24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir Bakverk - heildsala ehf, Tunguháls 10, 110 Reykjavík Vorum að fá mjög góðar rafmagns golfkerrur, með fjarstýringu, sem hægt er að beygja. Hverri kerru fylgir bolta og skorblaðahaldari. Getur farið allt að 20 km á hleðslunni. Fer lítið fyrir þegar búið er að leggja saman. Golfbílar á frábæru verði Verð: 540.000,- Kortaraðgreiðslur! Kynningarverð fyrstu þrír á 499.000,-stgr! Trojan rafgeymar, álfelgur. Upplýsingar í síma 517 2220 Rafmagns golfkerra með fjarstýringu LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég verð hins vegar snemma á fótum alla dag- ana því við förum út á völl að vinna um kl. 4 á næturnar. Þá verða flatirnar slegnar og valtaðar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@24stundir.is „Völlurinn er í nokkuð góðu standi að mínu mati. Það er lítið um skemmdir á flötunum en ég viðurkenni að flatirnar voru að- eins betri í fyrra en í ár. Það eru smáskemmdir í flötunum á 14. og 15. braut en ekkert alvarlegt,“ segir Örlygur Helgi Grímsson, vallarstjóri Vestmannaeyjarvallar. Það verður nóg að gera hjá vall- arstjóranum á meðan Íslands- mótið fer fram því hann er af- rekskylfingur sjálfur og ætlar að vera með á Íslandsmótinu í höggleik. Örlygur er klúbbmeist- ari GV í ár en hann lék hringina fjóra á samtals 2 höggum yfir pari (68-68-72-74). „Ég æfi nán- ast ekki neitt og spila bara golf. Það gefst ekki tími til æfinga og ég er ekkert að svekkja mig á því lengur.“ Samkvæmt venju eru holurnar á flötunum 18 færðar til á hverjum degi og er það mik- il kúnst að velja rétta staðinn á flötinni fyrir holuna. „Ég mun að sjálfsögðu ekki velja holustað- setningarnar, það verða aðrir í því. Ég verð hinsvegar snemma á fótum alla dagana því við förum út á völl að vinna um kl. 4 á næturnar. Þá verða flatirnar slegn- ar og valtaðar. Við erum ekki það margir að vinna á vellinum að ég geti leyft mér að taka frí á meðan mótið fer fram,“ segir vallar- stjórinn en hann þekkir hverja þúfu á vellinum. Það hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á vellinum frá því að Íslandsmótið fór þar fram síðast árið 2003. Á því móti sigruðu Ragnhildur Sig- urðardóttir úr GR og Birgir Leif- ur Hafþórsson úr GKG. „Við höfum breytt aðeins slættinum á par 5-brautunum. Brautirnar hafa aðeins verið þrengdar við lendingarsvæðin eftir upphafshöggin. Á 4. braut er verið að byggja vélageymslu hægra megin við brautina og við höfum því breytt legu brautar- innar aðeins. Kylfingar þurfa því að slá meira til vinstri á 4. en áð- ur. Við þrengdum einnig lend- ingarsvæðin á 16. og 18. braut. “ Rigningin er góð Örlygur hefur fylgst vel með veðurspánni undanfarna daga en útlit er fyrir að það rigni á kepp- endur. „Á meðan það verður ekki mikið rok þá er í góðu lagi að það rigni. Það eina sem maður vill ekki er austanátt. Þá verður of hvasst hér í Eyjum. Allar aðrar áttir eru í góðu lagi og ég held að veðrið verði ekki vandamál. Það sáu allir aðstæðurnar sem kylf- ingarnir á Opna breska meist- aramótinu voru að glíma við.“ Örlygur segir að hraðinn á flötunum verði ekki mjög mikill þar sem von er á úrkomu á með- an mótið fer fram. „Brautirnar á vellinum þurftu á því að halda að fá rigningu og það er því gott fyrir völlinn. Að sjálfsögðu er betra að leika golf í þurru veðri en það er ekki á allt kosið.“ Forráðamenn Golfklúbbs Vest- mannaeyja fá aðstoð frá Golf- klúbbi Reykjavíkur á meðan á mótinu stendur en GR lánar nokkrar sláttuvélar til þess að hægt verði að slá allar flatir og brautir á sem skemmstum tíma. Örlygur telur að margir eigi eftir að berjast um sigurinn í karlaflokknum í Eyjum. „Sá sem púttar best á mótinu verður meistari. Þannig er það alltaf. Ólafur B. Loftsson úr Nes- klúbbnum og Þórður Rafn Giss- urarson úr GR virðast „heitir“ þessa dagana og ég býst við þeim í toppbaráttunni, ásamt fleirum,“ sagði Örlygur Helgi Grímsson, vallarstjóri og afrekskylfingur Allt klárt Guðgeir Jónsson og Ör- lygur Helgi Grímsson fara yfir „tékklistann“ í Vestmannaeyjum. Örlygur Helgi Grímsson vallarstjóri GV tekur daginn snemma á Íslandsmótinu í höggleik Þekkir hverja þúfu Íslandsmótið í höggleik er hápunktur keppn- istímabilsins hjá íslensk- um afrekskylfingum. Mótið hefst á morgun í Vestmannaeyjum en vall- arstjórinn Örlygur Helgi Grímsson verður í tvö- földu hlutverki alla keppnisdagana. ➤ Íslandsmótið í höggleik hétáður Landsmót en fyrir nokkrum árum var hætt að keppa um Íslandsmeistaratit- ilinn í mörgum flokkum. Að- eins einn flokkur tekur þátt, meistaraflokkur. ➤ Árið 2003 fór Íslandsmótiðsíðast fram í Eyjum. Þá sigraði Birgir Leifur Hafþórsson í karlaflokki og Ragnhildur Sigurðardóttir í kvennaflokki. Birgir er ekki á meðal kepp- enda í ár. SÍÐAST Í EYJUM ÁRIÐ 2003 Birgir Leifur Hafþórsson lék á 4 höggum undir pari samtals þegar hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik árið 2003. Fyrstu tvo hringina lék hann á 67 og 65 höggum eða 8 höggum undir pari. Sigurpáll Geir Sveinsson lék þá fyrir GA og varð hann annar á einu höggi yfir pari samtals, eða 281 höggi. Örn Ævar Hjartarson varð þriðji á 282. Ragnhildur Sig- urðardóttir sigraði í kvenna- flokknum á 15 höggum yfir pari og Ólöf María Jónsdóttir varð önnur á 28 höggum yfir pari. Birgir á 4 högg- um undir pari HELGI Bragason, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja, segir að mikil eftirvænting sé hjá klúbbfélögum í GV fyrir Ís- landsmótið í höggleik en mótið fór síðast fram í Eyjum árið 2003. „Það er í raun sami kjarn- inn af okkar sjálfboðaliðum sem kemur að framkvæmd mótsins. Upplýsingaflæði ut- an af velli verð- ur mun meira en árið 2003. Sjálfboðaliðar verða með far- tölvur á nokkrum stöðum og skorin eru slegin inn á 3 holu fresti. Við höfum verið að vinna í göngustíg- um og slíkum verkum. Völl- urinn er nánast alveg eins og hann var árið 2003. Enda ekki ástæða til þess að breyta vell- inum sem þykir góður.“ Mikil eftirvænt- ing í Eyjum Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mosfellsbæ hefur titil að verja í kvennaflokknum en hún sigraði í fyrsta sinn í fyrra á Hvaleyr- arvelli. Nína á von á sínu fyrsta barni í haust en hún hefur haldið sínu striki á Kaupþingsmótaröð- inni í sumar. Alls eru 17 konur skráðar til leiks. Ragnhildur Sig- urðardóttir (GR), Helena Árna- dóttir (GR), Þórdís Geirsdóttir (GK) og Nína eru þær einu sem hafa náð að landa sigri á Íslands- mótinu af þeim keppendum sem verða með í Eyjum. Í karlaflokki eru 103 keppendur og Björgvin Sigurbergsson úr GK hefur titil að verja. Það eru marg- ir fyrrverandi meistarar á ferð- inni í karlaflokknum. Þeir eru: Björgvin Þorsteinsson (GA), Sig- mundur Einar Másson (GKG), Sigurpáll Geir Sveinsson (GKj.), Heiðar Davíð Bragason (GR), Sigurður Pétursson (GR), Örn Ævar Hjartarson (GS) og Þor- steinn Hallgrímsson (GV). Nína og Björgvin hafa titil að verja 24stundir/Sigús Gunnar Guðmundsson golf

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.