Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 14
478 SUNNUDAGSBLAÐIÐ frgwtrwrr'’ nun um hjónabandið vera að hann hafi þá harmað ævi einbúans, sem hann sagði skilið við á eynni fögru. Ef til vill hefur Selkirk fundið það í dauðanum, sem hann hafði sí og æ verið að leita að, en ætíð sneitt hjá honum, síðan hann hvarf til menningarinnar á ný — frið- inn, sem hann hafði komizt í kynni við á Juan Fernandes. En hvað sem því líður, hafði hann öðlazt ódauðleika, sem fáum einum hlotn ast hér í heimi. Sögupersónan Róbinson Krúsó, sem sköpuð er upp úr ævintýrum Alexanders Selkirk og raunum, lifir enn eftir nálega 250 ár, — Á ásnum sínum kynntist Selkirk stúlku úr sveitinni, er sat. hjá kú fyrir foreldra sína. Hún hét Soffía Bruce. Þarna gerðist stutt ástar- ævintýri, Þau hlupust á brott til Lundúna, en loks skildi Selkirk við stúlkuna og réði sig á skip. Hann var skráður á H.M.S. Weymouth, er þá lá í Plymouth búið til sjóferðar. Meðan beðið var brottfarar, hófst samdráttur miili Selkirks og ekkju einnar, France Candish að nafni, sem átti og rak þar veitingahús. Kvaðst hann þá vera ógiftur. Selkirk giftist ekkjunni og gerð- ist þannig sekur um fjölkvæni. Síðan sigldi hann brott á Wey- mouth. Þegar skipið nálgaðist Af- ríkuströnd, heimkynni sjóræn- ingja og þrælasala, brauzt hita- beltissótt út meðal áhafnarinnar og ýmsir dóu. Einn þeirra var Sel- kirk, hann lézt 13. des. 1721. J. B. þýddi. ■iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii VITIÐ ÞÉR? að Herbert Hoover, sem var for- seti Bandaríkjanna 1930—31, var fyrsti maður veraldaririn- ar, sem kom fram í sjónvarpi, en það var í tilraunastöð einni í New York 1927. ÞEIM TIL hughreystingar, sem álíta fríðleikann undirstöðu far- sældar hjónabandsins, og þeim, sem öfunda vinkonuna af hinum töfrandi fríða eiginmanni, skal skýrt frá því, að við Gallup-skoð- anakönnun í Bandaríkjunum, var það ekki fríðleikinn, sem mestu máli skipti um hamingju hjóna- bandsins. Hinir fríðu eiginmenn reyndust einmitt undir 25% að meðaltali þeim hæfileikum búnir, að geta skapað farsælt heimilis- líf. Þeir höfðu flestir frá æsku verið dekurbörn; sjaldan lært að gleðja aðra, og höfðu einmitt van- izt því, að allt snerist um þá sjálfa. Allt eru þeíta . eiginleikar, sem gera hjónabandið erfitt. Samkvæmt Gallup-könnuninni er það ekki krafa eiginkvennanna, að mennirnir séu sérstaklega auð- ugir -— en þeir þurfa að hafa rióg fyrir heimilið að leggja. Þeir tím- ar eru liðnir, er ungu stúlkurnar sættu sig við að giftast aðeins ást- arinnar vegna. Ekki færri en 99% þeirra, ér spurðar voru við skoð- anakönnunina, álitu, að éiginmað- urinn þyrfti að hafa góðar og jafn- ar tekjur, svo að hjónabandið gæti orðið hamingjusamt. Hins vegar voru það ekki nema 5%, sem gerðu það að afdráttarlausu skilyrði, að eiginmennirnir væru auðugir. Eitt voru konurnar þó allar sam- mála um, og það var, að maðurinn yrði að vera umhyggjusamur. — Leiðinlegir siðir, kæruleysi og hugsunarleysi, eru líka gallar, Sem geta spillt hjönabandinu. Fullkom- inn eiginmaður gengur t.d. ekki þannig frá baðherberginu, eins og þar hefði geysað stórsjór og hvirf- ilbylur. Hann gengur sjálfur fi’á fötum sínum á herðatré, og fram- ar öllu gætir hann þess, að konan fái að eiga sitt einkalíf fyrir sig; að hún hafi ráð nokkurra vasa- peninga, sem helzt eru hennar eig- in, og að hún fái tíma til þess að sinna áhugamálum sínum. Ef maðurinn er sanngjarn, hef- ur hann einnig möguleika til þess, að verða hinn fullkomni eigin- maður í augum konunnar, þótt hann viti betur en hún, ,er t.d. á- stæðulaust, að gera grín að fávizku konunnar í hópi vina þeirra. Og aðeins ef hann tekur á sig ábyrgð með henni í hjónabandinu, finnur hún sig aldrei.einmana. Hinn sann gjarni og ábyrgðarfulli maður er þess vegna ofarlega á blaði í hinni amerísku skoðanakönnun, og það mun hann sjálfsagt vera hvar sem er. Helztu niðurstöðurnár um það, hvernig hinn fullkomni eiginmað- ur eigi að vera, samkvæmt skoð- anakönnuninni, eru þessar í stuttu máli: 1. Hann þarf að hafa nægilegar tekjur fyrir daglégum þörf- um. 2. Hann verður að uppfylla kröf- ur hennar varðaridi trú- mennsku og ástúð. 3. Hann verður að taka hana eins og hún er, án þess að reyna að br’eyta henni eftir sínu höfði. 4. Hann á að vera sanngjarn. 5. Hann þarf að varast smá- munasemi, sem ergir hana. 6. Hann verður að koma fram gagnvart henni 1 peningamál-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.