt er við því að trúin á lýðræðið minnki að sama skapi.“ Saramago leggur einmitt áherslu á að valdið þurfi aftur að fara til fólksins, þannig hafi lýðræðið verið hugsað í upphafi. Hér á landi kjósum við stjórnmálaflokka til valda á fjög- urra ára fresti en höfum lítið um málin að segja þess á milli. Er þetta úrelt fyrirkomulag? Þreyta í flokkakerfinu „Ég held það sé óneitanlega ákveðin þreyta í flokkakerfinu, eða a.m.k. að það gæti nokkurrar þreytu hjá fólki gagnvart stjórnmálaflokkum. Viða- mikil rannsókn á viðhorfum almenn- ings til lýðræðis sem Stein Ringen skrifaði athyglisverða grein um í Times Literary Supplement í fyrra („Democracy. Where now?“ TLS 13. febrúar 2003) sýnir svo ekki verður um villst að tiltrú fólks á stjórn- málaflokka hefur minnkað. Það virð- ist stafa af tvennu. Í fyrsta lagi eru stjórnmálamenn æ oftar atvinnu- stjórnmálamenn, þ.e. koma ekki úr öðrum störfum, heldur vaxa upp inn- an flokkana. Þetta leiðir til þess að flokkarnir verði að eins konar lokuðu samfélagi sem aðrir en innvígðir eigi ekki svo greiðan aðgang að. Þá fara alls kyns fyrirbæri á kreik, flokk- urinn fer að lifa eigin lífi og hverfast um innbyrðis valdaátök. Þá er eins og hann missi sjálfur trú á lýðræð- inu, a.m.k. innan eigin vébanda. Í þessu sambandi mætti nefna það sem nú er að gerast í þingflokki Framsóknarflokksins og framkomu hinna þingmannana við Kristin H. Gunnarsson sem leyfði sér að taka aðra afstöðu en þeir í hitamálum fyrr á árinu. Ég vil þó heldur taka eldra dæmi af Samfylkingunni fyrir síð- ustu kosningar. Þegar samflokkar hennar í borgarstjórn neituðu að sætta sig við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tæki fimmta sæti á fram- boðslista flokksins til Alþingis í öðru Reykjavíkurkjördæminu og hún kaus að standa upp úr stóli borg- arstjóra sem hún hafði unnið þríveg- is í kosningum, brást Samfylkingin kjósendum sínum að mínu mati. Það var komin upp glæný pólitísk staða þegar sú úr forystusveit Samfylking- arinnar sem unnið hafði stærstu sigra hennar var laus við skuldbind- ingar sínar í borgarstjórn. Það átti skilyrðislaust að efna til landsfundar og gefa félögum í Samfylkingunni kost á að kjósa hana til formanns. Í staðinn var gripið til þess ráðs sem við þekkjum sem gaf kjósendum allt of óljós skilaboð um stöðu Ingibjarg- ar og um hvað tæki við eftir kosn- ingar. Ég er sannfærður um það að ef Samfylkingin hefði gert út um þessi mál strax á lýðræðislegan hátt, hefðu orðið stjórnarskipti við síðustu kosningar. En burtséð frá þessum málum úr nánu umhverfi okkar, og þrátt fyrir þessa þreytu sem ég talaði um, þá eru flokkar eigi að síður gagnlegir og vandséð hvað gæti komið í staðinn. Ég spái því þó að þeim flokkum sem ná því að breikka og dýpka lýðræð- islegar starfsaðferðir sínar og sýna kjósendum í verki að þeir virði skoð- anir þeirra og vilji samráð, bæði við almenning og almannasamtök, muni vegna betur eftir því sem lýðræð- iskrafan eykst. En það er flókið mál að auka lýð- ræðið, ekki bara innan flokka heldur almennt. Það verður að vera fundvís á leiðir. Rafrænt lýðræði væri ein leið, en það hefur verið bent á galla þess, sem er að allir eru ekki net- tengdir og líka að auðvelt sé að mis- nota það. Ég held að dæmið frá Frakklandi sem Sandrine Rui nefnir væri vert að skoða, þ.e. sjálfstætt stjórnvald á borð við umboðsmann alþingis sem hefði það hlutverk að standa fyrir lýðræðislegu samráði um mál sem skipta alla eða tiltekna hópa máli, t.d. stórframkvæmdir á borð við Kárahnjúkavirkjun. Önnur mikilvæg leið til að auka lýðræði tengist því menningar- hlutverki háskóla sem ég nefndi í upphafi. Þar sem lýðræðið er hug- sjón og verður því aldrei fullkomið í verki er það hlutverk háskóla og annarra menntastofnana að efla lýð- ræðismenninguna, t.d. með því að hugleiða nýjar leiðir til betra lýð- ræðis eins og gert var á þinginu í gær. Hugmyndir Ringen um lýðræð- isleg gæði geta orðið okkur dýrmætt leiðarljós að þessu leyti.“ Lýðræðismenning okkar þarfnast endurnýjunar „Lýðræði, hugmyndir okkar um það og það hvernig við fram- fylgjum því eru augljóslega á tíma- mótum um þessar mundir,“ segir Torfi Tulinius prófessor sem bend- ir á að afstaða til valds og valdhafa sé að breytast, til dæmis með auk- inni menntun og vaxandi ein- staklingshyggju. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Torfi Tulinius „Ég spái því þó að þeim flokkum sem ná því að breikka og dýpka lýðræðislegar starfsaðferðir sínar og sýna kjósendum í verki að þeir virði skoðanir þeirra og vilji samráð, bæði við almenning og almannasamtök, muni vegna betur eftir því sem lýðræðiskrafan eykst.“ Í gær fór fram ráðstefna á vegum Háskóla Íslands og Morgunblaðsins undir yfirskriftinni Betra lýðræði? í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnar og sextíu ára afmæli lýðveldisins. Tveir erlendir fræðimenn, Sandrine Rui og Stein Ringen, héldu fyrirlestra og tveir innlendir veittu andsvör. Einnig fóru fram pallborðsumræður þar sem þátt tóku fræðimenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn. Hér að neðan er rætt við Torfa Tulinius, stjórnanda ráðstefnunnar, en á næstu þremur síðum eru birtir útdrættir úr erindunum og grein Ólafs Þ. Stephensen, stjórn- anda pallborðsumræðna, um stöðu lýðræðis á Íslandi. Þess má geta að hægt verður að skoða upptöku af ráðstefnunni á heimasíðu Háskóla Íslands eftir helgi. Betra lýðræði?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.