24 stundir - 23.02.2008, Síða 32

24 stundir - 23.02.2008, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Hvorugt okkar er eiginlega mikið fyrir það að elta daga sem einhverjir aðrir ákveða að eigi að vera dekurdagar, þannig að hún hefur örugglega ekki hugmynd um að konudagurinn er í vændum. En sunnudagur er eini dagurinn sem konan mín er ekki að vinna svo að þá daga dekra ég auðvitað alltaf við hana (og hún við mig) og má því segja að allir sunnudagar séu konudagar á okkar heimili. Fyrir utan það allra heilagasta þá færi ég henni hreinan ávaxta- safa, t.d. úr ferskum ananas, og svo á ég til að gera skrambi góðan baskneskan eggjarétt, í honum eru nokkur egg, kirsuberjatómatar, rautt chili, laukur og hvítlaukur, jafnvel sólþurrk- aðir tómatar líka og krydd, matreitt á mjög fallegan hátt. Ég prófaði að elda hann einu sinni og hún féll alveg kylliflöt, enda er þessi réttur hreint sælgæti og algjör bomba í hádegi á sunnudegi. Síðan eigum við það mjög oft til á sunnudögum að fara í bíó klukkan þrjú. Þar sem ég er nú að búa mig undir að lýsa Óskarsverðlaunaafhendingunni og verð að sjá sem flestar myndir er mjög líklegt að við förum í bíó á sunnudaginn. Við förum líka oft í sund og heita potta til að láta okkur líða vel en reyndar er hér á landi erfitt að finna stað þar sem bæði kynin geta farið saman í gott gufubað. Þú getur farið í vatnsgufu en alvöru finnska sánu er erfitt að finna og lýsum við bæði eindregið eftir slíkri aðstöðu. Þorfinnur Ómarsson sjónvarpsmaður. Spænsk bomba á sunnudagshádegi Ég er ekki mikið fyrir þessa hefðbundu daga eins og bóndadag, konudag og Val- entínusardag. Mér finnst miklu skemmti- legra að gera eitthvað bara þegar mér dettur í hug og eins að gera eitthvað óvænt, sem verður ekki óvænt á konudag- inn. Ég er ekkert einstaklega rómantískur maður, enginn Þorgrímur Þráinsson alla vega, held að það sé alveg á hreinu. En jú, ég á það til að vaska upp og þá kem ég mjög á óvart og slæ í gegn. Það þarf ekki alltaf endilega að gefa eitthvað heldur frekar að gera eitthvað svona smá. Ég elda alveg stundum þannig að það er ekkert svo óvænt, ekki eins og með uppvaskið. Jú, jú, ég hef samið lög og texta handa henni, en það er alltaf svona hálfpartinn grín. Bara e-ð sem við meira hlæjum að heldur en eitthvað annað.Þegar ég kem henni á óvart geri ég það sem ég veit að henni finnst skemmtilegt. Ég hef und- irbúið ýmislegt skemmtilegt þó að ég muni ekki eftir einhverju einu sem stend- ur upp úr. En það er kannski bara af því að mér finnst það enginn stórviðburður að gera eitthvað fyrir konuna öðru hvoru. Það er bara partur af þessu öllu saman. Bjarni Lárus Hall, söngvari Jeff Who? Slær í gegn með uppvaskinu Ég hef aldrei gert neitt sérstakt á þessum degi þar sem ég er ekkert mjög hrifin af því að það sé ákveðið fyrir mig hvenær ég á að vera rómantísk eins og t.d. á konudaginn. Ég geri frekar eitthvað þegar mér líður þannig og reyni að hafa alla daga konudaga. Þá tek ég sérstaklega til hendinni þegar konan mín á afmæli og undirbý oft heilan dag fyrir hana með óvæntri dagskrá, en það er orðin hefð hjá okkur að gera eitthvað svona stórt fyrir hvor aðra á afmælisdögum. Mér finnst líka mjög gaman að koma henni á óvart með því að gefa henni óvæntar gjafir eða bjóða henni út að borða enda er það mun skemmtilegra þegar hún veit ekki að ég muni gera eitthvað eins og raunin er á konudaginn. Síðan erum við náttúrlega báðar konur og myndum því örugglega báðar vilja taka mikið pláss þenn- an dag. Þegar ég geri eitthvað fyrir konuna mína elda ég góðan mat, býð henni í nudd eða fer með hana óvænt út úr bænum. Henni finnst líka mjög gaman að láta und- irbúa stærri óvæntar uppákomur svo ég hef stundum farið með hana í óvissuferðir, en stundum líka bara í karaókí, hún elskar ka- raókí. Kristín Eysteins- dóttir, leikhúsfræð- ingur. Spennandi óvissudagar Nú er ég svo heppinn að frúin er heima í eina viku en hún hefur ekki verið hér á landi síðan í ágúst. Það vill því svo vel til að hún verður heima á konudaginn og verður örugglega hátíð á heimilinu í tilefni dagsins. Ég geri örugglega ekki nóg af því að dekra við konuna mína en þegar hún kemur heim erlendis frá passa ég að hafa fallegan rauðan, rósavönd á staðnum og sýna henni þannig að okkur afganginum af fjölskyldunni þyki vænt um hana. Það held ég að sé nú samt ekki dæmi um það að ég sé rómantískur, heldur frekar tilkomið af áunninni reynslu. En ég neita því ekki að það hefur auðvitað verulega þýðingu fyrir sambandið að rækta það og gera hluti sem eru umfram það sem er praktískt og hversdagslegt. Fólk kvartar undan tímaskorti en það eru jafn margir klukkutímar í sólarhringnum nú og fyrir 50 árum, það er bara spurning um hvernig fólk notar tímann. Ég er tilbúinn að gera flest fyrir konuna mína en eitt sem ég geri þó ekki nema í neyð er að elda, enda held ég að ég myndi ekki gera henni né nokkrum öðrum greiða með slíku. Á móti kemur þó að ég er mjög liðtækur í uppvaskinu þegar því er að skipta. Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar. Gefur konunni rauðar rósir Yfirleitt man ég nú eftir konudeginum en geri mér aftur á móti sérstakt far um að leiða Valentínusardaginn hjá mér. Við eigum þennan íslenska dag og mér finnst algjör óþarfi að vera flytja inn meira af amerísku drasli ofan á það sem hér er fyrir. Það er mjög misjafnt hvort ég geri eitthvað fleira en að kaupa blóm og vera almennilegur, elda matinn og kannski bjóða í bíó. En það er ágætt að nota þennan dag til að gera eitthvað saman og ég mun kaupa blóm eða súkku- laði, þó ekki væri nema vegna þess að ég er sennilega ekki minna fyrir súkkulaði en kon- an mín. Reyndar vill þannig til að dóttir mín á afmæli á morgun þannig að það er ekki ósennilegt að hún steli svolítið athyglinni frá konunni minni og má því segja að konudag- urinn í ár verði frekar helgaður annarri konu en eiginkonunni. Annars skiptum við nokk- urn veginn með okkur eldamennskuni á mínu heimili og ég hef gaman af að elda. Það má kannski segja að þetta sé gallinn við að vera alinn upp í hugsjónum jafnréttis, það að ráða við að elda og vinna algeng heim- ilisstörf er engin sérstök tillitssemi við kon- una heldur frekar eitthvað hversdagslegt. Davíð Þór Jóns- son, þýðandi, skáld og leikari. Konudagurinn helgaður annarri Hvernig dekrar þú við konuna þína á konudaginn? Nú líður undir lok þorra og þar með er komið að konudeginum og körlunum að dekra við konurnar sínar. Dekur þarf ekki endi- lega að vera eitthvað dýrt og mikið, prófaðu bara að bjóða henni í sund og svo í kaffi á eftir eða farðu út í bakarí og færðu henni morgunmat í rúmið. Notaðu fyrst og fremst daginn til að minna þig á það sem þú átt og njótið þess að vera saman. Hér segja nokkrir þjóðþekktir viðmælendur lesendum frá því hvernig þeir dekra við sínar konur. LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ lifsstill@24stundir.is a Ég er ekkert einstaklega rómantískur maður, enginn Þorgrímur Þráinsson alla vega, held að það sé alveg á hreinu.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.