24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 32
24stundir ? Þegar verkfall ljósmæðra kom til um-ræðu á Alþingi í fyrradag var einn ráð-herra Samfylkingarinnar viðstaddur enfimm fjarverandi. Aðeins samgöngu-ráðherra hafði tíma til að hlusta á upprifj-anir stjórnarandstæðinga á fögrum orð-um og yfirlýsingum Samfylkingar úrkosningabaráttu og stjórnarsáttmála. Hvað sagði í þeim plöggum? Eitthvað um bættan hlut kvenna í umönnunar- störfum, muni ég rétt. Hvernig ætli mæt- ingin í fyrradag hefði verið hjá for- ystufólki Samfylkingarinnar ef flokkurinn væri í stjórnarandstöðu? Eða ræðurnar, maður lifandi! Öll sú heilaga vandlæting og mærð sem við hefðum heyrt. Hvílíka vini sem ljósmæður hefðu átt. Maður klökknar við tilhugsunina. Þjóðin stendur með ljósmæðrum. Þjóðin stendur ekki með ríkisstjórninni. Ljósmæður hafa fært sannfærandi rök fyrir því að tímabært sé að leiðrétta kjör þeirra, með hliðsjón af öðrum háskólamenntuðum. Þetta er sanngirnismál, réttlætismál. Eitthvað fyrir alvöru jafnaðarmenn. En ferðaklúbbur Samfylkingarinnar hefur sagt sig frá mál- inu, þó annað veifið heyrist viðtöl við ráð- herra á faraldsfæti sem hafa hyldjúpan skilning á baráttu ljósmæðra, en tala að öðru leyti eins og þeim sé málið óviðkom- andi. Hinir meintu jafnaðarmenn segja pass. Pólitískt frumkvæði þarf að koma frá Sjálfstæðisflokknum. Vilji er allt sem þarf. Og okkar snöfurlegi heilbrigð- isráðherra hefur áður sýnt röggsemi og leyst mál á kvöldi. Hver klukkustund sem ljósmæður eru í verkfalli er samfélaginu til minnkunar. Áfram ljósmæður Hrafn Jökulsson skrifar um réttlætismál YFIR STRIKIÐ Hvar eru jafnaðar- menn? 24 LÍFIÐ Nýjasta breiðskífa Atómstöðv- arinnar, Exile Republic, þykir sýna mikla framþróun hjá sveitinni til hin betra. Atómstöðin fær þrjár stjörnur »26 Rokk-karlakórinn er á leið í hljóð- ver að taka upp fjögur lög, þar á meðal eitt frumsamið jólalag. Mikið framundan hjá Fjallabræðrum »30 Lesið dóminn um Journey to the Center of the Earth og skoðið myndirnar frá frum- sýningunni. Mynd Anitu Briem fær þrjár stjörnur »27 ● Frumsýning Fýsnar „Ég hlakka gríðarlega til, þetta er góður endir á löngu ferli, þannig að þú hitt- ir á mig á góðri stund,“ segir leik- ritaskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, en verk hennar Fýsn verður frumsýnt fyrir troðfullum sal Borgarleikhússins í kvöld. Þá er von á öðru verki á fjal- irnar eftir Þórdísi. „Ef allt gengur að óskum verður leikritið Dansaðu við mig frum- sýnt í október. Þetta er þó ekki dansverk, heldur er dansað á helstu málefnum tilverunnar.“ ● Tónleika- maraþon „Þetta verður svolítið mara- þon. Við er- um með klukkutíma prógramm og síðan tekur 20 mínútur að keyra á milli staða,“ segir Þórarinn Hannesson sem ætlar að halda þrenna tónleika í þremur byggðarlögum í kvöld. Fyrstu tónleikarnir verða í Ólafsfjarðarkirkju kl. 19.30, þeir næstu í Knappstaðakirkju í Fljótum og þeir síðustu í Siglu- fjarðarkirkju. „Þetta verður al- veg órafmagnað þannig að það fer lítill tími í að koma sér fyrir.“ ● Kynbundinn launamunur „Þetta undir- strikar það að nú er brýnt að fylgja eftir ákvæðum stjórnarsáttmálans um að draga úr kynbundnum launamun og að lyfta kjörum um- mönnunarstéttanna,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir um þær fréttir stétt- arfélagsins SFR að launamunur kynjanna hafi aukist um 3% milli ára. „Auðvitað er þetta tíma- skekkja, við erum að glíma við rótgróið kynjakerfi,“ segir Kristín. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.