Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TALSMAÐUR Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sagði í gær að hann væri enn í dái en neitaði fréttum um að hann væri heiladauð- ur. Hann viðurkenndi þó að Arafat væri „milli heims og helju“ og palest- ínsk og ísraelsk yfirvöld gerðu ráð- stafanir til að koma í veg fyrir átök og glundroða á svæðum Palestínumanna ef Arafat félli frá. Leila Shahid, sendifulltrúi Palest- ínumanna í Frakklandi, sagði að ekk- ert væri hæft í fréttum í frönskum og ísraelskum fjölmiðlum um að Arafat væri haldið á lífi með öndunarvél. „Ég get fullvissað ykkur um að það er ekki um heiladauða að ræða,“ sagði hún. „Hann er í dái. Við vitum ekki hvers konar dá þetta er en hann gæti vaknað, við vitum það ekki.“ Shahid bætti við að Arafat hefði verið svæfður fyrir viðamikla rann- sókn lækna hans og það kynni að hafa valdið dáinu. Sérfræðingar drógu þetta í efa og töldu líklegra að sjúk- dómur hefði valdið dáinu fremur en svæfing. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði að Arafat væri „í höndum frábærra lækna“ sem gerðu allt sem á valdi þeirra stæði til að bjarga lífi hans. Hafa ekki greint sjúkdóminn Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, neit- aði því að Arafat væri haldið á lífi með öndunarvél en lét í ljósi áhyggjur af ástandi hans. „Hann er í lífshættu, ástand hans hefur ekki batnað og það veldur okkur áhyggjum,“ sagði hann. Shaath bætti við að læknar hefðu ekki enn greint sjúkdóminn. Hermt er að þeir hafi komist að þeirri nið- urstöðu að Arafat væri ekki með krabbamein í maga. Áður höfðu þeir einnig útilokað hvítblæði. Yosef Lapid, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt því fram að Arafat væri haldið á lífi með öndunarvél. „Við vit- um öll að hann er heiladauður en við ætlum ekki að skipta okkur af mál- efnum Palestínumanna. Þeir munu tilkynna andlát hans þegar þeir telja það viðeigandi.“ Fjölmiðlar í Ísrael sögðu að Arafat yrði haldið á lífi með önd- unarvél þar til samkomu- lag næðist um hvar hann yrði jarðsettur. Palest- ínumenn vilja að hann verði borinn til grafar í Jerúsalem en Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísr- aels, hefur sagt að það komi ekki til mála. „Þar eru grafir konunga gyð- inga, ekki arabískra hryðjuverka- manna,“ hafði fréttastofan AP eftir ónafngreindum ráðherra í Ísrael. Abbas og Qurei deili með sér völdunum Palestínskir embættismenn efndu til skyndifundar á Vesturbakkanum til að ræða ráðstafanir til að koma í veg fyrir valdabaráttu og átök ef Ara- fat félli frá. Leiðtogar palestínskra fylkinga, m.a. Fatah-hreyfingar Arafats og Hamas-samtakanna, komu saman á Gaza-svæðinu til að sýna samstöðu. „Við komum hingað til að sýna að þjóðin er sameinuð og að við erum ekki bara sundraðir ættflokkar,“ sagði Mohammed al-Hindi, leiðtogi Íslamska jihads á Gaza-svæðinu. Palestínskar öryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hættunnar á átökum. Ísraelskum hersveitum hef- ur einnig verið skipað að búa sig und- ir að ráðast inn á hugsanleg átaka- svæði. Þá hefur öllum palestínskum karl- mönnum undir fimmtugu verið bann- að að fara til Ísraels frá svæðum Pal- estínumanna. Palestínsk lög kveða á um að for- seti þingsins, Rawhi Fattuh, eigi að taka við embætti forseta Palestínu- manna falli Arafat frá og gegna því í allt að 60 daga, eða þar til nýr forseti hefur verið kjörinn. Fattuh fengi þó lítil sem engin völd. Gert er ráð fyrir því að Mahmud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra, verði formaður framkvæmdastjórnar Frelsissamtaka Palestínumanna, fram að kosningum. Ahmed Qurei verður áfram forsætisráðherra og tekur einnig við formennsku í Þjóð- aröryggisráðinu, en undir það heyra mikilvægustu öryggissveitir Palest- ínumanna. Qurei hefur þegar fengið aukin völd í fjármálum. Valdsvið bráðabirgðaleiðtoganna tveggja eru þó ekki skýrt afmörkuð og mikið ríður því á að þeim komi vel saman. Að sögn palestínskra emb- ættismanna á forsætisráðherrann að annast stjórnsýsluna frá degi til dags en Abbas að sjá um samskiptin við er- lend ríki og alþjóðastofnanir. Arafat sagður „milli heims og helju“ Fréttum um heiladauða Palestínuleiðtogans vísað á bug Reuters Mahmud Abbas, framkvæmdastjóri PLO, og Ahmed Qurei forsætisráðherra á fundi í höf- uðstöðvum Yassers Arafats í Ramallah. Á milli þeirra er autt sæti Arafats. París. AP, AFP. Rawhi Fattuh MYND sem Paul Gauguin málaði árið 1899 og nefndi Maternite (II) var seld á uppboði Sotheby’s- fyrirtækisins í New York í gær á 39,2 milljónir dollara, rúmlega 2.600 milljónir króna. Myndin er frá Tahitiskeiði málarans og sýnir vel hve Gauguin var hrifinn af Suð- urhafseyjum og íbúum þeirra, ekki síst kvenfólkinu. AP Tahiti-konur Gauguins ÉG studdi ekki Ralph Nader núna þótt ég mæti mjög andstöðu hans við stríðið í Írak og gagnrýni hans á skatta- og efnahagsstefnu sem gerir þá ríki stöðugt ríkari. En mér fannst mikilvægast af öllu að tryggja að Kerry sigraði George Bush,“ segir Brian Palmer, bandarískur mann- fræðingur sem hér er í stuttri heim- sókn. Palmer starfar nú við Kenn- araháskólann í Stokkhólmi en var áður í nokkur ár kennari við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann flutti erindi á fundi í Reykjavík- urAkademíunni í gær um forseta- kosningarnar á þriðjudag. Palmer segist í viðtali við Morg- unblaðið telja að úrslit forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum hafi verið mikið áfall fyrir Bandaríkin og heim- inn allan. Margt hafi farið úrskeiðis, utankjörstaðaatkvæði hafi týnst, not- aðir hafi verið þúsundir snertiskjáa þar sem ekki sé hægt að endurtelja eða kanna á annan hátt hvort rétt hafi verið talið, stuggað hafi verið við kjósendum sem ætluðu að fara á kjörstað, útsendarar repúblikana hafi stöðvað það og yfirheyrt. Hann er spurður hvers vegna Demókrataflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir eftir kosningarnar vegna þessara atburða. „Bornar voru fram athugasemdir á mörgum stöð- um. En Bush var með svo mörg at- kvæði fram yfir John Kerry að það var þýðingarlaust að fylgja þessum kvörtunum eftir,“ svaraði Palmer. Báðir duglegir að smala – Gerðirðu ráð fyrir að munurinn yrði svona mikill? Hvað gerðist? „Ég gerði sjálfur ráð fyrir að mun- urinn yrði mun minni og Kerry myndi líklega vinna. Demókratar voru mjög duglegir að fá nýja kjós- endur til að skrá sig en repúblikanar voru einnig mjög iðnir við þetta. Aukningin varð því álíka mikið hjá báðum. Stjórn Bush tókst líka að beina athyglinni mjög að menningar- legum og trúarlegum deiluefnum, til dæmis hjónaböndum samkyn- hneigðra, bænagerð í skólum, stofn- frumurannsóknum. Þetta bar mikinn árangur.“ – Var Kerry of hægrisinnaður? „Menn greinir mjög á um það hvort Kerry hefði átt að gagnrýna Íraksstríðið meira og færa sig lengra til vinstri í félagsmálum. Sjálfur álít ég að hann og liðsmenn hans hafi metið stöðuna nokkuð rétt. Ég er ekki sannfærður um að stefna lengra til vinstri hefði gagnast betur.“ Palmer segir kannanir hafa sýnt að meirihluti kjósenda Bush hafi gert sér ýmsar ranghugmyndir um hann, m.a. talið að hann væri stuðnings- maður Kyoto-bókunarinnar gegn kol- díoxíðlosun, stuðningsmaður al- þjóðlega Sakamáladómstólsins í Haag og fylgjandi því að í alþjóða- samningum um viðskipti yrði tekið tillit til umhverfismála og réttinda launþega. Bush hefur hins vegar ver- ið andvígur öllum þessum málum. Hvar er miðjan? – Eru öfgar að aukast í stjórn- málum vestra, bilið milli fylkinga orð- ið breiðara en áður? Hvað varð um miðjuna, er hún að hverfa? „Já öfgarnar eru sérstaklega að eflast til hægri. En nú skiptast menn í tvö horn hvað varðar notkun fjöl- miðla. Vinstrisinnaðir demókratar og íhaldssamir repúblikanar horfa nú á ólíkar sjónvarpsrásir, lesa mjög ólík- ar vefsíður. Dæmigerður stuðnings- maður Kerrys myndi eftir sem áður lesa The New York Times eða The Washington Post, eftir sem áður horfa á opinberu sjónvarpsstöðv- arnar, PBS. En dæmigerður kjósandi Bush myndi ekki nýta sér neitt af þessu. Hann myndi telja að The Times væri afskaplega vinstrisinnað, líka The Post. Breytingin hefur orðið mest til hægri en niðurstaðan er að gjá er á milli fylkinga,“ segir Brian Palmer. Horfa ekki á sömu stöðvar, lesa ekki sömu blöðin Bandaríski mannfræð- ingurinn Brian Palmer segir djúpa gjá milli dæmigerðra kjósenda Bush og Kerrys. kjon@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Brian Palmer mannfræðingur. VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær með undirskrift sinni Kyoto-samkomulagið um viðbrögð við loftslags- breytingum. Með undirritun forsetans lauk staðfestingarferl- inu í Rússlandi en áður höfðu báðar deildir þingsins í Moskvu lagt blessun sína yfir sáttmálann. Kyoto-samkomulagið varðar að- gerðir til að draga úr losun koldíox- íðs og annarra gróðurhúsaloftteg- unda og þar með draga úr hnattrænni hlýnun sem þær eru taldar eiga sök á að hluta. Með staðfestingu Rússa hafa nægilega margar þjóðir undirritað sáttmálann til að hann öðlist gildi. Skjölunum frá Rússlandi verður nú komið til Sameinuðu þjóðanna. Sögðu rússneskir embættismenn í gær að þrír mánuðir myndu líða áð- ur en Kyoto-samkomulagið öðlaðist gildi. Pútín staðfestir Kyoto Moskvu. AFP. Vladímír Pútín ENDANLEG niðurstaða banda- rísku forsetakosninganna var sú að repúblikaninn George W. Bush fékk 286 kjörmenn en demókrat- inn John Kerry 252. Þetta varð ljóst í gær þegar fyrir lá að Bush hefði borið sigur úr býtum í Nýju- Mexíkó og Iowa, en þaðan koma alls 12 kjörmenn. 270 kjörmenn af alls 538 þurfti til að sigra í kosn- ingunum síðastliðinn þriðjudag. Talning atkvæða í Iowa tafðist en í gær var greint frá því að Bush hefði sigrað þar, fengið fjórtán þúsund atkvæðum meira en Kerry. Bush sigraði í alls 31 ríki en Kerry bar sigur úr býtum í nítján ríkjum, auk höfuðborgar- innar, Washington DC, sem hefur einn kjörmann. Bush fékk 286 kjörmenn Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.