24 stundir - 22.07.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 22.07.2008, Blaðsíða 32
24stundir ? Ég á nokkrar eldri vinkonur semkomnar eru á dvalarheimili. Ég heim-sæki þær allt of sjaldan en í hvertsinn verð ég hugsi vegna aðbúnaðaraldraðra. Þessar vinkonur mínar eigaþað sammerkt að vera af kynslóð semvar meira annt um hag annarra ensinn eigin og þær hafa lungann af ævi sinni séð til þess að enginn færi svangur eða þyrstur frá þeirra húsum. Þegar þær fara á stofnun er þeim snarlega gert að þiggja alla þjónustu og geta ekkert veitt. Ég held að það falli þeim ekki vel. Þær gleðjast við að fá heimsókn en fara strax að afsaka að því miður eigi þær ekkert kaffi að bjóða. Þegar byrj- að er að spjalla er eins og viðræður komist seint á skrið og með reglulegu millibili segja þær: „Það er verst að ég á ekkert kaffi að bjóða þér.“ Af hverju er ekki „kósí-horn“ á dvalarheimilum, þar sem íbúar geta sest niður með gestum sínum og rennt á könnuna? Ég er fullviss um að ef þessar vinkonur mínar fengju að snuddast við að leggja bolla á borð og gætu hellt upp á, þá myndi losna um málbeinið hjá þeim. Þær yrðu alsælar að geta boðið upp á „tíu“ og heim- sóknir yrðu ánægjulegri. Þessi aðstaða þyrfti ekki að vera opin nema yfir há- daginn og ég er sannfærð um að ekki yrði kvartað undan umgengni því þær myndu sjálfar sjá um að halda öllu snyrtilegu eins og þær gerðu í tugi ára á eigin heimili. Verst að geta ekki boðið kaffi Þóra Þórarinsdóttir telur það ekki henta öllum að vera þiggj- endur. YFIR STRIKIÐ Má ekki breyta elliheimilum? 24 LÍFIÐ Nýja Batman-myndin hefur gert allt vitlaust í Bandaríkjunum. Hún sló aðsóknarmet og fær frábæra dóma. Batman byrjar vel »26 Strákarnir í hljómsveitinni Hver er Mjallhvít? þykja nokkuð lágvaxnir, en tókst samt að gefa út nýja plötu. Dvergarnir í Hver er Mjallhvít? með disk »30 Hljómsveitin Sigur Rós var eitt að- alnúmerið á Latitude-tónlistarhá- tíðinni á Englandi. Sveitin þótti rokka feitt. Sigur Rós kom, sá og sigraði á Latitude »27 ● Tekið undir með Bach „Á tónleikunum verða flutt þrjú verk eftir Bach en Guðmundur var mikill aðdáandi hans. Ágúst Ólafs- son og Marta Guðrún Halldórsdóttir syngja en Bachsveitin í Skálholti leikur. Við hvetjum síðan tónleikagesti til að taka undir við lok tónleikanna og mynda þannig kór,“ segir Nathalía Druzin Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti, um minningartónleika um séra Guðmund Óla Ólafsson á fimmtudagskvöldið. ● Í veiði „Nú er ég kominn í fríið og byrja á því að fara í veiði á fimmtu- dag,“ sagði Guð- jón Þórðarson, en hann hætti í gær sem þjálfari Skagamanna. „Það lítur ágætlega út, rigning og suddi framundan og ég á von á því að gamla vinkona mín, Fáskrúð vestur í Dölum, verði mér gjöful og góð.“ Guðjón segir óvíst hvað við taki en hann sé ekki hættur í boltanum. „Það var nú ekki planið en maður veit aldrei. Það getur verið að mér bjóðist eitthvað ann- að og þá skoða ég það. Fótboltinn er ekki upphaf og endir lífsins.“ ● Gamalt og nýtt „Lagið er komið í nýjan og dans- vænni búning Ör- lygs Smára, sem samdi lagið upp- haflega,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, söng- kona Bermuda, en sveitin hefur endurútgefið lagið Á Bermuda, með aðstoð Örlygs Smára. „Þessi útgáfa er ennþá suðræn og seið- andi. Líklega tökum við þó gömlu útgáfuna á böllum hjá okkur, enda hljóðfæraskipanin miðuð við hefð- bundnari hljóðfæri en fá að njóta sín í nýju útgáfunni.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.