Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 39

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 39
Hefðir þú rekið Arthúr Björgvin? Hannes Hólm- steinn Gissur- arson dósent „Nei, ég hefði veitt honum áminn- ingu.“ Hildur Jóns- dóttir ritstjóri „Hefði ég verið út- varpsstjóri, hefði ég ekki látið málin þróast svo langt að hann hefði haft ástæðu til að skrifa þetta bréf. En hefði það gerst, hefði ég látið áminn- ingu nægja og rukkað hann síðan fyrir bréfsefnið." Indriði G. Þor- steinsson rit- höfundur „Nei, því Arthúr má hafa sínar skoðanir og Sjón- varpinu veitir ekk- ert af skoðunum. Það hafa ýmsar skoðanir verið í gangi og ef aðrir kvarta yfir því að þær séu að bera þá ofurliði verða þeir bara að koma sín- um eigin á framfæri. Það vínnst ekk- ert með því að reka menn.“ Ellert B. Schram ritstjóri „Nei, ég hefði ekki rekið hann fyrir að hafa skoðanir." Páll Magnússon sjónvarpsstjóri „Já, af því hann hefur ekki umboð til að senda svona bréf.“ En hefðir þú ráðið hann? Hannes Hólm- steinn Gissur- arson dósent „Nei. Hvað hefur hann eiginlega gert í þessa tíu mánuði?" Hildur Jóns- dóttir ritstjóri „Ég er sannfærð um Ríkisútvarpið hefur haft þörf á góðum skipulags- og dagskrárráð- jjafa. Arthúr Björgvin þekkir innviði itofnunarinnar mjög vel, enda bæði ;tarfað þar við sjónvarp og hljóðvarp. Jtvarpsstjóri með enga reynslu af svona stórum vinnustað hefur þurft ilíkan ráðgjafa sér við hlið. Arthúr lefur eflaust verið ágætt val." Indriði G. Þor- steinsson rit- höfundur „Ég á erfitt með að svara þessu því ég veit ekki hvernig Ríkisútvarpið starf- ar. En hefði ég verið ráðamaður þar hefði ég nú viljað ráða mínum málum sjálfur en ekki hafa aðra til þess. Ellert B. Schram ritstjóri „Ég get lítið dæmt um það. Ef það vantar mann í ein- hverja stöðu, er _____________hann þá nokkuð verri en hver annar? Er þetta ekki ágætis maður?" Páll Magnússon sjónvarpsstjóri „Nei, ég hefði valið mér annan." Guðrún líklegust í Árnastofnun O Lœknar á Landspítala safna undirskriftum gegn stimpilklukkunni © Dansmennt Verzlunarskólanema ábótavant © Spenna ríkir nú innan Háskóla íslands um það hver verði ráðinn forstöðu- maður Árnastofn- unar í stað JÓN- ASAR KRIST- JÁNSSONAR. Þeir sem sótt hafa um stöðuna eru þau SVERRIR TÓMASSON, Gudrún Nordalog Stefán Karlsson. Guðrún og Sverrir eru bæði doktorar en Stefán er aðeins með MA-gráðu. Hann hefur á hinn bóginn unnið lengst umsækj- endanna þriggja á Árnastofnun. Flestir nemenda styðja Stef- án þótt þeir veðji á Guð- rúnu, sem er víst á svipuð- um aldri og systir hennar Bera var, þegar henni hlotnaðist staða forstöðumanns Listasafns íslands. Svo er hún náttúrlega ekki Nordal fyrir ekki neitt... Ekki eru liðnar margar vikur síðan yfirlæknar á Landspít- alanum hófu að fara að lög- um og tóku að stimpla sig inn. En nú fer fram mikil undirskriftasöfn- un meðal þeirra gegn stimplun- inni. Hún kemur þeim mörgum hverjum afskaplega illa og þá sér- staklega þeim sem eru með stofu út í bæ og eru kannski trúnaðar- læknar einhverra fyrirtækja að auki. Þá er náttúrlega ekki hlaupið að því að vera að stimpla sig signt og heilagt... Mikið hefur borið á Versl- ingum í fjölmiðlum að undanfömu vegna upp- færslu þeirra á Jesú súperstjörnu. í gagnrýni í Morgunblaðinu var vel skrifað um sýninguna og var sér- staklega haft orð á því hversu mikil breidd hæfileika væri meðal nemenda og bæri þar hæst dans- atriðin. í tónlistarþætti á Stöð 2 fyrir skömmu kom hins vegar fram að hörgull hefði reynst vera á dansfólki í skólanum og varð því að leita út fyrir hann til að fylla í hópinn... Hið íslenzka Bartafjelag Efri röð frá vinstri: Matthías Ólafsson hagyrðingur og áróðursmeistari, Björn Brimar Hákonarson aðstoðarforseti, Helgi Ólafur Jakobsson formaður húsnefndar og yfirmaður Securitate (öryggisráði félagsins) og Guðmundur Erlingsson æðstiprestur og sáluhjálpari. Neðri röð frá vinstri: Jón Ingi Þorvaldsson yfirumsjónarmaður nýyrða- og vísindadeildar, Sigurður Már Harðarson Hvalfjörð forseti og Bjarni Kristófers- son aðalritari. Hið íslenzka Bartafjelag „Hið ísienzka Bartafjelag“ er félagsskapur sjö ungra manna og hefur verið við lýði í fimm ár. Helstu markmið félagsins er að vernda „íslenzka" tungu og safna börtum. Kveðið er á um það í lög- um þess að einn félagsmaður verði að hafa barta hverju sinni. „Hið íslenzka Bartafjelag“ er upprunnið úr Fjölbrautarskólan- um á Akranesi. Ýmsir gamlir, góðir, íslenskir siðir eru félags- mönnum ástfólgnir og gera þeir sér til dæmis ætíð far urn að heilsa að hætti glímumanna þó þeir stundi nú ekki íþróttina sjálfir. Félagsmenn reyna jafnframt að hittast reglulega og er árlegur há- tíðarfundur haldinn í nóvember. Auk hans er haldin góugleði, hundadagahátíð og næst verður liðinu hóað saman til að fagna þorra. Áður fyrr voru haldnar miklar samdrykkjur að fornum sið en þær hafa að mestu leyti lagst af eftir að aldurinn fór að færast yfir félagsmenn og þeir hættu að þola jafnmikla drykkju og áður. Tekið skal fram að innganga kvenna er ekki leyfð í „Hið íslenzka Bartafje- lag“ enda kemur bartasöfnunin í veg fyrir að þær uppfylli kröfur félagsins. ÉQ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON TÆKI VIKUNNAR Tæki vikunnar að þessu sinni er það, sem enskumælandi menn nefna „trackball“ en hér með er stungið upp á að nefrit verði „snúð- ur“á íslensku. Þetta apparat kemur i stað músa þeirra, sem notaðar eru við tölvur, en smærri útgáfur snúð- anna erþegarað finna á flestum kjöltutölvurn. I stað þess að færa mús á borði renna fingumir til kúlu, sem erá stærð við billjardkúlu (en framleiðandinn segir að hæglega sé unnt að setja billjardkúlu i stað þernar, sem fýrireri tækinu). Kostur snúðsins umfram mýs ersá,að mun minna reynir á höndina við tölvuvinnslu og þvi minni hætta á sliti handar, nákvæmnisvinna er þægitegri og menn eru mun Hjótari að færa bendilinn yfír skjáinn með einni hreyfingu. Tækið er framleitt af bandariska fyrirtækinu Kensington og kostar99 dali eða um 10.000 krónur hingað komið, efkeypter um póstvenslun. Við mælum með Mac’s Place (901-406-758-8000) og þeir taka bæði við Visa og Evrókorti, sem þeir kaila reyndar MasterCard. Það að toka vitlausa Ég veit ekki alveg hvers vegna, kannski af því ég hef gaman af skemmtilegum uppákomum í hversdagslífinu eða kannski af því að ég var eitthvað þrútinn í höfði eftir þennan heilsdagstúr frá KEF til LUX til PAR. Anyway, þá tók ég vitlausa tösku af færibandinu í far- angurssalnum á Charles de Gaulle- flugvelli sem er svo skemmtilega staðsettur hér rétt norðan við Par- ísarborg. Þetta var nýleg svört Delsay-taska með hjólabúnaði, al- veg eins og mín. Álíka þung, þó að- eins léttari ef eitthvað var. En það gerist nú oftast að töskurnar virka léttari á meginlandinu en upp á þessari Miðnesheiði sem ísland er. Það gerir þyngdaraflið. Því nær heimskautinu, því meira togar jörðin í. Þetta hefur víst eitthvað með segulskautin að gera, segja mér stjörnuspekingar. Enda er alkunna að norðlægari þjóðir eru þunglynd- ari en suðrænar þar sem jörðin létt- ir fremur undir mönnum en að draga þá niður. Margir Islendingar eiga ákaflega erfitt með að slíta ö!l tengsl við Iandið, þó þeir búi ára- tugum saman erlendis. Það togar svo sterkt í þá. En allavega, ég er þarna á Du Gól að næla mér í ranga tösku af færibandinu, kem henni upp á burðarvagn og inn í leigubíl og svo loks upp stigann í íbúðina mína hér í París sem er prýðileg í alla staði, eins og þeir fjölmörgu landar er hingað hafa komið hafa staðreynt. Bæði er íbúðin rúmgóð og auk þess í henni hreint, renn- andi vatn, heitt og kalt, bæði í eld- húsi og tveimur baðherbergjum. Það er alltaf gaman að koma heim til sín erlendis og alltaf einhver aukaspenna með í för þegar maður kippir með sér rangri tösku. 1 þetta skipti er taskan ómerkt og eftir stutta lagningu, rétt til að ná úr mér þotutakinu, stenst ég ekki lengur mátið og opna hana. Hver skyldi nú eiga þessa tösku? Ég renni frá og upp stígur fjarrænn ilmur kven- manns, í töskunni er ýmiss konar kvenfatnaður, einkum heillar mig bleikur náttkjóll fögrum blúndum búinn, dúnmjúkur og ilmandi þeg- ar ég ber hann upp af vitum mér, þefandi. Hvílíkur unaður að dýfa andlitinu ofan í annarra manna lífi Eiga litla, spennandi stund í per- sónu annarrar manneskju, mann- eskju sem maður veit ekki hver er, hvar er, né hvaðan er. Hér eru eng- ir pappírar. Kein passport. Einung- is nærföt, sokkabuxur, áðurnefnd- ur silkiblúndunáttkjóll og skart- gripir. Grófgerð og gyllt hálsmen sem færu vel við brúnt hold. Þetta er suðræn eldri kona. Skálastærð: ja...svona dálítið venusarleg. Klass- ísk brjóst a la Grikkland til forna. Þetta virðist ætla að verða óvenju skemmtileg töskuskipti að þessu sinni. Það getur nefnilega verið mjög gaman að taka vitlausa tösku á flugvöllum erlendis. Og nú var tösku áflugvöllum erlendis „Ogsvoþarfég að útskýrafyrir henni hvers vegna allt ungt fólk á íslandi er með hring í nef- inu og neðar og hver Magnús Scheving sé. “ i I o z > l o komið að mest spennandi hluta leiksins. Að skila töskunni. Hringi út á flugvöll, farangursdeild silvú- ble, og...jú, einhver kona hringdi hérna áðan og hafði tekið vitlausa tösku. Sem sagt, jöfn skipti. Fæ númerið hennar og hringi: Ma- dame Hassid, Hotel France, Bou- chardel í í. hverfi Parísar, herbergi númer 239, grískur hreimur, ...” yese, I come from Athens ton- ight for the shows, I have a shop myself, in Athens...“ Sem sagt, Töskueigandi er tískubúðareigandi í Aþenu. Frú Hassid er á háum hæl- um þegar hún kemur niður í lobbý þar sem ég bíð með allt hennar dót í Delsay-tösku og hún með rnitt í Delsay-tösku, pelsuð og puntuð, pen, með gull í eyrum og silfur í tönnum, en kannski full loðin um augun. Afskaplega fegin og „sorý, sorý“ að hafa tekið vitlausa tösku. Ég: „No problem...“ Hún: „En þú veist nú hvernig þetta er þegar maður er á svona þeytingi á milli landa og alltaf allt á síðustu stundu, eins og núna á ég að vera mætt í dinner, hvað er klukkan? Hvaðan ertu eiginlega? Islandi? Nú? But the Newspaper you got, eintak, ice- landic? 1 think maybe a russian. Very nice ...“ Eitthvað virkar EIN- TAKShausinn orþódox á frúna. Og svo þarf ég að útskýra fyrir henni hvers vegna allt ungt fólk á íslandi er með hring í nefinu og neðar og hver Magnús Scheving sé. Hún hafði greinilega farið betur í gegn- um mitt dót en ég hennar, því hún virtist búin að lesa grein Guð- mundar Andra um karlmennsku- ímyndina í EINTAKI og sérstaklega er henni minnisstæð myndin af vöðvakarlinum og spyr sérstaklega um hann „...very nice ..." en ég veit því miður ekkert um Mr. Scheving nejna hvað hann sé íslandsmeistari í þolfimi eða bólfimi eða einhverju slíku og þetta kætir kvenmanns- pels, svo mjög, að brátt má ég af- þakka boð um fylgd í dinner. „No? You sure?“ Þessi flugvallaleikur get- ur undið upp á sig. Getur endað með bolvindu. Sem er kannski fyrir suma, ég er hins vegar að þessu meira upp á sportið og spenning- inn. Allt og sumt sem þið þurfið til að geta tekið þátt í þessum skemmtilega leik er: Nýleg og al- geng gerð af hágæða ferðatösku. (Þó fer þetta eftir smekk viðkom- andi; eftir því sem taskan er fínni, því ríkara fólk er um að ræða. Best er að vera með nýlega svarta Delsay-tösku, ómerkta, en þær eru mjög algengar nú til dags). Þessi leið er kjörin fyrir einstæða ferða- menn sem hyggja á ævintýri á er- lendri grundu. Maður kynnist fólki. j~ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 39

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.