Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 8
472 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Vandamál æsUnnar er vandamál framfíðarinnar VIKUBLAÐ nokkurt birti eitt sinn lítið bréf flrá 16 ára gamalli stúlku. Bréfið var þannig: ..Bróðir vinkonu minnar fylgir mér stundum heim á kvöldin, og þegar ég býð honum góða nótt, vill hann alltaf fá koss. Hann seg- ir að honum geti þótt vænt um mig, og ég er ákaflega hrifin af honum. Ég hef talað um það við vinkonu mína, hvort hægt sé að segja, að ég elski hann, þar sem ég eír aðeins 16 ára gömul. Ég álít að ég sé í raun og veru of ung til að elska. Er það rétt?“ Margir myndu hrista höfuðið og segja að stúlkan væri of upp- næm, þar sem hún komi með slík- ar spurningar. En í raun og veru er mikið vandamál falið í þessum fáu línum. Flestir menn á þessum aldri, segja eins og Storm P.: „Of stór til að gráta, en of lítil til að bölva“, en eru yfir fullir af álíka spurningum og stúlkan, en vita ekki hvernig á að ráða fram úr þeim. Hinn vitri ráðleggjari blaðsins svaraði í sínum fasta dálki: „Kæra Kis! Vitrar stúlkur á þínum aldri leggja ekki út í kossaflens. Það er nefnilega hvorki bróðurlegur, föð- urlegur eða vinarkoss, sem þú færð frá ókunnugum pilti a þess- um aldri. Kossinn er hinn eðlilegi undirbúningur undir kvnferðislíf- ið, og til þess ertu of ung, og óskar heldur ekki eftir því. Hættu þess vegna að veita kossa. Þú hefur alveg rétt fyrir þér í séinna atriðinu. Á norður hveli jarðar er konan venjulega ekki fullþroskuð til ástalífs fyrr en hún er orðin 21—22 ára. Notaðu þess vegna æsku þína til þess að læra eitthvað og kynnast góðum vin- um, sem verða þén æfifélagar.“ Ein setning fermingarræðunnar vérður manni sérstaklega hug- stæð: „í dag gengur þú inn í rað- ir fullorðinna manna.“ Þessi setn- ing grefur sig djúpt inn í ferming- ardrenginn sem situr stífur og frá sér numinn við borðsendann, enda hefur hann nú verið tekinn í tölu fullorðinna á opinberan hátt. En er hann það? Eða er hann að lok- um orðinn það? Tekur hann út- nefningu sinni með þolinmóðu brosi, eða finnst honum hin nýja ábyrgð, að vera fullorðinn, gera hann ófrjálsari? Þetta er allt mjög hátíðlegt og áhrifaríkt. Hift flöktandi ljós fá tár móðurinnar til að blika í aug- unum, og bæði hún og faðirinn eru á einu máli um það, að nú sé hann orðinn fullorðinn. Honum er fenginn sérstakur lykill að að- aldyrunum, og enginn segin neitt þótt hann kom heim eftir klukkan 10. Maður tekur einnig eftir því að hitt kynið er farið að gefa hon- um hýrt auga. Hann er farinn að líta á stúlkur fullur áhuga, og kannski er hann farinn að sjá sig með einni þeirra. En er það ekki of stórt skre þegar hann segir „já“ í kirkjun111 við því, sem hann skilur í raun veru lítið í? Eða hefur hann ef ^ vill vitað þetta,eða haft það á tÞ' finningunni í langan tíma? . Fyrir aðeins 25 árum lærði mae ur í lífeðlisfræði — tímum mennt3 skólans um mennina eins og Þel1 væru kynlausar verur. En í ^ er það allt öðruvísi, við höldum ekki kynjunum lengur aðgreiná' um, vegna þess að þau eru nóga þroskuð til að kynnast hvor öðrU- Flest eru þau mjög ung og fá tækifæri til að gleðjast í heilbrté um félagsskap þar til tilfinningar hins þroskaða aldurs koma í Þ°s og unglingarnir fara að draga s1^ saman. Næstum því allir skólar eru ^U baeði fyrir pilta og stúlkur, en Þa^ hefur þann mikla kost í för me . sér, að drengir og stúlkur kynna5 hvort öðru undir sömu kringun1 stæðum. Þau hittast í afmseÞs

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.