24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Allt að 11 ára framleiðslu- ábyrgð á bílskúrshurðum REK ehf · Akralind 6 · 201 Kópavogur · Sími 5334000 · rek@rek.is · www.rek.is BÍLSKÚRS- OG IÐNAÐARHURÐIR Gæði á góðu verði 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Í nýlegri blaðagrein sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, hæstaréttardómurum og ákæruvaldinu til syndanna. Sagði hann starfsmenn sinna störfum sínum af „vanþekkingu“ og „vanhugsun“. Svo bætti hann við í útvarpsviðtali að hér á Íslandi væri ekki „réttarríki“ held- ur „bavíanalýðveldi“. Þessi harðorða gagnrýni Árna á dómstóla – og reyndar réttarkerfið allt – hefur einangrað hann enn meira innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, ef mið er tekið af viðbrögðum ýmissa Sjálf- stæðismanna við skrifum hans. Einangrun Árna í þingflokknum er ekki það sem er athyglisverðast við orð hans. Það að hann skuli leyfa sér að tala niður til hæstaréttardómara og starfa þeirra, eftir allt sem á undan er gengið hjá honum sjálfum, er það sem stendur upp úr. Hálf-óhugnarlegt er til þess að hugsa að Árni, sem dæmdur hefur verið í óskilorðsbundið tveggja ára fangelsi fyrir mútu- þægni og umboðssvik í opinberu starfi, finni ekki til neinnar siðferðis- legrar skyldu til þess að sýna Hæstarétti og ákæruvaldinu virðingu og traust þegar hann vinnur við að setja lög. Orð hans sýna skýrt að hann treystir ekki dómskerfinu til þess að tryggja réttláta meðferð laga. Sem bet- ur fer er sjaldgæft að þingmenn geri grein fyrir viðhorfum sem þessum með jafn-afdráttarlausum hætti. Það myndi setja löggjafarvinnu í upp- nám ef þingmenn treystu ekki þeim sem dæma um þýðingu laganna. Án traustsins á því að lögum verði rétt fram fylgt stendur lítið eftir af grunn- inum sem þingmenn vinna á. Svo mikilvægur hluti er það af löggjafar- vinnunni. Á meðan Árni lýsir viðlíka viðhorfum og hann færði í orð í fyrrnefndri blaðagrein, er því miður uppi vafi um hvort hann er hæfur til þess að vinna við lagasetningu. Ekki bara vegna þess að hann treystir ekki þeim sem eiga að tryggja réttláta máls- meðferð, heldur ekki síst vegna þess að hann virðist skorta siðferðisþrek til þess að skilja til fulls hvað felst í því að vera kjörinn á þing og vera hluti af löggjafar- valdinu. Í hans tilfelli verða kjósendur að geta gert þá lágmarkskröfu að hann ávinni sér traust að nýju með heiðarlegri framgöngu. Telji Árni sig skynja einkenni „bavíanalýðveldis“ innan stjórnkerfisins er honum hollt að leita ástæðu þess með frumspekilegum spurningum. Hver er ég? Hvað hef ég gert? Af hverju er ég hér? og svo fram- vegis. Þannig ætti hann að nálgast smátt og smátt hugmyndina sem fólk almennt hefur um „bavíana- lýðveldið“ Ísland. Bavíanalýðveldi? Jesús Kristur hefur fengið sér umba. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson tóku það að sér. Þau upplýsa, að Jesús krefjist rýmis á Íslandi fyrir Paul Ram- ses, konu hans og barn. Þá geta menn hætt að deila um það. Skipun er komin að ofan. Alveg eins og George W. Bush og Tony Blair eru umbar fyrir guð almátt- ugan. Hann segir þeim, hvað þeir og við eigum að gera. Þá þarf ekki að rífast meira um það. Tilkynn- ingar frá Jesú birtast framvegis á Eyjan.is. Þar eru fyrir fleiri sér- stæðir karakterar. Rúmlega þriðj- ungur bloggara … Jónas Kristjánsson jonas.is BLOGGARINN Umbar Jesú En kannski er ekki ástæða til að örvænta. Í greininni kom fram að krónan hefur ekki reynst jafnveik og túrkmenska ma- natið, en það hefur fallið um 65,78%. Þar er sem kunnugt er Gúrbangúlí Ber- dímúhammedoff tekinn við stjórn- artaumunum í kjöl- far fráfalls Nýasofs Túrmenbasha í fyrra, en spilling og flokksræði einkenna sem fyrr allt þjóðlífið. Neðst á listanum í Børsen yfir veika gjaldmiðla er svo simbabveski dollarinn, sem fallið hefur um 100 prósent. Allir þekkja þær stjórnarfarslegu hörmungar sem gengið hafa yfir hina simbab- vesku þjóð undanfarin ár og skýra hrun þess samfélags. Árni Páll Árnason arnipall.is Krónan góða Líklega hef ég verið of jákvæður í svörum mínum við spurningum blaðamanna um þá ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra, að sendi- fulltrúi Íslands í Róm skyldi vekja máls á stöðu Pauls Ramses við ítölsk yfirvöld, því að hvergi hef ég heyrt eða séð neitt haft eftir mér um þetta framtak. Í stuttu máli fagnaði ég því. Ég tók einnig fram, að Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, hefði fram á þetta ár farið með Schen- gen-málefni sem einn af fram- kvæmdastjórnarmönnum ESB og varaforseti framkvæmdastjórn- arinnar. Björn Bjarnason bjorn.is Fagnaðarefni Markmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja landsmönnum bestu heilbrigðis- þjónustu sem völ er á án tillits til efnahags. Í frétt í 24 stundum í gær kemur fram að Hjartamiðstöð Íslands hafi lýst áhuga á að gera hjartaþræðingar á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Nú fara hjarta- þræðingar eingöngu fram á Landspítalanum. Bið hefur verið eftir hjartaþræðingum, en hún hefur styst – færri bíða nú en áður og á næstunni verður opnuð þriðja hjartaþræðingarstofan fyrir gjafafé Jónínusjóðsins og Hjartaheilla. Löng bið eftir aðgerð sem ógnað getur lífi sjúklings er óviðunandi. Ef Landspítalinn getur ekki annað þörfinni fyrir ákveðin læknisverk á viðunandi tíma er eðlilegt að gerðar verði ráðstafanir til að stytta bið. Læknisverk, s.s. augnaðgerðir, hafa verið boðin út til að stytta biðlista og það gefist ágætlega. Þegar það er gert er að ýmsu að hyggja. Það verður að tryggja að gæðin séu ekki síðri en hjá opinberum að- ilum, öryggi sjúklingsins tryggt og kostnaður hins op- inbera sé ekki meiri en ella og að sjúklingar geti ekki borgað sig fram fyrir aðra í röðinni. Það er heldur ekki viðunandi að t.d. LSH sitji uppi eingöngu með erfiðu og flóknu læknisaðgerðirnar. Tryggja verður að dýrar fjárfestingar í skurðstofum og tækjabúnaði spítalans nýtist sem best og einnig þarf að meta hvort það sé þjóðhagslega hagkvæmt að vera með dýran tækjabúnað á tveimur stöðum, því á endanum greiðir ríkið kostn- aðinn. Mikilvægt er að á spítalanum séu gerðar það margar aðgerðir að starfsfólk haldi bestu færni í því verki og viðhaldi faglegri þekkingu á stofnuninni. Án efa er hægt að gera einfaldar hjartaþræðingar úti í bæ. En ég hef efasemdir um hag- kvæmni þess við núverandi aðstæður. Með nýrri sjúkratryggingastofnun sem tekur til starfa í vetur, að norrænni fyrirmynd, verður hægt að meta þessa hluti betur, kalla eftir útboðum og síð- an meta hvar, hvort og hvenær ástæða er til að fela einkaaðilum læknisverk að teknu tilliti til ofangreindra atriða. Það yrði þá gert með þjónustusamn- ingi og virku eftirliti með honum. Höfundur er alþingismaður Hjartaþræðingar úti í bæ? ÁLIT Ásta R. Jó- hannesdóttir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.