Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 5
IMMtMMWMMMIMMUMMUMHtMHtMMIMHIHtMMHMMMMHMHMtHMMMUMUIMIMIVW ÞÁ KVAD. Eina þá, sem aldrei frýs ú'ti á heljar vegi, kringda römmum álnar ís á sér vök, hinn feigi. Jndriöi Þórkelsson. Gróðri hrakar, gjörist kalt, grær þó stakan ljósa. Bráðum klakar yfir allt, allar vakir frjósa. Dulvin (Daníel Vigfúss.) Svar: I Vakir frjósa, verður kalt, vötn og ósar klaka. Slær þó ljósi yfir allt er andans rósir vaka. Sigr. Hjálmarsd. Þegar vindur þyrlar snjá, þagna og blindast álar; það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Heiðrekur Guömundsson Finn ég kuldans hörkuhlátur hefta læki, vötn og ár. Hjálmar Kristiansen. Aðeins hugans innstu látur eiga vakir fyrir tár. Rikarður Hjálmarsson. Gránar engi, gulnár hlíð, greinin hengir blaðið. Kveldin lengjast, kólnar tíð, klakar þrengja vaðið. St. G. Sl. Helluþök unz hafsins í hvergi er vök né auga, lykjast klökum löndin hlý, læst í jökulbauga. St. G. St. Utar lýsa um ókunn rök eg mér kýs í hljóði — þann á ís að vinna vök, vonan frýs úr ljóði. St. G. St. Ævi treynast rakin rök, reynslu meinum blæðir. Feigðar seinast vakir vök véla leyniþræðir. Emil Petersen. Aldan sjaldan ein er stök úti á Lagarfljóti; drengur ungur datt í vök, dauðinn tók á móti. Páll Ólafsson. Þó að uggvæn ísaþök upp við strendur mori, marga á sér vonin vök þó verði hált í spori. Kíkarður Hjálmarsson. VAKIR Herðir frost og bylja blök, ber mig vetur ráðum. Æfi mín er vörn i vök. Vökina leggur bráðum. Örn Arnarson. Veðuráttan sína sök sækir þrátt — hin grimma, þar sem háttar þú í vök þorra-náttu dimma. Guðm. Friöjónsson. Jökulhandar herðir tök hjörð í vanda lifir; þíðir andans vonarvök vorið handan yfir. Sigurjón Friðjónsson. Voða slegin feigðarflök frerinn beygi og grafi, þó hann eigi opna vök úti í regin hafi. ? Lög þó baki banaskeið bundnum sakararmi, hefur rakið leynileið líf á vakarbarmi. "> Kvennaskóli, synd og sök saman fóru á skauta; duttu öll í eina vök ofurlítið blauta. ? KJARTAN HJÁLMARSSON TÓK SAMAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 205

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.