Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég var kominn á skólaskyldualdur fór ég í barnaskólann í Litla-Hvammi og var þar öll mín skólaár til fermingar. Skóla- stjórinn, Stefán Hannesson, hafði það fyrir nokkuð fasta reglu að fara með okkur skólakrakkana í gönguferð ein- hvern bjartan og fallegan skóladag að vetrinum er líða tók útá og dag var farið að lengja. Það mun hafa verið veturinn 1941 að við fórum í einn slíkan göngutúr og var ferðinni heitið að Hvoli og eitt- hvað lengra þar vestur fyrir, allt að útfalli árinnar Klifanda. Fyrsti við- komustaður okkar var á Norður- Hvoli, hjá húsbændunum Kristjáni Bjarnasyni og Kristínu Friðriksdótt- ur. Var komið þar inn og þegnar veit- ingar. Það sem vakti verulega athygli mína þar á hlaðinu var hjallur í húsa- röð norður af íbúðarhúsinu. Stafnþil hans var að mestu stór járngrind er myndaði ferhyrnda tígla en aðalum- gjörð bogadregin að ofan. Féll þetta járnvirki inn í steypukanta á alla vegu en þó langmjóst niðri við jörð. Var frágangur á gafli hjallsins alveg sá sami og ég kannaði seinna. Sneri hús- ið norður og suður með inngöngudyr móti austri. Gafst mér lítill tími til að skoða þetta þar sem ég var háður samfylgd skólafélaga minna er virt- ust ekki hafa neinn sérstakan áhuga á þessum mjög svo sérstæða járn- grindarstafni. Segir nú frekar lítið af þessari gönguferð nema við komumst alveg að útfalli Klifanda og í bakaleið var komið að Suður-Hvoli, þar gengið til bæjar, þegnar góðgjörðir hjá þeim Eyjólfi Guðmundssyni hreppstjóra og Arnþrúði Guðjónsdóttur hans konu. Það sem eftirminnilegast var hjá mér úr þessu ferðalagi var stafninn á hjallinum á Norður-Hvoli. Færði ég þetta í tal við föður minn, Sigurð B. Gunnarsson, er ég kom heim. Sagði hann mér þá að í stöfnunum væru gluggar, einn í hvorum stafni, er hefðu átt að fara í Prestbakkakirkju á Síðu, er byggð var 1858–1859 og þar stæði enn þá en sökum þyngsla og fyrirferðar hefði ekki verið hægt að koma þeim á áfangastað. Eitthvað tveimur árum seinna en þessi umrædda gönguferð var farin fór ég að hausti til teymandi með fóðrakind frá Litla-Hvammi að Norð- ur-Hvoli. Sú för var fyrir heimilisvin er átti heima í Vík í Mýrdal. Eftir að hafa skilað kindinni og stoppað góðan kaffitíma bjóst ég til heimferðar en gekk fyrst að áðurnefndum hjalli og skoðaði hann nokkuð vel. Fannst mér alltaf meira og meira til þessara glugga koma, bæði var það að ég hafði aldrei séð svo stóra glugga og ekki heldur úr járni. Áleitin minning En árin liðu. Ekki var mikið gert af því að fara í heimsóknir á bæi þótt í sömu sveit væri nema um eitthvert erindi væri að ræða. Næst er ég kom að Norður-Hvoli, en það mun hafa verið nærri 1950, var búið að rífa eitt- hvað af eldri húsunum í húsaröðinni og þar á meðal hjallinn og byggja upp önnur stærri hús á sama stað. Ég velti þessu nú lítið fyrir mér en þóttist muna nokkuð vel alla gerð glugganna enda fannst mér þeir svo tilkomu- miklir að allri gerð, rétt eins og húsið sem þeir höfðu upphaflega átt að fara í og var stjarnfræðilega stórt í mínum huga. Fljótlega upp úr þessu fór ég að vinna hjá Landssímanum og fór þá nokkuð vítt um á næstu árum þar sem vinnan krafðist mikilla ferðalaga. Kom ég þá meðal annarra bæja oft að Norður-Hvoli. Ég minnist þess að það mun hafa verið í kringum 1970 að ég spurði hjónin þar, þau Kristján og Kristínu, hvað hefði orðið um glugga- grindurnar er hjallurinn var rifinn. Spurði ég þau bæði um þetta í sama skiptið en þó sitt í hvoru lagi og án þess að þau hefðu getað borið sig saman. Merkilegt þótti mér að hvor- ugt þeirra mundi hvaða maður fékk gluggana en bæði sögðu að maðurinn hefði átt heima austan við Mýrdals- sand. Vegna starfa minna um áratuga- skeið í Vestur-Skaftafellssýslu, bæði fyrir og eftir þetta, finnst mér óhugs- andi annað en gluggana hefði borið fyrir augu mér ef þeir hefðu verið á þessu svæði sökum stærðar þeirra og ég tel mig örugglega hefðu þekkt þá vegna sinnar sérstöðu þó þeir hefðu orðið fyrir einhverri skerðingu og ekki haldið alveg sinni fyrri stærð. Hitt finnst mér öllu sennilegra að gluggana hafi fengið maður sem hef- ur áður átt heima fyrir austan Mýr- dalssand og þá sennilega í Prest- bakkasókn og hafi fremur falast eftir þeim vegna fyrri tengsla við sína gömlu sókn. En auðvitað eru þetta allt ágiskanir sem ekki er hægt að byggja neitt verulega á. Smávegis um Prestbakkakirkju Í grein sem Björn Magnússon, fyrrverandi prófastur og háskóla- kennari, ritar í Dynskóga 1982 og nefnist „Smávegis um Prestbakka- kirkju og aðdraganda að smíði henn- ar“ víkur hann að áðurnefndum gluggum og segir þar á bls. 86: „Það er vitað um afdrif átta glugganna að þeir fóru aldrei í land úr Vestmanna- eyjum, heldur voru settir í Landa- kirkju þar í Eyjum og eru þar enn í dag, svo sem sjá má.“ Síðar á sömu blaðsíðu segir: „Sögn er um það að tveir gluggarnir hafi komist í land í Mýrdal, og styrkir bréf Jóns umboðs- manns sem áður er getið þá sögu. Annar þeirra á að hafa verið settur í gafl á hjalli á Hvoli í Mýrdal, en um sannindi þeirrar sögu veit ég ekki. Hvar hinn er niður kominn er alveg ókunnugt. Ellefti glugginn sem var miklu minni en hinir var ætlaður á framstafn kirkjunnar yfir dyrunum. Hann er sá eini er austur komst og var settur á sinn stað.“ Við lestur þessar greinar minntist ég þess sem faðir minn hafði sagt mér um stafngluggana í hjallinum á Norð- ur-Hvoli og sérstaklega fannst mér brýnt að leiðrétta þann misskilning að kirkjugluggarnir hefðu aldrei farið til lands úr Vestmannaeyjum og þá ekki síður að þeir hefðu verið settir í Landakirkju í Vestmannaeyjum og væru þar enn þá 1982. Á árunum kringum 1950 var ég nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum og gat engan veginn komið því fyrir mig að gluggarnir í Landakirkju væru neitt í líkingu við hjallþilin á Norður-Hvoli án þess að ég veitti því nokkra sérstaka eftirtekt þá. Auðvit- að gat sem best verið búið að breyta gluggagerð í Landakirkju án þess að greinarhöfundur vissi neitt um það. Ég hafði því samband við Jóhann Friðfinnsson, þáverandi formann sóknarnefndar Landakirkju. Sagði hann mjög stutt síðan skipt hefði ver- ið um gluggana í kirkjunni en þeir væru alveg eins og þeir sem teknir voru úr, nema áður hefðu verið járn- gluggar en þeir sem settir voru nýir væru úr timbri en nákvæmlega eins að allri stærð og gerð og þeir sem teknir voru í burtu og það hann best vissi væri einn af járngluggunum varðveittur á Byggðasafni Vest- mannaeyja. Að fengnum þessum upplýsingum hafði ég samband við Sigmund Andr- ésson safnvörð er sendi mér góðfús- lega mynd og mál af gluggunum 7. febrúar 1991. Mál glugganna voru 122 sm á hæðina og 76 sm á breidd og það var ekkert í líkingu við glugga- grindurnar er voru í stöfnum á hjall- inum á Norður-Hvoli. Bjarni Kristjánsson, fæddur 1929 á Norður-Hvoli, telur að hjallurinn hafi verið rifinn niður 1947. Hann man vel stafnana á hjallinum, sagðist mikið hafa leikið sér við að klifra í þeim, hafði ekkert annað að klifra í á slétt- lendinu. Telur hann að gluggarnir hafi verið a.m.k. 3 metrar á hæð svo af því mátti ráða að þeir veggir er átt hefur að setja þá í hlutu að vera nokk- uð háir. Í samantekt um Landakirkju, sem spannar sögu kirkjunnar frá því árið 1000 til 1978 eftir Helga Bernódusson og Ágúst Karlsson, segir að árið 1903 hafi farið fram allmikil viðgerð á kirkjunni þar sem gluggar voru m.a. stækkaðir niður. Það mun vera sú gluggagerð sem enn er í kirkjunni og Sigmundur Andrésson sendi mér málin af, sbr. einnig myndina hér með. Við samanburð hjallglugganna á Norður-Hvoli og glugganna í Landa- kirkju 1982 er augljóst að ekki er ver- ið að ræða um sömu hlutina. Efni og áhöld Í áður áminnstri grein B.M. í Dyn- skógum 1982 má lesa eftirfarandi á bls. 81: „Um aðdraganda að flutningi kirkjunnar og smíði hennar í Prest- bakkavelli má finna nokkrar heimild- ir aðallegast í skjölum og bókum á Þjóðskjalasafni þar sem m.a. eru geymd í sérstökum böggli ýmis gögn er snerta kirkjubygginguna.“ Með tilliti til þess sem að framan greinir lék mér hugur á að kanna þær heimildir sem hér er vísað til ef þann- ig mætti komast nær hinu rétta um flutning á efni því sem fór í Prest- bakkakirkju og gluggunum er áttu að fara þangað eftir því sem skjöl og bréf greina. Fyrir og um miðja næstsíðustu öld má sjá að allmiklar um- ræður hafa farið fram um flutning á kirkj- unni á Kirkjubæjar- klaustri og byggingu á nýju guðshúsi á nýj- um stað. Það fyrsta því til staðfestu er auglýsing undirrituð í Íslands stiptamthús- inu þann 4. júlí 1855 af J. D. Trampe sem sett er fram í 6 lið- um. Þar er tekið fram að kirkjuna á að byggja á jörðinni Prestbakka. Til- greind er flatarmálsstærð kirkju- hússins er á að vera 24 álna langt og 12 álnir á breidd. Þar segir einnig að teikningar muni verða tilbúnar ein- hvern af fyrstu 8 dögum næsta mán- aðar. Má ætla að öll gerð hinnar fyr- irhuguðu kirkju sé unnin í Danmörku eða af dönskum manni þar sem nátt- úrlega skorti verulega þekkingu til staðhátta á Íslandi er síðan kom í ljós við efnisflutninga. Hér verður stiklað frekar á stóru í frásögn. Það næsta er skal nefna er að póstskipið Sölöven kemur til Vest- mannaeyja 21. júlí 1856 með efni í Prestbakkakirkju og er því síðan öllu skipað þar í land. Fjórum dögum seinna skrifar A. Kohl sýslumaður Vestmannaeyja Árna Gíslasyni sýslu- manni Skaftfellinga og fer fram á að landsmenn sendi báta til Eyja til að hjálpa með flutning á kirkjuefni til lands þar sem ekki muni vera von um að hægt verði að fá stærri skip til þessara flutninga fyrr en að ári liðnu. Það kemur þarna strax í ljós að Vest- mannaeyingar vilja sem fyrst losna við kirkjuefnið frá sér því eflaust hef- ur það verið við eða á þeirra aðalat- hafnasvæði að mestu. Eyjamenn fylgja þessu nokkuð eftir og um haustið í lok septembermánaðar er farið með nokkuð af byggingarefni upp í Sandavarir undir Vestur-Eyja- fjöllum og var það síðan flutt frá sjó að Syðri-Rotum, til Símonar Guð- mundssonar bónda þar til varðveislu. Mun þetta byggingarefni hafa verið 20 tylftir borða, tjörukaggi og saum- kassi. Þegar liðið er hátt í ár frá þessum sjóflutningum og ákveðið hefur verið að flytja ekkert frekar af efni undir Eyjafjöllin á þennan stað, ritar Sig- hvatur Árnason, hreppstjóri í Ey- vindarholti, bréf 17. júní 1857 fyrir hönd bóndans í Syðri-Rotum til Árna Gíslasonar sýslumanns með hjálögð- um reikningi að upphæð 13 ríkisdalir, 88 skildingar, þar sem farið er fram á greiðslu fyrir vinnu og geymslu vegna kirkjuefnisins. Frá Syðri-Rot- um áttu sóknarbændur austan af Síðu og úr Landbroti að flytja allt á klökkum að hinu fyrirhugaða kirkju- stæði í Bakkavelli í landi Prestbakka. Engin furða þótt bændur tækju Gluggar í Prestbakkakirkju Tíu glæsilegir járngluggar áttu á sínum tíma að prýða kirkjuna á Prestbakkahvoli. Aðeins einn þeirra rataði þó á leiðarenda og nokkur leyndar- dómur hefur hvílt yfir örlögum hinna. Sigþór Sigurðsson rekur söguna. Prestbakkakirkja á Síðu. Hjallur á Norður-Hvoli. Teikning/Sveinn Pálsson Stafngluggi í Prestbakkakirkju, séð utanfrá. Stafngluggi í Prestbakkakirkju, séð innanfrá. Teikning/Sveinn Pálsson Hliðargluggi er átti að fara í Prest- bakkakirkju. Hæð u.þ.b. 3,25 m, breidd u.þ.b. 1,68 m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.