Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÍSLENSK hönnun var í sviðsljósinu í París nú á vordögum er athygli Frakka var beint að þeim fjölmörgu og ólíku viðfangsefnum sem íslensk- ir hönnuðir takast á við. Sýningin, sem sett var upp í VIA-stofnuninni í París, nefndist Transforme og mátti þar finna verk á fimmta tug hönn- uða og listamanna sem sýndu allt frá súkkulaðimolum, skartgripum, búsáhöldum, lömpum, húsgögnum, textíl, fatahönnun, grafískri hönnun og tölvuleikjum til arkitektúrs og snjóflóðavarna. Eftir veruna í París eru munirnir nú komnir hingað til lands og geta gestir og gangandi virt þá fyrir sér í höfuðstöðvum Marels í Hafnarfirði. Fyrirtækið styrkti Transforme úti og hafði að sögn Páls Hjaltasonar arkitekts, sem setti upp sýninguna kveður Transforme ekki síður hafa fengið góðar viðtökur hér heima en í París þar sem sýn- ingin sló aðsóknarmet síðustu þriggja ára á einu aðalhönn- unarsafni borgarinnar. Á sjötta þúsund gesta lögðu leið sína í VIA-stofnunina til að skoða Transforme, sem var sérstaklega hönnuð fyrir það rými sem hún þar byggði og er ekki hægt að segja annað en að áhugi á sýningunni hafi leynst víðar í álfunni sem skilaði sér í yfir fimmtíu tímarita- og blaða- greinum, m.a. hjá Casa Vogue þar sem hún hlaut góða kynn- ingu. Hönnuðirnir sjálfir vöktu þá sumir hverjir ekki minni athygli og segir Páll framleiðendur þannig í einhverjum tilfellum hafa haft sam- band með framleiðslu hlutanna í huga. „Dögg Guðmundsdóttir, sem starfar í Danmörku, vakti til að mynda mikla athygli ekki hvað síst fyrir hnífapör sín. En hún er ein af okkar sterkustu ungu hönnuðum,“ segir Páll og er ánægður með þau jákvæðu viðbrögð sem Transforme hefur vakið. ásamt konu sinni, Stein- unni Sigurðardóttir fatahönnuði, frum- kvæði að því að flytja hana hingað til lands. En sýn- ingin var skipulögð af Form Ísland, samtökum hönn- uða. „Okkur fannst það bara vel til fundið. Hönnun á ekki síður heima inni í fyrirtækjum en á söfnum og það er gaman að ná þarna öðrum áhorfendahóp en á söfnunum,“ segir Páll og  HÖNNUN Morgunblaðið/Golli Í hægindum: Stóllinn Take off eftir Sigurð Gústafsson. Task- an er eftir Rósu Helgadóttur. Eins og fuglinn fljúgandi: Stóllinn Wing eftir Dögg Guðmundsdóttur. Transforme-sýningin er opin virka daga frá kl. 10–16 til 1. desember nk. annaei@mbl.is Á hugarflugi: Ljósið Kite, eða flug- dreki, er búið til úr mjúku plast- efni, járnplötu og segulkubbum. Plastið er fest á járnplötuna með seglunum og því hægt að móta ljós- ið, sem er verk þeirra Daggar Guð- mundsdóttur og Carlo Volf, að vild. Leikið með and- stæður Flaska fyrir flösk- ur: Vínflösku- standurinn Fata morgana eftir Ólaf Þórðarson. Borgundarhólmur er kletta-eyja í Eystrasalti sem til-heyrir Danmörku. Þarstundar fólk aðallega landbúnað og fiskveiðar og -vinnslu. Eyjan er 587 ferkílómetrar að stærð, en strandlengjan er samtals 141 km. Hvers vegna varð Borgundar- hólmur fyrir valinu? Ég ákvað að taka þátt í 100 km hlaupi sem hefur farið fram þarna árlega í 8–9 ár. Aðallega valdi ég Borgundarhólm vegna þess að þang- að er stutt að fara og ódýrt að ferðast þangað ef allt færi nú á versta veg og ég kæmist ekki í mark. En aðeins er hægt að taka þátt í svona löngu hlaupi, meira en tvö- földu maraþoni, á einum öðrum stað á Norðurlöndunum og það er í Finn- landi. Þá er hlaupið um Lappland. Gafstu þér tíma til að skoða þig um? Já. Ég gerði það. Maður hleypur því sem næst hringinn í kringum eyjuna. Fyrri hluta leiðarinnar fór ég í gegnum mörg smáþorp við ströndina og svo höfuðstaðinn Rönne. Þetta er svona huggulegt danskt landslag. Þegar komið var norðan megin á eyjuna fór maður um landbúnaðarsvæðin og akrana. Hverju sækjast ferðamenn eftir á Borgundarhólmi? Ég býst við að þeir sækist eftir því að sjá eitthvað óvenjulegt. Þeir koma örugglega ekki þangað vegna landslagsins. Líklega sækja þeir í það sögulega og jarðsögulega." Hefur þú komið áður til Borgundarhólms? Já. Einu sinni áður. Þá vann ég hjá Bændasamtökunum og fór þang- að á fund. Þarna er rekinn góður landbúnaður á stórum búum. Hvar gistir þú? Ég gisti í hjólhýsi á tjaldstæði, Nexö familiecamping, þar sem einn- ig eru leigð út hjólhýsi og smáhýsi. Þar var fínt að vera. Heldur þú að þú eigir eftir að sækja Borgundarhólm aftur heim? Ég er ekki viss, en líklega kæmi ég frekar þangað aftur til að hlaupa en sem venjulegur ferðamaður.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Morgunblaðið/Þorkell Hljóp hringinn í kringum eyjuna Gunnlaugur Júlíusson skrapp til Borgundar- hólms í lok sumars. Nexö familiecamping sími: +45 56 49 27 21 http://www.bornholm-online.com BORNHOLMTOURSSdr. Hammer 2G · DK-3730 NexøSími: +45 56 49 32 00Fax +45 56 49 43 10info@bornholmtours.com http://www.bornholmtours.dk/ http://www.bornholm.net/bh/ overnatningsmuligheder/ www.hlaup.is asdish@mbl.is FERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.