24 stundir - 22.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 22.07.2008, Blaðsíða 18
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Í dag leggur föngulegur hópur kvenna af stað í daglanga göngu- ferð til Selfoss en gangan er hluti af æfingaferli þeirra fyrir maraþon í New York til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Sigríður Wöhler segir að hópurinn hafi tek- ið þessa ákvörðun eftir að ein vin- kona þeirra greindist með brjósta- krabbamein. „Í fyrstu vorum við bara tvær en svo fjölgaði í hópnum enda hefur áhuginn verið mikill. Það er náttúrlega flestir sem þekkja einhvern sem hefur fengið brjósta- krabbamein og allir vilja leggja sitt af mörkum. Á þeim tíma sem við vorum að ákveða að fara í mara- þonið þá fengum við þær fréttir að vinkona okkar hefði greinst með brjóstakrabbamein og það sann- færði okkur endanlega um að fara.“ Safna áheitum Maraþonið er í New York í byrj- un október og hópurinn er því duglegur að æfa sig reglulega, þótt þær geri það hver í sínu lagi enn sem komið er. En það er ekki eini undirbúningurinn því til að fá þátttökurétt í maraþoninu þarf hver og ein þeirra að safna að minnsta kosti 1800 dollurum sem fara í rannsóknir á brjósta- krabbameini. „Með þátttöku í maraþoninu skuldbindum við okkur til að ganga maraþon eða eitt og hálft maraþon á tveimur dögum og að sama skapi skuld- bindum við okkur til að safna 1800 dollurum. Við ákváðum að safna í það minnsta tvöfaldri þessari upp- hæð á mann til þess að geta líka styrkt Krabbameinsfélag Íslands,“ segir Sigríður og bætir við að söfn- unin gangi misvel hjá hópnum. „Við vinnum þetta hver í sínu horni og herjum á fjölskyldur, vini og fyrirtæki. Þetta gengur bara ágætlega en þó misjafnlega vel. Sumar konurnar eru búnar að safna öllu fénu en aðrar eru komn- ar styttra á veg.“ 12 tíma ganga til Selfoss Sigríður viðurkennir að það sé rosaleg þjálfun sem þarf til áður en farið er í maraþon. „Sumar okkar eru hjá einkaþjálfara en aðrar hlaupa, hjóla og ganga. Um þessar mundir æfum við okkur hver í sínu lagi en þegar nær dregur þá stefnum við á að hittast 1-2 sinn- um í viku og fara í langa göngu. Hluti af því er þessi ganga okkar til Selfoss en við leggjum af stað klukkan tíu um morguninn frá Rauðavatni. Þetta er búið að vera markmið okkar í nokkra mánuði og ég býst við að þetta taki okkur um 10-12 tíma. Með göngunni viljum við vekja athygli á söfnun okkar fyrir rannsóknum á brjósta- krabbameini og einhverjar í hópn- um eru með áheitagöngu,“ segir Sigríður og bætir við að lokum að öllum sé frjálst að ganga með þeim til Selfoss, hvort sem er hluta af leiðinni eða alla leið. 24stundir/Árni Sæberg Ganga til að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini Viljum leggja okkar af mörkum ➤ Ein af algengustu dán-arorsökum vegna krabba- meins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. ➤ Að meðaltali greinast um 135íslenskar konur á ári með brjóstakrabbamein en þessi tala hefur farið hækkandi með árunum sem sennilega hefur eitthvað með breytt mataræði og breyttar um- hverfisaðstæður að gera. ➤ Ef sjúkdómurinn greinist á byrjunarstigi þá er árangur meðferðar góður og varanleg lækning fæst í meira en 90 prósentum tilfella. BRJÓSTAKRABBAMEINHópur kvenna stefnir á að ganga maraþon í New York í október til styrktar rannsóknum á brjósta- krabbameini en til að hita upp munu þær ganga til Selfoss í dag. Ákvörðunin um að taka þátt í maraþoninu var tekin eftir að vinkona þeirra greindist með brjóstakrabbamein. Gönguhrólfar Sigríður, Arna, Elísa, Ingibjörg Ýr, Katrín, Gunnhildur, Guðrún, Ásdís og Herdís. 18 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2008 24stundir Þrátt fyrir að flestir viti að best er að stunda hæfilega hreyfingu og borða hollan mat þá reynist það mörgum erfitt. Sumir nota afsök- unina um tímaskort þegar talið berst að heilbrigðari lífsstíl og hreyfingu. En staðreyndin er sú að enginn mun nokkurn tímann hafa tíma til að lesa allar þær bækur sem hann hefur áhuga á, horfa á alla uppá- haldsþættina auk þess sem rykið kemur svo sannarlega aftur á hús- gögnin eftir þrifin og grasið heldur áfram að vaxa þó það sé slegið. Það er þó engin ástæða til að gefast upp því þetta sýnir í hnot- skurn að það er nauðsynlegt að gefa sér leyfi til að hunsa eitt eða annað vegna einhvers sem er mik- ilvægara. Til að ná markmiðum sínum og lifa því lífi sem maður kýs helst þarf forgangsröðun og þolinmæði. Það er hverjum einstaklingi mikilvægt að vera heilsuhraustur og því mikilvægt að taka tíma frá til að stunda hreyfingu og borða hollar máltíðir. Það er því öllum óhætt að nota þann tíma án þess að finna fyrir samviskubiti. Mikilvægt að taka tíma frá fyrir hreyfingu Engar afsakanir lengur Það er nauðsynlegur hluti lífsins að hjálpa öðrum og styðja þá og í raun er það hluti af því að vera heilbrigður og hamingjusamur einstaklingur. En þó getur það breyst í þörf fyrir að fá viðurkenn- ingu annarra og margir líta þá fram hjá sínum eigin þörfum. Þeg- ar svo er komið er þessi nátt- úrulega góðsemi á hættulegu stigi því slík fórnsemi getur endað illa. Best er að ná jafnvægi á milli allra sviða lífs síns, að aðstoða aðra og sinna sjálfum sér. Hamingja og hjálpsemi LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm vikur og mæli með þessu. - Rósa Sigurðardóttir Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði. - Margrét Sigurpálsdóttir 1 matsk. safieða 1 hylki. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Ný sen din g

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.