Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. október 2004 | 13 Þegar This is the Sea, þriðja plata rokk-sveitarinnar The Waterboys, kom útárið 1985 var lýðum ljóst að MikeScott hafði loksins tekist ætl- unarverkið. Hann hafði fangað „stóru tónlist- ina“ sem hann hafði rætt um í laginu „The Big Music“ sem út kom ári fyrr, á plötunni A Pag- an Place. Í upphafsorðum þess lags segir m.a.: „I have heard the big music/And I’ll never be the same/Some- thing so pure …“. Þessi orð lýsa hinum sjarmerandi leiðtoga Waterboys, Mike Scott, vel. This is the Sea var endur- útgefin fyrr á þessu ári með aukaefni. Scott var á þessum tíma eldheitur róm- antíker, drifinn áfram af djúpstæðum hug- sjónum. Það segir sitthvað um manninn að eft- ir þetta meistaraverk hefur hann ekki borið sitt barr, fyrir utan að Fisherman’s Blues frá 1988 er á sinn hátt viðlíka snilld. Sú plata, sem var gerð undir sterkum áhrifum frá írskri þjóðlagatónlist, var enda það fyrsta sem heyrð- ist í Scott eftir þriggja ára útlegð. Toppnum var náð með This is the Sea, vinsældir Wa- terboys voru í hámarki, og í stað þess að hamra járnið lét Scott sig hverfa. Og enn bíð- um við eftir því að hæfileikar hans fái að fullu notið sín – aftur. This is the Sea er afar tilkomumikið verk, óskammfeilið í yfirdrifinni dramatíkinni en kemst algerlega upp með það frá fyrsta lagi til hins síðasta. Scott er einfaldlega svo heill, sannur og mannlegur í því sem hann er að koma til skila að það er ekki hægt að standast þetta verk, maður er hrifinn glaður með. „The Whole of the Moon“, þekktasta lag sveitarinnar, er að finna hér og hefur ekki misst vott af mikilfengleika sínum. Scott er skáld innan popptónlistar, líkt og Morrissey og Mark Eitzel, textar hans oft með trúarlegu ívafi og þörf hans fyrir eitthvað meira, eitthvað sannara en það sem hann upplifir hér á jörðu er sterk. „Man dreams/The spirit lives/Man is tethered/Spirit is free/What spirit is man can be,“ segir í „Spirit“. Og í magnþrungnu tit- illaginu segir „That was the river/This is the sea“, setning sem felur í sér kjarna verksins. Ætlunarverk Scotts tókst fullkomlega, eða svo gott sem, á This is the Sea sem er glæsi- legur vitnisburður um listamann sem var með allt sitt á hreinu og það sem meira er, vissi ná- kvæmlega hvernig skyldi koma því í fram- kvæmd. Þessari endurútgáfu fylgir fjórtán laga auka- diskur en hljóðritun This is the Sea gaf af sér fjörutíu lög. Hér er að finna mörg lög sem fóru ekki inn á plötuna á sínum tíma en Scott var á slíku flugi að gæðastaðallinn í hverju og einu lagi er einkar hár. Aukadiskurinn er því meira en forvitnilegur, hann inniheldur tónlist sem glæpsamlegt hefði verið að halda lokaðri í ryk- föllnum segulbandakössum. Þá fylgir útgáfunni skrif eftir meistarann sjálfan þar sem hann lýsir tilurð plötunnar og einstakra laga. Stóra Músíkin Poppklassík eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is E in af sterkustu rokksveitunum, sem komið hefur frá New York síðustu ár er Interpol. Sveitin sendi frá sér Antics, sína aðra plötu í mánuðinum en hún vakti mikla athygli fyrir frumraun sína, Turn on the Bright Lights, sem kom út árið 2002. Hljómsveitina skipa Paul Banks, sem syng- ur og spilar á gítar, Daniel Kessler á gítar, Carlos D. á bassa og Sam Fogarino á trommur. Hljómsveitin hefur starfað frá 1998 en Sam bættist í hópinn árið 2000 skömmu eftir að hljómsveitin spilaði á sínum fyrstu tónleikum en hann tók við trommusettinu af Greg Drudy. Sam Fogarino er góður fulltrúi hljómsveit- arinnar. Hann ræðir stefnu og stíl hljómsveit- arinnar af áhuga og greinilegt er að Interpol leit- ar dýpra en margar aðrar sveitir. Upptökur í Connecticut Byrjum á upptökuferlinu en þar breytti sveitin ekki mikið til en hún er einbeitt í starfsháttum. „Það eina sem var öðruvísi er að við höfðum öðl- ast mikla reynslu af því að vera á tónleikaferðalgi í samtals 16 mánuði fyrir fyrstu plötuna okkar. Við héldum alltaf áfram að semja á sama hátt og áður. Það var öryggisnet til að fara ekki of langt af leið. Öll lögin voru samin áður en við fórum að taka upp. Ferlið var því mikið til það sama og á fyrstu plötunni. Við fórum meira að segja í sama hjóðverið,“ segir hann en umrætt hljóðver er í Bridgeport í Connecticut-fylki. Bæði fannst hljómsveitinni gott að komast út úr stórborginni við upptökur og vildi vinna í sama hljóðveri, líkt og áður undir stjórn Peter Catis. „Ég hef þekkt Peter í nokkur ár og vissi að hann væri rétti maðurinn í að taka upp tónlistina okkar og ná einhverju ákveðnu útúr henni. Líka hélt ég að það væri gott fyrir okkur að komast útúr venjulegu umhverfi okkar. New York á maður ekki fyrir sjálfan sig, sama hvar þú ert í borginni er alltaf fullt af fólki útum allt og mikið af trufl- unum. Ég hélt það yrði gott fyrir hljómsveitina að komast burt og búa í þessu húsi þar sem hljóð- verið er,“ segir Sam en um var að ræða vikt- oríanska villu. „Í þetta skipti unnum við í fimm daga og fórum aftur heim um helgar. Ég held að í þetta sinn vor- um við ekki eins næmir fyrir utanaðkomandi truflunum. Kannski eigum við eftir að gera plötu einhvern tímann í New York.“ Williamsburg-hverfið í Brooklyn í New York hefur verið umtalað síðustu ár sem miðstöð ungs og skapandi fólks. „Ég var sá eini sem bjó í Will- iamsburg en við æfðum þar og báðar plöturnar voru samdar í Williamsburg,“ segir Sam en hljómsveit sem hann heldur mikið upp á, TV on the Radio, sem Íslendingar kynntust á Iceland Airwaves, á líka rætur að rekja til Williamsburg. Rak um tíma fatabúð Sam hefur ekki alltaf einbeitt sér að tónlistinni og rak um tíma fatabúð með notuðum fötum í þessu sama hverfi. Búðin heitir Beacon’s Closet og var þá á Bedford Avenue, aðalgötu hverfisins. Versl- unin er núna á öðrum stað í hverfinu og er með þeim þekktari í sínum geira í borginni. „Ég hætti áður en hún varð svona fræg. Ég hef áhuga á fötum en mér líkar ekki við tískuiðn- aðinn. Það að vera í kringum þessa búð mótaði smekk minn og stíl líka. Það hjálpaði að hafa svona mikið af fötum fyrir framan sig,“ segir Sam en hljómsveitin er einmitt þekkt fyrir stællega framkomu á sviði og í öðru sem hún gerir. Með- limir eru jafnan uppáklæddir í jakkaföt og eru rauður, hvítur og svartur litur í uppáhaldi og ber plötuumslagið vitni um það. „Allir í hljómsveitinni hafa mikinn áhuga á út- liti og stíl. Það er engin ákveðin regla í gildi en við veitum framsetningu mikla athygli. Ekki bara hvað föt varðar heldur líka lýsingu á sviði, alla listræna vinnu í kringum plötualbúm og mynd- bönd. Við erum allir uppteknir af því hvernig hlutirnir líta út,“ útskýrir Sam og hefur það verið þannig allt frá upphafi. „Það er áhugavert að á fyrstu tónleikum mín- um með hljómsveitinni sagði enginn við mig að ég þyrfti að vera með bindi eða eitthvað í þá áttina. Ég mætti bara í mínum fötum og einhvern veginn passaði sá stíll við hina,“ segir hann en þessi heildarstíll sem er yfir hljómsveitinni virðist leggja áherslu á hljómsveitina sem heild en ekki einstaklingana og vera henni til framdráttar. Sérstök Interpol-gallerí opnuð Þessi listræna heildarstefna hljómsveitarinnar kemur berlega í ljós í því að hún kynnir nýju plöt- una á nýstárlegan hátt. Interpol starfrækir gall- erí tímabundið í London, París og New York vegna útgáfunnar. Rýmið er tileinkað listrænni sýn sveitarinnar og vinnur hún með ýmsum lista- mönnum að þessu. „Við vorum að velta fyrir okk- ur hvað við gætum gert til að kynna plötuna, sem hafði ekki enn verið gert. Þetta er ekki Interpol- gallerí heldur staður sem er undir áhrifum af því sem við gerum,“ segir hann en hljómsveitin vann að þessu m.a. með listamanninum Shepard Fair- ey, sem Sam kallar „auglýsingahryðjuverka- mann“. „Þetta verður opið í um mánuð og það verður spennandi að sjá viðbrögðin.“ Lekinn á Netið Antics lak á Netið áður en platan kom út og hefur það haft sín áhrif. „Við héldum tvenna tónleika í London um daginn og viðbrögðin frá áhorfendum voru frábær og það var greinilegt að þeir höfðu hlustað á plötuna út í gegn og þekktu nýju lögin,“ segir Sam en tónleikarnir voru haldnir áður en platan kom út. „Við kynntum ný lög og fólk fagnaði þeim með lófaklappi. Núna er platan að koma út þannig að það kemur í ljós hvort þetta hafi áhrif á sölu. Ég held samt ekki,“ segir hann og hafa áreiðanlega margir áðdáendur áhuga á gripnum sjálfum þótt þeir hafi heyrt lögin. Mikið er lagt upp úr hönn- uninni og svo er líka mikið af aukaefni á disk- inum. Sam segir að Interpol sýni á sér fleiri hliðar á Antics en fyrstu plötu sinni. „Lögin „Slow Hands“ og „Not Even Jail“ sýna mjög ólíkar tilfinningar. Fyrsta platan var myrkari en við erum núna öruggari í því að kanna eitthvað sem er ekki eins myrkt,“ segir hann og er hægt að taka undir það. Nýja platan hljómar ekki eins og fyrsta platan en er samt sem áður augljóslega Interpol. Mikill aðdáandi Molanna Næstu mánuði verður sveitin upptekin við tón- leikahald í Bandaríkjunum og Evrópu. Sam sam- sinnir því að það sé kominn tími á að Interpol sæki Ísland heim. „Ég held að það gæti gerst á næsta ári. Þá ætlum við að einbeita okkur að stöðum sem við höfum ekki komið til áður,“ segir hann. Hann segist þekkja Sigur Rós og Björk að- spurður um íslenska tónlist en bætir við að hann hafi verið aðdáandi Sykurmolanna. „Ég hlustaði mikið á fyrstu plötu þeirra. Mér fannst hún frá- bær, alveg einstök. Ég sá Sykurmolana spila „Birthday“ í Saturday Night Live og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum.“ Út úr myrkrinu Hljómsveitin Interpol var að senda frá sér sína aðra plötu, Antics. Trommarinn Sam Fogarino ræðir um gerð plötunnar og sýn sveitarinnar á lífið. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Trommarinn Sam Fogarino segir m.a. í viðtalinu að Interpol leggi mikið upp úr allri framsetningu. „Ekki bara hvað föt varðar heldur líka lýsingu á sviði, alla listræna vinnu í kringum plötualbúm og myndbönd.“ Las Vegas-rokkararnir í TheKillers njóta áreiðanlega ný- fengins frama en söngvarinn Brandon Flowers játaði þó í viðtali við AP Radio að það væri svolítið þreytandi að vera á tónleikaferð- lagi. „Maður áttar sig ekki á heim- inum sem fylgir,“ sagði hann. „Ég verð að stilla mig inná að þetta sé gaman því oft er þetta alls ekk- ert skemmtilegt.“ Flowers sagði að hljómsveitin væri bara að reyna að njóta vel- gengninnar en fyrsta plata sveit- arinnar, Hot Fuss, er að skríða upp vinsældarlistana. Hann telur líka að fólk taki The Killers ekki nógu alvarlega en ættu kannski að gera það. Eða að fólk ætti ekki að taka aðrar hljómsveitir svona al- varlega … Sveitin spilar nýrómantískt popp, sem hefur slegið í gegn hjá aðdáendum, en fyrsta smáskífa hennar heitir Somebody Told Me. The Killers koma fram í þætti hinnar vinsælu þáttaraðar The O.C. sem sýndur verður í Banda- ríkjunum 2. desember.    Söngvaskáldið Sufjan Stevenshefur vakið mikla athygli fyrir plötur sínar Greetings from Mich- igan og Seven Swans en sú síð- ari kom út á mars á þessu ári. Sufjan hyggst nú leggja í tónleika- ferðalag um Bandaríkin og ættu íslenskir aðdáendur hans á leið vestur að líta á vefinn www.sufjan.com og kanna hvort þeir geti séð kappann á sviði. Ferðalagið hefst í New York á CMJ-tónlistarhátíðinni hinn 15. október. Sufjan kemur svo m.a. við í heimaríki sínu Michigan en ferðalaginu lýkur í Washington- borg í nóvemberlok.    Minning Johnny Ramone lifiren styrktartónleikar sem hann skipulagði og haldnir voru í gærkvöldi voru tileinkaðir honum. Ramone vann að skipulagningu tónleikanna þeg- ar hann lést 15. september en allur ágóði renn- ur til Krabba- meinsrann- sóknamiðstöðvar Cedar Sinai. Ramone hafði áður en hann lést fengið The Strokes og Blondie til liðs við sig. Tónleikarn- ir gengu undir nafninu The Be Well: Ramones Beat On Cancer og bættist fjöldi hljómsveita á listann en þeirra á meðal eru Sonic Youth, fyrrum leiðtogi New York Dolls David Johansen, Sean Lennon, Al- an Vega úr Suicide og Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Tónleikarnir fóru fram á næt- urklúbbnum Spirit á Manhattan og hélt eini eftirlifandi meðlimur Ramones, Tommy Ramone, ræðu en bróðir Joey Ramone, Mickey Leigh, var kynnir. Johnny gerði sér ljóst að hann myndi e.t.v. ekki lifa að sjá tón- leikana en var staðráðinn í að þeir yrðu haldnir. Ýmsir munir tengdir Ramones voru til sýnis á staðnum, m.a. hvít- ur Mosrite-gítar úr eigu Johnnys og rauðlituð gleraugu frá Joey. Erlend tónlist Johnny Ramone Sufjan Stevens The Killers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.