24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 23.07.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir - kemur þér við Ókeypis - heim til þín Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Guðborg Auður, lyfjafræðingur og forstöðumaður Eitrunarmið- stöðvar, segir engar meiriháttar eitranir hafa orðið vegna jurta síð- astliðin ár. Helsta ástæða þess sé sú að ekki séu margar eitraðar plöntur á Íslandi. „Flestar fyrirspurnir hjá okkur eru vegna stofublóma,“ segir Guð- borg og segir slysin ekki hafa verið alvarleg ef undan er skilið brunasár barns er slasaðist fyrir skömmu. „Við meðhöndlum helst bruna í munnholi sem hefur orðið vegna ertandi og ætandi safa úr blómum og jurtum en síðan eru til plöntur sem hafa skaðleg áhrif á hjarta og taugakerfi,“ segir hún og minnist ekki alvarlegra slysa vegna þeirra nýlega „Þegar barn kemst í tæri við æt- andi og ertandi jurt þá þurfa fyrstu viðbrögð að vera þau að skola af slímhúðinni og hringja í Eitr- unarmiðstöðina eða neyðarlínuna sem gefur línuna yfir til okkar,“ bætir hún við. „Fólk deilir enda- laust um hvort betra sé að gefa barni mjólk eða vatn en miklu máli skiptir að skola strax í stað þess að eyða tíma í að finna til mjólkurglas því skjót viðbrögð skipta máli til að slímhúðin skadd- ist ekki. Betra er að skola ertandi efnum niður í maga en að þau liggi til að mynda í vélindanu,“ segir Guðborg. Eitraður töfrarunni „Langeitruðustu plöntuna tel ég vera töfrarunna, en sem betur fer er hún sjaldgæf,“ segir Guðborg aðspurð um hvaða skaðræð- isplöntur beri helst að varast. „Töfrarunnann er til að mynda að finna í Grasagarðinum í Laugardal og hann finnst einnig í nokkrum görðum garðáhugamanna svo ástæða er til að varast plöntuna.“ Guðborg nefnir að í görðum og garðskálum séu það ekki einungis blóm og jurtir sem skapi hættu heldur einnig ýmsar tegundir af trjám og runnum. „Gullregnið er eitt þeirra trjáa sem er eitrað og þarf að varast. Hér á landi hefur enginn innbyrt nógu mikið af því til að veruleg hætta hafi stafað af.“ Grillvökvinn hættulegur „Á Eitrunarmiðstöðina hringja að minnsta kosti 1200 manns ár- lega,“ segir Guðborg og segir 60% símtalana varða börn undir 6 ára aldri. En jurtir og plöntur eru lítill hluti fyrirspurna bætir hún við og segir að jafnvel leynist aðrar hættur í garðinum sem foreldrar megi vaka betur yfir. „Yfir sumartímann fáum við tilfelli þar sem barn hefur innbyrt grillvökva sem er lífrænt leysiefni. Hann verður að geyma á öruggum stað og í vel merktum umbúðum.“ Víða í görðum leynist fagur en eitraður gróður Varúð – eitrað ➤ Komist einstaklingur í tærivið hættuleg efni, eitraðar plöntur eða lyf skal hafa sam- band við Eitrunarmiðstöð Landspítala. Hægt er að hringja allan sól- arhringinn og fá upplýsingar og leiðbeiningar. ➤ Símanúmer: 543 2222 og góðhugmynd er að vista númerið í farsímann þá má hringja í 112 og fá samband. FYRSTU VIÐBRÖGÐ: Nýlega varð hörmulegt slys á barni sem brennd- ist illa á risahvönn við leik. Blóm og tré í görð- um og náttúrunni freista oft barna og líklegt er að foreldrar hafi ekki víð- feðma kunnáttu á því hverjar þeirra teljast eitr- aðar og hvernig skuli bregðast við. Eitrað gullregn Í Bretlandi má gullregn ekki standa í görðum þar sem börn eru að leik. Eitraður Töfrarunni Mjög eitruð jurt sem finnst í görðum á Íslandi. Fyrsta uppskera af kartöflum gladdi marga í síðustu viku enda þykja þær algert lostæti glænýjar. „Mér finnst kartöflur bestar ofnbakaðar,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju. „Þá sker ég þær í báta, nota ólífu- olíu og krydda vel. Ég er alinn upp í kartöflugarði í Reykjavík,“ bætir Sigurður Árni við og segir því kart- öflur ekki endilega vera efstar á vinsældarlistanum. „Þó finnst mér nýtt íslenskt smælki best soðið og þá borða ég þær með hýðinu á og finnst gott,“ bætir hann við. „Ég elska nýjar kartöflur,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumað- ur. „Ég sýð þær í stuttan tíma og vil hafa þær stífar, ég kýs helst að borða rauðar kartöflur, finnst þær bera af. Þá verð ég að hafa ískalt smjör með og tala nú ekki um ef það er saltað að auki.“ Úlfur segist afar sólginn í smælkið og vilja það jafnvel eitt og sér á diskinn. „Já, ég sýð mér kart- öflur sem máltíð þegar þær fást nýjar, það þarf ekkert annað með. En auðvitað er algjört sælkerafæði að borða nýjar kartöflur með soðnum gellum,“ bætir hann við og minnir þá sem ætla sér að sjóða kartöflurnar á að gleyma ekki að setja smávegis af salti út í vatnið. dista@24stundir.is Uppskeran í hús og nýtt smælki á diskinn Gamaldags eða nýmóðins? Kartöflur með söltu smjöri „Lostæti, einar og sér,“ segir Úlfar. Smælkið gott Sr. Sig- urður Árni borðar smælk- ið með bestu lyst. LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð! Veiðikortið veitir nú aðgang að 32 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Með veiðikortið í höndunum, ákveður þú hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.