Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 18
Þeir gengu í grafirnar og rændu líkin í ÁRSLOK 1803 komst upp um furSulegt glæpamál í Kaup- mannahöfn. Hópur manna hafði um árabil gengið í grafir í 'einum helzta kirkjugarði borgarinnar, Assistens-kirkjugarðinum — eða Hjástoðar-kirkjugarði eins og þeirrar tíma íslendingar nefndu hann, — og rænt skartgripum og öðru fémætu af likunum. Þetta mál vakti gífurlega athygli í borginni og ekki sízt, þegar upp komst, að ræningjarnir voru engir aðrir en sex grafarar kirkjugarðs- ins. Lögreglan mæltist til þess, að þeir gæfu sig fram, sem vildu láta kanna fjölskyldugrafir sínar í kirkjugaröinum, og yfir 500 umsóknir bárust. Rannsókn máls- ins varð því ákaflega langvinn, og þó féll dómur síðari hluta næsta árs, þar sem sökudólgarn- ir voru dæmdir í margra ára fangelsisvist. Grafararnir sex höfðu gengið hreint til verks. Þeir höfðu ekki aðeins stolið skartgripum og lík- klæðmu, heldur stundum kistun- um líka; þær höfðu þeir selt eða höggvið upp í cldiviö. Margt kom fram við rannsókn málsins, sem vakti að vonum mikla reiði manna, og líklega hafa fá dómsmál vakið jafnmikla athygli og þetta. í sambandi við þetta mál var þó ekki opnuð gröf, sem ríkasta ekkja í Kaupmannahöfn hafði verið jarðsett í aðeins sex árum áður. Það var gröf Giertrud Bir- gitte Bodenhoff, sem hafði and- azt árið 1798 aðeins 22 ára að aldri. Maður hennar, Andreas Bodenhoff, þafði dáið aðeins 3 árum áður og verið lagður í sömu gröfina. Það að gröfin var ekki opnuð var því undarlegra sem sögusagnir komu fljótt upp um, að þessarar grafar hefði verið vitjað. Samkvæmt þeirri sögu áttu grafarræningjarnir að hafa opnað kistu hennar strax og jarð- arförinni var lokið. En þegar þeir ætluðu að taka af henni eyrna- lokka úr gulli, sem hún hafði ver- ið grafin með, sáu þeir sér til mikillar skelfingar að líkið reis upp og sagði: „Farið með mig úr þessum hræðilega stað.“ Síðan grátbað hún þá að lofa sér að fara og á að hafa lofað ræningj- unum gulli og grænum skógum, ef þeir frelsuðu sig, en þá brast kjark til þess og drápu hana með rekunni, sem einn þeirra bar með sér. Þessi saga var ekki að öllu leyti út í bláinn. Einn ræningj- anna er sagður hafa játað þenn- an glæp á banabeðinum mörgum árum síðar og lýst því, sem gerð- ist, í smáatriðum fyrir presti, seifi kallaður var að beði hans. Þetta var að minnsla kosti fullyrt, og meðal ættingja Giertrud Birgitte Bodenhoffs lifði alltaf orðrómur um að eitthvað hefði verið und- arlegt við andlát hennar og út- för. Þessi orðrómur var svo sterk- ur, að dr. Viggo Stareke, sem um langt skeið var kunnur stjórn- málamaður í Danmörku, fékk leyfi yfirvaldanna árið 1953 til þess að.láta opna gröfina og rann saka kistu hennar til þess að af- sanna eða staðfesta söguna. Rannsóknin tók þó ekki af skar- iö. Það kom í ljós, að kistan var morknuð sundur, en bein konunn- ar vo»:u óskert. En beinin lágu dálítið undarlega í kistunni. — Höfuðkúpan lá með andlitið nið- ur og hryggurinn var sveigður. Handleggirnir lágu iþétt niður | með líkamanum, en voru ekki krosslagðir á brjóstinu eins og venja er með lík. Skartgripir fundust engir í kistunni, ekki einu sinni giftingarhringur henn- ar. Vísindamenn, sem rannsök- uðu beinin, komust að þeirri nið urstöðu, að ekkert benti til þess að konan hefði sætt misþyrmingu. Hins vegar, segir í skýrslunni, gæti lega beinanna bent til þess, að eitthvað hafi gerzt, en engin leið væri að fullyrða, að hún hefði hreyft sig eftir kistulagn- inguna og þannig verið lifandi grafin eða hvort lega þeirra gat hafa orsakazt af hristíngi. Opnun grafarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma. Og þótt eng inn óyggjandi niðurstaða h'afi fengizt, sannfærði rannsóknin dr. Starcke um, að ættarsögnin væri í aðalatriðum rétt: Giertrude Birgitte Bodenhoff hefði verið grafin lifandi, hún hefði vaknað við það, að ræningjarnir opnuðu kistuna og þeir síðan myrt hana. Það er vel hugsanlegt, að þessi skoðun dr. Starekes sé rétt. Þess eru dæmi, að fólk hafi verið talið skilið við og það grafið án þess þó raunverulega að vera dáið. Nú á tímum er þetta þó óhugsandi, því að skindauði villir ekki lækna, en fyrr á öldum, þegar ekki þurfti að kalla lækna til líka til að gefa út dánarvottorö, gat þessi hætta alltaf voíað yfir, og ótti manna við kviksetningu var mikill. — Grafarránin í Assistens-kirkju- garðinum urðu til þess, að Danir settu nokkrum árum síðar nýjar reglur um kirkjugarða. Þar var fyrirskipað að koma upp sérstakri líkstofu, sem líkin væru látin standa uppi i um nokkra hríð fyrir greftrunina. ,,í líkstofunni skal vera klukka, sem hringir inni í vistarverum grafaranna. Klukku- strenginn skal binda við hendur líksins þannig, að minnsta hreyf- ing þess komi klukkunni til að hringja.” Og um svipað leyti voru í Danmörku bornar fram tíllögur 218 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.