Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 31 Um þessar mundir er norrænt samstarf á sviði jafnréttismála 30 ára. Af því tilefni efna jafnréttisráðherrar Norðurlandanna til sérstaks hátíðarfundar í Borgarleikhús- inu í dag kl. 13.45 undir yfirskriftinni Nor- rænt jafnréttissamstarf í 30 ár. Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Til fund- arins er boðað af hálfu Íslendinga sem fara nú með formennsku í Norð- urlandaráði og er dagskráin haldin í tengslum við fundi norrænu jafnréttisráðherr- anna hér á landi. Óumdeilt er að á Íslandi og öðrum Norðurlöndum hefur náðst mikilvægur ár- angur á sviði jafnréttismála og er hann grundvöllur áframhaldandi vinnu við að skapa það samfélag jafn- réttis sem við viljum sjá. Í lýðræðisþjóðfélagi er grund- vallaratriði að allir ein- staklingar eigi jafna mögu- leika á að njóta eigin hæfileika og séu metnir að verðleikum, óháð kynferði. Segja má að það jafnrétti sem við þekkjum í dag og tökum sem gefinn hlut hafi að mestu þróast frá upphafi 20. aldarinnar. Þá urðu til hreyfingar sem börðust fyrir auknum réttindum kvenna. Jafnrétti kynjanna til náms var tryggt með lagasetningu á Íslandi árið 1911 með því að konur fengu fullan rétt til menntunar og embætta. Með nýrri stjórnarskrá sem stað- fest var árið 1915 öðluðust konur, 40 ára og eldri, kosn- ingarétt og kjörgengi til Al- þingis. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var lagður grunnur að nútímajafnrétt- isbaráttu íslenskra kvenna. Þær fundu samtakamátt sinn, gáfu út sérstök rit til þess að kynna málstað kvenna, stofnuðu verkakvennafélög og Kvenréttindafélag Ís- lands árið 1907 og buðu fram kvennalista í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 1908, svo mikilvæg skref séu nefnd. Á fyrri helmingi síðustu aldar var staða kvenna á almennum vinnumarkaði lengst af mjög veik. Þær voru hlutfallslega fáar í vinnu ut- an heimilis, sóttu í fáar starfsgreinar og launin voru mun lakari en hjá körlum. Árið 1961 vor sett hér á landi lög um launajöfnuð karla og kvenna. Þrátt fyrir það eigum við enn talsvert langt í land með að jafna laun kvenna og karla eins og nýleg könnun Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur leiðir í ljós. Samkvæmt nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins um efnahagsleg völd kvenna er nú talið að kynbundinn launa- munur á Íslandi sé á bilinu 7–11%, sem stafar m.a. af því að þættir eins og hjóna- band og barneignir hafa önnur áhrif á laun kvenna en karla. Íslenskar konur sættu sig ekki við kyrr- stöðuna sem ríkti í jafnréttismálum um og eftir miðbik síðustu aldar. Árið 1975 efndu íslenskar konur með eftirminnilegum hætti til kvennafrídags en ári fyrr, árið 1974, hófst norrænt samstarf í jafnréttismálum á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Tilgangur kvennafrídagsins á Íslandi var að vekja samfélagið til umhugsunar um framlag kvenna til atvinnustarfseminnar. Þetta tókst svo um munaði. Öllum varð ljóst að án vinnuframlags kvenna stöðv- aðist gangverk þjóðfélagsins. Með kvennafrídeginum árið 1975 varð á ný öflug vitundarvakning um stöðu kvenna. Af- raksturinn var m.a. sá að árið 1976 voru sett sérstök jafnréttislög með það að mark- miði að koma á fullu jafnrétti kvenna og karla. Ekki leikur vafi á því að sú löggjöf og jafnréttislöggjöf sem fylgt hefur í kjölfarið hefur haft áhrif og mörg stór skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum í átt til aukins jafnréttis. Á þremur áratugum norræns samstarfs í jafnréttismálum hefur verið stofnað til fjöl- margra rannsóknar- og samstarfsverkefna og frá árinu 1989 hefur Norræna ráðherra- nefndin unnið eftir framkvæmdaáætlunum á sviði jafnréttismála. Fyrsta áætlunin, sem gilti frá 1989–1993, lagði áherslu á að auka þátttöku kvenna í atvinnulífinu og að auka möguleika beggja kynja á því að samræma atvinnu- og einkalíf. Í núgildandi áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í jafnrétt- ismálum er lögð áhersla á þrjú höfuðatriði; samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í fjárlagagerð Norðurlanda; stöðu karla í jafnréttismálum og vernd kvenna gegn of- beldi, jafnt inni á heimilunum sem utan þeirra. Á formennskuári okkar Ís- lendinga hefur verið unnið að fjölmörgum gagnlegum verk- efnum en við höfum lagt meg- ináherslu á tvo þætti; annars vegar á að draga úr kynbundn- um launamun og hins vegar á samþættingu fjölskyldu- og at- vinnulífs. Afar brýnt er að brjóta til mergjar ástæður við- varandi launamunar kynjanna. Það er því sérstakt ánægjuefni að nú hefur tekist samstarf milli jafnréttis- og vinnu- málaráðherra Norðurlandanna um norræna rannsókn á launa- mun kynjanna með það fyrir augum að leita leiða til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Jafnlaunaverkefnið er á for- ræði okkar Íslendinga og er reiknað með að niðurstöður liggi fyrir í lok næsta árs. Samþætting fjölskyldu- og atvinnulífs er að mínu mati eitt brýnasta viðfangsefni jafnrétt- isbaráttunnar í dag. Nú er unn- ið, undir forystu Íslands, að samanburðarrannsókn á fæð- ingarorlofslöggjöf Norð- urlanda. Reynsla okkar af auknum rétti feðra til fæðing- arorlofs er mjög góð, þátttaka feðra hefur aukist jafnt og þétt. Foreldra- og fæðingarorlofið opnar feðrum ný og aukin tækifæri til þess að sinna börn- um og heimili. Með þessu erum við að leggja grunn að auknu jafnrétti um ókomin ár. En jafnréttismálin byggjast á lang- tímamarkmiðum og sífelldri vinnu en ekki átaksverkefnum. Við verðum að halda vöku okkar. Fyrr á þessu ári stigum við mik- ilvægt skref þar sem ný jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára var samþykkt einróma á Alþingi Íslendinga. Þar er framsetningu breytt í ljósi reynslunnar og lögð fram skýr og markviss áætlun. Kynbundinn launamunur er enn eitt af helstu áhersluatriðum framkvæmdaáætl- unarinnar. Þróunin er vissulega í rétta átt, en upplýsingar benda til þess að hér þurfi að herða róðurinn og eru kyngreindar upplýs- ingar grundvöllur þess að hægt sé að fylgj- ast með þróun mála í þessum efnum og að því er m.a. stefnt með hinni nýju áætlun. En ég ítreka það að ljóst er að vinna að framgangi jafnréttismála er ekki verkefni sem við getum ætlað okkur að vinna að tíma- bundið, þetta er verkefni sem stjórnvöld verða sífellt að vera vakandi fyrir og því lít ég á hina nýju jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára sem mikilvægt skref á leið okk- ar að settum markmiðum. Norræna samstarfið hefur verið sterkur bakhjarl í jafnréttisumræðu og umbótum einstakra landa á þessu sviði. Norðurlönd hafa lengi verið í fararbroddi í starfi að jafn- rétti kynjanna og til þeirra er gjarnan litið sem fyrirmynar í alþjóðasamfélaginu. Það er okkar að tryggja að svo verði einnig um ókomin ár og við megum ekki hægja á okk- ur. Við sjáum þess merki að við þurfum að herða róðurinn á vissum sviðum. Vinna að framgangi jafnréttismála er ekki tímabund- ið verkefni heldur verkefni sem við verðum sífellt að vinna að með mismunandi aðferð- um. Við höfum áfram verk að vinna. Við erum á réttri braut og munum áfram vinna ótrauð að framgangi skýrra markmiða. Nánari upplýsingar um hátíðarfundinn, sem er öllum opinn, og norrænt samstarf á sviði jafnréttismála má finna á heimasíðu fé- lagsmálaráðuneytisins http://www.felags- malaraduneyti.is. Norrænt jafnréttis- samstarf í 30 ár: Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Eftir Árna Magnússon Árni Magnússon ’Óumdeilt er aðá Íslandi og öðr- um Norður- löndum hefur náðst mikil- vægur árangur á sviði jafnrétt- ismála og er hann grundvöll- ur áframhald- andi vinnu við að skapa það samfélag jafn- réttis sem við viljum sjá. ‘ Höfundur er félagsmálaráðherra. ænna ef stjórn hins óútreiknanlega eir myndu koma sér upp sams konar hlaup væri þá hafið. í startholunum? a einkum beinst að hryðjuverka- landamærum Indlands og Pakistans pnum. En fleiri gætu skyndilega bæst n Mohamed ElBaradei, yfirmaður Al- nnar (IAEA) í Vín að talið væri að búnaði og þekkingu til að smíða kjarn- ðu að herða eftirlit með tilraunum á i láta duga að trúa ríkisstjórnum, sem n að smíða kjarnorkuvopn. óðir heims aðild að samningnum um opna, NPT, en fátt getur hindrað þá í a og segja honum upp. Nú þegar eru u, það er Indland, Pakistan og Ísrael íkið eigi slík vopn. Segja Ísraelar að nveitt umhverfi og stöðugar hótanir önum, verði þeir að geta haldið þeim í igi Ísraela til að afsala sér kjarn- sanngirni. ki dugað til að frysta ástandið. Eitt af að þar eru engin ákvæði um að ríki bent á að lagalega séu kröfur Vest- m að hætta þeim tilraunum reistar á benda einnig á að stórveldin hafi lofað n ekki staðið við það fyrirheit. Hvers r betur og tryggja þannig að fáein á þessu sviði, er spurt. og afleiðingarnar a, sem gaf á sínum tíma Íran, N-Kóreu ns illa“, er sögð hafa þau áhrif að auka enn áhuga þeira á að koma sér upp gereyðingarvopnum. Verjendur for- setans segja á móti að bæði Íran og N-Kórea hafi frá því á níunda ára- tugnum reynt að koma sér upp kjarnorkuvopnum með leynd. Þeir segja að Líbýa sé gott dæmi um að hægt sé að telja hættulega valda- menn á að afsala sér voninni um kjarnorkuvopn. Líbýumenn hafi ekki viljað kalla yfir sig árás eins og reyndin varð í Írak. Bandaríkjamenn hafa aldrei útilokað þá lausn að gera árás á ríki sem reyni með leynd að koma sér upp gereyðingarvopnum, þannig íhugaði stjórn Bills Clintons alvarlega fyrir áratug að ráðast á N-Kóreu. Svo fór að samningar tókust á síðustu stundu en nú hefur komið í ljós að N- Kóreumenn brutu þá og héldu hiklaust áfram tilraunum sínum. Erfiðleikarnir í Írak valda því að hugmyndir um nýja herför eiga ekki upp á pallborðið í Pentagon núna og að sögn heimildarmanna ekki í stjórn Bush. En hugmyndirnar um að beita leynilegum aðgerðum og undirróðri sem gætu styrkt andóf lýðræðissinna vekja spurningar. Þótt staða harðlínuklerkanna hafi versnað og fylgi við þá sé orðið lítið virðist þeim hafa tekist með ýmsum kúgunaraðferðum að lama stjórn- arandstöðuna og hófsama klerka. Fátt bendir til þess að breyting á stjórnarfarinu, hvað þá bylting, séu í vændum. Menn verða því að sætta sig við að ofstækisfullir harðlínumenn muni ráða ferðinni næstu árin. Margir benda samt á að efnahagsmálin séu í ólestri, atvinnuleysi geysimikið meðal unga fólksins sem þolir æ verr kreddufestu og afskiptasemi ajatollanna af einkalífi fólks. Loks má geta þess að gerðar hafa verið skoðanakannanir sem benda til þess að mikill meirihluti Írana telji að þjóðin hafi rétt á að koma sér upp kjarn- orkuvopnum, hvað sem líður áliti almennings á spilltri harðstjórn klerkanna. Ef markmiðið er að Íranar verði ekki kjarnorkuveldi er ekki víst að lýðræðislegra skipulag tryggði þá niðurstöðu. Deilt um leiðir Bandaríkjamenn hafa viljað hóta stjórninni í Teheran með refsiað- gerðum á vegum SÞ ef ekki verði hætt að framleiða auðgað úran í til- raunaverum Írana. Evrópuríkin hafa á hinn bóginn viljað reyna áfram að finna samningalausn og benda margir á að ekki séu sannanir fyrir því að Íranr eigi gereyðingarvopn. Eru menn þá minnugir þess að eng- in vopn af því tagi hafa fundist í Írak. Bent er á að nú komi það Bush forseta í koll að hafa notað vafasamar staðhæfingar um gereyðing- arvopn fyrir innrásina í Írak. Menn krefjist sannana, ekki vísbendinga. Einnig hafi Bandaríkjamenn undanfarin ár sýnt of mikinn hroka í samskiptum við forna bandamenn í Evrópu. Bush og menn hans geti vart ætlast til að þar samþykki menn umsvifalaust að fylgja stefnu þeirra í Íransmálunum. Þessi stefnumunur á sér þó langan aðdraganda vegna þess að Bandaríkjamenn hafa frá upphafi átt í hatrömmu áróð- ursstríði við klerkastjórnina frá því að hún náði völdum 1979. Evr- ópuríkin hafa hins vegar reynt að vera milligöngumenn og hafa jafnvel átt mikil viðskipti við Íran. Bandaríkjamenn settu hins vegar við- skiptabann á Íran og frystu eignir stjórnvalda þar í bönkum vestra. Samstaða um aðgerðir sem gætu sannfært Írana um að þeim henti best að fara að dæmi Líbýumanna er því ekki enn fyrir hendi. Á meðan tifar klukkan og vísindamenn Írana í tilraunaverinu í Bushehr halda áfram starfi sem gæti valdið ragnarökum í Mið-Austurlöndum. Helstu heimildir: Newsweek, The Economist, BBC, International Herald Tribune. íkja en nú gæti svo farið að breyting verði þar á, segir í grein Kóreumenn með leynd komið sér upp slíkum vopnum. AP ust í gær upphafs stríðsins 1980–1988 ljón manna hafa fallið í þeim átökum. kjon@mbl.is Frekari endurbætur eru búnar að vera í biðstöðu í fjórtán ár, búið er að taka framsalinn [í gegn] eins og þjóðin veit en það eru ýmis verkefni sem bíða baksviðs. Auðvitað er útlit hússins að verða þjóð- inni alveg til skammar, hvernig er að hrynja utan af því múrhúðin og allt það. Ég myndi setja það fremst á forgangs- listann að það yrði gert við ytra útlit hússins. Síðan hefur mér alltaf fundist litla sviðið í Jóns Þorsteinssonar húsi ekki vel staðsett, það er ekki gott leik- rými. Ég mun leita allra leiða að bæta úr aðstöðu beggja litlu sviðanna, enda eru þau mjög mikilvæg í rekstri hússins. Þau skapa þá breidd sem er nauðsynleg. Stóra sviðið er þá meira fyrir stærri og vinsælli sýningar en minni sviðin fyrir framsækna leiklist sem á sér kannski minni áhorfendahóp.“ Tinna hefur starfað á ýmsum sviðum innan Þjóðleikhússins. „Ég held að það hljóti að vera ákaflega mikill kostur að þekkja þetta hús og þekkja starfsemi þess. Ég hef auðvitað ekki aðeins verið leikari, ég er líka búin að sitja lengi í verkefnavalsnefnd og þjóðleikhúsráði og hef því að sínu leyti komið að stjórnun hússins.“ Tinna segir þjóðleikhús vera stofnun í eigu þjóðarinnar „og hún á að þjóna fólk- inu bæði með því að skemmta því, mennta það og upplýsa, ögra því og í einu orði sagt vera framúrskarandi í öllu listrænu tilliti. Þetta eru þær væntingar sem gerð- ar eru til Þjóðleikhússins. Öll sú umræða sem átt hefur sér stað í kringum það að [staða þjóðleikhússtjóra] var auglýst seg- ir manni líka að þessi stofnun á sér mjög sterkar rætur í þjóðinni, fólki er alls ekki sama. Þannig að það er ábyrgðarhlutur að standa undir öllum þeim væntingum.“ Í kvöld verður frumsýnt verkið Svört mjólk eftir Vasílij Sígarjov á Smíðaverk- stæðinu og þar fer Tinna með hlutverk. „Ég kem til með að njóta þess sér- staklega þar sem þetta verður mitt síð- asta hlutverk í þann tíma sem ég gegni starfi þjóðleikhússtjóra.“ jóðleikhússtjóra eftir áramót Morgunblaðið/Kristinn , í gervi róna, fagnaði Tinnu Gunnlaugsdóttur, verðandi þjóðleik- ga baksviðs á Smíðaverkstæðinu í gær en þær leika báðar í verk- sem frumsýnt verður í kvöld. sunna@mbl.is gsdóttir er fædd í ní 1954. Hún lauk stúd- nntaskólanum í ndaði nám við Háskóla . Hún útskrifaðist frá slands árið 1978. ótt námskeið í leiklist, menningarstjórnun er- r samhliða vinnu anám (MBA) við Há- vík. hjá Leikfélagi Reykja- n hóf störf hjá Þjóð- leikhúsinu en hún hlaut þar fastráðn- ingu 1982. Samhliða störfum við Þjóðleikhúsið hefur hún unnið fyrir Al- þýðuleikhúsið, Loftkastalann og Leik- félag Íslands. Tinna hefur unnið sem aðstoðarleik- stjóri og leikstjóri á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún hefur setið í stjórn FÍL og var formaður Leikarafélags Ís- lands um tíma. Þá hefur hún verið for- seti Bandalags íslenskra listamanna frá 1998. Tinna hlaut fálkaorðuna fyrir störf að menningarmálum árið 2001. Gunnlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.