Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 24

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 24
Kristín Sigurðardóttir ErJa Kristófersdóttir húsmóðir og móðir Drífu Harðardóttur „Ég held að mæður geri sér ákveðnar hugmyndir um það hvernig tengdasyni þær vilja. Þeir eiga helst að koma vel íyrir og það gerir Hinrik svo sannarlega. Mér fannst hann bæði stórglæsi- legur og indæll þegar ég hitti hann íyrst. Hinrik er ffábær söngvari og ekki fannst mér hann síðri á leik- sviðinu þegar ég sá hann í Skilaboðaskjóðunni. Það var alltaf svo mikið að gera hjá honum meðan hann var í Leiklistarskólanum að ég sá frekar lítið af honum en nú fer það sjálfsagt að breytast. Hinrik var heima hjá okkur íjölskyldunni á aðfangadag og það var mjög skemmtilegt." Hiprik Ólafsson leikari „Ég var mjög stressaður þegar ég hitti Erlu í fyrsta skipti. Maður veit að mæður vilja dætrum sínum sem allra best og ekki vill maður bregðast vonum þeirra. En þegar við fórum að kynnast betur lagaðist líðanin fljótt. Erla er mjög fórnfus enda al- in upp í sveit þar sem fólk lærir það fljótt. Hún er alltaf boðin og búin að rétta manni hjálparhönd. Eitt af því skemmti- legra sem ég geri er að fara í sveitina hennar Erlu. Hún var alin upp í Miðfirði í Húna- vatnssýslu og það er mjög gaman að sjá hana þar í sínu eigin- I lega umhverfi." starfsstúlka í apóteki og móðir Erlu Árnadóttur „Mér fannst Sveinn Andri bera með sér góðan þokka þegar ég hitti hann fyrst og mér fannst hann og dóttir mín eiga vel saman. Sveinn Andri er mjög kappsamur og hann veit alveg hvað hann vill. Hann er viðkunnanlegur við alla og það er gott að umgangast hann. Hann er laus við alla væmni en það er þó ekki þar með sagt að hann sé ekki rómantískur. Ég hef líka oft undrað mig á því hvað hann getur afkastað miklu þó hann taki svona mikinn þátt í félagsstörfum. Hann straujar, passar og eldar mjög góðan mat. Hann er bestur í að elda sérstakan rækjurétt sem hann lærði í Hollandi. Sveinn Andri er minn draumatengdasonur og ég vona að ég eignist engan annan. Ég á bara eina dóttur og ég treysti honum fullkomlega fyrir henni.“ Sveinn Andri Sveinsson héraðsdómslögmaður „Ég var að koma með gjöf handa Erlu fyrstu jólin sem við vorum saman þegar ég hitti Kristínu. Ég man að mér fannst hún mjög ung og myndarleg kona. Kristín er mjög góð amma og sinnir syni okkar Erlu, Sveini Alexander, af- skaplega vel. Hún passar hann mjög oft og þegar hún gefur honum föt eru það engin venjuleg smá- barnaföt heldur mini- tískuföt. Sveinn Alex- ander heldur mikið upp á ömmu sína. Ég kann vel að meta hvað tengdamóðir mín er opinská, hreinskilin og einlæg. Við ræðum þó aldrei stjórnmál saman. Ég held hún hafi engan áhuga á því.“ 24 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.