Eintak - 01.12.1993, Page 48

Eintak - 01.12.1993, Page 48
Útgefandi nokkur í Reykjavík fann það út á dögunum að plötur, eða geisladiskar, sem kosta það sama út úr búð, kosta í rauninni alls ekki það sama. Vissar plötur eru með öðrum orðum mun dýrari en aðrar, jafnvel þótt maður borgi það sama fyrir þær. Á frægri samkomu sem þessi útgefandi stóð fyrir til að kynna eigin útgáfur benti hann viðstöddum á að nýjasta plata KK- Bandsins, Hotel Föroyar, væri sú dýrasta á jólamarkaðnum. Hann sýndi frarn á það með vísindalegu súluriti; hann bar saman spil- unartíma umræddrar plötu og annara nýútkom- inna platna og komst að þeirri uggvænlegu niður- stöðu að lögin tíu sem er að finna á Hotel Föroyar séu dýrari en önnur lög. Það tekur semsagt minni tíma að spila þau en tekur að spila tíu lög af þeim plötum sem hann sjálfur gefur út. Og þrátt fyrir það borgar neytandinn sömu upphæð í búðinni. Nú hef ég ekki enn gert upp við mig svona prívat og persónulega hvort magn sé sama og gæði, þótt umræddur útgefandi sé með það á hreinu, en vissulega varð uppgötvun þess síðastnefhda til þess að maður fylltist enn meiri áhuga fyrir þessari merku hljómsveit, KK-Bandi. Reyndar fannst mér nú KK-Band vera ein skemmti- legasta, ef ekki allra skemmtileg- asta, hljómsveit landsins, og mér fannst það áður en ég fékk niðurstöður hins sannleiksleit- andi útgefanda í hendurnar. Og um síðustu jól gerðist það sem gerist nær aldrei í tónlistarbransanum: söluhæsta platan, Beiti leið með KK-Bandi, var að mínu mati jafnframt sú besta. Og þegar mér bauðst að fara út á land og fylgjast með hljómsveit- inni að störfum, greip ég tækifærið fegins hendi, með það fyrir augum að hafa gaman af og einnig að njósna um hvort KK og félagar seldu sig líka svona dýrt á sviðinu. Því það var aldrei að vita nema þeir hefðu aðgangseyrinn hinn sama og aðrar hljómsveitir, en spiluðu kannski ekki nema ef til vill í þrjátíu og tvær mínútur. Á meðan aðrar hljómsveitir spiluðu allt upp í sjötíu og átta mín- útur. Eða jafnlengi og geisladiskurinn þolir að sé troðið á hann. Að velja sér farartæki Það var ákveðið að ég færi í rútubíl að hitta KK- Band í Búðardal, þar sem þeir áttu að spila í Dala- búð föstudaginn 19. nóv- ember, og fara svo með þeim í jeppanum þeirra á Króksfjarðarnes daginn eft- ir, á tónleika í Vogalándi. Og ef til vill fylgja þeim á rjúpnaskytterí ef veður leyfði. Og ef þeir leyfðu. Þeir félagar voru þegar búnir að ferðast eitthvað um landið dagana á undan og ætluðu að slútta þessum túr þarna fyrir vestan. Það stóð til að dvelja hjá ffænda Þorleifs bassaleikara, Ein- ari í Efri-.Gufudal, aðfaranótt laugardagsins, og njóta þess svo þar að enn voru tveir dagar eftir af rjúpnatímabilinu. Ég var mættur út á BSÍ klukkan hálfsex á föstudeginum, eða hálftíma fyrir áætlaðan brott- farartíma rútunnar. Það rigndi eins og hellt væri úr óteljandi fötum samtímis og ég komst strax í þessa fínu íslensku smásögustemmingu sem gjaman vill loða við Umferðarmiðstöðina. Að visu er miðstöðin talsvert breytt frá því ég fór þar um síð- ast; hinn yfirþyrmandi og rykugi grámi hefur að mestu vikið fyrir litríkum spilamaskínum og svo er komin afskaplega alþjóðleg blaðasala út í eitt hornið. En þrátt fýrir þetta leið mér eins og í vel heppnaðri smásögu, skrifaðri upp úr seinna stríði, því úti buldi regnið, kaffið var jafn gegnsætt og áð- ur, og yfirbragð fólksins sem beið þarna með mér einhvern veginn ekki eins alþjóðlegt og blaða- sjoppan. Tíu mínútum fyrir sex birtist rúta úti á plan- inu. Ég skellti í mig restinni af kaffiábótinni, kvaddi Reykjavík í huganum eins og ég væri að kveðja hana í hinsta sinn, og dreif mig með farang- urinn út í beljandi regnið. Ég var svolítið upp með mér að vera nú einu sinni í góðum tíma og geta verið viss um að farartækið færi ekki á undan mér. Auk þess leist mér mjög svo vel á þessa rútu og kom mér fyrir í einum af aftari sætum hennar, langt í burtu ffá öðrum farþegum sem allir sátu í fremstu sæt- unum. Svo athugaði ég hvort miðinn væri ekki ör- ugglega á sínum stað og var strax farinn að hlakka til að komast heim í Búðardalinn. Því eins og segir í textanum, er ansi margt sem bíður manns þar. Og í því sem ég var að máta mig við staðinn í huganum, birtist bílstjórinn og vildi fá að sjá'mið- ann minn. Ég rétti honum miðann, hann reif af honum og ætlaði að fara að láta mig hafa minn helming aftur, en kippti þá skyndilega að sér hendinni. Svo bar hann miðann upp að því litla ljósi sem tiltækt var í bílnum. „Elsku vinur, farðu yfir í næsta bíl!“ Klukkan var nákvæmlega sex. Án þess að bíða boðanna þreif ég myndavélatöskuna úr sætinu við hliðina, hentist út úr rútunni, reif upp dyrnar að farangursgeymslunni til að ná í hina töskuna, og hljóp síðan í gegnum þykka rigninguna í átt að annarri rútu svona tíu metra frá. Hún var öllu minni, en þó með fleira fólk innanborðs. Bílstjór- inn hafði lokað dyrunum og ég mátti berja þær ut- 48 hf, EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.