24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 33
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 33 Landsmót hestamanna í ár var formlega sett á fimmtudaginn síð- asta en þá höfðu margir verið á svæðinu í tæpa viku. Hápunktar mótsins voru um helgina þegar aðalkeppnisatriði helgarinnar fóru fram. Aðalstuðið var þó líklega á laugardagskvöldinu þegar Jónsi í svörtum fötum hélt uppi heljar- innar brekkusöng og Hjálmar og Helgi Björns skemmtu gestum í stærðarinnar tjaldi. „Það sem er sérstakt við hesta- mennskuna er að þetta er fjöl- skylduíþrótt. Allir keppa saman og allir skemmta sér saman,“ segir Telma Tómasson, upplýsinga- fulltrúi landsmótsins. bös Hestamenn héldu sitt glæsilegasta landsmót til þessa um helgina Brokk og ról á landsmóti Landsmót hestamanna fór fram um helgina og 24 stundir mættu á stað- inn. Aldrei hafa gæði sýn- inga og keppnisatriða verið eins mikil, og aldrei hefur fólk skemmt sér eins vel, eins og sést greinilega á þessum myndum eftir Harald Guðjónsson. Drottningar næturinnar Þær Rebekka, Rakel og Sigga kunna að djamma og djúsa... hesta-tekunum á? Hey! Íslenskar ljóskur Guðrún og Guðný gengu af göflunum. Á bakvið sól Grundfirðingarnir Saga Björk Jónsdóttir, Marta Júlía Valsdóttir og Hafdís Dröfn Sigurðardóttir kepptust við sjálfa sólina um náttúrufegurð. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna Stuðboltinn Helgi Björns skellti sér í Johnny Cash gírinn en gleymdi auðvitað ekki að taka nokkra SSSól slagara. Reið-Reggae? Hjálmar héldu svo uppi suðrænni stemningu í tjaldinu fram á nótt og dansinn var stiginn. 24stundir/hag Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Félagarnir Ratchet og Clank ættu að vera eigendum Playstation leikjavélanna velkunnugir enda hefur tvíeykið fylgt Playstation- vörumerkinu síðastliðin 6 ár. Nú hefur hið magnaða, en smávaxna vélmenni, Clank loksins fengið tækifæri til að stíga af baki vinar síns og láta ljós sitt skína í PSP leiknum Secret Agent Clank. Í Secret Agent Clank er Clank, eins og nafnið gefur til kynna, í hlutverki spæjara sem reynir að hafa upp á stolnum eðalstein um leið og hann reynir að sanna sak- leysi Ratchet vinar síns sem er sak- aður um að hafa stolið steininum. Spilun leiksins má skipta niður í fjóra hluta, enda spilast leikurinn frá sjónarhorni fjölmargra persóna. Leikmenn stjórna Clank sjálfum megnið af leiknum en menn fara einnig í hlutverk Ratchets þar sem hann berst fyrir lífi sínu í fangelsi, hins yndislega aumkunarverða Qwark og síðan spilast lítill hluti leiksins í gegnum fjögur lítil vél- menni sem fylgja Clank. Eins og við var að búast þá lítur leikurinn vel út og hljóðið er að sama skapi gott. Þar sem leikurinn fellur illilega á rassgatið er í sögu- þræði leiksins. Söguþráðurinn er sundurslitinn, enda spilaður frá mörgum mismunandi sjónarhorn- um, og er leikurinn á köflum eins og samansafn af smáleikjum. Ratc- het hluti leiksins er frekar leiðinleg- ur en sá hluti minnir hressilega á lakasta Ratchet og Clank-leikinn hingað til, Deadlocked. Það sem veldur enn frekari von- brigðum er að sumir lykilþættir leiksins eru hreinlega leiðinlegir. Til dæmis má nefna rytma mini- leikjanna sem birtast reglulega. Sá partur leiksins er þolanlegur í kannski 5 mínútur en eftir það langar mann helst til að úða litla vélmennið með saltvatni og bíða svo eftir að hann ryðgi í sundur. Í heildina séð þá er Secret Agent Clank leikur sem getur í senn verið skemmtilegur og skelfilegur. Leik- urinn blandar saman mörgum mismunandi leikgerðum með mis- jöfnum árangri. Þetta er fjarri því að vera lélegur leikur en gallar leiksins eru tvímælalaust eftir- minnilegri heldur en kostirnir. Johnny English í stað Bond Hvað fór úrskeiðis? Secret Agent Clank er fjarri því að vera eins góður og fyrri leikir. Grafík: 87% Hljóð: 80% Spilun: 44% Ending: 53% NIÐURSTAÐA: 66% Secret Agent Clank PSP | 7+ Aðdáendur leikkonunnar Töru Reid, sem er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt í American Pie- myndunum, hafa sett á netið undirskriftalista til að tryggja leikkonunni hlutverk í endurgerð Nightmare on Elmstreet-hryll- ingsmyndinni. Leikkonan hefur verið í frjálsu falli í virðingarstig- anum í Hollywood og telja aðdá- endur hennar að þessi mynd geti hjálpað henni að rétta úr kútn- um. Ekki er víst að mikið mark verði tekið á þessum lista en rétt rúmlega 500 manns hafa kvittað á hann til stuðnings Töru. vij Vilja Töru Reid á Álm-stræti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.