Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 37
bilið. Léttur málsverður í Kirkjulundi eftir messu. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingva- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og stjórnandi Hákon Leifsson. Sjá: kefla- vikurkirkja.is HVALSNESKIRKJA: Sunnudagurinn 7. nóvember – Safnaðarheimilið í Sandgerði: Gospelguðsþjónusta kl. 16:30. Kór Hvals- neskirkju syngur. Organisti Steinar Guð- mundsson. NTT – Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu í Sandgerði á þriðju- dögum kl.17. Foreldrastundir eru á þriðju- dögum, kl. 13.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Gospelguðsþjónusta kl. 20:30. Kór Útskálakirkju syngur. Org- anisti Steinar Guðmundsson. Garðvang- ur: Helgistund kl. 15:30. NTT – Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu á fimmtu- dögum kl.17. Sóknarprestur. BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Messa kl 14. Sungin verður Englamessan . Einsöngur í athöfninni, Gísli Þorsteinsson. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli kl. 11.15–13. Almenn guðsþjónusta (allra- sálnamessa) kl. 14. Látinna minnst. Sig- urður Ægisson. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Kirkjuskóli á sama tíma. Sóknarprestur. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Sigríður Munda Jóns- dóttir verður sett inn í embætti sóknar- prests í Ólafsfjarðarprestakalli. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið sunnudaginn 7. nóvember kl. 11:00 f.h. Afmælisbörn september og októbermán- aðar fá sérstakan glaðning. Mikill og skemmtilegur söngur fyrir alla fjölskyld- una. Kirkja full af trú og gleði. Allir vel- komnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 11. Látinna minnst. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Ritningarlestur: Rósa Kristjánsdóttir djákni. Kór Akureyr- arkirkju syngur. Organisti: Eyþór Ingi Jóns- son. Fræðsla og veitingar eftir messu. Rósa Kristjánsdóttir djákni á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi flytur erindi: „Dauð- inn, sorgin og stofnunin.“ GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl 11. Söngur, leikrit, tilbeiðsla og lofgjörð. Öll börn ásamt foreldrum velkomin. Messa kl. 14. Allra heilagra messa – látinna minnst. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjón- ar. Kór Glerákirkju syngur. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Fermingarbörn ásamt for- eldrum sérstaklega velkomin. Kaffi í safn- aðarsal eftir messu. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn samkoma kl. 11. Níels Jakob Erlingsson flytur ræðuna. Sunnudagaskóli kl. 11. Gospel Church kl. 20. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur: Guðs- þjónusta kl. 16. Minnst látinna. Sval- barðskirkja: Kyrrðarstund sunnudags- kvöld kl. 21. Grenivíkurkirkja: Kyrrðar- stund mánudagskvöld kl. 20. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Kyrrðarstund mánudag kl. 18. Sóknarprestur. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta sunnudag kl. 15. Allra heilagra messa, látinna minnst. Sóknarpestur, kirkjukór og organisti Selfosskirkju koma í heimsókn og annast helgihald ásamt heimafólki. Sr. Haraldur M. Kristjánsson prédikar og sr. Gunnar Björnsson þjónar fyrir altari. Kirkjukórar Víkur- og Selfosskirkna syngja. Organistar og stjórnendur eru Kristín Waage og Glúmur Gylfason. Væntanleg fermingarbörn næsta vors sérstaklega hvött til að mæta ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum. Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd Víkursóknar öllum við- stöddum í vöfflukaffi á Ströndinni, veit- ingasal Víkurskála. Vinsamlega athugið breytta tímasetningu. Fjölmennum og tök- um vel á móti góðum gestum. Sóknar- prestur. Kirkjuskóli laugardag kl. 11.15– 12 í Víkurskóla. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Sunnudaginn 7. nóvember nk. verða guðsþjónustur í báðum kirkjum prestakallsins. Kl.11.00 í Stóra-Núpskirkju og kl. 14:00 hefst guðs- þjónusta í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Minnst verður sérstaklega þeirra sem lát- ist hafa í prestakallinu á síðasta ári. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 7. nóvember kl. 14.00. Allra heilagra messa. Skálholtskórinn og Kammerkór Biskupstungna syngja. Ferm- ingarbörn aðstoða í messunni. Látinna verður minnst sérstaklega og kveikt á kertaljósum í minningu þeirra. Sóknar- prestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Allraheilagramessa. Látinna minnst. Sunnudagaskóli hefst kl. 11.15 í lofti safnaðarheimilisins. Léttur hádegisverður að lokinni messu. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar miðvikudaga kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnastarf og messa, altarissakramenti, kl. 11. Beðið fyrir minningu látinna. Sóknarprestur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 37 MINNINGAR ✝ Guðjón Jónssonfæddist á Núpi í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 13. september 1950. Hann lést á Sel- fossi 31. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Einarsson, f. 30. apríl 1902, d. 22. maí 1979, og Auðbjörg Jónína Sigurðardóttir, f. 25. apríl 1910, d. 15. mars 1985. Systkini Guðjóns eru: Guðrún, f. 5. apríl 1930, Jón- as, f. 4. apríl 1931, d. 2. maí 1931, Kristín, f. 24. maí 1932, sveinbarn, f. 9. ágúst 1933, d. 8. september 1933, Sigurður, f. 15. október 1934, d. 9. febrúar 1997, Jóna Vigdís, f. 9. jan. 1936, Einar Ingi, f. 1. mars 1937, Páll Ingi, f. 20. febrúar 1939, Sigríður Júlía, f. 7. nóvember 1940, Guð- laug, f. 17. apríl 1942, Jóhanna, f. 21. júní 1944, Ben- oný, f. 3. feb. 1946, d. 24. apríl 1946, Rúna Björg, f. 25. ágúst 1947, og Oddur Helgi, f. 3. janúar 1955. Guðjón kvæntist 28. maí 1977 Ástu Sveinbjörnsdóttur frá Miðmörk, f. 3. febrúar 1956. Börn þeirra eru: 1) Jón Kristinn, f. 4. nóvem- ber 1974, sambýlis- kona hans er Linda Bára Finnbogadóttir og á hún einn son. 2) Hanna Val- dís, f. 25. janúar 1976. 3) Guð- mundur Ingi, f. 13. október 1983, sambýliskona hans er Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir. 4) Svan- hildur Ósk, f. 31. júlí 1987. Útför Guðjóns verður gerð frá Ásólfsskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkar elskulegi Guðjón, nú ert þú fallinn frá löngu fyrir aldur fram. Minningin um góðan dreng lifir að eilífu. Við sendum Ástu, Jóni Kristni, Hönnu Valdísi, Guðmundi Inga og Svanhildi Ósk okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að varðveita þau í sinni djúpu sorg. Guð geymi þig, elsku bróðir, mág- ur og frændi. Guðlaug, Guðgeir, Bergur og fjölskylda. Elsku Guðjón bróðir. Við kveðjum þig í hinsta sinni í dag. Mikið er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar, en allar þær fallegu minningar sem við eigum um þig lina sársauka okkar. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt og fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niðŕá strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin, nú einmana ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjá þig. Ég rýni út um rifurnar ég reyndar sé þig allsstaðar, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Við kveðjum þig með sorg í hjarta. Hafðu þökk fyrir allt, elsku bróðir. Sæll að sinni. Elsku Ásta, Jón Kristinn, Hanna Valdís, Guðmundur Ingi og Svan- hildur Ósk. Megi góður Guð styrkja ykkur og okkur öll. Ástar- og saknaðarkveðjur. Systkinin. Eftir yndislegt sumar og fallegt haust kólnar skyndilega. Hann Guð- jón frændi okkar á Núpi er dáinn. Þessi ljúfi drengur með sitt góða skap, sinn græskulausa húmor sem engan skemmdi og stríðnisblik í aug- um. Hvað maður á eftir að sakna þessa alls. Að fá að alast upp heima á Núpi með Guðjóni, Helga, Nonna og öllum hinum var ævintýri líkast. Og minningarnar streyma fram. Alltaf vorum við tvær og Nonni á eftir hon- um. Tróðumst með honum inn í traktor hvert sem hann fór, allar ferðirnar austur að Skarðshlíð í búð- ina til Tomma, austur á Skógasand með Siggu og Viffa að ræna veiði- bjölluna og finna nokkur vel stropuð egg, fjöruferðirnar. Allt þetta og miklu meira þvældumst við með hon- um á Eyjólfi (Land Rovernum gamla) innan um mélpoka og lamba- spörð. Alltaf virtist hann skemmta sér best. Átti það til á miðjum hey- slætti niðri á Keldubakka að drífa sig úr sokkum og skóm og fara að vaða með okkur í Djúpálnum. Aldrei varð hann reiður við okkur, í mesta lagi hótaði hann að setja frímerki á rass- inn á einni okkar og senda hana heim með póstinum ef hún yrði ekki þæg! Hann leit á okkur sem jafningja sína, gerði það reyndar við alla. Enda hændust allir að honum, börn jafnt sem fullorðnir. Á þessum árum var nú ekkert allt- af verið að fara í bað, það dugði bara að skreppa í Seljavallalaug af og til og „sjæna“ sig þar. Því hlaut að búa eitthvað undir þegar Guðjón allt í einu fór að dubba sig upp og lykta af þessum líka fína rakspíra. Jú, Eyj- ólfur sást grunsamlega oft á ferðinni uppi á Merkurbæjum. Nánar tiltekið á Miðmörk. Þar kynntist hann henni Ástu. Það var mikið gæfuspor í hans lífi. Með henni eignaðist hann börnin sín fjögur sem hann var svo stoltur af. Í sameiningu bjuggu þau sér fal- legt heimili og glæsilegan garð sem þau lögðu mikla vinnu í. Guðjón var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði veislur. Honum leið afskaplega vel innan um fólk sem honum þótti vænt um. Veislurnar heima á Núpi, spikfeitt hrossakjöt, risavaxnar sparikartöflur úr garðin- um hans og bestu rófur í heimi frá Jónu systur hans. Hann vissi ekkert betra. Svo maður tali nú ekki um sveskjugrautinn, eða slumsugraut- inn hennar Stínu eins og hann kallaði hann, með rjóma og ís í eftirrétt. Og hinar árlegu fýlaveislur! Þær voru frábærar. Nú eru jólin á næsta leiti en til þeirra hlakkaði Guðjón alltaf. Hann var mikið jólabarn og naut þá samvista með fjölskyldunni. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því að sennilega var Guðjón einn mikilvægasti hlekkurinn í Núpskeðjunni. Hann var svo dugleg- ur að safna fólkinu saman. En eitt er víst, þegar við svo förum að tínast eitt og eitt yfir, þá bíður Guðjón með rjúkandi spikfeitt hrossakjöt og fýlskrika. Þangað til biðjum við guð að geyma hann og passa hana Ástu og börnin hans. Þínar frænkur Jóna og Heiða. Mig langar að minnast frænda míns með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um Guðjón þá minnist ég helst hversu góður eiginmaður og faðir hann var. Guðjón og Ásta voru ung þegar þau eignuðust fyrstu tvö börn- in sín, Jón Kristin og Hönnu Valdísi, og ég á unglingsaldri var himinlif- andi yfir að fá þessi tvö litlu börn til að passa og leika með. Ég var mikið hjá fjölskyldunni á efri hæðinni í miðbænum og fékk að vera mikið með krakkana. Nokkrum árum seinna eignuðust þau Guðmund Inga og Svanhildi Ósk. Mamma hefur alltaf sagt að ekki væri hægt að fá betri nágranna en hann Guðjón í miðbænum. Þegar hann var unglingur hjálpaði hann mömmu mikið í garðinum og alla tíð síðan hefur hann verið boðinn og bú- inn að hjálpa henni ef hún bað hann og alltaf með góðum hug. Núna ekki fyrir löngu tók hann stein úr gang- stéttinni í Gamla bænum og flutti hann í nýja gangstíginn hennar á stóra traktornum sínum og verður hún honum ævinlega þakklát fyrir það. Guðjón átti allar þær græjur sem hægt var að hugsa sér og flott- asta jeppann í sveitinni. Hann hugs- aði líka vel um allt sitt og fór vel með. Þau Ásta bjuggu sér til afskaplega fallegan garð og þegar hann var fullbúinn og ekki hægt að gera meir þá fluttu þau sig vestur fyrir hús og hlóðu veggi og gróðursettu tré, þau voru ekki á leiðinni að hætta, alltaf þegar maður hitti þau á hlaðinu voru þau með nýjar hugmyndir, sem þau ætluðu að framkvæma. Oft sá maður þau að vinna að þessum fram- kvæmdum fram á nætur á sumrin. Guðjón var líka einstakur matmaður. Á hverju ári héldu þau hjónin fýla- veislu fyrir systkini Guðjóns og börn þeirra. Var mikil eftirvænting ár hvert fyrir veisluna og hún umtöluð lengi á eftir . Guðjón var næstyngstur af stórum systkinahópi og átti hann mörg systkinabörn. Mörg þeirra voru í sveit á Núpi. Öllum þótti vænt um hann, hann var afskaplega hlýr maður, kátur og einstaklega orð- heppinn. Síðustu árin höfðu þau Ásta minnkað við sig búskapinn og voru bara með fáeinar kindur og unnu þau bæði annars staðar með bústörfun- um. Guðjón var afburða fjárbóndi og virðist það liggja í fjölskyldunni. Að deyja um fimmtugt er alltof snemmt og óvæntur og mikill missir fyrir konu hans og börn. Ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur Ástu, Hönnu Valdísi, Jóni Kristni, Svan- hildi, Guðmundi Inga og systkinum hans innilegar samúðarkveðjur. Guðbjörg B. Guðmunds- dóttir (Bugga). Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustregur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Guðjón frændi er dáinn. Þar er stórt skarð komið í okkar tilveru, skarð sem ekki verður bætt því að enginn var eins og Guðjón. Hann var gull af manni, alltaf tilbúinn til að gera hvað sem hann var beðinn um með bros á vör. Við grátum það sem var gleði okkar og svo sannarlega var alltaf gaman þegar við hittum Guðjón. Hann reyndist okkur svo vel þegar pabbi dó, boðinn og búinn til að gera allt og, elsku Guðjón, hafðu þökk fyrir það. Ég er ekki viss um að lífið hjá okkur fjölskyldunni hefði gengið eins vel og reyndist nema vegna þinnar hjálpar. Ég minnist líka allra ferðanna okkar á fjöru, að ræna veiðibjölluna, að smala, að sækja okkur stelpurnar, alltaf varst þú tilbúinn. Mikið óskap- lega á ég eftir að sakna þessa alls. Sem betur fer er ekki hægt að taka minninguna um þennan mæta mann frá okkur. Styrkur okkar allra, þó sérstaklega ykkar, elsku Ásta, Jón Kristinn, Hanna Valdís, Guðmundur Ingi og Svanhildur Ósk, er í minn- ingunni og við skulum halda í hana um ókomna tíð. Guð blessi minningu Guðjóns frænda. Rósa, Kjartan, Bergþóra og Bjargey. Glettinn, skemmtilegur, hjálpsam- ur, duglegur, góðhjartaður og alltaf hrókur alls fagnaðar. Þannig var hann Guðjón „bróðir“ eins og við kölluðum hann bróður hennar mömmu, í stuttu máli. Þær eru margar minningarnar sem streyma fram, eins og fýlaveislurnar, stóraf- mæli, fjölskylduboð eða bara að hitta Guðjón og Ástu að Núpi á hvers- dagslegum nótum. Fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með Guð- jóni verðum við ævinlega þakklát. Það að þurfa að kveðja hann er eitt það erfiðasta sem við höfum þurft að gera. Takk fyrir allt og allt, kæri frændi. Við kveðjum þig með miklum trega en fallegar minningar um þig geymum við alltaf. Sæll að sinni, elsku frændi. Elsku Ásta, Jón Kristinn, Hanna Valdís, Guðmundur Ingi og Svan- hildur Ósk, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ástar- og saknaðarkveðjur. Kristín Auður og Jón Gísli. Hinn 31. október sl. fékk ég mjög leiðinlega upphringingu frá mömmu. Hún var að segja mér að Guðjón væri dáinn. Ég trúði þessu varla og var lengi að átta mig á þessum frétt- um. Nú kveðjum við einstakan ung- an mann sem var tekinn frá okkur allt of fljótt, næstyngstur af stórum systkinahópi. Hann var vinur allra og sagði alltaf já við alla sem báðu hann um að gera eitthvað fyrir sig. Elsku Ásta, Jón Kristinn, Hanna Valdís, Guðmundur Ingi og Svan- hildur Ósk, ég bið góðan guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um og veita ykkur styrk til að takast á við lífið fram undan. Um þig eigum við bara góðar minningar. Þín verður sárt saknað, elsku Guðjón. Guð geymi þig, elsku frændi. Aðalbjörg, Valtýr og Helga. Kær æskuvinur minn, Guðjón Jónsson á Núpi, hefur lagt upp í ferðina löngu. Þetta ótímabæra fráfall hans kom illa að mér, ekki síst fyrir það að fáir dagar eru síðan við hittumst nokkrir sveitungar. Í þeim hópi var Guðjón, hress og kátur að venju. Þegar maður spyr sjálfan sig hver sé tilgangurinn verður fátt um svör, staðreyndin talar, henni fáum við ekki breytt. Í minningunni er og verður Guðjón mér ljóslifandi, hlýr og glaðlyndur að eðlisfari, sem stráði allt í kringum sig perlum mann- gæsku og hjartahlýju. Guðjón ólst upp í stórum systkinahópi við ástríki yndislegra foreldra. Man ég alltaf hve gott var að koma í miðbæinn á Núpi. Við Guðjón vorum nágrannar í rúm þrjátíu ár. Á þeim árum sköp- uðust vináttubönd sem ég minnist með þakklæti og gleði. Guðjón var þeim kostum búinn að sjá broslegu hliðarnar á lífinu. Minnist ég ekki að hann hafi velt sér upp úr óþarfa vandamálum hversdagsleikans né öðrum smámunum, það var ekki hans eðli. Guðjón unni jörðinni sinni í ná- grenni góðra granna, sáttur og glað- ur, því búskapurinn var líf hans og yndi. Hann umgekkst náttúruna með virðingu, lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt, menn og málleys- ingja. Mesta gæfuspor Guðjóns var þeg- ar hann hitti sína góðu konu, Ástu Sveinbjörnsdóttur frá Mið-Mörk. Saman gengu þau lífsveginn og helg- uðu uppeldi barna sinna alla sína krafta af ástúð og umhyggju. Heimili þeirra stóð öllum opið og fóru allir glaðir af þeirra fundum. Samrýnd voru Guðjón og Ásta í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur, sem end- urspeglast í umgjörðinni kringum heimili þeirra. Þau ræktuðu svo sannarlega garðinn sinn. Guðjón var maður sem lét gott af sér leiða. Hann var gott að eiga að samferðamanni. Fyrir það þakka ég heils hugar. Nú hefur ský dregið fyrir sólu. Með sárum söknuði kveðjum við góðan dreng sem allt of fljótt var frá okkur tekinn. Megi góður guð styrkja fjölskyld- una á þessum erfiða tíma. Hugi Magnússon. GUÐJÓN JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.