24 stundir - 22.07.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 22.07.2008, Blaðsíða 9
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2008 9 ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Frumrannsókn hefur leitt í ljós að sprengingarnar voru vísvitandi skemmdarverk af mannavöldum. Lögreglan í Kunming Tveir létust og fjórtán slösuðust í sprengingum sem urðu í tveimur strætisvögnum í Kína í gær. Sprengingarnar urðu með stuttu millibili á háannatíma í Kun- ming, höfuðstað Yunnanhéraðs í suðvesturhluta Kína. Lögregla staðfestir að um vísvitandi tilræði hafi verið að ræða. „Frumrannsókn hefur leitt í ljós að sprengingarnar voru vísvit- andi skemmdarverk af manna- völdum,“ hefur AFP-fréttastofan eftir talsmönnum lögreglu. Hótelstarfsmaður í borginni sagði AFP að árásirnar hefðu aukið spennuna í 6 milljóna manna borginni. Árásirnar auka á spennu í að- draganda Ólympíuleikanna, sem settir verða í næsta mánuði. Stjórnvöld hafa varað við því að hryðjuverkamenn beini sjónum sínum að leikunum. Stjórnvöld hafa margoft lýst áhyggjum sínum af því að staðið sé í vegi þess að hægt sé að sýna Kína sem stöðugt og samlynt ríki í tengslum við Ólympíuleikana. Tveir stræt- isvagnar sprengdir NordicPhotos/AFPSprungin Lögregla fjarlægir einn af almenningsvögnunum sem sprungu í Kunming á sunnudag. Brunavarnir Íbúar fátækrahverfis í Maníla á Filippseyjum reyna að forða híbýlum sínum undan eldum sem geisa í hverfinu. Steypiregn Indverskur léttivagnstjóri að störfum í monsúnrigningum, sem hófust á dögunum. Þrælkun Tólf ára drengur breiðir dýrahúðir út til þerris í Dakka, höfuðborg Bangladess. UNICEF áætlar að 4,9 milljónir barna á aldr- inum 5 til 15 ára stundi vinnu í landinu. Mettilraun Maður mælir heimsins stærsta kandíflos, sem búið var til í París. Svalandi Api í Ueno-dýragarðinum í Tókíó gæðir sér á íspinna til að svala sér í sumarhitunum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.