Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FILIPPSEYINGUR virðir fyrir sér hús sem hrundi af völdum skriðu í bænum Kiluluron í Quezon-héraði á Filippseyjum. Hafa náttúruhamfarir, fellibyljir, flóð og skriðuföll valdið gífurlegum skaða og nú er óttast, að allt að 1.400 manns hafi týnt lífi á einni viku. Vinna hjálparstarfsmenn og hermenn hörðum höndum að því að bjarga fólki og koma til þess vistum. Talið er, að skógareyðing eigi sinni þátt í hörmungunum. Reuters Eyðilegging og dauði á Filippseyjum LEIÐTOGAR Kristilegra demó- krata, CDU, í Þýskalandi og systur- flokksins í Bæjaralandi, Kristilega sósíalsambandsins, CSU, hvetja Ger- hard Schröder kanslara til að koma í veg fyrir að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogarnir tveir, Angela Merkel og Edmund Stoiber, segja í bréfi til Schröders að með aðild Tyrklands myndi ESB fara „út yfir takmörk“ sín. Bréfið var birt á sunnudag í dag- blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Þar sagði að yrði fylgt tíma- setningu sem ákveðin hefur verið varðandi viðræður við Tyrki um að- ild, sem sennilega gæti orðið að veru- leika innan tveggja áratuga, myndi fólk fá á tilfinninguna að um sjálf- krafa ferli væri að ræða. Það myndi verða mjög íþyngjandi fyrir sam- bandið. Flokksþing CDU hófst í Düssel- dorf í gær. Merkel ritaði í september leiðtogum helstu hægriflokka í ESB bréf þar sem hún bað þá um stuðning við þá lausn að Tyrkland fengi samn- ing við sambandið um það sem hún nefnir „forréttinda-samskipti“. Schröder hefur mælt eindregið með aðild Tyrklands en tekin verður ákvörðun um upphaf aðildarviðræðna á leiðtogafundi ESB 16.–17. desem- ber og búist við að tillaga þess efnis verði samþykkt. Bela Anda, talsmað- ur kanslarans, sagði á sunnudag að ríkisstjórn jafnaðarmanna og græn- ingja hefði engin áform um að breyta stefnunni varðandi aðild Tyrklands. Mjög umdeilt í Evrópu Málið er mjög umdeilt í Evrópu og skiptast menn í fylkingar þvert á flokka. Margir telja brýnt að verð- launa Tyrki í fyllingu tímans fyrir að hafa komið á ýmsum umbótum í lýð- ræðisátt. En aðrir segja að aðild 70 milljóna múslímaþjóðar geti valdið miklum vanda, meðal annars vegna menningarlegra og trúarlegra ágreiningsefna. Einnig er bent á að Tyrkir séu mun fátækari en nokkur aðildarþjóð og muni íþyngja sjóðum sambandsins og segja að þaðan muni streyma fátæklingar til Evrópu í leit að vinnu og félagslegri aðstoð. Aust- urríkismenn og Kýpur-Grikkir eru samt einu ESB-þjóðirnar sem hafa lýst andstöðu við aðild Tyrklands. Hindri aðild Tyrkja ESB fari ekki „út yfir takmörk sín“ Berlín. AFP, AP. VOPNAÐIR menn, sem grunaðir eru um að tengjast al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum, réðust í gær á bandarísku ræðismannsskrif- stofuna í Jeddah í Sádi-Arabíu. Réð- ust sádi-arabískir þjóðvarðliðar strax gegn þeim og eftir blóðug átök, sem stóðu í þrjár klukkustund- ir, lágu að minnsta kosti átta menn í valnum. Um er að ræða fyrstu árásina í Sádi-Arabíu á aðsetur sendimanna erlends ríkis en liðsmenn al-Qaeda hafa borið ábyrgð á allmörgum árásum og hryðjuverkum í landinu frá því í maí 2003. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær, að árásin sýndi, að hryðjuverkaöflin væru enn að. Tókst ekki að taka gísla Í fyrstu voru fréttir um, að árás- armennirnir hefðu tekið gísla en það var seinna borið til baka. Virðist sem þeir hafi ekki komist inn í að- albygginguna þar sem flestir starfs- mannanna leituðu hælis en í átök- unum féllu þó fimm starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar. Voru þeir ekki bandarískir því að fullyrt er, að enginn Bandaríkjamaður hafi fallið. Að auki féllu þrír árásar- mannanna og tveir þeirra voru handteknir. Fullyrt var í gær, að fjórir þjóðvarðliðar hefðu fallið en síðan vildu yfirvöld ekki við það kannast. Mikil gæsla hefur verið við ræð- ismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Jeddah og því þykir ljóst, að árásin á hana hafi verið vel skipulögð. Réð- ust mennirnir að vörðunum með handsprengjum og eftir að þeir voru komnir inn á lóðina köstuðu þeir sprengjum inn í húsið. Steig upp úr því mikill reykur í gær. Bandaríkjastjórn ákvað í gær, að „í öryggisskyni“ skyldi bandaríska sendiráðinu í Riyadh og ræðis- mannsskrifstofunni í olíuborginni Dhahran lokað um stundarsakir. Mannfall í blóðugum átökum í Jeddah Menn, sem taldir eru tengjast al-Qaeda, réðust á bandarísku ræðismannsskrifstofuna í borginni Jeddah. AFP. MIKIÐ mannfall hefur verið í liði Bandaríkjamanna í Írak að undanförnu og það næstmesta frá upphafi í nóvember síðastliðnum, einkum vegna átakanna í Fallujah. Er þessi mynd frá minningarathöfn um 10 bandaríska hermenn en hún var haldin í herstöð í Mið-Írak. Reuters Fallnir hermenn SJÖ litlar sprengjur sprungu í gær í jafnmörgum spænskum borgum. Ollu þær að minnsta kosti fimm manns lítillegum meiðslum en mað- ur, sem kvaðst tala fyrir hönd bask- nesku aðskilnaðarsamtakanna ETA, hafði áður varað við þeim. Sprengjur sprungu í borgunum Leon, Avila, Valladolid og Santillana del Mar á Norður-Spáni; í Ciudad Real í miðhluta landsins og í Alicante og Malaga í sunnanverðu landinu. Hringt var í baskneska dagblaðið Gara og varað við sprengingunum en það var einnig gert síðastliðinn föstudag, nokkru áður en fimm litlar sprengjur sprungu við bensínstöðv- ar í Madrid. Á sunnudag gerði lög- reglan óvirka sprengju í borginni Almeria á Suður-Spáni. Mikill viðbúnaður Spænska lögreglan var með mik- inn viðbúnað í gær en þá var almenn- ur frídagur, 26. afmælisdagur stjórn- arskrárinnar. Með henni var lagður grundvöllur að verulegu sjálfstæði einstakra héraða, til dæmis Baska- lands. ETA berst hins vegar fyrir al- geru sjálfstæði héraðsins og hefur drepið meira en 800 manns í þeirri baráttu sinni. Sprenging- ar í spænsk- um borgum Madrid. AP. UM 600 frammámenn meðal sjíta í Írak komu saman til fundar í gær í hinni helgu borg Najaf til að ræða stofnun sérstaks sjálfstjórnarlýð- veldis sjíta í landinu. Verði hún að veruleika gæti hún leitt til þess, að Írak liðaðist í sundur, en við því hafa margir varað. Í upphafi fundarins hvatti Adnan al-Zorfi, ríkisstjóri í Najaf-héraði, til stofnunar ráðs, sem hefði meiri völd en héraðaráðin nú, og ætlað væri að samræma stefnu sjíta í stjórn-, efnahags- og öryggismál- um. Þá hvatti Ukail al-Khozai, að- stoðarríkisstjóri í Karbala, til að sjítar byggju sig undir, að Írak yrði sambandslýðveldi. Hugmyndir um að stofna sér- stakt sjálfstjórnarlýðveldi sjíta í Írak hafa lengi verið á kreiki en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru ræddar formlega. Sjítar eru taldir vera um 60% landsmanna en voru kúgaðir í valdatíð Saddams Huss- eins og hafa lengi mátt lúta súnn- ítum. Þeir eru því mjög áfram um, að fyrirhugaðar kosningar í Írak fari fram 30. janúar næstkomandi eins og að er stefnt. Varað við sundurlimun Abdelaziz Bouteflika, forseti Als- írs, hvatti í gær alþjóðasamfélagið til að koma í veg fyrir, að Írak sundraðist. „Sundurlimun Íraks mun hafa al- varlegar afleiðingar í öllum Mið- Austurlöndum og því verða Sam- einuðu þjóðirnar að hafa forystu um að berjast gegn henni,“ sagði Bouteflika á fundi með Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Jap- ans, í Tókýó. Hafa margir aðrir tek- ið í sama streng, ekki síst Tyrkir, sem óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda í Norður-Írak.Enn er stefnt að þingkosningum í Írak 30. janúar og ætla Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínu í landinu, úr 138.000 í 150.000, til að tryggja betur, að þær geti farið fram. Ghazi al-Yawar, bráðabirgðaforseti Íraks, sagði í gær, að ekki kæmi til greina að fresta þeim enda yrði það bara sig- ur fyrir „myrkraöflin“. Lakhdar Brahimi, sérstakur ráð- gjafi Kofis Annans, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, í Írak efast hins vegar um, að unnt sé að halda kosningarnar. Hætta sé á, að þátttaka í þeim verði mjög lítil með- al súnníta og því sé líklegt, að flokk- ar sjíta verði einráðir að þeim lokn- um. Það gæti aftur ýtt undir bein átök milli trúflokkanna. Sjítar ræða stofnun sjálfstjórnarlýðveldis Ýtir undir ótta við að Írak muni liðast í sundur Bagdad. AFP. KARL Bretaprins hvatti í gær til, að komið yrði í veg fyrir ofveiði og rán- yrkju á alþjóðlegum hafsvæðum. Sagði hann, að ella stefndi í „stór- slys“ fyrir vaxandi mannfjölda í heiminum. Karl segir þetta í grein í dag- blaðinu Daily Telegraph en í dag kemur út í Bretlandi skýrsla um áhrif ýmissa veiðiaðferða á lífríkið í sjónum. Sagt er, að höfundar hennar muni leggja fram 60 tillögur og með- al annars, að breska manneldisráðið hætti að hvetja fólk til að hafa fisk á borðum tvisvar í viku. Í grein sinni segir Karl, að til séu ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir ofveiði, meðal annars sú regla á Ís- landi að takmarka árlega veiði við 25% hrygningarstofns. Þá segir hann, að aukin möskvastærð hafi gefist vel við að reisa við fiskstofna við austurströnd Bandaríkjanna. Karl prins varar við ofveiði London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.