Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þú sért að ganga í gegnum tíma- bundna samskiptaörðugleika við vinnufélaga þína skaltu ekki gleyma því að á þessum tíma í lífi þínu hefurðu mikla möguleika á að bæta aðstæður þínar í vinnunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvenjuleg afstaða stjarnanna gerir það að verkum að lífið leikur við þig þessa dagana. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þó það gangi ýmislegt á í lífi þínu skaltu ekki gleyma því að þú hefur ein- stakt tækifæri til að bæta heimilis- aðstæður þínar og fjölskyldu þinnar næstu mánuðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert bjartsýnni en þú hefur verið undanfarna mánuði og bjartsýni þín smitar út frá sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú nýtur svo mikillar velgengni í fjár- málunum þessa dagana að þú átt erfitt með að treysta því að hún sé varanleg. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skil- ið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft tvímælalaust á aukinni hreyf- ingu að halda. Lífið leikur við þig og þú ættir að nota tækifærið til að reyna að hrinda draumum þínum í fram- kvæmd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hinn heppni júpíter kemur inn í merk- ið þitt, í fyrsta skipti í tólf ár, síðar í þessum mánuði. Þetta mun færa þér velgengni og góð tækifæri næstu tólf mánuðina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vináttan skiptir þig mjög miklu máli þessa dagana. Hikaðu ekki við að sýna öðrum hversu miklu máli þeir skipta þig. Fólk kann alltaf að meta það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það eru margar kraftmiklar plánetur í merkinu þínu og því er þetta góður tími fyrir þig til að reyna að hrinda draumum þínum í framkvæmd. Það verða sennilega miklar breytingar í lífi þínu á næstunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Gríptu tækifærin á meðan þau gefast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að trúa því að alheimurinn vinni með þér. Þetta þýðir ekki að þú þurfir ekki að gera hlutina sjálf/ur heldur bara það að tækifærin eru til staðar ef þú vilt grípa þau. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nánustu sambönd þín hafa gefið þér mikið að undanförnu og munu halda áfram að gera það. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru skemmtileg, hugrökk og óttalaus og ná oft að samræma bjartsýni og raunsæi með undraverðum hætti. Níu ára tíma- bili í lífi þeirra er að ljúka. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. d4 cxd4 5. Dxd4 Da5+ 6. Rc3 Dxb5 7. Rxb5 Rxd4 8. Rfxd4 Kd8 9. c4 Rf6 10. f3 a6 11. Rc3 e6 12. a4 Bd7 13. b3 Hc8 14. Bb2 Be7 15. O- O-O Kc7 16. Ba3 Hhe8 17. Kb2 Bf8 18. Hd2 Hcd8 19. Hhd1 Bc8 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’sere. Jean-Marc Degreave (2530) hafði hvítt gegn Maxime Vachier-Lagrave (2458). 20. e5! Rd7 20... dxe5 gekk ekki upp vegna 21. Rdb5+ axb5 22. Rxb5+ og hvítur vinnur. Eftir textaleikinn vinn- ur hvítur peð og fær við það unnið tafl. 21. exd6+ Kb8 22. c5 Re5 23. f4 Rg6 24. c6 Bxd6 25. Bxd6+ Hxd6 26. c7+ Ka8 27. Rdb5 Hxd2+ 28. Hxd2 axb5 29. Hd8 Hf8 30. Rxb5 b6 31. Rd6 Ka7 32. Hxf8 Rxf8 33. Rxc8+ Kb7 34. Rxb6 Kxc7 35. Rc4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Evrópumót ungmenna í Prag. Norður ♠K953 ♥ÁK108 V/Allir ♦ÁK2 ♣103 Vestur Austur ♠84 ♠ÁDG ♥G74 ♥D965 ♦D10854 ♦763 ♣985 ♣KDG Suður ♠10762 ♥32 ♦G9 ♣Á7642 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Dobl 1 spaði Pass 4 spaðar Allir pass Rétt eins og Pólverjar unnu tvö- falt gull á EM ungmenna, hlutu Ísr- aelsmenn silfurverðlaun bæði í flokki 25 ára og yngri og skólaflokki. Spilið að ofan kom upp í leik Ísraela og Skota í eldri deildinni og það var Ísraelinn Gilad Ofir sem stýrði spil- um sagnhafa í suður. Hvernig líst lesandanum á fjóra spaða? Væntanlega illa, því vörnin virðist eiga þrjá trompslagi og einn á lauf – að minnsta kosti. En Ofir spilaði eins og galdramaður. Útspilið var smátt hjarta, sem Ofir tók með ás, spilaði svo hjarta- kóng og stakk þriðja hjartað smátt. Hann spilaði næst tígli á ásinn og hjarta úr borði. Þegar austur fylgdi lit, trompaði Ofir með tíunni. Og hún hélt, sem sagði sína sögu um tromp- leguna. En áfram með spilið. Ofir spilaði tígli á kóng og trompaði tígul. Svo laufás og laufi. Austur varð að taka þann slag og spilaði enn laufi, sem var trompað í borði. Nú voru þrjú spil eftir á hendi: K95 í trompi í borði, en austur átti ÁDG. Ofir spil- aði litlu trompi og fékk síðasta slag- inn á spaðakóng. Tíu slagir! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Tónlist Hallgrímskirkja | Hollenski organistinn Peter Ouwerkerk mun halda orgeltónleika í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld klukkan 20.00. Á tónleikunum flytur hann 8 stutt verk frá ýmsum tímum, allt frá Sweelinck og Bach til hollenska tónskáldsins Daan Maneke. Aðgangur er ókeypis. Laugarborg Eyjafirði | Ólafur Kjartan Sig- urðsson heldur ljóðasöngtónleika í Laug- arborg klukkan 15.00, en hann gat skropp- ið heim til Íslands úr annasömum verkefnum á Bretlandseyjum þar sem hann æfir nú óperuna Rigoletto. Kven- félagið Iðunn býður upp á kaffihlaðborð að loknum tónleikum. Á efnisskrá eru vel þekkt íslensk einsöngslög en einnig nokkr- ar breskar þjóðlagaútsetningar eftir Benjamin Britten. Ráðhús Reykjavíkur | Næturgalinn og kúabjallan, tónleikar Caput hópsins fyrir alla fjölskylduna. Leikin verða 3 verk eftir Theo Loevendie: Næturgalinn, Einmana kúabjallan og Doppleriana fyrir 3 kúabjöll- ur. Stjórnandi Caput er Guðni Franzson. Sögumaður er Sverrir Guðjónsson. Stykkishólmskirkja | Gunnar Guðbjörns- son tenór og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika sem hefjast kl. 16. Náttúran og samskipti manns og náttúru liggja sem rauður þráður í efn- isskrá tónleikanna. Félagsstarf Aflagrandi 40, félagsmiðstöð | Miðviku- daginn 22. september verður farið í Þórs- mörk, leiðsögumaður Hólmfríður Gísla- dóttir, klæðið og skóið ykkur vel og takið með ykkur nesti fyrir daginn. Brottför kl. 9.30 frá Aflagranda. s. 562 2571. Bólstaðarhlíð 43 | Þriðjudaginn 14. sept. verður farið í Þjóðminjasafnið. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð 43 kl. 13.30. Skráning í síma 535 2760 eigi síðar en mánudaginn 13. sept. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í Ásgarði Glæsibæ sunnudagskvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Fréttir Blindrafélagið – samtök blindra og sjón- skertra á Íslandi | Eftir eru 7 róðrardagar hjá kajakleiðangri Blindrafélagsins suður með austurströnd Grænlands. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að hringja í 902 5100, við það dragast 1.000 kr. af sím- reikningi viðkomandi. Einnig má hringja á Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á „Staður og stund“ undir „Fólkið“ á mbl.is. Meira á mbl.is CAFÉ Flóra í Grasagarðinum lýkur nú brátt sínu áttunda starfssumri. Í kvöld er velunnurum grasagarðsins því boðið á skemmtikvöld, en þar mun Einar Már Guð- mundsson skáld lesa upp úr verkum sín- um, sönghópurinn Gestur og gangandi taka lagið og Rakel María Axelsdóttir syngja við undirspil Hrafnkels Más Ein- arssonar. Gleðin hefst klukkan 20, en þess má geta að síðasti afgreiðsludagur Café Flóru verður hinn 15. september en þangað til verður opið frá klukkan 10–22. Fjölbreytt skemmtikvöld á Café Flóru Staðurogstund idag@mbl.is skrifstofu Blindrafélagisns í síma 525 0000. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Ræðumað- ur er Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíla- delfíu leiðir í söng. Fyrirbænir í lok sam- komu. Aldursskipt barnakirkja á meðan samkomu stendur 1–2 ára, 3–5 ára og 6–12 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. Útivist Ferðafélagið Útivist | Ferðin hefst sunnan við Svartagil. Þaðan verður haldið upp á Gagnheiði til norðurs með Botnsúlur á vinstri hönd. Gengið í átt að Hvalvatni og síðan niður Hvalskarð í Botnsdal. Verð 2000/2400 kr. Brottför frá BSÍ kl. 9.00. Fyrirlestrar Veitingahúsið Lækjarbrekka | Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur fjallar um „Er- indi Forn-Grikkja við stjórnmál nú- tímans,“ á fyr- irlestri á veit- ingahúsinu Lækj- arbrekku klukkan 14.30. Að fyr- irlestrinum lokn- um verður ljóða- lestur Tryggva og annarra. Fund- urinn er opinn og allir eru velkomnir. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 víðáttumikla svæðið, 8 skips, 9 afdrep, 10 veiðarfæri, 11 glitra, 13 út, 15 húsgagns, 18 bleytu- krap, 21 kvenkynfruma, 22 gljúfrin, 23 gyðja, 24 tómlegt. Lóðrétt | 2 landsmenn, 3 borga, 4 brjóstnál, 5 starf- ið, 6 fiskum, 7 kjáni, 12 fólk, 14 pinni, 15 beygja, 16 væskillinn, 17 létu fara, 18 mannsnafn, 19 dreggj- ar, 20 brún. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 bulla, 4 fúnar, 7 mökks, 8 lemja, 9 afl, 11 agns, 13 grói, 14 álkur, 15 fjöl, 17 ómar, 20 sag, 22 tolla, 23 angur, 24 ragur, 25 músar. Lóðrétt | 1 bumba, 2 lúkan, 3 ansa, 4 fíll, 5 námur, 6 róaði, 10 fokka, 12 sál, 13 gró, 15 fætur, 16 öflug, 18 magns, 19 rýrar, 20 saur, 21 garm. 80 ÁRA afmæli. Ídag, 12. sept- ember, er áttræður Ásbjörn Sveinbjarn- arson frá Flatey á Breiðafirði, Klukku- rima 93, Reykjavík. Hann er á ferðalagi með konu sinni, Hrafnhildi Ingólfsdóttur, um austur- hluta Portúgals. Árnaðheilla dagbók@mbl.is GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 12. sept- ember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún J. Ingimarsdóttir og Sigurður Kr. Jónsson, Flúðabakka 1, Blönduósi. 50 ÁRA afmæli. Ídag, 12. sept- ember, verður fimm- tug Ingibjörg Stef- ánsdóttir leik- skólastjóri, Lágengi 14, Selfossi. Hún verður að heiman í dag en föstudaginn 17. september mun hún, ásamt fjöl- skyldu sinni, taka á móti ættingjum og vinum í Samkomuhúsinu Stað á Eyr- arbakka kl. 20. Hvítur á leik. www.thjodmenning.is LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.