Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Síminn er mikið þarfaþing, en flytur ekki alltaf gleðitíðindi. Að kvöldi mánudags- ins 13. september síð- astliðins sat ég að spjalli við græn- lenskan vin minn úti í Færeyjum. Þá hringdi síminn. Í honum var Kristín föðursystir mín og var er- indið að segja mér andlát vinar míns, Gunnars H. Sigurðssonar stýrimanns. Þessi óvænta andlátsfregn kom róti á hug minn og ég átti erfitt með að festa athygli við annars líf- legar samræður við kollega næstu klukkustundir. Við Gunnar höfðum reyndar sjaldan sést síðustu árin, helst að við hittumst endrum og sinnum af tilviljun á förnum vegi, en þeim mun meiri voru samskipt- in við hann ábernsku- og æskuár- um mínum og ekki laust við að hann væri ein af fyrirmyndum mínum á fyrstu æviárunum. Ekki kann ég að rekja uppruna ✝ Gunnar Haf-steinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 2. apríl 1929. Hann and- aðist á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 13. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 23. september. Gunnars af neinni ná- kvæmni, veit það eitt að hann var upprunn- inn í vesturbænum í Reykjavík og af sjó- mönnum kominn. Kynni okkar munu fyrst hafa hafist árið 1946 eða 1947 og man ég þó af skiljanlegum ástæðum fátt af þeim samfundum. Gunnar var þá háseti á ms. Hvassafelli þar sem faðir minn var skip- stjóri og eitt sinn er siglt var suður til Mið- jarðarhafs á þessum árum var und- irritaður með í för, þá á þriðja ári. Gunnar var barngóður, aðstoðaði gjarnan við að gæta krakkans og svo var mér sagt síðar, að ég hefði viljað líkast honum í sem flestu, ekki síst er hann gerði leikfimisæf- ingar í rá og reiða, eða stakk sér til sunds af lunningunni, beint í sjóinn. Svo tók hann allt í einu að heim- sækja ömmu þegar hann kom til Akureyrar og hafði þá gjarnan með sér ýmislegt góðgæti. Ekki vissi ég þá hvað rak hann til þess- ara heimsókna en þótti þær í hæsta máta eðlilegar: hann var vinur okkar og til ömmu var gott að koma. En tilgangurinn með heimsókn- unum í Norðurgötu 3 var vitaskuld annar en að heilsa upp á okkur ömmu. Heimasætan, hún Lóa föð- ursystir mín, átti hug hans allan og gengu þau í hjónaband árið 1950. Athöfnin fór fram í stofunni í Norðurgötu 3 og er mér í óljósu barnsminni. Þar með voru tengslin orðin trygg og formleg og næstu árin sáumst við Gunnar nokkuð reglu- lega, ekki síst eftir að hann fór að sigla aftur með pabba á Hamrafell- inu. Þar vorum við alloft samskipa og var þá víða farið. Ein ferð varð þó lengri og minnisstæðari en aðr- ar og tildrögin nokkuð sérkennileg. Hamrafellið hafði frá því það var keypt til landsins árið 1956 öðru fremur flutt olíu hingað til lands frá Batúmi við Svartahaf, en sú borg var þá í Sovétríkjunum. Haustið 1964 brá viðreisnarstjórn- in hins vegar á það ráð að semja við fjandvini sína í Kreml um að allar olíuvörur sem Íslendingar keyptu af Sovétmönnum yrðu flutt- ar með sovéskum skipum. Þá varð Hamrafell verkefnalaust í bili og ekki um annað að ræða en að leita leiguverkefna. Þegar næst var látið úr höfn í Reykjavík var siglt sem næst suður mitt Atlantshaf og beð- ið fyrirmæla. Þau bárust von bráð- ar og var þá haldið til Karíbahafs og þaðan um Panamaskurð til Perú. Jólum fögnuðum við á mið- baug og þótti mikið ævintýri. Úr þessu varð ein lengsta ferð ís- lensks farskips fram til þessa, stóð frá nóvemberbyrjun og fram í apríl og var víða farið áður en snúið var heim. Gunnar var skipstjóri í þess- ari ferð og leysti það starf af hendi af mikilli prýði, þótt við margan vanda væri að glíma á svo langri siglingu um fjarlægar slóðir. Skipshöfnin, sem þó var í upphafi ærið sundurleit, stóð að baki hon- um sem einn maður og var að ferð- arlokum orðin eins og fjölskylda. Þar hafði létt lund hans og sú stað- reynd, að hann umgekkst alla sem jafningja, mikið að segja. Hin síðari ár bar fundum okkar æ sjaldnar saman, en alltaf var gaman að hitta Gunna. Hann var flestum mönnum hjartahlýrri og umhyggjusamari og alltaf var stutt í gamla æringjann, ekki síst ef minningar frá fornum samveru- stundum bar á góma. Nú hefur hann leyst landfestar í hinsta sinn. Ég kveð hann með góðum minningum og þökk og bið Lóu frænku minni, börnum þeirra og barnabörnum huggunar harmi gegn. Jón Þ. Þór. GUNNAR HAFSTEINN SIGURÐSSON ✝ Stefanía Stefáns-dóttir fæddist 9. júlí 1914. Hún lést á Hrafnistu 16. sept- ember síðastliðinn. Hún varyngsta dóttir hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur og Stef- áns Einarssonar sjáv- arútvegsbónda frá Krókvöllum í Garði. Stefanía ólst upp í stórum systkinahópi, systkinin hétu Sveinn, Theodóra, Einar, Guðríður Kristinn, Eyjólfur, Guðbjörg, Marteinn og Stefanía, sem lést sex ára að aldri, og upp- eldissystir hét Salgerður og eru þau öll látin. Stefanía var tvígift. Með fyrri manni sínum, Frank, eignaðist hún eina dóttur, Sig- ríði, var gift Guðjóni Rúnari Guðjónssyni flugmanni, sem lést 1978 í flugslysi á Sri Lanka. Þau eiga þrjú börn, Kristin, Stef- aníu og Katrínu, sem á tvö börn, Rúnar og Guðbjörgu. Seinni mann sinn, Sigurð Sigurðsson sjómann, missti Stefanía 1971. Um 1930 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og byggði sér hús á Bergþórugötu 33 og þar bjó Stef- anía öll sín ár eða þar til hún fór á Hrafnistu árið 2000. Stefanía verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Frá því að ég man eftir mér var alltaf gott að koma til þín og meðan við áttum heima á hæðinni fyrir neðan þig stakk ég oft af og fór upp til þín, sérstaklega þegar þú áttir nýjar flatkökur sem þú bakaðir sjálf, líka þegar það átti að skamma mann fyrir eitthvert prakkarastrik. Svo þótti manni það svakalegt upp- lifelsi að fá að hjálpa þér að baka, þótt árangurinn væri oftar en ekki alveg sá sem þú vildir og hráefnið meira á sjálfum manni en þar sem það átti að vera en amma tók oft viljann fyrir verkið og leyfði mér að eiga þessi slys sem ég afrekaði á hellunum hjá henni. Hjá henni var ég í fyrstu vinnunni sem ég fékk, sex ára gamall, sem var fólgin í því að sendast með nýbakaðar flatkök- ur á þrjá staði í hverfinu, á nýja hjólinu sem pabbi hafði keypt. Amma átti körfu til að setja á það. Ég var ekkert smá stoltur af að hafa svona ábyrgðarfullt starf. Á veturna þegar ég var í skóla vakn- aði ég við ilminn af flatkökunum og hafragrautnum sem hún hafði eldað svo að ég færi nú ekki óétinn af stað. Svo þegar ég eltist og við fluttum í Garðabæinn kom ég mjög oft við hjá henni eftir skóla og eins þegar ég fór í bíó. En síðustu ár hafði þeim ferðum farið fækkandi. Það verður skrítið að setjast að jólaborðinu þetta árið, þú ert sú síðasta af gamla genginu, sem alltaf var heima um allar hátíðir, sem kveður. En ég mun alltaf minnast þess hvernig þú brostir og fagnaðir mér í hvert skipti sem ég kom til þín með þessum orðum: Nei er þetta ekki Kristinn minn. Þakka þér samveruna amma mín Kristinn Guðjónsson. Elsku langamma eða langa eins og við kölluðum þig, það var stund- um skrítið hvað þú heyrðir illa þeg- ar við vorum að tala við þig, þú kinkaðir bara kolli og sagðir já, hefði stundum átt að vera nei, en allt fór samt vel. Nú fáum við ekki lengur brjóstsykur í nesti, sem var alltaf til í þínu veski. Þú málaðir smekki og fallegar svuntur handa okkur sem eru oft notaðar því þú sagðir að það ætti að nota þær. Nú förum við ekki oftar í bíltúr með Stebbu frænku til að kaupa ís sem þér þótti svo góður, en kannski er til ís hjá Guði, þá værir þú heppin. Kærar kveðjur til þín og takk fyrir stutta samfylgd langa. Rúnar og Guðbjörg. STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR Móðir mín, amma okkar og langamma, STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis á Bergþórugötu 33, sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 16. sept- ember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. september kl. 15.00. Sigríður Alexander, Kristinn Guðjónsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Rúnar og Guðbjörg. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, RÖGNU HELGU RÖGNVALDSDÓTTUR. Þóra R. Ásgeirsdóttir, Loftur Árnason, Ásgeir Loftsson, Susanne Kiær, Jóhannes Loftsson, Kristín Loftsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Finnur Loftsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, GUÐNÝJAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR FANNDAL hjúkrunarfræðings og tónmenntakennara, Suðurgötu 6, Siglufirði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Jóhanna Þórðardóttir, Sigurður Fanndal, Sigurbjörn Fanndal. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU KJARTANSDÓTTUR, Sjafnargötu 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi. Sigrún R. Jónsdóttir, Ólafur Emilsson, Kjartan Jónsson, Þrúður Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Guðný Jónsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Það var sárt að geta ekki fylgt vini mínum Gunnari G. Schram til grafar. Við fráfall hans er eins og ævin líði framhjá sem sjór af göml- um minningum. Við strákarnir litum upp til þessa myndarlega unga manns, en hann sat í sjötta bekk í MA þegar ég hóf skólagöngu mína í fyrsta bekk. Fundum okkar bar saman er ég mætti haustið 1955 á Nýja Garði, þar sem hann var Garðprófastur. Við fundum strax, að hér var á ferð vinur okkar, sem vildi hag okkar sem beztan, en þoldi samt engan uppsteyt og stýrði stúdentaheim- ilinu af myndugleika. Tíu árum síð- ar hittumst við aftur og gerðumst byggingarverktakar í Reykjavík. Það ævintýri stóð þó stutt, enda held ég, að þetta hafi átt við hvor- ugan okkar. Það var oft kátt á hjalla á þessum árum Pressuballa og annarra skemmtilegra stunda með mökum okkar, sem þá voru komnir til sögunnar. GUNNAR G. SCHRAM ✝ Gunnar G.Schram, lagaprófessor og fyrrverandi alþingis- maður, fæddist á Ak- ureyri 20. febrúar 1931. Hann lést sunnudaginn 29. ágúst síðastliðinn á líknardeild Land- spítala á Landakoti og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 7. september. Við Gunnar áttum langt og gifturíkt sam- starf sem prófessorar við Háskólann. Gunnar var hugmyndaríkur maður og leitaði oft til mín með hugmyndir til skrafs og ráðagerða. Við tókum virkan þátt í félagsstarfsemi innan Háskólans bæði í Fé- lagi háskólakennara og síðar í Félagi prófess- ora og vorum báðir fé- lagar í Menningar- félagi Háskólans. Gunnari voru um- hverfismál og verndun náttúrunnar afar hugleikin. Hann starfaði með mér í umhverfisráðuneytinu á bernskuárum þess og studdi dyggi- lega við bakið á mér þar. Að tillögu okkar Gunnars var Umhverfisstofn- un Háskóla Íslands komið á lagg- irnar 1997. Þá átti Gunnar hug- mynd að Umhverfisverndar- samtökum Íslands, sem síðar sameinuðust Landvernd. Sat hann í stjórn beggja þessara mikilvægu samtaka og sinnti umhverfisvernd- armálum af lífi og sál. Eftir Gunnar liggja fjölmörg rit um umhverfis- mál, sem bæði samtíðarmenn hans og næstu kynslóðir munu hafa mik- ið gagn af. Já, það er eftirsjá í svona manni, en það kemur að endalokunum hjá okkur öllum. Ég og kona mín vott- um Elísu og börnum þeirra innilega samúð okkar og þökkum fyrir allar ánægjustundirnar, sem við áttum saman. Júlíus Sólnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.