24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 23 Villt? Þessi gætu verið að leita að sturtu. Fallegt útlit á ferðalagi Ilmandi ferskir ferðalangar Útlitið þarf ekki endilega að fara út um gluggann þó verið sé á ferðalagi. Gott ilmvatn getur bjarg- að miklu eftir nótt í tjaldi og sólarpúður gert kraftaverk eftir sveita- ball. Sun Illusion Compact Cream Frá Helena Rubenstein silkimjúkur sól- arfarði sem gerir húðina sólbrúna og fallega. So Brilliant Prodigious gel Frá Hel- ena Rubenstein fallega ljósbrúnn litur sem gefur húðinni ljóma og gerir sól- brúnkuna enn betri. The Beat Sumarilmurinn frá Burberry fyrir konur er klassískur ilmur en um leið fyrir þær sem eru með puttana á púls- inum og sífellt í hringiðunni. Það er óþægilegt að svitna á ferðalagi sérstaklega þegar maður kemst ekki strax í sturtu. Hvimleitt getur t.d. verið að sitja í flugvél og verða svo heitt á fótunum að mað- ur þorir varla úr skónum. Til að forðast fótsvita og vonda lykt er í fyrsta lagi mjög mikilvægt að vera í skóm úr góðu efni. Í apótekum má kaupa gott fótsprey til að spreyja undir fæturna og á milli tána en það er gott að nota þegar maður kemur úr morgunsturtunni og spreyja svo á nokkrum sinnum yfir daginn. Almennt hreinlæti er nauðsynlegt þegar kemur að fót- unum og má ekki gleyma að þurrka sér vel. Ef húðin á fótunum er rauð og viðkvæm eða fæturnir lykta mjög illa gæti hins vegar ver- ið betra að láta lækni líta á þá. maria@24stundir.is Fótsviti er hvimleitt vandamál Hreinlæti mikilvægast Summer Mania Sumarilmurinn frá Armani fyrir herra er um leið ferskur, mjúkur og karlmannlegur en ekki of yfirgnæfandi. Hver ætli sé ódýrasta leiðin við gjaldeyriskaup þegar ferðast er til útlanda? Margir telja kreditkortið lífsnauðsynlegt til að ferðast með, taka debetkortið samt með og taka út gjaldeyri hér heima áður en lagt er af stað. En hvað er skynsamleg- ast að gera? „Langbest er að nota debetkort- ið eins mikið og hægt er,“ segir Ian Watson, lektor við Háskólann í Bifröst, og hefur látið sig neyt- endamál varða. „Af því hlýst lægst- ur kostnaður en auðvitað þarf eitt- hvað reiðufé líka, sér í lagi vegna þess að notkun debetkorta er ekki jafnútbreidd í mörgum löndum heims eins og hérlendis. Ég var til að mynda á ferðalagi um Svíþjóð nýverið og jafnvel þar gat ég ekki notað kortið alls staðar. Það er þess vegna sem gott er að kaupa svolítið reiðufé, kannski tuttugu þúsund krónur eða svo til að hafa á sér.“ Notið miðgengið En hvort er betra að kaupa reiðufé í banka hér heima eða taka peninga út úr hraðbanka erlendis með debetkorti og hvað með útibú Landsbankans í Leifsstöð sem margir nota? „Dýrast er að taka peninga út úr hraðbanka erlendis með kred- itkorti,“ segir Ian og mælir með því þegar mæla á hvort gjaldeyriskaup eru hagstæð að bera þau saman við miðgengi Seðlabankans. „Ég miða þessar upplýsingar við úttekt sem gerð var í mars síðastliðnum og ég veit ekki hvort kerfið hafi breyst nokk- uð síðan þá.“ Blaðamenn athuguðu kostnað við gjaldeyriskaup og þann 7. júlí sl. var kostnaðurinn við að nota debetkort frá sparisjóðunum í verslun erlendis 1,5% yfir mið- gengi Seðlabankans og það að taka 200 evrur út úr hraðbanka erlendis með kred itkorti frá Visa kostaði 2,5% yfir miðgengi. Samkvæmt Visa International genginu kostaði svo 3% yfir miðgengi Seðlabank- ans að nota Visa í verslunum er- lendis. Þá kostaði það 3,1% yfir gengi að kaupa seðla hjá Lands- bankanum 2,5% þóknun fyrir úttekt „Bankar nota almenna gengið sitt fyrir debetkort og bæta við 1% þóknun í verslunum og 2% fyrir hraðbankaúttekt. Almenna gengið er oftast svolítið hærra en mið- gengi Seðlabankans. Bankar nota seðlagengið fyrir gjaldeyriskaup í útibúum en bæta 1% við í Leifs- stöð. Seðlagengið er nokkru hærra en miðgengi Seðlabankans. Kred- itkortagengi er einnig nokkru hærra en miðgengi Seðlabankans (Visa og Mastercard hafa hvort um sig sitt eigið gengi). Það er notað óbreytt þegar verslað er í búðum erlendis, en fyrir úttekt úr hrað- banka er bætt við 2,5% en lág- marksþóknun er um 300-400 krónur. Kreditkort? En skyldi einhvern tímann vera hagstætt að nota kreditkort? „Kreditkortagengi sveiflast nokkuð,“ segir Ian, „og þegar það er í lægri kantinum getur verið að- eins hagstæðara að nota kreditkort en debetkort í verslunum erlend- is.“ dista@24stundir.is haukurj@24stundir.is Ekki taka út peninga með kreditkorti Best að nota debetkortið Hagstæðustu gjald- eyriskaupin Ian Wat- son lektor við Háskól- ann í Bifröst og sonur hans Jakob. Breiðdalur …brosir við þér Verið velkomin til okkar! - www.breiddalur.is H éra ðs pr en t

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.