24 stundir - 05.07.2008, Page 21

24 stundir - 05.07.2008, Page 21
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 21 „Það er samveran við hestinn og fé- lagsskapurinn sem fólk sækir í. Hesturinn er svo einstök skepna í samveru og að vera með honum gerir þetta enn meira spennandi,“ segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður þegar hann er spurður hvað geri landsmót hestamanna sérstök. Gleði og léttleiki Sigurbjörn ber félögum sínum einnig vel söguna. „Hestamenn eru upp til hópa söngelskt og skemmtilegt fólk þannig að það skapast yfirleitt mikil gleði, léttleiki og kátína í kringum þessi mót,“ segir Sig- urbjörn sem tók fyrst þátt í landsmóti ár- ið 1966. „Það er margt sem hefur breyst. Markmiðin og gildin eru samt alltaf þau sömu. Þau eru að ná sem mestum árangri á íslenska gæðingnum á sem jákvæðastan hátt. Það breytist í sjálfu sér ekkert.“ Hestar spenntir í roki „Landsmótið byrjaði með svolitlum hamagangi sem keppnir utandyra mega alltaf eiga von á,“ segir Sigurbjörn Bárð- arson hestamaður og vísar þar til hvass- viðrisins sem lék um mótsvæðið fyrstu dagana. Sigurbjörn bendir á að hvass- viðrið þurfi ekki að vera svo slæmt. „Hestar verða spenntir í roki og það getur peppað þá upp. Á hinn bóginn getur það verið ólán fyrir hesta sem eru mjög heitir fyrir því að þeir verða of heitir,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson hefur sótt mörg landsmót Hesturinn einstök skepna Gæðingar Sigurbjörn kann að meta samveru við hestinn. Um 6.000 manns voru við formlega setningu Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflöt- um á fimmtudag. Öll hesta- mannafélög landsins tóku þátt í glæsilegri hópreið þar sem einir fimm ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherra, Geir Haarde, voru í broddi fylk- ingar. Ráðherrar leiða hópreið Hápunktar Landsmóts hesta- manna verða um helgina og búast mótshaldarar við mikl- um fjölda gesta enda veð- urútlit gott. Úrslit í öllum flokkum fara fram í dag og á morgun og verður mótinu slitið á sunnudag kl. 16. Dag- skrá mótsins og helstu upplýs- ingar má nálgast á síðunni www.landsmot.is. Hápunktar Landsmóts Landsmót hestamanna var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950. Lengst af voru mótin haldin á fjögurra ára fresti en árið 1995 var samþykkt að halda þau á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem var haldið eftir þeim reglum var Lands- mót í Reykjavík árið 2000. Saga mótsins

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.