Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 19
 úr daqlegu. íslensku stiórnmálalífi manna og það eigi að gera strangar hæfhiskröftir. Mér finnst óeðlilegt að útiloka skyldmenni standist þau hæíhiskröfurnar. Mörður Árnason Um hið fyrra vil ég segja það sama og Talleirand, lögreglustjóri Napoleons, sagði þegar Napoleon lét hengja ein- hvern aðalsmann. „Þetta er ekki glæpur þetta er enn þá verra, þetta eru mistök.“ Ráðherra getur ráðið konuna sína sem aðstoðarmann, það er ekkert á móti því. Það hins vegar, að sleppa framhjá komandi stjórnsýslulögum, er löglegt en sið- laust. Ólafur Þ. Þórðarson Á hverjum tíma ber að fara eftir þeim lögum sem eru í gildi. Hæfnismat á að ráða embættisveitingum. Páll Pétursson Ég vil ekki full- yrða að mágurinn hafi ekki verið góður maður í embættið. Það er mjög nauðsynlegt að traust ríki á milli ráðherra og aðstoðarmanns hans. Á hinn bóginn er það ákveð- in siðblinda þegar svona embættis- veitingar eru gerðar rétt áður en sett eru lög sem gera þær ólöglegar. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það á bara að reka ráðherrann, enda sýn- ir þetta að hann er óhæfur til sinna starfa. Sigurður Pétursson Það hljóta að verða að vera fastar reglur um það hvernig standa á að skipunum í embætti. Sama hvort menn eru embættismenn eða pólitískt ráðnir aðstoðarmenn. Nokkrir kassar af víni í afmæli flokksbróðurs Þegar Ingólfur Margeirsson, þá ritstjóri Alþýðublaðsins, hélt upp á fertugsafmæli sitt færði Jón Bald- vin Hannibalsson, þá Qármála- ráðherra, honum 1 veisluna mikið magn af freyðivíni sem fengið var úr veislusölum ríkisins í Borgar- túni. Jón Baldvin tjáði sig ekki mikið um þetta mál. Ingólfur sagðist hins vegar hafa stefnt að því að hafa af- mælið sitt áfengislaust en þegið vínið úr því ráðherrann vildi færa sér það. Eftirfarandi dæmi var lagtfyrir stjórnmálamennina: Ráðherra kaupir marga kassa afkampavíni fyrir almannafé og færir pólitískum samstaifs- manni sínum til að hann geti haldið upp á afmæli sitt með glans. Anna Ólafsdóttir Björnsson Hrottalegt brot á siðferðisreglum. Enn lýsi ég eftir skýrum reglurn fyrst að menn hafa ekki siðferðis- vitund til að sjá hvað er rangt við þetta. Árni Johnsen Þetta er óboðlegt. Árni Matthiesen Ég veit ekki að til séu neinar heimildir sem leyfa að ráðherra færi vinum sínum slík- ar gjafír þannig að þetta hlýtur að vera heimildarlaus ráðstöfun á fjár- munum ríkissjóðs. Birgir Ármannsson Ráðherrar eiga að gera greiða eða góðverk á eigin kostnað en ekki almennings. Guðni Ágústsson Hann ætti að segja af sér. Guðrún Ögmundsdóttir Þetta á ekki að geta gerst. Allt annað ef féð er tekið úr eigin vasa. Gunnlaugur Stefánsson Það er mjög vont mál. Það á ráðherra ekki að gera. Ég ætla samt ekki að gerast dómari um viðurlög í slíkum mál- um. Þeir sem dæma verða kannski fyrstir dæmdir. Margrét Frímannsdóttir Þetta á ekki að eiga sér stað. Mörður Arnason Siðleysi. Ólafur Þ. Þórðarson Ríkisend- urskoðun er ætlað að sjá til þess að þetta geti ekki átt sér stað. Páll Pétursson Fráleitt. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið gert. Ragnhildur Vigfúsdóttir Hann getur borgað sitt vín sjálfúr eins og þú og ég. Sigurður Pétursson Þetta er spilling og menn eiga að víkja ef þeir verða uppvísir að slíkum sið- ferðisbrotum. Ráðherra kaupir námsgögn sem enginn sértilgang í Ólafur G. Einarsson menntamál- ráðherra keypti sýningarrétt á bíó- myndum Hrafns Gunnlaugsson- ar handa grunnskólunum til sýn- ingar fyrir réttu ári. Hrafn var þá í basli við að ná endum saman við gerð myndar sinnar, Hin helgu vé. Þeir aðilar sem ráðnir eru til að sjá um innkaup af þessu tagi létu hafa eftir sér að þeir skildu ekki tilgang- inn með þessum kaupum, þau hafi á engan hátt verið borin undir þá og þeir hefðu aldrei mælt með þeim. Ólafur G. benti á fordæmi að þessu máli frá ráðherratíð Svavars Gestssonar þegar hann keypti sýningarrétt af Þorsteini Jóns- syni, flokksbróður sínum. Eftirfarandi dæmi var lagtfyrir stjórnmálamennina: Ráðherra kaupir höfundarverk eftir flokksbróður sinn undirþví yfirskini að þau nýtistsem keitnslugögn handa grunnskól- um. Það fólk sem sér um inn- kaup á slíkum gögnum segist hins vegar ekki geta nýtt þessi gögn né að sérstök þörfhafi ver- ið fyrir þau. Anna Ólafsdóttir Björnsson Fá- ránlegt, eins og dæmið sem þarna er verið að vísa til. Meðan ráðherra hefur heimild til að eyða almanna- fé, án þess að þurfa að rökstyðja það, er mín niðurstaða sú að ráð- herravald sé of mikið. Árni Johnsen Slík kaup geta verið háð mismunandi leiðum í kerfinu. Annars vegar getur verið um að ræða styrk, hins vegar kaup sem falla undir námsskrá. Ef þetta til- tekna verk flokkast til dæmis undir listaverk getur verið ástæða til þess að styrkja listamanninn þótt náms- skrá kalli ekki á það. Árni Matthiesen Miðað við þær forsendur sem spurningin gefur hegðar ráðherra sér óskynsamlega. Hann gæti hins vegar haft aðra skoðun á nytsemi gagnanna en starfsmenn hans. Birgir Ármannsson Ef fúllljóst þykir að ekki sé þörf fyrir gögnin, hlýtur að vera ljóst að ekki er þörf á að verja almannafé til kaupanna. Guðni Ágústsson Hann ætti að segja af sér. Guðrún Ögmundsdóttir Það gengur ekki að hygla sínum. Við þurfum að fara að taka á því. Ann- ars staðar þurfa menn að segja af sér út af slíku. Gunnlaugur Stefánsson Þarna eru þær forsendur gefnar að verið sé að kaupa eitthvað sem ekki er þörf íyrir. Þá verður að láta þau kaup ganga til baka. En ef verið er að tala um ákveðið mál, eins og þetta virðist vera um Hrafn Gunn- laugsson, þá fór ég rækilega í gegn- um það mál í skýrslum Ríkisend- urskoðunar í fjárlaganefnd. Það virtust vera tvær skoðanir á því hvort þörf væri á þessum myndum eður ei, þannig að ég ætla ekki að dæma um það. Margrét Frimannsdóttir Það þarf faglegt mat á kennslugögnum. Mörður Árnason Eins og dæmið er sett fram eru engar afsakanir fyrir hendi. Olafur Þ. Þórðarson Annað hvort er fólkið óhæft eða ekki hefur verið þörf fyrir gögnin. Málið er því óupplýst eins og spurningin er sett fram. Páll Pétursson Þetta mál er í sér- flokki eins og svo margt sem teng- ist því. Þetta er auðvitað mikið glapræði. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það ætti að senda þessa menn á kúrs í pólit- ískri siðfræði. Sigurður Pétursson Þetta er sama mál og með gagnagrunninn. Hverjir eru hagsmunir almennings og hvenær er verið að hygla að vin- um, samstarfsmönnum eða flokks- félögum? Það hlýtur að vera hægt að setja einhverjar reglur um þetta. Ráðherra hefur sambúð með að- stoðarmanni sín- um Einkalíf stjórnmálamanna verður aldrei fréttamatur á Islandi. Til að taka eitthvert slíkt dæmi sem rým- að gæti við fjölda slíkra hneykslis- mála frá Bretlandi og Bandaríkjun- um var valið að segja frá hjúskap- armálum Svavars Gestssonar, þá menntamálaráðherra, og Guð- rúnar Ágústsdóttur, þá aðstoðar- manns hans, enda hafa þau sagt GUÐNI ÁGÚSTSSON ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNAR „Hann ætti að segja afsér, “ segir Guðni um ráðherra sem kaupir höfundarverk af flokksbróður sínum sem kennslugagn fyrir skóla en þeir aðilar sem ráðnir eru til að kaupa slík gögn, hefðu aldrei keypt né viljað sjá. MARGRET FRÍMANNSDÓTTIR ÞINGFLOKKSFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS „Ráðherra á að sjá sóma sinn íþví að koma aldrei fram í opinber- um erindagjörðum öðruvísi en edrú. Hins vegar er það hans einka- mál hvað hann gerir isinum einkatíma. Hann ætti að segja afsér ef hann skandaliserar, “ segir Margrét um ráðherra sem kemur fram drukkinn í opinberum embættisgjörðum. GUNNLAUGUR STEFÁNSSON ÞINGMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS „Þetta er oft erfitt að meta. Það er mikið atriði að ráðherrar og aðrir stjórnendur séu i góðu samstarfi við fólk. Hér verður að höfða til dómgreindar og sam- visku viðkomandi ráðherra, “ segir Gunnlaugur um ráðherra sem býður fyrrum skólafélögum sínum til kokteilboðs á kostnað ríkisins. SIGURÐUR PÉTURSSON SAGNFRÆÐINGUR OG FYRRUM FORMAÐUR UNGRA JAFNAÐARMANNA „Þetta er erfitt mál. Ef verið er að verja hagsmuni rikisins með því að taka einhverjar eignir upp i skuld gjaldþrota fyrirtækis þá er þetta náttúrlega sþurning. Efþað þykirhins vegarsýnt, að verið sé að hygla vinum eða samstarfsmönnum ráðherrans, þá er það að sjálfsögðu algert siðferðisbrot og menn eiga að víkja úr embætti," segir Sigurður um ráðherra sem lætur ríkið sitja uppi með ónýtan gagnagrunn eftir viðskipti við flokksbræður sína. sjálf ffá þessu í nokkrum viðtölum. í ráðherratíð Svavars skildi hann við eiginkonu sína og hóf sambúð með aðstoðarmanni sínum. I Bret- landi í dag yrði slíkt talið undan- látssemi fyrir upplausn fjölskyld- unnar. Annars staðar yrði hins vegar litið til þess að eftir að sam- búð með aðstoðarmanninum hófst var ráðherrann með sambýliskonu sína í vinnu hjá ríkinu. Stjórnmálmönnunum var látið eftir að líta á þetta mál, hverjum eft- ir sínu höfði, en eftirfarandi dæmi var lagtfyrir þá: Ráðherra skilur við konu sína, tekur saman við aðstoðarmann sinn ogstofnar með honum heim- ili. Af þessu mætti draga þá álykt- un að ráðherrann hafi ráðið ást- konu sína sem aðstoðarmann sinn og á launfrá ríkissjóði. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ef verið er að setja maka sína á launa- skrá þurfa að vera mjög gild rök fyrir því. En séu einhverjar ágisk- anir á ferðinni eins og í þessu dæmi er náttúrlega erfitt að festa hendur á slíku. Almenningi og samstarfsmönnum koma hjúskap- armál fólks annars ekkert við, nema verið sé að nýta sér eitthvað óvenjulegt. Árni Johnsen Mér finnst engin ástæða til að draga slíkar ályktanir. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir friðhelgi einkalífs ráðherra. Árni Matthiesen Það er mjög hæpið að draga þessa ályktun og því engin þörf á að svara þessum lið. Birgir Ármannsson Ráðherrar mega búa með þeim sem þeir vilja, svo fremi það trufli ekki störf þeirra. Hins vegar verða þeir að forðast hagsmunaárekstra í þessum efnum sem öðrum. Guðni Ágústsson Þetta eru vond mál sem enginn sleppur með ann- ars staðar en hér. Ekki er hægt að setja reglur um þetta. Ástin leitar að sínum farvegi. Guðrún Ögmundsdóttir Við bú- um nú ekki í Bretlandi, við það tvöfalda siðgæði sem þar tíðkast og okkur kemur ekki einkalíf annarra við. Gunnlaugur Stefánsson Ég get ekki dregið þá ályktun og mér finnst að einkalíf ráðherra eigi að fá að vera í friði frá fjölmiðlum. Margrét Frímannsdóttir Ástin spyr ekki um störf eða launakjör. Mörður Árnason Ástarlíf fólks er einkamál þess. Ólafur Þ. Þórðarson Hjóna- skilnaður er ekki refsiverður verknaður í lögum. Það eru meiri líkur á því að menn verði hrifnir af þeim konum sent eru í nágrenni við þá en þeim sem þeir sjá ekki. Ályktunin í spurninguni er hæpin. Páll Pétursson Þetta eru bara ósviknar dylgjur og óviðeigandi árásir á einkalíf tveggja valin- kunnra manna, þeirra Guðrúnar Ágústsdóttur og Svavars Gestsson- ar. Á hinn bóginn man ég ekki bet- ur en að þegar Guðrún fékk starfið væri hún að vinna mál á hendur Svavari fyrir brot jafnréttislögum. Það hefur því ekki alltaf verið jafn hlýtt á milli þeirra. Svo vona ég bara að þeim farnist vel í sínu hjónabandi. Ragnhildur Vigfúsdóttir Það er alls ekki hægt að draga þá ályktun, enda gætu þau hafa byrjað saman í vinnunni. Okkur kemur einkalíf þeirra ekki við, en ef hann var byrj- aður með henni áður, er þetta sams konar mál og með máginn. Sigurður Pétursson Það er ekk- ert hægt að segja um svona per- sónuleg málefni. © -f FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 -JQ

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.