Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 53 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÁLFABAKKI ýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. 49.000 gestir ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. ir f tt l t í fri i. Sló rækilega í gegn í USA KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2, 4, 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 10. MEÐ ÍS LENSKU TALI ÁLFABAKKI ýnd kl. 8 og 10.20. B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i 14 ára.  G.E. sland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com .K., Skonrokk SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I . FrumsýningFrumsýning Frumsýning Frumsýning Frábær rómantísk gamanmynd með Julia Stiles. Hvað ef draumaprinsinn væri raunverulegur prins? Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. HÁDEGISBÍÓ MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIRKL. 12 Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2. Ísl tal. Spennandi ævintýramynd í anda „Spy Kids“ myndanna. Spennandi ævintýramynd í anda „Spy Kids“ myndanna. HALLE BERRY ER ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8 og 10.10 LISTASAFN Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu tekur þátt í Magnaðri miðborg á morgun með sýningu á tveimur verkefnum, sem um átta- hundruð 16 ára unglingar úr Vinnuskóla Reykjavíkur unnu þar í sumar. Safnið er opið frá 10–17 í dag en ókeypis verður inn á milli 12 og 15 svo unglingarnir geti komið með fjölskyldum sínum að skoða afraksturinn. Aðeins verður hægt að skoða sýning- arnar þennan eina dag. Fyrra verkið sem um ræðir er Eftirlýstur og var unnið í tengslum við sýningu Þorvalds Þorsteinssonar, sem var í Hafn- arhúsinu í sumar. Viðfangsefni unglinganna var að útbúa stutta lýsingu á sjálfum sér, með hjálp vina sinna, þar sem leitast var við að draga fram allt hið jákvæða í eigin fari. Textinn var síðan sett- ur á blað með mynd af viðkom- andi og hengdur upp á veggi í fjölnotasal Hafnarhússins. Síðara verkið er myndbands- verk og ber yfirskriftina 15 sek- úndur. Þar fá gestir að skyggnast í fimmtán sekúndur inn í persónu- leika unglinganna en hver um sig hafði þann tímaramma til að vera einn með myndavélinni og láta ljós sitt skína. Afraksturinn er einstök heimild um viðhorf og skoðanir unglinga í dag þar sem skiptast á einlægar yfirlýsingar og sprenghlægileg atvik. Verkin voru unnin í tengslum við námskeið Vinnuskólans í Listasafni Reykjavíkur en leið- beinendur voru Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarmaður og Gunnar Hansson leikari. Sér- stakur aðstoðarmaður var Ás- gerður Snævarr, 16 ára nýnemi við málabraut Menntaskólans í Reykjavík. „Ég var að hjálpa og gefa ráðleggingar,“ segir Ásgerð- ur og bætir við að það hafi hjálp- að að hún hafi verið jafngömul og krakkarnir. Bráðfyndið og listrænt „Ég þekkti mjög oft einhvern í hópunum. Krakkarnir spurðu mig líka oft að einhverju, sem þau þorðu ekki að spyrja fullorðna fólkið,“ segir hún. „Það koma tveir hópar í einu og eru að allan daginn,“ segir hún um námskeiðin í Hafnarhúsinu. „Mér finnst svo flott hvað krakkarnir voru virkir í verkefn- inu. Margt af þessu er bráðfyndið og mjög listrænt og skemmtilegt,“ segir hún um myndböndin. Ásgerður segir aðspurð að það hafi gengið vel að draga fram hið jákvæða í fari krakkanna. „Það gekk rosalega vel. Krakkarnir sýndu þessu mikinn áhuga og þetta er mjög flott. Það voru flestir alls ekkert feimnir. Einn eða tveir voru feimnir við að láta taka af sér mynd og sýndu bara á sér hárið,“ segir hún og upplýsir að Þorvaldur hafi gert þetta verk í tveimur öðrum löndum, Dan- mörku og Rúmeníu. „Það er alltaf frítt fyrir yngri en 18 ára í safnið, ég hvet krakka endilega til að koma, það er rosa- lega gaman að skoða safnið,“ seg- ir hún. Fleiri viðburðir Tilgangur verkefnisins Magn- aðrar miðborgar er að skapa skemmtilega stemningu í bænum. Fleiri atriði verða á dagskrá í dag. Nokkrar dansmeyjar úr sýn- ingarhópi Magadanshússins dansa magadans fyrir gesti Iðu í Lækj- argötu og Listhús Reykjavíkur sýnir myndverk eftir ýmsa lands- þekkta myndlistarmenn, þ.á m. Kristján Davíðsson, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lár- usdóttur. Kvennakórar úr söng- húsinu Domus Vox syngja á Laugavegi fyrir gesti og gang- andi undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Snúður trúður blæs eldi og gefur börnum blöðr- ur í portinu við ONI og Illgresi á Laugavegi 17. Þá hefja söngvarar úr Sumaróperu Reykjavíkur upp raust sína á svölum Kaffi Sólons og síðla kvölds hefst Tangódans- leikur í Iðnó í tilefni af Tangóhá- tíð í Reykjavík. Listir | Listrænir unglingar í Hafnarhúsinu Magnað mannlíf ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart „Það er rosalega gaman að skoða safnið,“ segir Ásgerður Snævarr, 16 ára nemi sem vann í Listasafni Reykjavíkur í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.