Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTRALSKIR stjórnmálaskýr- endur eru almennt sammála um að komandi alríkiskosningar verði með þeim allra tvísýnustu í stjórn- málasögu landsins. Samkvæmt skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir dagblaðið The Australian, hefur ástralski Verkamannaflokkurinn átta pró- sentustiga forskot þegar kemur að vali á milli Verkamannaflokksins og samsteypustjórnar Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins. Þetta eru umskipti frá því fyrr í sumar þegar góður tekjuafgangur ástralska ríkissjóðsins var talinn vegvísir á öruggan sigur stjórnar John Howards í fjórðu alríkis- kosningunum í röð. Um það leyti var andstaða Mark Latham, formanns Verka- mannaflokksins og stjórnarand- stöðunnar, við áætlaðan fríversl- unarsamning Ástralíu og Banda- ríkjanna talin vatn á myllu Howards, en eftir að breytingar- tillögur Lathams á samningnum voru samþykktar telja stjórn- málaskýrendur að hann hafi sýnt fram á getu til að vinna sigur í mikilvægum málum. Vegna briskirtilsbólgu mun Lat- ham ekki koma fram opinberlega þangað til í byrjun næsta mán- aðar, en hann var skráður inn á sjúkrahús á þriðjudagskvöld eftir að hafa fundið fyrir verkjum í kviðarholi. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa á kosninga- baráttuna, en það er þó ljóst að beiðni hans um að vera lagður inn á almenna deild í stað einka- herbergis hefur styrkt þá ímynd hans að hann sé „maður fólksins.“ Utanaðkomandi gagnrýni á Howard hefur einnig komið Latham til góða, en í byrjun mán- aðarins gagnrýndi stór hópur fyrrum háttsettra starfsmanna varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins stjórn Howards fyrir að hafa tekið þátt í innrásinni í Írak án fullgildra sannanna fyrir því að stjórn Sadams Hússeins réði yfir gereyð- ingarvopnum. Vændur um lygar Í ofanálag sætir Howard ásök- unum frá Mike Scrafton, fyrrum yfirráðgjafa tveggja varnarmála- ráðherra í stjórnartíð Howards, um að Howard hafi vísvitandi sagt kjósendum ósatt í einu mikilvæg- asta kosningamáli síðustu alríkis- kosninga. Máli sínu til stuðnings hefur Scrafton boðist til að gangast und- ir lygapróf til að staðfesta að hann hafi sagt Howard í einkasamtölum skömmu fyrir síðustu kosningar að myndband, sem sanna átti að ólöglegir innflytjendur hefðu kast- að börnum sínum í sjóinn undan ströndum Ástralíu til að þvinga fram björgun áströlsku strand- gæslunnar, væri falsað. Til að gera illt verra fyrir How- ard hefur fyrrum yfirmaður al- mannatengsla innan varnarmála- ráðuneytis Ástralíu í stjórnartíð Howards, Jenny McKenry, komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir stuðningi við ásakanir Scraftons. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Howard sem hefur lagt mikla áherslu á ákveðna stefnu í mál- efnum ólöglegra innflytjenda allt frá því hann sigraði Paul Keating í alríkiskosningunum 1996. Howard, sem hefur neitað að gangast undir lygapróf vegna málsins, hefur hafnað þessum full- yrðingum og bendir á að Scrafton hafi beðið í á fjórða ár með að koma fram í dagsljósið með þessar ásakanir, nú þegar áætlað er að kosningar fari fram í fyrri hluta október. Afskipti Bandaríkjaforseta Þá hefur stefna John Kerry, forsetaframbjóðanda bandaríska demókrataflokksins, um að draga úr fjölda bandarískra hermanna í Írak, komið Latham til góða, en hann vill að ástralskt herlið verði kallað heim frá Írak fyrir árslok. Stefna Kerry kemur sér einkar vel fyrir Latham því George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hef- ur gagnrýnt stefnu Latham harð- lega, og ásakað Verkamannaflokk- inn um að hafa skaðað baráttuna gegn hryðjuverkum. Áður hafði Latham ekki farið leynt með andúð sína á Bush og í febrúar lýsti hann því yfir að Bush væri óhæfasti og hættulegasti for- seti Bandaríkjanna í manna minn- um Afskipti Bush af áströlskum stjórnmálum eiga sér enga hlið- stæðu í sögunni og hefur Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkj- anna, varað Bush við neikvæðum afleiðingum þess að blanda sér í utanríkisstefnu stjórnarandstöðu- flokks erlends ríkis. Þegar fylgi stjórnarflokkanna mældist sem mest í skoðanna- könnunum fyrr á árinu var al- mennt talið að Howard myndi boða til kosninga í byrjun ágúst og þykir ákvörðun hans um að seinka þeim fram á haust vísbending um sterka stöðu stjórnarandstöð- unnar um þessar mundir. Sigri Howard hins vegar í kom- andi kosningum mun hann verða næst sigursælasti forsætisráð- herra í sögu landsins. Howard í vanda vegna nýrra ásakana John Howard for- sætisráðherra var talinn eiga sigur vísan í þingkosningum í Ástralíu í haust en nú eru blikur á lofti. Baldur Arnarson skrifar frá Ástralíu. Reuters John Howard, forsætisráðherra Ástralíu. Mark Latham, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti viðurkenndi í gær að stjórn hans hefði „misreiknað“ sig í tengslum við innrásina í Írak. Sagði Bush að upp- reisnin í Írak undanfarna mánuði hefði reynst jafn langvinn og raun ber vitni vegna þess hversu auðveldlega gekk að vinna sigur í hinu eiginlega stríði við Íraksher í fyrravor. Bush sagði í viðtali sem birtist í New York Times að hann hefði „mis- reiknað sig hvað varðaði þær aðstæð- ur sem kæmu upp“ í Írak að afloknu stríðinu þar. Menn hefðu misreiknað sig sökum þess hversu hratt gekk að gersigra her Saddams Husseins. Liðsmenn sveita Saddams hefðu farið í felur eftir að hinu eiginlega stríði lauk og þeim hefði tekist að efna til uppreisnar gegn Bandaríkjaher mun fyrr en bandarísk stjórnvöld höfðu séð fyrir. Því hefði Bandaríkjaher í Írak ekki verið viðbúinn. Sagði New York Times að þetta væri í fyrsta sinn sem forsetinn viðurkenndi mis- tök að því er varð- aði aðgerðaáætl- anir Bandaríkja- manna í tengslum við innrásina í Írak. Bush vildi hins vegar ekki ræða frekar hvað hefði farið úrskeiðis og sagði að það biði sagnfræðinga framtíðarinnar að leggja mat á það. Bush tók hins vegar fram að stefna stjórnar sinnar í Írak væri „nægilega sveigjanleg“ til að hægt hefði verið að bregðast við uppreisninni. Nefndi hann sem dæmi það samkomulag sem nú hefði verið gert í hinni helgu borg Najaf við liðsmenn vopnaðra sveita sjíta-klerksins Moqtada al-Sadrs. George W. Bush Bush „misreiknaði“ sig í Írak Viðurkennir mis- tök í fyrsta sinn Washington. AFP. RÚSSNESKIR embættismenn greindu frá því í gær, að hryðjuverk hefði grandað annarri af tveim far- þegaþotum sem fórust næstum sam- tímis þar í landi á þriðjudagskvöldið. Leifar af sprengiefni hefðu fundist í öðru flakinu. Á vefsíðu sem tengist íslömskum vígamönnum er fullyrt, að um hafi verið að ræða hryðjuverk í tengslum við átök rússneskra stjórnvalda við aðskilnaðarsinna í Tétsníu. Þótt þessar upplýsingar vektu spurningar um öryggi í innanlands- flugi í Rússlandi var flugumferð í landinu ekki stöðvuð, líkt og gert var í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin þar 11. september 2001. Með rúss- nesku þotunum fórust 89 manns. Þær höfðu báðar lagt upp frá Domodedovo-flugvelli við Moskvu og hröpuðu með tæplega þriggja mínútna millibili. Á sunnudaginn fara fram forseta- kosningar í Tétsníu, en aðskilnaðar- sinnar í héraðinu hafa lýst sig and- víga því að þær verði haldnar. Rússneskir embættismenn segja, að þrátt fyrir upplýsingarnar um sprengjuleifarnar í öðru flakinu verði haldið áfram að rannsaka hvort aðrir þættir kunni að hafa valdið slysunum, þ. á m. mengun í elds- neyti. Rannsaka nöfn tveggja farþega Talsmaður rússnesku öryggislög- reglunnar, sem fer með rannsókn slysanna, sagði í gær, að sprengiefn- ið sem fannst í öðru flakinu virtist vera hexogen, sama efni og notað var í nokkrum sprengjutilræðum í fjöl- býlishúsum er urðu um 300 manns að bana í Rússlandi 1999, og téténsk- um aðskilnaðarsinnum var kennt um. Lík konu frá Tétsníu, sem var farþegi í flugvélinni, var rannsakað sérstaklega í gær vegna gruns um að hún hefði borið sprengjubelti og grandað þotunni. Vakti athygli að enginn hafði gefið sig fram í því skyni að sækja lík hennar. Þá sögðu rússneskir fjölmiðlar að embættismenn hefðu staðfest að flugmenn í annarri flugvélinn hefðu sent frá sér merki um vélinni hefði verið rænt skömmu áður en hún fórst. Á vefsíðu sem tengist íslömskum vígamönnum var í gær birt yfirlýs- ing undirrituð af „Islambouli-her- deildunum“ sem lýstu yfir ábyrgð á að hafa grandað þotunum tveim. Í yfirlýsingunni sagði að fimm „muj- ahedeen“ – helgir stríðsmenn – hefðu verið um borð í hvorri þotu. Rússnesk stjórnvöld kváðust vera að rannsaka tvo farþega með téténsk nöfn sem voru sinn í hvorri vélinni, en ættingjar allra annarra farþega í vélunum hefðu haft samband við yf- irvöld. Í yfirlýsingunni í gær var ekki minnst á hryðjuverkasamtökin al- Qaeda, en hópur sem kallaði sig „Isl- ambouli-herdeildirnar í al-Qaeda“ lýsti sig ábyrgan fyrir tilraun sem gerð var í síðasta mánuði til að ráða væntanlegan forsætisráðherra Pak- istans af dögum. Leifar af sprengiefni fundust í öðru flakinu Téténskir hryðjuverkamenn sagðir bera ábyrgð Moskvu. AP. AP Ástvinir eins fórnarlamba flugslysanna við útför þess í Moskvu í gær. ÞJÓÐARSORG var á Ítalíu í gær eftir að fregnir bárust um að mann- ræningjar í Írak hefðu tekið ítalska blaðamanninn Enzo Baldoni, sem þeir höfðu haldið í gíslingu, af lífi. Þá greindi arabíska sjónvarpsstöðin Al- Jazeera frá því í gærkvöldi að tveir tyrkneskir verkfræðingar, sem verið höfðu við störf í norðurhluta Íraks, hefðu verið skotnir til bana. Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði samtökin Ísl- amskur her Íraks, sem lýstu því yfir að þau hefðu tekið Baldoni af lífi, ekkert annað en hryðjuverkasamtök og að þau ættu enga samleið með áhrifaöflum í Írak, ekki einu sinni þeim róttækustu, s.s. sjíta-klerkinn Moqtada al-Sadr. Stjórnarandstaðan á Ítalíu sagði morðið á Baldoni hins vegar hljóta að verða til þess að ítölsk stjórn- völd endurskoð- uðu þá afstöðu sína, að halda úti ítölskum her í Írak. Þátttaka í bandalagshern- um sem Banda- ríkjamenn fara fyrir í Írak hefur verið umdeild á Ítalíu sem víðar. Baldoni var rænt 19. ágúst sl. skammt frá borginni Najaf og fannst lík írasks bílstjóra hans í kjölfarið. Kröfðust mannræningjarnir þess að Ítalir kölluðu 3.000 manna herlið sitt undireins heim frá Írak. Baldoni er annar ítalski blaðamaðurinn sem mannræningjar í Írak taka af lífi á þessu ári. Ítalskur blaðamaður tekinn af lífi í Írak Róm. AFP. Enzo Baldoni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.