Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 10. september 1994: „Vinstri flóran í íslenzkum stjórn- málum bætir sífellt við sig blómum. Það er nánast orðið félagakraðak á þeim vettvangi í höfuðborginni. Í dag verður stofnað enn eitt félagið innan Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, sem nefnist Framsýn, enda ekki vinsælt á þeim bæ að horfa um öxl til upphafs og arfleifðar. Fyrir eru þrjú önn- ur flokksfélög í borginni. Fyrst skal nefna Alþýðu- bandalagsfélag Reykjavíkur (ABR) og Birtingu, sem eldað hafa grátt silfur sín á milli lengi vel. Skilja má á hvata- mönnum hins nýja félags að tilgangur þess sé tvíþættur: að samfylkja jafnaðar- og fé- lagshyggjufólki, sem er gam- alkunnugt markmið, og vera vettvangur fyrir flokksfólk, sem er þreytt orðið á átökum hinna tveggja. Þriðja félagið á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík er svo Verðandi, sem sagt er spanna ungliða flokksins og óflokksbundið fé- lagshyggjufólk. Alþýðuflokkurinn hefur heldur ekki farið varhluta af sérstöðuhópum í sögu sinni. Fyrst klofnaði flokkurinn árið 1930 þegar hópur manna sagði skilið við hann og stofn- aði Kommúnistaflokk Íslands. Öðru sinni árið 1938 þegar nýr hópur gekk til samstarfs við Kommúnistaflokkinn um stofnun Sameiningarflokks al- þýðu, Sósíalistaflokksins. Þriðji meiri háttar klofning- urinn varð síðan árið 1956 þegar nokkrir forystumenn Alþýðuflokks gengu til sam- starfs við Sósíalistaflokkinn um kosningabandalag, sem í tímans rás þróaðist yfir í stjórnmálaflokk, Alþýðu- bandalagið. Fjórði stóri klofn- ingurinn var loks árið 1983 þegar Bandalag jafn- aðarmanna var stofnað.“ . . . . . . . . . . 9. september 1984: „Viðskipta- bankarnir hafa tilkynnt að tekið verði fyrir ný útlán, hert verði á hvers konar inn- heimtuaðgerðum vegna van- goldinna lána og framvegis verði ekki hægt að semja um lengingu lána í þeim mæli sem áður hefur tíðkast. Hér er um harkalega aðgerð að ræða. Lengi hefur blasað við að út- lán hafa verið langt umfram innlán í bönkunum. Rík- isbankar hafa getað brúað bil- ið að verulegu leyti með því að taka lán erlendis. Í ágústmán- uði einum versnaði lausa- fjárstaða bankanna um 614 milljónir og um síðustu mán- aðamót námu yfirdrátt- arskuldir viðskiptabankanna hjá Seðlabanka og erlendis rúmlega 3,4 milljörðum kr.“ . . . . . . . . . . 12. september 1974: „And- staða Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins við björg- unaraðgerðir ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum hafa valdið undrun alþjóðar. Mán- uðum saman hefur dregizt að hefja endurreisnarstarfið í efnahagsmálum þjóðarinnar, þar sem starfhæf ríkisstjórn með meirihlutafylgi á Alþingi hefur ekki setið við völd frá áramótum þar til nú. Öllum er ljóst, að á þessum tíma hafa vandamálin aukizt til mikilla muna. Leiðtogar stjórnarand- stöðuflokkanna viðurkenna í orði nauðsyn sérstakra efna- hagsaðgerða, en snúast þó gegn öllum tillögum og úrræð- um, er miða að því að halda fullri atvinnu og gera stjórn- völdum mögulegt að koma við hliðarráðstöfunum til þess að tryggja hag þeirra, sem lakast eru settir.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ roskuð umræðuhefð hefur löngum verið talin einn af kostum rótgróinna lýðræð- isríkja. Málfrelsi og óheft umræða býður upp á það að öll sjónarmið komi fram í hverju máli og gefi kost á því þegar taka þarf ákvörð- un að hún byggist á því að málið hafi verið veg- ið og metið frá öllum hliðum. Hér er í raun átt við það að lögmál hins frjálsa markaðar geti þegar best lætur einnig átt við um umræðu þannig að úr verði nokkurs konar markaðstorg hugmyndanna þar sem hin gildu rök verði hin- um veika málstað á endanum yfirsterkari. Til þess að þetta gangi eftir þurfa í þjóðfélaginu að vera öflugar stofnanir, sem staðið geta á eigin fótum þannig að einstaklingarnir geti óhikað talað og sett fram skoðanir sínar. Markaðstorg hugmyndanna Lýðræði er hins veg- ar engin trygging fyrir því að markaðs- torg hugmyndanna virki. Nú fer fram mikil umræða í Bandaríkj- unum um aðdraganda stríðsins í Írak og stuðn- inginn við það. Í aðdraganda þess að Saddam Hussein var steypt af stóli hélt ríkisstjórn George W. Bush forseta því fram að bregðast yrði við ógninni, sem umheiminum stafaði af Saddam Hussein vegna gereyðingavopna, sem hann hefði í fórum sínum en ekkert hefur fund- ist enn sem rennir stoðum undir þær fullyrð- ingar. Því var einnig haldið fram að tengsl væru milli Saddams Husseins, forseta Íraks, og hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda. Slíkar full- yrðingar heyrast jafnvel ennþá en ekkert hefur fundist því til stuðnings. Fréttaflutningurinn var yfirleitt með þeim hætti að yfirlýsingum stjórnarinnar var slegið upp en gagnrýni nánast falin ef hún birtist yfir höfuð. Bandarísk dagblöð hafa undanfarið gert upp fréttaflutning sinn af fullyrðingum stjórnarinn- ar um að gereyðingarvopn væri að finna í Írak og hafa hin virtu blöð Washington Post og New York Times beðið lesendur afsökunar á því að hafa ekki verið ágengari. Morgunblaðið fjallaði rækilega um aðdrag- anda stríðsins í fréttum og gerði umræðunni skil. Blaðið lýsti jafnframt yfir stuðningi við stríðið í leiðurum. Sá stuðningur var hins vegar ekki rökstuddur með tilvísun til þess að talið væri að gereyðingarvopn væri að finna í Írak, heldur tveimur grundvallarþáttum. Í fyrsta lagi var Saddam Hussein grimmur og sam- viskulaus harðstjóri, sem hélt Írökum í greip- um ógnar og verðskuldaði að vera steypt af stóli. Hann hefði getað haldið áfram grimmileg- um stjórnaraðferðum sínum þrátt fyrir refsiað- gerðir og aðrar þvinganir alþjóðasamfélagsins og því þurfti að grípa til annarra ráða. Alþjóða- samfélagið brást við morðum og nauðgunum á Balkanskaga með því að skakka leikinn. Af hverju átti að láta ástandið í Írak afskipta- laust? Í öðru lagi var stuðningurinn rökstuddur með því að í sex áratugi hefðu Bandaríkjamenn verið nánir bandamenn okkar og veitt öflugan stuðning þegar við þurftum á að halda, meðal annars með því að viðurkenna íslenska lýðveld- ið fyrstir þjóða. Nú þurftu Bandaríkjamenn á stuðningi Íslendinga að halda til þess að koma frá harðstjóra. Umræðan um aðdraganda Íraksstríðsins og málflutning stjórnar Bush fer fram á allt öðr- um forsendum og er athyglisvert að fylgjast með því hvernig henni vindur fram. Í tveimur nýlegum fræðigreinum er annars vegar fjallað um það hvernig almenningsálitið breyttist í að- draganda stríðsins og ályktanir dregnar af því og hins vegar hvernig markaðstorg hugmynd- anna hafi brugðist í umræðunni um forsendur Bandaríkjastjórnar fyrir því að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Í grein í tímaritinu Political Science Quart- erly veturinn 2003/04 var fjallað um áhrif fjöl- miðla á viðhorf almennings vegna Íraks. Grein- in er eftir Steven Kull, Clay Ramsay og Evan Lewis og nefnist Misperceptions, the Media, and the Iraq War, sem mætti útleggja rang- hugmyndir, fjölmiðlar og stríðið í Írak. Þar er rakið hvernig stjórn Bush hafi verið vandi á höndum að afla þeirri ákvörðun að fara í stríð stuðnings. Almenningur hafi frá upphafi verið hliðhollur því að steypa Hussein, en aðeins lítill minnihluti (kringum 20% samkvæmt könnun, sem gerð var í júní árið 2002) var reiðubúinn til að ráðast inn í Írak án fulltingis Sameinuðu þjóðanna. Hvorki var um að ræða að gripið hefði verið til aðgerða gegn Bandaríkjunum eða hagsmunum þeirra, né lá fyrir stuðningur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Málflutning- ur byggðist þess vegna eins og áður sagði á því að draga fram þá ógn, sem stafaði af Írökum undir stjórn Husseins, bæði vegna gereyðing- arvopnanna og tengslanna við Al-Qaeda. Þegar stríðið hófst í mars 2004 var hins vegar meiri- hluti Bandaríkjamanna fylgjandi því að láta til skarar skríða. Höfundar greinarinnar velta fyr- ir sér hvað hafi búið að baki þessum sinna- skiptum Bandaríkjamanna í aðdraganda stríðs- ins og hvað valdi því að ýmsar ranghugmyndir hafi fest í sessi eftir innrásina. Eiga þeir þar við gereyðingarvopnin, tengslin við Al-Qaeda og þá hugmynd að umheimurinn styddi áform Bandaríkjastjórnar í Írak. Bæði fyrir og eftir stríðið taldi um helmingur almennings í Banda- ríkjunum að til væru sannanir um tengslin milli Íraks og Al-Qaeda. Í könnunum, sem gerðar voru eftir að Hussein var steypt af stóli töldu að meðaltali 22% að gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak. Um fjórðungur taldi að almenn- ingur í öðrum ríkjum heims styddi stríðið. Samkvæmt rannsókn þremenninganna stóðu um sextíu af hundraði Bandaríkjamanna í þeirri trú að eitthvað af þessu þrennu ætti við: sannanir væru um tengsl Saddams Husseins og Al-Qaeda, gereyðingarvopn hefðu fundist og umheimurinn væri fylgjandi stríði. Mikil fylgni var milli þessara viðhorfa og stuðnings við stríðið. Þannig sögðu 80% þeirra, sem studdu stríðið að meginástæðan fyrir stuðningnum væri tengslin milli Íraka og Al-Qaeda sam- kvæmt könnun, sem gerð var í apríl 2003. Mótun almenn- ingsálitsins Þremenningarnir ganga skrefi lengra og greina afstöðu manna eftir því í hvaða fjölmiðlum þeir fylgjast með fréttum. Kom í ljós greinilegur munur. Þannig fylgdust flestir þeirra, sem töldu að eitthvað af þessu þrennu ætti við, með fréttum sjónvarpsstöðv- anna Fox (80%) og CBS (71%). Í greininni segja þeir að fréttaflutningur þeirra stöðva hafi verið áberandi laus við gagnrýna umfjöllun. Í kjölfarið hafi fylgt ABC (61%), CNN (55%), NBC (55%) og prentmiðlar eru teknir saman (47%). Almenningsstöðvarnar NPR og PBS skera sig úr. Aðeins 23% þeirra, sem fylgdust með fréttum þeirra, töldu að eitthvað af þessu þrennu ætti við. Höfundarnir segja í niðurlagi greinarinnar að niðurstöður rannsókna þeirra séu áhyggju- efni: „Þær gefa til kynna að sé almenningur andsnúinn því að grípa til hernaðaraðgerða á samþykkis Sameinuðu þjóðanna og forsetinn sé staðráðinn í því hafi hann umtalsvert færi á að fá almenning til að styðja ákvörðun sína. Þetta er ekki áhyggjuefni í sjálfu sér – að svo miklu leyti, sem það er afleiðing sannfæringar, sem byggð er á verðleikum rökstuðningsins. Áhyggjuefni er hins vegar að svo virðist sem forsetinn geti talið almenningi trú um það sem er rangt til að styðja afstöðu sína. Í tilfelli Íraks virðist þessi þáttur hafa skipt lykilmáli: meðal þeirra sem ekki höfðu þessar rang- hugmyndir studdi aðeins lítill minnihluti stríð- ið.“ Í grein eftir Chaim Kaufmann, sem kennir alþjóðasamskipti við Lehigh University í Bandaríkjunum, í sumarhefti tímaritsins Int- ernational Security er fjallað um málflutning- inn um Íraksstríðið og kemst hann að þeirri niðurstöðu að markaðstorg hugmyndanna hafi brugðist. Hættumat Bush og ógnin af Írak „Markaðstorg hug- myndanna hjálpar í utanríkismálum til við að sigta út rök, sem eru ógrundvöll- uð, annarleg eða í eiginhagsmunaskyni, vegna þess að flutnings- menn þeirra komast ekki hjá víðtækri umræðu þar sem röksemdafærsla þeirra og sannanir eru teknar til rækilegrar skoðunar á almennum vettvangi,“ skrifar Kaufmann. „Markaðstorgi hugmyndanna tókst hins vegar ekki að gegna þessu hlutverki í utanríkismálaumræðunni 2002 og 2003 um það hvort fara ætti í stríð við Írak. Nú er í stórum dráttum eining um það í röðum bandarískra sérfræðinga í utanríkismálum, sem og stórs hluta bandarísks almennings og alþjóðasamfélagsins, að það hættumat, sem George W. Bush forseti og stjórn hans notaði til að réttlæta stríðið gegn Írak var stórlega ýkt og á ýmsum sviðum fullkomlega tilhæfu- laust.“ Kaufmann rekur að fjórar meginröksemdir hafi verið notaðar til að sannfæra almenning um að ráðast bæri inn í Írak. Í fyrsta lagi væri KAPÍTALISMI OG VELFERÐ Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor-ræna fjárfestingarbankans,lýsti velferðarsamfélaginu sem einu mesta afreki á sviði stjórnmála í ræðu á málþingi um atvinnubyltingu Íslendinga, sem haldið var í Háskóla Íslands í fyrradag í tilefni af eitt hundrað ára afmæli heimastjórnar og sagði m.a.: „En það er einmitt velferðarþjóð- félagið sem hefur gefið kapítalisman- um mannlegt yfirbragð og búið mark- aðshagkerfinu forsendur til að dafna. Þetta kann að hljóma sem þversögn en er það ekki í raun. Velferðarsam- félagið, sem hefur vaxið fram á þess- ari öld á Íslandi og reyndar annars staðar á Norðurlöndum og víðar á Vesturlöndum, má hiklaust telja eitt helzta afrek á sviði stjórnmála á lið- inni öld.“ Þetta er rétt. Velferðarkerfið er ein helzta forsendan fyrir því að víð- tæk sátt hefur tekizt um markaðs- kerfið. En einmitt þess vegna er svo mikilvægt að það jafnvægi, sem náðst hefur í kringum markaðskerfið, rask- ist ekki. Og að sá óhefti kapítalismi, sem sást á Vesturlöndum fyrir hundrað árum og hefur mátt sjá glytta í á síðustu árum á nýjan leik, brjótist ekki fram og raski því mik- ilvæga jafnvægi sem ríkt hefur. Þetta er meginástæðan fyrir því að Morgunblaðið hefur hvatt til þess undanfarin misseri að settur verði ákveðnari starfsrammi utan um við- skiptalífið. Ekki til þess að hefta það. Ekki til þess að setja á það bönd. Heldur til þess að koma í veg fyrir að það snúizt upp í andhverfu sína, leiði til einokunar og kúgunar. Í hvatning- um Morgunblaðsins felst stuðningur við frjálst viðskiptalíf sem blaðið hef- ur barizt fyrir í 90 ár. Morgunblaðið hefur aldrei verið málsvari hins óhefta kapítalisma sem á skömmum tíma mundi leiða til þess að Ísland allt yrði í eigu örfárra manna og aðrir landsmenn leiguliðar þeirra. Enda mundu fáir hafa áhuga á að búa á Ís- landi við slíkar aðstæður. Í háskólum á Vesturlöndum er nýmarxismi farinn að skjóta rótum á nýjan leik sem andsvar við peninga- hyggju samtímans. Það er ástæðu- laust að búa til jarðveg fyrir hann með því að menn sjáist ekki fyrir og gæti ekki að sér í hringiðu markaðar- ins. Það er skynsamlegt að ganga hægt um gleðinnar dyr. Undir lok 20. aldarinnar var sósíal- ismanum hafnað um allan heim. Það er engin ástæða til að endurtaka átök síðustu aldar. Læra menn aldrei neitt af fenginni reynslu? Þess vegna er mikilvægt að byggja upp þjóðfélag sem einkennist af jafn- vægi á milli markaðshagkerfis og vel- ferðarkerfis. Ætla mætti að stjórn- málaflokkar, sem eiga sér rætur í baráttu jafnaðarmanna á 20. öldinni fyrir velferðarþjóðfélagi, hefðu skiln- ing á þessu grundvallaratriði. En í þjóðfélagsumræðum hér virðist á stundum sem þeir hafi týnt sjálfum sér. Tregða þeirra til þess að tryggja jafnvægið á milli velferðarkerfis og markaðarins er óskiljanleg. Hvaðan kemur forystan í þeirra röðum til þess að beina þeim á ný í réttan far- veg? Breið pólitísk samstaða um að klúðra ekki þeim árangri sem Jón Sigurðsson lýsir sem einu helzta af- reki stjórnmála á liðinni öld er hins vegar mikilvæg. Bolmagn stóru við- skiptasamsteypnanna er orðið mikið. Það þarf öfluga samstöðu stjórnmála- manna í öllum flokkum til þess að setja þeim takmörk. Ella er lýðræðið í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.