Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MEDÚLLA, plata Bjarkar Guðmunds- dóttur, er á toppi Tónlistans, þriðju vikuna í röð – og kemur ekki á óvart. Sem endranær er nóg að gerast hjá henni. Vefur hennar bjork.com var á dög- unum tilnefndur til alþjóðlegra verð- launa sem tileinkuð eru tónlistarnetsíðum (On- linemusicawards). Þá verður frumsýnd á Nord- isk Panorama ný heimildarmynd um gerð Medúllu eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Svo verður heimsfrumsýnt í Frakklandi í tengslum við Íslenska menningarhátíð þar í landi nýjasta myndbandið Bjarkar við lagið „Who is it“ en það var Spike Jonze, sem gerði myndbandið hér á landi. Vefur Bjarkar! FÆRA má góð rök fyrir því að skoska hljómsveitin Franz Ferdinand eigi plötu ársins 2004 – í það minnsta í indírokk- geiranum. Samnefnd frumraun þeirra sem stekkur upp Tónlistann þessa vikuna með látum var í liðinni viku sæmd bresku Mercury-verðlaununum eft- irsóttu og eru Franz Ferdinand tilnefnd til sam- bærilegra verðlauna í Bandaríkjunum sem heita Shortlist Music Prize. Þau verðlaun hafa verið veitt þrisvar sinnum áður. Sigur Rós fékk þau í fyrsta sinn sem þau voru veitt, þá NERD og í fyrra féllu þau í skaut Damiens Rice sem einmitt hélt tónleika hér á landi í gær. Verðlaunaplata! FÆREYSKA söng- konan Eivör Páls- dóttir nýtur mikillar hylli hér á landi, eins og viðtökurnar við fyrstu plötunni sem hún tekur upp hér á landi, Krák- unni, gefa til kynna. Eivör er þessa dag- ana að vinna að nýrri sólóplötu í Thule- hljóðverinu þar sem hún nýtur aðstoðar kan- adíska tónlistarmannsins Bills Bournes. Á plöt- unni verði ný og eldri lög í bland, einkum þó eldri lög, sem Eivör mun syngja á íslensku, færeysku, ensku og sænsku. Platan verður gefin út fyrir jólin. Krákan á flugi! BRESKA hljómveitin Keane verð- ur í hópi rúmlega hundrað hljómsveita og lista- manna sem munu leika á Iceland Airwaves hátíðinni dag- ana 20.–24. október nk. Keane hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur og rokkar lagið „Everybody’s Changing“ nú upp og niður ís- lenska listann eftir sex vikur á lista. Smáskífan „Bedshaped“ kom út í ágúst og í nóvember er væntanleg fjórða smáskífan af plötunni vin- sælu Hopes and Fears, „This is the Last Time“ en það mun reyndar vera í annað skiptið sem það lag kemur út því það var eitt af fyrstu smá- skífum sveitarinnar, sem kom út á undan stóru plötunni. Keane að koma!                                                      !"  # #  # #$%&#%  #'(  #)  *#+#,  #- #.#/  # 0#1   #).  2#   3 42#   #%!2# .-5  2#64 #7   2#&+ #(#/  2#8#9/ (#(##!"                            5&   )) ;<%)) 2") " ))  %5  :/ :/ 9" 84  #5   :/ 9 5 #8+ " &(  ;  #5   :/ :/ %5  &.  :/ 6% *  84 0 #; ( <#    :/ 1 -+ / %5   8 #6/ 8 (  ,#5  /# 5 / 9" :/ 8 ( 3+ / &=  & #.#0# > # ? 8(@A# +# 44- # # 7 /+ # ?0  / )(# # / 0#  ; + % ##% 3(4#B#   3+ 0#  C 5 # , #+ "0 D #D " 3 " #7E C 5 # D *#F -#  G H"0 (/ #; 0 <#    C 5 # 3#= I# # /#@ J#K ! L#M  /K  ! ,#/ ,  5#  #) #M #!-#&(( 3 "0 # #0               )/  8(@A 8(@A ,  #" 3 0#/#.  ).  ).  #!" N( O   ).  ,  #" )  )/  )/  ).  )( 3 0#/#.  ).  (/ ( ,  #!" ).  ,  #" )( P7#Q*(   ).  )4( ).  9&$ D /     Dagana 15. til 19. sept-ember sl. voru í fyrstaskipti haldnir svokallaðir„Íslenskir dagar í Sankti Pétursborg“. Dagskráin hófst með opnun sýningar á verkum ljós- myndarans Páls Stefánssonar í hinu sögufræga kvikmyndahúsi Dom Kino. Gestum var því næst boðið á sýningu á mynd Dags Kára, Nóa albínóa, en á laugardag var sýnd á sama stað kvikmyndin 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasars Kormáks. Alla daga hátíðarinnar var sér- stök kynning á íslenskum mat á Grand Hótel Evrópu, einu allra fín- asta hóteli Rússlands. Gítarleikarinn Arnaldur Arn- arson lék á föstudag fyrir fullu húsi í tónleikasal Rússneska bókasafns- ins við ána Fontönku. Á dagskrá var spænsk og íslensk gítartónlist, m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Thor- stein Hauksson og Atla Heimi Sveinsson. Inn á milli laga sagði Arnaldur áheyrendum stuttlega frá verkunum, og hvernig sum þeirra tengdust Pétursborg beint eða óbeint. Svo góðar voru móttökurnar að í lok tónleikanna var Arnaldur umsetinn aðdáendum sem vildu fá hjá honum eiginhandaráritun. Stuðmenn í fyrsta skipti í Rússlandi Um alla borg mátti sjá vegg- spjöld sem auglýstu hápunkt hátíð- arinnar, komu sjálfra Stuðmanna til borgarinnar, en bandið hélt tvenna tónleika. Þeir fyrri voru í Jazz- fílharmóníu Pétursborgar á föstu- degi þar sem leikin var djasstónlist, og þeir síðari á sunnudegi á rokk- klúbbnum Red Club þar sem Stuð- menn léku sitt landsfræga úrval af íslenskum smellum. Tónleikagestir á Red Club áttu ekki erfitt með að melta tónlistina, þó lögin væru sungin á íslensku. „Það kom mér svolítið á óvart hvað þeir tóku vel undir í þessari vit- leysu,“ sagði Ragnhildur Gísladóttir glettin, aðspurð um móttökurnar. „Mér fannst gaman hvað þau voru snögg að taka á móti því sem við báðum þau um að gera. Það voru greinilega ekki það drukkin, eins og stundum vill gerast á Íslandi, þar sem fólk vill verða aðeins seinna til,“ grínast Ragga. „Þau tóku við sér einn, tveir og þrír, eins og ger- ist á framhaldsskólaböllum – sem mér finnst einhver skemmtilegustu böllin.“ „Það er frábært að koma hingað og frábært fólk,“ hafði Egill Ólafs- son að segja um dvölina. „Þessi borg! Maður finnur einhvern veg- inn menninguna og söguna. Auðvit- að vitum við að þetta var blóðug saga og borgin er, eins og menn segja stundum, byggð á beinum bændanna. En það er frábært að vera hérna innan um alla þessa menningu. Hér eru þeir jú allir jarðsettir, Tsjajkovskí, Rimský- Korsakoff og allir hinir. Allir hvíla þeir hér og andi þeirra er hér yfir músíklega.“ Ræðismannshlutverkið endurskilgreint Jakob Frímann Magnússon hljómborðsleikari var sömuleiðis yf- ir sig ánægður: „Þetta er einhver- ánægjulegasta og hnökralausasta tónleikaferð sem við höfum nokkru sinni farið út fyrir landsteinana, þökk sé hinum ágætu skipuleggj- endum.“ Það var ræðismaður Íslands í Pétursborg, Björgólfur Thor Björg- ólfsson, sem hafði veg og vanda af Íslensku dögunum, í samstarfi við Bravo-drykkjaframleiðandann og Icelandair. „Ég lít svo á,“ sagði Jakob, „að Björgólfur Thor hafi endurskil- greint hlutverk ræðismannsins og það væri einkar ánægjulegt ef koll- egar hans í öðrum löndum tækju hann sér til fyrirmyndar. Í rauninni hefur hann sett nýjan staðal um hvernig menn geta, og mega gjarn- an vinna.“ Lokahönd lögð á Stuðmannamyndina Í lok árs senda Stuðmenn frá sér kvikmyndina Í takt við tímann, sem er beint framhald af Með allt á hreinu. Fyrri myndin endaði, eins og frægt er orðið, í Kaupmanna- höfn en lokaatriði nýju mynd- arinnar mun gerast í Pétursborg. „Við vissum það fyrir nokkru að við kæmum hingað á tökutím- anum,“ sagði Jakob Frímann. „Við skrifuðum því atriði í myndina sem gerist hér í Pétursborg.“ Ekki fékkst meira uppgefið um tengsl Pétursborgar við söguþráð- inn, utan að lokaatriðið í Péturs- borg væri veigamikið og tökur hefðu tekist með miklum ágætum. Þess ber að lokum að geta að Stuðmenn ætla að troða upp á Nasa annað kvöld. Þar ætla þeir í bókstaflegri merkingu að bjóða Mörlandanum upp á rússneska djassprógrammið sitt – því það verður ókeypis inn. Íslensk menningarhátíð í Sankti Pétursborg Stuð í Sankti Pétursborg Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Björgólfur Thor Björgólfsson, ræðismaður Íslands í St. Péturs- borg, og Jakob Frímann Magn- ússon Stuðmaður voru hinir keik- ustu á Red Club. Sankti Pétursborg. Morgunblaðið. Stuðmenn bjóða þjóðinni upp á Rússadjassinn sinn á Nasa í kvöld. 22. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Stuðmenn stóðu undir nafni og skemmtu rússneskir gestir sér engu minna þótt sungið væri á ís- lensku. ÞEIR hugsa sig örugglega tvisvar um Wayans-bræður áður en þeir samþykkja að leika í framhaldinu af White Chicks. Það getur ekki verið freistandi tilhugsun að ganga aftur í gegnum allt þetta förðunarferli, dag eftir dag, svo vikum skiptir, en þeim bræðrum, sem eru svartir á hörund vel að merkja, er breytt í svaka skutl- ur, hvítar á hörund. Myndin er gamanmynd, eins og gefur að skilja, og fjallar um tvo FBI- gaura sem eru við það að missa vinn- una. Til að bjarga eigin skinni leggja þeir á sig að bregða sér í gervi hvítra stelpna í því skyni að vernda ríka hót- elerfingja fyrir mannræningjum. Um er að ræða sannkallaða fjöl- skylduframleiðslu því þeir bræður leika ekki bara og semja handritið heldur er stóri bróðir þeirra Keenen Ivory Wayans leikstjóri. Svaka skutlur! Wayans-bræður í hlutverkum sínum. Frumsýning |White Chicks Svartar ljóskur? ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Metacritic.com 36/100 USA Today Variety 70/100 Shawn og Marlon Wayans eru óþekkjan- legir sem FBI-löggur í dulargervi hvítra of- dekraðra ljóskna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.