Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 35
arinnar. Svarið er einfalt: „Við“ höf- um ekki tekið að okkur að tala í nafni þjóðarinnar, en höfum fullan rétt til að skýra frá því að fjórir af hverjum fimm Íslendingum hafa jafnan lýst sig andvíga Íraksstríðinu í skoð- anakönnunum og tilgreina hver fjöldi manna standi að greiðslu þess- arar auglýsingar með okkur í lok söfnunarinnar. Staðhæft hefur verið í greinum ýmissa höfunda að undanförnu, að í kosningum hafi þjóðin veitt tveimur mönnum umboð til að lýsa hverju því yfir sem þeim sýnist í nafni þjóð- arinnar. Þeir hafi fengið alræðisvald fram að næstu kosningum. Þetta er ekki rétt. Þessir tveir menn voru kosnir á þing og mynduðu rík- isstjórn í umboði þingsins og bera ábyrgð á gerðum sínum fyrir því. Lög þingsins – 24. grein þing- skapalaga – kveður svo á, að öll meiriháttar utanríkismál skuli bera undir utanríkismálanefnd, hvort sem þingið situr að störfum eða ekki. Það var einfaldlega ekki gert og er brot á lögum. Mikið hefur verið gert úr að yf- irlýsing okkar byrji á orðunum „Við, Íslendingar, mótmælum …“. Þetta þýði að nokkrir kaffihúsaspekingar, sem fordæmi ákvörðun tveggja manna, sem þó hafi verið kosnir í sínar trúnaðarstöður, ætli sér þá dul að tala í nafni þjóðarinnar allrar. Ekkert er fjær lagi. Því verður ekki í móti mælt að við sem að þessari yf- irlýsingu stöndum erum Íslendingar en ekki t.d. Albaníumenn eða arab- ar. Hvergi segir í yfirlýsingu Þjóð- arhreyfingarinnar „við allir Íslend- ingar“, eða „við íslenska þjóðin“. Þegar söfnuninni er lokið munum við gefa upp tölu þeirra Íslendinga sem hana hafa aðhyllst með fjár- framlagi á símareikninginn 90-20000 eða bankareikninginn 833 í SPRON. Þá er það tímasetningin. Af hverju núna? Af hverju ekki í fyrra? Já af hverju skyldu 53 breskir fyrr- verandi diplómatar og háttsettir stjórnarerindrekar hafa skrifað Tony Blair forsætisráðherra sínum bréf í lok apríl síðastliðins og for- dæmt stefnu hans í Írak og Palest- ínu. Af því að þá var komið í ljós að forsendur stríðsins voru rangar og upplognar og að stríðið var að snúast upp í meiriháttar ógæfu líkt og Afg- anistanstríðið, sem markaði endalok Sovétríkjanna, og Víetnamstríðið, sem til skamms tíma var Banda- ríkjamönnum stöðug viðvörun um að hernaðarmætti þeirra væru tak- mörk sett. Og þess vegna fylgdu í kjölfarið mótmæli frá 50 bandarísk- um fyrrverandi diplómötum, sem tóku undir orð Bretanna í maí. Í byrjun ágúst bættust 43 ástralskir fyrrverandi diplómatar og stjórn- arerindrekar í hópinn. Öll þessi mót- mæli birtust á auglýsingasíðum stór- blaða. Í október bættust Norðmenn í hópinn með auglýsingu í Wash- ington Post. Stríðið er heldur engan veginn bú- ið. Mánuðum eftir að lokum stríðsins var lýst yfir, með Bush í fullu úní- formi á dekki flugmóðurskips, þurfa amerískir hermenn að skjóta sér leið hús úr húsi með alvæpni í leit að „hryðjuverkamönnum“. Mannfall hefur aukist á báða bóga. Írakar eru ekki taldir. Hver og einn sem þar er drepinn, hvort sem eru karlar, kon- ur eða börn, er bara talinn til hins óhjákvæmilega mannfalls í stríði! Nafnlaust og án persónusérkenna. Einhvers staðar á bilinu 15–100.000 manns. Allt vegna þess að stöðva varð Saddam Hussein. Ef einn maður hefur framið glæp, er þá réttlæt- anlegt að sjálfskipuð lögregla brenni niður alla blokkina, sem hann býr í, með konum börnum og gamal- mennum, eða jafnvel heila hverfið til að refsa fyrir glæpi hans? Þannig hefur verið staðið að málum í Írak. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 35 UMRÆÐAN HARÐIR - GÓÐIR JÓLAPAKKAR I I Topplyklasett Verð frá kr. 3.200 Rafhlöðuskrúfjárn Aðeins kr. 1.990 12v Loftdælur Verð frá kr. 1.990 Borðsmergel Verð frá kr. 3.500 Geirungssög Kr. 14.500 Verkfæratöskur Verð frá kr. 750 Auk þess: Skrúfjárnasett Háþýstiþvottatæki Loftpressur Handverkfæraúrval Súluborvél Kr. 7.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.