24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 9
24stundir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 9 Breskir eiginmenn geta ekki lengur borið við nöldri eigin- kvenna sinna sem ástæðu fyrir að myrða þær. Að sama skapi geta þeir ekki lýst sig saklausa með því að segjast hafa framið ástríðuglæp vegna framhjáhalds maka síns. Þessari lagabreytingu er ætlað að tryggja að tekið sé á heimilisofbeldi á sama hátt og öðru ofbeldi. Flestir karlmenn sem myrða eig- inkonur sínar á Bretlandi beita ástríðunni fyrir sig í vörninni. Lög- menn þeirra um 100 manna sem mæta fyrir dómstóla ár hvert vísa til nöldurs eiginkonunnar eða slæmrar eldamennsku, morðingj- anum til málsbóta. Bætt réttarfar á Bretlandseyjum Ástríðuglæpir slegnir af Yfirvöld í Lahn-Dill-héraði í Hessen í suðurhlutaÞýskalands rannsaka fullyrðingar náttúruunnenda þess efnis að brúnbjörn vappi um skóglendi héraðsins. Fjöldi fólks segist hafa séð björninn undanfarinn mán- uð. Raunar gengur eitt vitnið svo langt að segja tvo birni hafa gengið framhjá sér 19. júní síðastliðinn. Lögreglan hefur fengið bjarnasérfræðinga frá dýra- garðinum í Þýringalandi til liðs við sig. Þeir hafa rann- sakað ítarlega svæðin, þar sem til meintra bjarnardýra hefur sést. Til þessa hafa aðeins fundist spor eftir klaufdýr – sem þykir benda til þess að villisvín hafi átt leið um svæðið. Síðasta sjónarvitnið er maður sem segist hafa staðið augliti til auglitis við björn á sunnudag. Segist hann vita fullvel hvernig birnir líti út og segir af og frá að um villisvín hafi verið að ræða. Sérfræðingar segja að brúnbirnir þyrftu að leggja á sig ferðalag yfir Alpafjöllin til að skjóta upp kollinum í Þýskalandi. Það gerðist síðast í Bæjaralandi árið 2006. Þeim birni var gefið nafnið Bruno, og var honum ban- að af veiðimanni á vegum ríkisins. andresingi@24stundir.is Þýskir útivistarmenn sjá rándýr í hverju horni Víða leynast huldubirnir Birna með húna Eða villigylta með gríslinga? Kambódía hefur farið þess á leit við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að það hlutist í deilu landsins við grannríkið Taí- land vegna gamals hofs. Und- anfarna viku hafa 500 taí- lenskir og um 1000 kambódískir hermenn um- kringt Preah Vihear-hofið, sem er við landamæri ríkjanna tveggja. Alþjóðadóm- stóllinn í Haag úrskurðaði ár- ið 1962 að svæðið umhverfis hofið tilheyrði Kambódíu, en því hafna stjórnvöld í Bang- kok. Taíland og Kambódía Karpa um hof Óttast er að hundruð erlendra starfsmanna við breska flug- velli hafi aðgang að örygg- issvæðum án þess að glæpa- ferill þeirra hafi verið kannaður nægjanlega vel, að því er segir í skýrslu sem út kom í gær. Þrátt fyrir viðvar- anir um að hryðjuverka- samtök gætu reynt að lauma mönnum á sínum vegum inn á flugvelli, kanna yfirvöld ekki erlendan glæpaferil þeirra sem hefja störf. Leggja skýrsluhöf- undar til að úr þessu verði bætt hið fyrsta. aij Flugvellir í Bretlandi Slakt öryggi Ríkisstjórn Argentínu hefur þjóðnýtt flugfélag landins að nýju, tæpum tveimur áratug- um eftir að það var einkavætt. Fyrsta verk nýrrar yfirstjórnar var að kyrrsetja nærri helming 67 flugvéla félagsins, þar sem viðhaldi þótti ábótavant. Rekstur flugfélagsins hefur lengi gengið illa. Það skuldar um 70 milljarða króna og bæt- ast um 80 milljónir við reikn- inginn dag hvern. aij Flugfélag Argentínu Endurþjóðnýtt

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.