Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ telur að vistmaður á dvalarheimili Hrafn- istu, sem lést af völdum höfuðhöggs í nóvember 2004, hafi ekki fengið þá meðferð sem ætlast hefði mátt til af heilbrigðisstarfsfólki á Hrafnistu. Þá er tekið undir með stjórnendum Hrafnistu að skráning hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi verið brugð- ist við vísbendingum um alvarleg ein- kenni og ákvörðun um bráðainnlögn hafi ekki verið tekin á fullnægjandi hátt. Þetta kemur fram í drögum að álitsgerð sem send hefur verið til ættingja mannsins og til stjórnenda á Hrafnistu, og geta þeir gert athuga- semdir við þau. Landlæknir tekur undir það álit heilaskurðlæknis að vegna eðlis áverkanna hefði „varla neinu breytt fyrir horfur sjúklings“ þótt hann hefði komist á bráðadeild fyrr. Níu klukkustundir liðu frá því maðurinn hlaut áverkann að morgni 7. nóvember og þar til hann var flutt- ur á sjúkrahús, þar af liðu um tvær stundir frá því ákveðið var að leggja hann inn og þar til hann kom á bráða- deild. Ástæðan er sú að ekki var ósk- að eftir neyðarflutningi heldur sjúkraflutningi. Ber ekki saman um tímasetningar Maðurinn var 85 ára gamall þegar hann lést. Í drögunum kemur fram að hann átti það til að detta aftur fyr- ir sig. Málsatvikum er lýst þannig að hann féll aftur fyrir sig á gólfið fyrir framan matsalinn og vankaðist veru- lega og var færður í hjólastól upp á herbergi sitt. Að sögn hjúkrunar- fræðings voru ekki sjáanlegir áverk- ar, hann tjáði sig ekki en umlaði. Starfsstúlka sagði að hann hefði ekki svarað þegar hún talaði til hans. Sjúkraliði sem leit inn til hans klukk- an 9:30 sagði að 15 mínútum seinna hefði verið ákveðið að hringja í vakt- hafandi lækni, yfirlækni á Hrafnistu, sem hefði komið um klukkan tólf. Sjálfur sagði læknirinn að hann hefði verið látinn vita milli klukkan tíu og ellefu og komið strax á staðinn. Þessi vitjun var ekki skráð í sjúkraskrá. Í skýrslu sem var skrifuð 16. nóvem- ber sagði læknirinn að við skoðun hefði sjúklingur verið klæddur, legið í rúmi með fullri meðvitund, svarað lækninum, hreyft alla útlimi og enga áverka verið að finna. Hjúkrunar- fræðingur sagði að læknir hefði kom- ið eftir 30–45 mínútur, skoðað augu sjúklings og sagt að ekkert væri að sjúklingnum en það ætti að fylgjast með honum. Höfuðkúpubrotinn Klukkan 15:30 tók annar hjúkrun- arfræðingur við vaktinni. Var henni sagt að ástand sjúklingsins væri ekki eðlilegt. Fór hún að sögn til hans og taldi ástæðu til frekari aðgerða. Sam- kvæmt símtali við hjúkrunarfræðing- inn sem var áður á vaktinni taldi hún rétt að hann yrði fluttur í skyndi á sjúkrahús en slíkt væri ekki leyfilegt á Hrafnistu nema í samráði við lækni. Hún hafði því samband við lækninn sem hafði áður skoðað manninn. Læknirinn kveðst hafa komið strax á staðinn og í kjölfarið gefið fyrirmæli um að hann yrði fluttur á slysadeild. Um þetta var skrifuð nóta í sjúkra- skrána. Á hinn bóginn liðu um tvær klukkustundir þar til sjúklingurinn kom með sjúkrabíl á neyðarmóttök- una. Við skoðun á slysadeild kom m.a. fram að hann var með glóðar- auga á hægra auga og blóðgúl yfir hægra gagnauga. Í ljós kom að hann var höfuðkúpubrotinn og hafði fengið útbreiddan og umtalsverðan höfuð- áverka. Ljóst þótti að hann var dauð- vona og að hjúkrun væri hið eina sem hægt væri að viðhafa. Maðurinn lést 13. nóvember án þess að komast til meðvitundar. Í drögunum segir að hægt sé að fallast á það álit stjórnenda Hrafn- istu að:  Ófullnægjandi skráning hefði ver- ið á sögu, skoðun, áliti og viðbrögðum af hálfu læknis og hjúkrunarfræð- inga Hrafnistu.  Vísbendingar væru um að alvar- leg einkenni hefðu komið fram hjá manninum strax á fyrstu klukku- stundunum eftir byltuna, sem ekki hefði verið brugðist við með tíðara eftirliti né skjótri ákvörðun um inn- lögn.  Ættingjar voru ekki upplýstir um ástand hans fyrr en sex klukkustund- um eftir slysið, þegar bróðir hans kom í heimsókn.  Ákvörðun um bráðainnlögn var ekki fylgt eftir á fullnægjandi hátt og ekki var um forgangsflutning að ræða, eins og eðlilegt hefði verið. Í niðurstöðum segir m.a. að málið gefi tilefni til þess að stjórnendur og starfsfólk Hrafnistu fari nánar yfir vinnuferli og verklag á stofnuninni þegar atburðir sem þessir gerast. Drög að álitsgerð landlæknis vegna andláts manns á Hrafnistu Ekki brugðist við vísbend- ingum um alvarleg einkenni Morgunblaðið/ÞÖK SVEINN H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir alveg ljóst að vinnureglum hafi ekki verið fylgt í kjölfar slyssins og ekki hafi ver- ið farið eftir þeim ferlum og gæðastöðlum sem stofnunin hafi tekið upp. Ítarlega hafi verið far- ið yfir þessi mál og rætt við við- komandi starfsfólk. Sveinn segir aðspurður að ekki verði frekari eftirmál innan stofnunarinnar, önnur en þau að allt verði gert til að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik gerist aftur. Hann segir að starfsfólki sem hafi verið á vakt þennan dag líði afskaplega illa yfir því sem gerðist og taki atvikið afar nærri sér. Engin lögreglurannsókn Skömmu eftir andlát mannsins óskuðu ættingjar hans eftir lög- reglurannsókn. Hjá lögreglustjór- anum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að engin lög- reglurannsókn væri í gangi. Á hinn bóginn væri fylgst með því sem kæmi út úr athugun land- læknis. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins leiða ábendingar eða kvartanir vegna meintra lækna- mistaka sjaldnast til lög- reglurannsóknar, heldur eru mál- in til lykta leidd á öðrum vettvangi, s.s. með álitsgerð frá landlækni eða með höfðun skaða- bótamáls. Allt gert til að svipað atvik gerist ekki aftur HJÁ Landlæknisembættinu er álitið á viðbrögðum starfsmanna Hrafn- istu flokkað sem aðfinnsla. Með álit- inu og ábendingum sem komið hefur verið á framfæri við stjórnendur Hrafnistu er málinu lokið af hálfu embættisins. „Við teljum að ekki hafi verið staðið rétt að málum eftir að mað- urinn féll, aðgerðir hafi verið ómarkvissar, skráningu í sjúkraskrá hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið haft samband við ættingja. Við ætlum stofnuninni að læra af þessu,“ segir Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir sem samdi álitið í sam- ráði við sérfræðing í öldrunarlækn- ingum. Þegar kvartanir berast Land- lækni vegna meintra mistaka við heilbrigðisþjónustu eru vægustu við- brögðin þau að ákveða að grípa ekki til aðgerða. Þarnæst kemur ábend- ing, þá aðfinnsla, síðan áminning samkv. lögum með afriti ráðherra og í alvarlegustu málunum getur Landlæknir gert tillögu tillögu til heilbrigðisráðherra um að viðkom- andi heilbrigðisstarfsmaður starfs- maður verði sviptur leyfi sínu . Þegar kvartanir berast Land- lækni vegna meintra mistaka við heilbrigðisþjónustu eru vægustu við- brögðin þau að ákveða að grípa ekki til aðgerða, samkvæmt vinnureglu embættisins. Þar næst kemur ábend- ing, þá aðfinnsla, áminning og í al- varlegustu málinum getur hann gert tillögu til heilbrigðisráðherra um að viðkomandi starfsmaður verði svipt- ur leyfi til starfa sem heilbrigð- isstarfsmaður. „Ætlum stofnuninni að læra af þessu“ MEÐ úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nýlega var blaðamanni Morgunblaðsins veittur aðgangur að hluta af skýrslu Hall- gríms Sigurðssonar. Sá hluti skýrslunnar sem ekki fékkst af- hentur var talinn falla undir und- anþáguákvæði upplýsingalaga. Með tölvubréfi 2. nóvember fór blaðamaður fram á það við utanrík- isráðuneytið að fá aðgang að skýrslu Hallgríms svo og að öllum þeim skýrslum, samantektum eða minnisblöðum sem gerð höfðu verið hjá ráðuneytinu vegna málsins. Því neitaði ráðuneytið en lét honum í té frásögn þess af árásinni en synjaði um frekari gögn á grundvelli þess að um væri að ræða vinnuskjöl sem væru undanþegin aðgangi almenn- ings. Málinu var í kjölfarið skotið til úrskurðarnefndarinnar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að frumskilyrði fyrir því að skjal falli undir undanþágu sem gildi um vinnuskjal, sé sú að það sé vinnu- skjal í eðli sínu, en undanþágan fjalli einungis um gögn í máli þar sem tekin sé stjórnvaldsákvörðun. Þurfti að veita að- gang að hluta skýrslunnar YFIRSKRIFT skýrslu Hallgríms Sigurðssonar, fyrrverandi yfir- manns alþjóðaflugvallarins í Kabúl, vegna árásarinnar sem gerð var á íslenska friðargæsluliða í borginni hinn 23. október sl., er „Trúnaðar- mál. Eingöngu til innanhússnota fyrir Friðargæslu Íslands og utan- ríkisráðuneyti“. Sá hluti skýrslunn- ar sem blaðamaður Morgunblaðs- ins fékk afrit af heitir „Önnur atriði“ og er lokakafli hennar. Þar fjallar Hallgrímur einkum um um- fjöllun fjölmiðla um málið. Skýrsl- an er rituð 29. október 2004. Hallgrímur gagnrýnir umfjöllun í fjölmiðlum harðlega, segir veru- lega mikið um „rangfærslur fjöl- miðla gegn betri vitund, æsifrétta- mennsku, skítkast og lágkúruhátt í kjölfar þessa hörmungaratburðar“. Að því hafi verið látið liggja að hann hafi brotið reglur en hann viti ekki til þess að nokkrar reglur hafi verið brotnar. Ferðalög í einkaer- indum hafi ekki verið bönnuð og hann viti ekki til þess að þau hafi verið bönnuð hjá herjunum [sem starfa á Kabúl-flugvelli]. Þá hafi enginn verið neyddur til fararinnar og það sé alrangt að íslenskir frið- argæsluliðar hafi verið látnir snú- ast fyrir hann. Slíkt hefði aldrei gerst. Ekki rekið á eftir Þá segir Hallgrímur að gagnrýni á að friðargæsluliðarnir skyldu fara af vettvangi og skilja eftir slasað fólk, lýsi verulegri vanþekkingu. Skyldu hans hafi fyrst og fremst snúið að hans eigin mönnum. Ekki hefði verið ljóst hvort árásin væri yfirstaðin og ósprungnar sprengjur verið á svæðinu. Þá hafi lögregla og hermenn verið komin á staðinn til að sinna slösuðum. Um dvölina í teppaversluninni segir Hallgrímur að því hafi verið haldið fram að kaupin hafi tekið alltof langan tíma og á eftir sér hafi verið rekið fjórum sinnum. Hann minnist ekki þess að athugasemd hafi komið fram í þessa veru meðan hann var ásamt fleirum í verslun- inni. Ásgeir Þór Ásgeirsson hafi stjórnað öryggisgæslunni og „hefði hann einhvern tímann lýst því yfir að ástandið væri ótryggt að sínu mati eða að ástæða væri til brott- farar þá hefði ég samstundis hlýtt því“, segir í skýrslunni. Hallgrímur tekur fram að honum finnist allir Íslendingarnir sem lentu í árásinni hafa staðið sig eins og best verði á kosið og öryggis- gæslu verið sinnt fumlaust og af einstakri fagmennsku. Skýrsla Hallgríms Sigurðssonar um árás á friðargæsluliða í Kabúl Mikið um rangfærslur í fjölmiðlaumfjöllun                      !"          !   " # $# %! $#   #  #  #  &   #  '  ( #  &                     )   ( # * + ,    # *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.