Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 7
rð fá skipt um nýru; það varð að taka bæði nýrun úr honum og láta hann fá nýra úr heilbrigðum manni. Þetta er aðgerð, sem mjög sjaldan hefur verið gerð cg er talin mjög hættuleg. En yfirlæknirinn við Serafímsjúkrahúsið, Curt Frankson prófesor, er brautryðjandi á þesu sviði, og hann ákvað að hætta á aðgerðina. Foreldrarnir voru báðir fúsir til að láta flytja úr sér annað nýrað yfir í soninn til þess að 'mnn mætti halda lífi, og eftir ransóknir ákvað Frankson að taka nýra úr föðurnum, Hilding Rothe- l:us 16. október í haust voru bæði nýrun tekin úr Ciaes. Næstu vikurnar þjáðist hann geysilega mikið og þar sem hann var orðinn nýrnalaus, var ekki hægt að gefa honum nein deyfilyf. Móðir hans bjó hjá lionum á sjúkrahúsinu þennan tíma og vakti yfir hon- um nótt sem dag. Mánuð eftir fyrri aðgerðina, 18. nóvember, var Claes aftur lagður á skurðarborðið. í annarri skurðarstofu við hliðina var faðir hans. Ánnað nýrað var skorið úr honum. Það var í skyndi borið yfir í stofuna, sem Claes lá í, og því komið fyrir í holi hans. Níu mínútum síðar sáust fyrstu merki þess, að aðgerðin hafði heppnazt. Nýrað, sem hafði verið flutt úr föður í son tók til starfa. Tveim dögum eftir aðgerðina veiktist Claes mjög elvarlega og var mjög hætt kominn. En læknunum tókst að bjarga lífi hans með snarræði. í tvær vikur lá hann milli heims og helju, en þá tók hann að rétta við aftur. Og .í. febrúar mátti heita að hann væri orðinn frískur; hann var þá farinn að ganga vm úti sem inni og þegar leið á þann mánuð var honum leyft að hverfa heim aftur, að vísu ekki til frambúðar, en í nokkurra daga heimsókn. Hvenær bann fær heimfararleyfj af sjúkrahúsinu fyrir fullt og ailt, er enn ekki vitað, því að enn er hann ekki úr allri hættu. Þótt hann sé að jafnaði frískur að sjá, hefur aðkomna nýrað ekki að fullu aðlagað sig líkama hans. Það kemur fram í háum hita og aukn- um blóðþrýstingin öðru hverju, og líf hans getur verið í hættu, þegar sá sjúkdómur lætur á sér kræla, ef hann er ekki stöðugt undir læknishendi. En Claes sér nú fram á varanlega bata, sem hann gat ekki gert í haust. Hann ætlar eins fljótt og hann má að halda áfram náminu. Hann er ákveðinn í að ljúka stúdentsprófi og fara svo í háskóla. Og hann er ekki í neinum vafa um, hvaða grein hann muni þar leggja stund á. Hann ætlar sér nefnilega að verðu læknir. Claes Roíhelius ásaiut foreldrum sinum ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 207 .... „_

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.