Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 5
unum, sem lifa á eynni, svo mik- inn fisk og humar, sem hugurinn girntist, úr víkum og vogum. Gnægð er þar af ísköldu drykkj- arvatni og hægt að grafa úr jörðu bæði næpur og svo að segja hvers konar kálmeti sem nöfnum tjáir að nefna“. Selkirk gekk upp á þilfar og sagði við sjálfan sig, að nú þyldi hann skammir Stradlings ekki miklu lengur. Ef skipstjórinn tæki enn á ný að úthúða honum í áheyrn skipsmanna, þá gengi hann úr þjónustunni, léti setja sig á land og á þessari fögru eyju skyldi hann verða aftur að manni. Eitt af skyiduverkum Selkirks sem stýrimanns var að stjórna hreinsun og viðgerð á skipinu, þegar það var statt á grunnsævi. Láta gera að skemmdum, hreinsa botninn og skafa af honum hrúð- urkarla, illgresi og hvers konar sjávardýr, og sitthvað annað, sem ekki varð hjá komizt að gera með skömmu millibili í þá daga. Ann- ars var Stradling vanur að slá því á frest svo lengi sem hjá varð komizt. Þegar Selkirk leit niður í lest- ina á Sink Ports morguninn eftir, sá hann nóg til þess að fyllast upp- reistarhug. Byrðingur lestarinnar var grautfúinn og viðurinn gegn- sósa af grænni frof'ú. Hann gat borað djúpar holur í borðin með nöglinni og klórað stóra klumpa af kalfatti út úr samskeytunum. Timburmaður skipsins nyndi verða margar vikur að gera við skemmdirnar og þó var alls óvíst að skipið yrði sjófært að því loknu. „Herra Selkirk!“ Hann leit upp og sá skipsdrenginn. „Skipstjór- inn vill finna yður fram á.“ Þetta samtal millum Selkirks og Stradlings varð púðurtunna, sem sprakk og þeytti stýrimanninum af skipinu og upp á eyna. Því að Stradling foringi var fastákveð- inn í að láta þegar í haf og setja SUNNUDAGSBLAÐIB á einhvern hátt met í stiga- mennsku. „Skipið er komið að því að sökkva,“ sagði Selkii'k við yfir- mann sinn. „Timburmaðurinn verð ur ekki styttri tíma en mánuð að skipta um fúnu borðin í lestinni og þétta aftur í samskeytin.“ Stradling krafiðst þess, að þeg- ar væri lagt af stað. Hann hélt að Selkirk ynni móti sér af ásettu ráði, taldi hann öfundssjúkan vegna þess að honum hafði ekki verið falin yfirstjórn skipsins, þeg- ar Pickering skipherra féll frá. „Þú æsir skipshöfnina upp á móti mér!“ hvæsti Stradling blý- grár af vonzku, með samanbitnar varir, svo að munnvatnið ýrðist á Selkirk. „Þú ert að reyna að brjóta niður vald mitt hér á skip- inu, en áður en þér tekst það, skal ég flá hrygglengjuna af baki þínu, með kettinum, í augsýn allra skips manna.“ Skotinn barðist við að bæla nið- ur reiðina. Hann var eldrauður í framan af skapofsa. „Ég sigli ekki lengur undir þinni stjórn,“ sagði hann og var fastmæltur. „Ég ætla að leita gæfunnar hér á Juan Fer- nandes. Skjóttu mér á land með byssuna mína, verkfæri og skips- kistu.“ Þar með var teningnum kastað. Þessar fyrstu klukkustundir niðri við ströndina, fundust Selkirk ofsalega langar. Hann stóð þar og starði á eftir Sing Ports er rann út til hafs fyrir fullum seglum. Skipið minnkaði eftir því sem fjar- lægðin jókst, og Selkirk fylgdist með því, unz hann verkjaði í aug- un og allt rann út í móðu. Hann grúfði andlitið í höndum sér og grét með ekka. Um leið varð hann þess var, að rödd hans var hás og kverkarnar sárar eftir gagnslaus óp og köll og grátbænir, er hann hafði haldið áfram, löngu eftir að báturinn var kominn úr kallfæri. Þegar hann reyndi að tala nú, að- eins til þess að heyra í sjáífum sér, kom hann engu upp, nema gargi. Og er hann ræskti sig og hrækti í sandinn, var það einung- is blóðlituð froða. Hinzta samband hans við mann- legan félagsskap var rofið og Sel- kirk sneri baki að sjónum og leit á land upp. Hann stóð hreyfingar- laus og hlustandi, kveið því er ber- ast kynni að eyrum hans. En hann heyrði ekkert annað en hljóma náttúrunnar, eins og þ»ir eru oss alkunnir. Suðið í skordýrunum, brakið þegar ein grein strýkst við aðra í mildum úthafsblænum, svarrið í sandkornunum undir skósólum hans, brimhljóð boðans að baki honum, er hann hné upp að heitum sandinum. En það sem eyru hans þyrsti mest í, var hvergi að heyra: mannsrödd, er mælti vinar orð. Þetta var hryllileg stund. Slík augnablik skilja ef til vill engir betur en barn, sem er hrætt við myrkrið, öldungur, sem er hald- inn ótta við dauðann eða nýliði, er gengur út í fyrstu orrustuna. Að því er Sélkirk áhrærði, fannst honum sem hann væri síðasti mað- ur á yfirborði jarðar. Hann var svo hryllilega einmana, sem einn mað- ur getur nokkru sinni orðið. Það var sem allur kjarkur og lífsfjör liði brott úr líkama Sel- kirks. Hann formælti sjálfum sér. Ef hann hefði mátt taka orð sín aftur, hefði honum leyfzt að lifa síðustu ævistundirnar upp á ný, myndi hann nú glaður hafa kosið að dveljast áfram á Sink Ports, hlusta á samræður skipsfélaga sinna, þó ekki væri til annars en heyra kvartanir þeirra. Jafnvel skræk rödd Stardlings hefði nú verið honum velkomin. Selkirk féll allur ketill í eld, hann hné niður í fjörusandinn, lá þar og brast í grát, þéss minntist hann ekki að hafa gert síðan hann var drengur. Án þess að hann fylgd

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.